Morgunblaðið - 26.06.2002, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 26.06.2002, Blaðsíða 30
UMRÆÐAN 30 MIÐVIKUDAGUR 26. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Á stæða er til að fagna nýútkominni skýrslu nefndar dóms- málaráðherra, Sól- veigar Pétursdóttur, um tillögur um úrbætur vegna kláms og vændis á Íslandi. Hún er gott innlegg í umræðuna um þessi mál og líklegt að stjórnvöld grípi í kjölfarið til frekari ráðstafana til að koma í veg fyrir það þjóðfélags- mein sem klám og vændi er. Nefndin leggur í skýrslunni fram ýmsar úrbætur í þessum málum og sagði dómsmálaráðherra þegar hún kynnti skýrsluna í síðustu viku að þær yrðu m.a. teknar til umfjöllunar í dómsmálaráðuneyt- inu og hjá refsiréttarnefnd. Auð- vitað eru skipt- ar skoðanir um þær úrbætur sem nefndin leggur til – að mínu mati er þó ýmislegt til bóta. Til að mynda finnst mér ánægjuefni að nefndin skuli leggja til bann við einkadansi, en sá dans ef dans skyldi kalla fer fram fyrir luktum dyrum í bakherbergjum nektardansstaðanna. Einkadans sem og sá dans sem fram fer á sviði nektardansstaðanna ýtir undir hina svokölluðu kynlífsvæð- ingu, ýtir undir vændi, ýtir undir þá hugmynd að líkaminn, líkami konunnar, barnsins eða hvaða lík- ami sem er, sé til sölu. Hann sé hægt að kaupa eins og hverja aðra vöru. Því miður er það þó svo að vændi þrífst í ýmsum myndum hér á landi. Það kom m.a. fram í rannsókn um vændi, sem unnin var að frumkvæði dóms- málaráðherra og kynnt var á síð- asta ári. Um það vitna líka m.a. viðtöl og frásagnir af ein- staklingum sem leiðst hafa út í vændi. Einnig hafa komið fram vísbendingar um að vændi tengist nektardansstöðum hér á landi. Nú síðast m.a. greindi Tinna Víð- isdóttir, lögfræðingur hjá Sýslu- manninum á Keflavíkurflugvelli, frá því að eistneska og lettneska lögreglan teldi sig hafa öruggar heimildir fyrir því að þarlendar nektardansmeyjar hefðu verið neyddar til þess af íslenskum vinnuveitendum sínum að stunda vændi. Komu þessar upplýsingar fram á ráðstefnu Norðurlanda- og Eystrasaltsþjóðanna um baráttu gegn verslun með konur, sem Tinna sat, í Tallinn í Eistlandi um síðustu mánaðamót. Einnig hefur lögreglan í Reykjavík staðfest, og það kemur m.a. fram í fyrrgreindri skýrslu dómsmálaráðherra, að fjórar nektardansmeyjar hafi leitað á náðir Kvennaathvarfsins síðasta sumar og kært í kjölfarið einn eig- anda næturklúbbs í Reykjavík fyrir að ætlast til þess að þær stunduðu vændi. Hvernig er ann- að hægt en að líta nektardansstaði hornauga með slíkar upplýsingar í höndunum? Ég ætla samt ekki að halda því fram að vændi þrífist í skjóli þeirra allra, þótt það hafi, að því er virðist, þrifist í skjóli ein- hverra þeirra. Fagna ég því mjög þeirri hugmynd, sem fram kemur í skýrslu dómsmálaráðherra, að reglur um slíka staði verði hertar. Eins og fram hefur komið í um- ræðunni um vændi er ljóst að ýmsar ástæður eru fyrir því að einstaklingar grípa til þeirra ör- þrifaráða, eins og nær væri að kalla það, að selja blíðu sína. Í um- ræddri skýrslu dómsmálaráð- herra eru fíkniefnaneysla og kyn- ferðisleg misnotkun m.a. nefnd til sögunnar í þessu sambandi og lögð áhersla á að þeir sem leiðast út í þá ánauð, að selja líkama sinn, séu fórnarlömb. Um það held ég að flestir ef ekki allir geti verið sammála. Af þeim sökum m.a. leggur nefndin til að ákvæði í al- mennum hegningarlögum, um að refsivert sé að hafa viðurværi sitt af vændi, verði afnumið. Áherslan sé þannig ekki lögð á að refsa þeim sem stunda vændi heldur hjálpa þeim. Ekki get ég annað en tekið undir þessar breytingar þótt ekki væri nema vegna þess að erf- itt hlýtur að vera að sanna hvenær viðkomandi er að selja sig í „fullri vinnu“ og hvenær í „aukavinnu“. Fleiri tillögur nefndarinnar mætti nefna sem eru til bóta, að mínu mati, þótt ekki sé ætlunin að telja þær upp hér. Á hinn bóginn vekur athygli mína að nefndin telur ekki ástæðu til, að svo komnu máli, að koma lögum yfir þá sem kaupa sér kyn- lífsþjónustu, þ.e. þá sem nýta sér neyð þeirra sem selja líkama sinn. Nefndin veltir þessum möguleika reyndar fyrir sér og minnir m.a. á í því sambandi að Alþingi hafi ný- lega samþykkt lög sem banna kaup á kynlífsþjónustu barna og ungmenna yngri en 18 ára. Nefnd- in kemst hins vegar að þeirri nið- urstöðu að ekki sé að svo stöddu ástæða til að gera kaup á vændi fullorðinna einstaklinga refsiverð. Telur hún að slík lög geti m.a. auk- ið hættuna á því að vændismiðl- arar verði ósnertanlegri en áður, þar sem „mikilvæg vitni, kaup- endur kynlífsþjónustu, fáist ekki til að bera vitni“. Einnig nefnir hún að erfitt gæti reynst að sanna að aðilar hafi samið um að kynlífs- þjónusta verði látin í té gegn end- urgjaldi. Slíku „sönnunarvanda- máli“ hafi Svíar staðið frammi fyrir, en þeir hafa nýlega sam- þykkt lög sem kveða á um að refsi- vert sé að kaupa kynlífsþjónustu. Þessi rök nefndarinnar finnst mér ekki sannfærandi vegna þess að síðar í skýrslunni kemur fram að nú þegar sé erfitt að festa hendur á vændisstarfsemi hér á landi; erfitt sé að sanna mál og að vitni séu ekki viljug til samstarfs við lögreglu. Það getur varla verið verra en það. Eða hvað? Ég held að það verði alltaf erfitt að upp- ræta vændi, hvernig svo sem laga- bókstafurinn muni hljóða og því miður held ég að vændi eigi alltaf eftir að vera til staðar. En með því hins vegar að banna kaup á vændi með lögum væri samfélagið að gefa ákveðin skilaboð; skilaboð til þeirra sem leggjast svo lágt að nýta sér neyð annarra og kaupa sér kynlífsþjónustu. Eða eins og Rúna Jónsdóttir, starfskona Stígamóta, sagði í samtali við mbl.is í vikunni: „Lög eru skilaboð til samfélagsins um það hvað er rétt og hvað er rangt.“ Hvað um kaup- endur vændis? „…með því hins vegar að banna kaup á vændi með lögum væri sam- félagið að gefa ákveðin skilaboð; skilaboð til þeirra sem leggjast svo lágt að nýta sér neyð annarra og kaupa sér kynlífsþjónustu.“ VIÐHORF Eftir Örnu Schram arna@mbl.is ÉG RAK oft upp stór augu við lestur umsagnar Náttúru- verndar ríkisins um mat á umhverfisáhrif- um vegna Norðlinga- ölduveitu. Ekki aðeins vegna stíls og réttrit- unar heldur líka vegna þess hvernig málflutn- ingurinn er fram sett- ur. Ég hef fulla samúð með afstöðu Náttúru- verndar og allra þeirra sem leggjast gegn frekari virkjunum í Þjórsárverum en máls- meðferðin í umræddri umsögn er óviðunandi. Hún fjallar um og gagnrýnir skýrslu Lands- virkjunar (LV) um umhverfismat við Norðlingaöldu. Skýrsla LV er aftur á móti samantekt á víðtækum rannsóknum sem fram hafa farið á svæðinu og ályktanir sem draga má af þeim. Það er vandkvæðum bund- ið að svara gagnrýnispunktum Náttúruverndar fræðilega. Þarna er á ferð umhverfispólitísk umræða, oft byggð á tilfinningalegri afstöðu, þrætubókarlist og mælskubrögðum fremur en raunvísindalegum grunni. Sá grunur vaknar að í þess- um málflutningi hafi fræðileg rök lítið vægi. Ég skrifaði grein um málið í Mbl. 7.6. og benti nokkrar slæmar veilur í umsögninni. Gísli Már Gíslason, prófessor og formaður Þjórsárvera- nefndar, svarar mér í Mbl. 12.6. Hann reynir þó ekki að bera í bæti- fláka fyrir umsögnina enda vand- kvæðum bundið. Hins vegar hamast hann á því atriði sem virðist ætla að verða helsti átakapunkturinn í þess- ari umræðu, sem sé því að ég, jarð- fræðingurinn, skuli hafa skoðanir á samspili gróðurs og grunnvatns í Þjórsárverum. Að öðru leyti drepur Gísli málum á dreif með því að fara að vitna í gamla deilu okkar Birgis Sigurðssonar um mál sem Gísla misminnir reyndar um hvað snerist. Ég hef fært rök fyrir því að grunnvatnssveiflur að vetri í ver- unum upp af Norðlingaöldulóni hafi ekki mikil áhrif á viðgang gróðurs. Þessu er hafnað í umsögn Nátt- úruverndar og sagt: „Rannsóknir Þóru Ellenar Þórhallsdóttur (1993) sýna þvert á móti að miklar grunn- vatnsbreytingar að vetri til þegar efsta lag jarðvegsins er frosið muni valda töluverðri röskun umfram frostlyftingu. Klaki í jarðvegi bráðnar, rústir hrynja, gróðurhula og jarðvegur fer á hreyfingu langt umfram frostlyftingu …“ Það sem er sérkennilegt við þessa vísun í rann- sóknir Þóru Ellenar er að þar er ekki verið að fást við grunnvatn heldur yfirborðsvatn. En nú spyr ég: Af hverju segir að rannsóknirnar sýni röskun umfram frost- lyftingu? Þóra Ellen nefnir ekki frostlyft- ingu í sinni grein. Af hverju er sagt að rústir hrynji? Þóra Ellen nefnir ekki að rústir hafi eyðst eða hrunið. Af hverju segir að gróðurhula og jarðvegur fari á hreyfingu? Þóra Ellen minnist ekk- ert á slíkar hreyfingar. Þetta er allt einn blekkingarleik- ur. Gísli Már segir í grein sinni: „Að fara rangt með heimildir er óheiðarlegt.“ Ég tek undir það, sé slíkt gert vitandi vits, en kannski hafa höfundar umsagnarinnar aldr- ei lesið grein Þóru Ellenar en getið sér til um niðurstöður hennar í staðinn. Í Umsögn Náttúruverndar er fjallað um greinargerð sem ég skrifaði um framtíð Norðlingaöldu- lóns í ljósi hugsanlegra gróðurhúsa- áhrifa. Athuganir mínar voru liður í að meta líftíma lónsins. Verkfræð- ingar voru á sama tíma að skoða þróunina við lónið á næstu áratug- um í aurburðarlíkani og reikna út fyllingu þess að því gefnu að aur- burður jökulkvíslanna á svæðinu yrði svipaður og verið hefur síðustu áratugi. Líkanreikningar sýndu að lónið myndi hálffyllast á öld. Athug- anir mínar bentu til þess að hér þyrfti að slá varnagla því ef spár Sérfræðinganefndar Sameinuðu þjóðanna (IPCC), Vísindanefndar umhverfisráðuneytis um loftslags- breytingar og annarra stæðust myndu jöklar hörfa og jökullón myndast framan við stærstu ístung- urnar sem ganga niður í Þjórsár- ver. Þar með myndi draga úr fram- burði jökulkvísla sem frá þeim koma. Jafnframt nefndi ég að ef þessi yrði þróunin myndi sífreri og rústir í verunum rýrna og e.t.v. hverfa. Þetta var ekki spá heldur sviðsmynd af hugsanlegu ástandi ef spár gengju eftir. Fyrirvarar voru því settir við aurburðarreikninga. Í umsögn Náttúruverndar er snúið út úr þessum atriðum og sagt að látið „sé að því liggja að Norð- lingaöldulón sé jafnvel fyrirtaks að- gerð til björgunar Þjórsárvera vegna gróðurhúsaáhrifa“. Ennfrem- ur segir: „Hér er reynt að gefa þá mynd að í framtíðinni muni hugs- anleg/kannski gróðurhúsaáhrif valda því að rústum fækki hvort sem er og því sé ekki svo mikill skaði af fækkun rústa vegna Norð- lingaöldulóns. Þessi nálgun við að meta umhverfisáhrif er ekki ásætt- anleg. … Að blanda Norðlingaöldu- veitu inn í aðgerðir vegna hugs- anlegra gróðurhúsaáhrifa miðað við núverandi þekkingu er langt út fyr- ir það sem fyrirliggjandi gögn gefa tilefni til.“ Þessi orðræða er út í hött. Í greinargerð minni er hvergi látið að því liggja að ekki sé skaði af fækk- un rústa í grennd við Norðlinga- öldu. Í matsskýrslu LV kemur sú túlkun ekki fram heldur. Þaðan af síður er gefið í skyn að Norðlinga- öldulón sé jafnvel fyrirtaks björg- unaraðgerð. Það er hreinn skáld- skapur rithöfunda Náttúruverndar. Síðasta setningin er hins vegar rétt. Það á ekki að blanda Norðlinga- ölduveitu inn í aðgerðir vegna hugs- anlegra gróðurhúsaáhrifa, enda var það ekki gert, hvorki í greinargerð minni né í endursögn hennar í matsskýrslunni. Það er fyrst í um- sögn Náttúruverndar sem það sést. Þau mælskubrögð sem hér getur að líta eru vel þekkt, gagnaðila eru gerðar upp skoðanir og síðan ráðist á þær. Þetta þykir snjöll aðferð í þrætubókarlist og í kappræðu- íþróttum en er afar lágt skrifuð í fræðilegri umræðu. Umsögn Náttúruverndar ríkisins um mat á umhverfisáhrifum vegna Norðlingaölduveitu stendur á veik- um faglegum grunni a.m.k. að því er varðar umfjöllun um jarðfræði og vatnafar. Málflutningurinn ein- kennist allt of víða af ádeilustíl og mælskubrögðum sem eru á kostnað góðrar fagmennsku. Sá sem telur sig þess umkominn að tortryggja, vísa á bug og hafna rannsóknarnið- urstöðum og sérfræðiálitum, eins og Náttúruverndin gerir hvað eftir annað í umsögn sinni, verður að standa á traustum fræðilegum grunni. Röskun umfram frostlyftingu! Árni Hjartarson Norðlingaalda Gagnaðila eru gerðar upp skoðanir, segir Árni Hjartarson, og síðan ráðist á þær. Höfundur er náttúrufræðingur sem vinnur að jarðfræðilegum verkefnum við Geologisk Museum í Kaupmannahöfn. EINN svartasti bletturinn á stjórnmála- lífi Íslendinga er pólitík persónunjósnanna. Sjálfstæðisflokkurinn er eini flokkurinn á landinu sem enn stund- ar þá ömurlegu iðju að setja njósnara í kjör- deildir. Þannig er það skráð hverjir kjósa og hverjir ekki og allt sett í spjaldskrár flokksins. Njósnað um borgarana Með því að njósna um kosningahegðun borg- aranna veit flokkurinn fyrir víst hverjir örugglega kusu hann ekki. Einfaldlega af því að þeir sátu heima í stað þess að greiða atkvæði. Sem er þeirra einkamál og kemur Sjálfstæðisflokknum akkúrat ekkert við. Sjálfstæðisflokkn- um er fátt heilagt í valdabröltinu og hann verður að vera sem best upplýstur um hagi og hegðan íslenskra ríkis- borgara. Enda orðinn vanur tilvist og tilgangi svartra lista, eftir að hafa dreift slíkum list- um um allar koppa- grundir að tilskipan kínverskra kommúnista og mannréttindaníð- inga. Svarti listinn Hver veit nema þeir sem ekki greiða at- kvæði á kjördag fari á svarta listann hjá Davíð Oddssyni og félögum? Al- kunna er hvernig Sjálfstæðisflokkur- inn beitir áhrifum sínum miskunnar- laust út um allt samfélag. Til dæmis er reynt að hræða fjölmiðlamenn frá hlutlausri umfjöllun um menn og mál- efni með uppnefnum og álíka pólitísk- um sóðaskap. Skelfilegast er þó viðmótið sem í pólitík persónunjósnanna felst. Virð- ingarleysið fyrir réttindum sem um öll Vesturlönd þykja sjálfsögð og eðli- leg. Fyrst Sjálfstæðisflokkurinn hef- ur ekki sóma til að hætta þessu sví- virðilega framferði er eina leiðin að banna njósnirnar með lögum frá Al- þingi. Pólitík persónu- njósnanna Björgvin G. Sigurðsson Njósnir Með því að njósna um kosningahegðun borgaranna, segir Björgvin G. Sigurðsson, veit flokkurinn fyrir víst hverjir örugglega kusu hann ekki. Höfundur er framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.