Morgunblaðið - 26.06.2002, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 26.06.2002, Blaðsíða 46
FÓLK Í FRÉTTUM 46 MIÐVIKUDAGUR 26. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ                     !" #  $!" %  & '  ( !  ! " )%$  FREGNIR bárust af því fyrir skemmstu að til stæði að gefa út í ís- lenskum búningi ensku barnabókina Molly Moon’s Incredible Book of Hypnotism eftir Georgiu Byng. Bók- in sú segir frá stelpunni Molly Moon, sem er foreldralaus og á heldur óskemmtilegu munaðarleysingja- hæli sem rekið er af uppþornaðri piparjúnku sem er haldin kvalalosta, nema hvað. Molly hefur nafn sitt af því að í kassanum sem hún var skilin eftir í á tröppum heimilisins stóð „Sykurpúðar Moons“ og í honum var einnig spýta af sleikibrjóstsykri (Lollypop) og hún því kölluð Lolly Moon, sem síðar varð að Molly. Molly er rengluleg og uppburðar- lítil en þrjósk og með fjörugt ímynd- unarafl. Mikil umskipti verða í lífi hennar þegar hún kemst yfir dular- fulla forna kennslubók í dáleiðslu, enda kemst hún þá að því að í henni blunda sérstaklega magnaðir hæfi- leikar til að dáleiða fólk. Þegar besti vinur hennar er síðan ættleiddur til Bandaríkjanna ákveður Molly að nota hina nýju hæfileika sína til að fara til New York og hafa uppi á hon- um. Áður en af samfundum þeirra getur þó orðið þarf Molly að yfirstíga ýmsar hættur og þrautir, ekki síst vegna þess að á eftir henni er óþokki sem vill komast yfir bókina fornu til að nota dáleiðslutæknina til ills. Eftir ævintýralega frásögn fer allt vel að lokum, en Molly hefur líka lært sína lexíu, lært að ekki er gott að fá allt upp í hendurnar, að það sem maður vinnur fyrir er jafnan meira virði en það sem maður kemst yfir með brögðum, þó í góðum tilgangi sé, og svo má telja. Ekki má þó skilja það sem svo að í bókarlok sé allt komið í himnalag; glannaleg dá- leiðsla Molly hrinti nefnilega af stað atburðarás sem hún á eftir að greiða úr þegar við skiljum við hana á næst- síðustu blaðsíðu bókarinnar og ekki spurning að önnur bók um Molly er væntanleg og líkast til margar slíkar. Talsverðar umræður spunnust um bókina á Bretlandi í vor og þá að- allega vegna þess að leiðbeiningar í dáleiðslubókinni góðu eru útskýrðar býsna rækilega í sögunni og eru svo raunverulegar að margir sáu ástæðu til að vara við því að börn læsu bók- ina, þau gætu tekið upp á því að dá- leiða til hægri og vinstri og hvað veit ég – eða svo létu sumir að minnsta kosti í blöðunum. Varla er þó ástæða til að óttast slíkt, eða í það minnsta fer engum sögum af faraldri dá- leiðsluglæpa breskra barna og því varla ástæða til að óttast um heill ís- lenskra lesenda þegar að útgáfunni kemur hér heima. Í frétt sem birtist var rætt um bókina sem líklega til ámóta vinsælda og Harry Potter og þó þar sé heldur langt gengið er því ekki að neita að bókin er bæði æv- intýraleg og bráðskemmtileg. Dáleitt til hægri og vinstri Molly Moon’s Incredible Book of Hypnot- ism eftir Georgiu Byng. Macmillan gefur út 2002. 330 síður innbundin. Kostaði um 2.000 kr. í Blackwells í Lundúnum. Árni Matthíasson Forvitnilegar bækur ÞAÐ HEFUR lengið loðað við tölvufróða að vera taldir hálfgerðir furðufuglar. Þó flestir slíkir séu eins og fólk er flest er því ekki að neita að býsna margir skera sig úr fyrir klæðaburð og hegðun, með sítt óhirt hár og úfið skegg, helst þykk gleraugu og jafnan illa til fara; eins konar auglýsing um að þeir séu svo miklir snillingar að þeir hafi ekki tíma til að sinna svo jarðbundnum hlutum sem almenn- um þrifnaði. Á bak við þetta óhrjá- lega útlit eru svo menn sem margir eiga afskaplega illt með að eiga samskipti við annað fólk, einfarar sem fundið hafa sér fróun í tölvu- heimi, eiga þar sína vini og sam- starfsmenn, sem þeir hafa oftar en ekki aldrei hitt augliti til auglitis. Einn merkilegasti forritari síð- ustu ára, Richard Stallman, er einnig með mestu sérvitringum sem um getur, því ekki er bara að hann er afburðasnjall forritari, heldur er hann óþolandi þverhaus að því flestir segja, maður sem ekki er hægt að lynda við nema menn séu fullkomlega sammála honum og jafnvel það er ekki alltaf nóg. Stallman er því umdeildur í hugbúnaðarheiminum ekki síður en utan hans, þar sem andstæðingar hafa gripið til þess að kalla hann „Stalinman“ í viðleitni að gera áherslu hans á svonefndan frjálsan hugbúnað hans tortryggilegan. Richard Stallman má kalla föður frjáls hugbúnaðar sem kallast free software vestan hafs og þá átt við free eins og í frelsi en ekki ókeyp- is, þó margir túlki það svo. Þegar Linus Thorvalds kynnti stýrikerfi sitt sem hann kallaði Linux treysti hann á hugbúnað sem Richard Stallman hafði safnað saman undir GNU-pakka sinn, en GNU, sem er skammstöfun fyrir GNU’s Not Un- ix, var að segja fullbúið stýrikerfi þegar Linux kom fram á sjónar- sviðið. Í bókinni, sem hér er gerð að umtalsefni og lesa má á Netinu eins og viðeigandi verður að teljast þegar skrifað er um Richard Stall- man, rekur Sam Williams sögu Stallmans á skemmtilegan hátt og dregur ekkert undan um persónu- leikagallana sem gert hafa hann svo umdeildan. Frásögn af æsku Stallmans bendir til þess að hann hafi verið einhverfur og eimir af því enn, hann átti mjög erfitt með að mynda tilfinningatengsl við ann- að fólk og erfitt með að skilja það, gat trauðla sett sig í spor annarra. Það kemur þó á óvart við lesturinn að Stallman er mikill kvennamaður og gríðarlega áhugasamur um þjóðdansa, dansaði í mörg ár í slík- um félagsskap. Þrjóskan í Stallman er goð- sagnakennd, frægt varð þegar hann keppti einn við heilan hóp forritara og hafði í fullu tré við þá með því að fara ekki út úr tölvu- herberginu dögum saman og vaka sólarhringum saman. Sú saga er vel þekkt en ekki eins þekkt að hann og félagar hans beittu skemmdarverkum til að hrella þá sem læstu skrifstofum sínum svo ekki var hægt að komast í tölvu þeirra, auk þess sem hann hélt uppi andófi gegn því að menn hefðu notandaheiti og aðgangsorð, honum fannst að allir ættu að fá að nota tölvur sem vildu. Gallaður snillingur Free as in Freedom, Richard Stallman’s Crusade for Free Software eftir Sam Williams. O’Reilly gefur út. Lesið á Net- inu, sjá: www.oreilly.com/openbook/ freedom/. Einnig er til innbundin útgáfa, 240 síður, sem kostar ytra um 2.200 kr. Árni Matthíasson Forvitnilegar bækur FYRIR nokkrum dögum var breski sagnfræðingurinn David Irving lýstur gjaldþrota fyrir rétti í Bret- landi og lauk þá merkilegri at- burðarás sem hófst með því að Irv- ing höfðaði meiðyrðamál gegn bandarískum sagnfræðingi, Debor- ah Lipstadt, og Penguin-bókaútgef- andanum. Irving höfðaði málið vegna bókar Lipstadt, Denying the Holocaust, sem kom út vestan hafs 1993 og í Bretlandi 1994, en í henni er hann talinn með þeim sem þrætt hafa fyrir helförina, útrýmingar- herferð Þjóðverja gegn gyðingum og öðrum þjóðum sem þeir töldu óæskilegar. Vildi vernda mannorð sitt Í viðtali um það leyti sem hann höfðaði málið sagðist Irving vera að vernda mannorð sitt, þessi yfirlýs- ing Lipstads hafi gert honum ókleift að framfleyta sér með því að skrifa bækur um sérsvið sitt, þriðja ríkið og höfuðpaura þess, eins og hann hafi rekið sig á þegar hann gaf út bók um Josef Göbbels 1996 og bóksalar víða um Bretland neit- uðu að selja hana. Hann höfðaði því málið til að fá bættan skaða sem hann taldi sig hafa orðið fyrir og um leið að ummælin yrðu dregin til baka. Nú er málum svo háttað í bresku réttarkerfi að gríðarlega dýrt er að reka mál fyrir rétti, án þess að far- ið sé nánar út í það hér, og einnig að meiðyrðalöggjöf er þeim sem verður fyrir meintum meiðyrðum hagstæð. Ákærandinn þarf að sanna að mannorð sitt hafi orðið fyrir skaða, og gat Irving þannig bent á nafngreinda bóksala sem neituðu að selja bækur hans vegna ásakananna, en hinn ákærði að sanna að staðhæfingar séu réttar. Í ljósi þess hve kostnaðarsamt er að reka meiðyrðamál fyrir rétti í Bretlandi fara mál sem þetta sjaldnast fyrir dómstóla; yfirleitt er samið áður en mál eru tekin fyrir. Penguin- útgáfan kaus þó að verjast og greiða um leið málskostnað Lip- stadt, enda meira í húfi að mati rit- stjóra fyrirtækisins en ein bók og mannorð höfundar hennar. Finnst lítið til Lipstadt koma Bandaríski rithöf- undurinn David D. Guttenplan fylgdist með réttarhöldunum og skrifaði um þau merkilega bók, The Holocaust on Trial, sem er kveikjan að þessari grein. Í bókinni rekur Guttenplan réttarhöldin rækilega og dregur ekkert undan í skoð- unum sínum á þátttakendum. Þannig finnst honum lítið til Lip- stadt koma, enda varð meðal ann- ars ljóst í réttarhöldunum hve óvönduð vinnubrögð hún stundaði við skrif sín og einnig kann Gutt- enplan greinilega ekki að meta að hún telji þjáningar gyðinga hafa verið meiri en annarra sem lentu í útrýmingarmaskínu Þjóðverja, til að mynda sígauna, því gyðingar séu guðs útvalda þjóð. Sumir andstæðinga Irvings koma líka heldur illa út fyrir það að láta óvild sína á persónunni David Irv- ing spilla fræðimennsku sinni. Versta útreið fær þó Irving sjálfur, enda kom smám saman í ljós við réttarhöldin hve óvandaður sagn- fræðingur hann er, hvernig hann hagræðir staðreyndum með því að segja ekki alla söguna, lítur framhjá því sem honum þykir spilla fyrir hinni jákvæðu mynd af Adolf Hitler sem hann vill helst halda á lofti og svo má telja. Ritin gegnsýrð óheiðarleika Til að gefa sem besta mynd af fræðimanninum David Irving fengu verjendur sagnfræð- inginn Richard Evans til að fara rækilega yfir verk Irvings, reyna að rekja heim- ildir sem hann studdist við og grafast fyrir um hvernig hann notaði þær. Skemmst er frá því að segja að Evans segist hafa verið sleginn yfir því hve rit Irvings séu gegn- sýrð óheiðarleika; í þeim séu ótelj- andi dæmi um rangtúlkun, villandi framsetningu, þýðingarvillur, sem hljóti að vera vísvitandi í ljósi þess að Irving talar þýsku reiprennandi, og svo megi telja. Ekki sé bara að Irving taki að kríta þegar hann sé að fjalla um frammámenn þriðja ríkisins, heldur fer hann einnig frjálslega með staðreyndir, svo ekki sé meira sagt. Sem dæmi um það nefna menn frægt rit Irvings um árás bandamanna á Dresden þar sem hann ýkti mannfall og afleið- ingar árásarinnar stórkostlega. Irving og aðrir sem draga helför- ina í efa hafa á hraðbergi ýmsar „staðreyndir“ sem veikgeðja falla oft fyrir, en þær eru allvel raktar í bók Guttenplans og hraktar. Meðal annars sýnir Guttenplan fram á að þrátt fyrir staðhæfingar Irvings og anarra Hitlersvina bendi flest til þess að Adolf Hitler hafi verið full- kunnugt um útrýmingarherferð á hendur gyðingum, kommúnistum og sígaunum, og frumskipunin komin frá honum sjálfum. Alger ósigur Irvings Málaferlum Irvings gegn Lid- stadt og Penguin lauk með algerum ósigri Irvings og í dómsorði var tekið undir allar staðhæfingar um ófagleg vinnubrögð Irvings, bent á hvernig hann hefði hagrætt sann- leikanum í gegnum árin til að hann félli betur að pólitískum skoðunum hans; í raun sagt að bækur hans séu að segja gagnslausar sem sagn- fræðirit. Í kjölfarið var Irving síðan dæmdur til að greiða Penguin málskostnað sem skipti tugum milljóna. Irving reyndi að fá að áfrýja málinu en var hafnað og ekki tókst honum að semja um máls- kostnaðinn. Á endanum var hann síðan lýstur gjaldþrota um daginn, eins og nefnt er í upphafi, og veiga- mesti leiðtogi Hitlersvina því æru- og peningalaus. The Holocaust on Trial eftir D.D. Guttenplan. 349 síðna kilja sem Granta Books gaf út í janúar sl. Kostaði um 1.500 kr. á Heath- row-flugvelli. Ærulaus öreigi Til eru þeir sem halda því fram að helförin sé uppspuni einn, Þjóðverjar hafi ekki stundað skipu- lögð fjöldamorð í útrýmingarbúðum og þó svo hafi verið hafi Adolf Hitler ekkert vitað af því. Einn af þeim sem þessu hafa haldið fram er breski sagnfræðingurinn David Irving. Árni Matthíasson segir frá bók um málaferli Irvings sem gert hafa hann ærulausan öreiga. AP Sagnfræðingurinn David Irving var kokhraustur þegar hann mætti til að hlýða á úrskurð hæstaréttar í apríl 2000. Vandaðar heimilis- og gjafavörur Kringlunni 4-12 - sími 533 1322 Hnífastandur úr stáli Verð kr. 3.900 KARÍBAHAF - sept. uppselt Hópferð á hálfvirði - næst 7. feb. 03 Heimsklúbbur Ingólfs-PRÍMA STÓRA THAILANDSFERÐ Frábær ferð 16. okt. Lægsta verð. Heimsklúbbur Ingólfs-PRÍMA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.