Morgunblaðið - 26.06.2002, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 26.06.2002, Blaðsíða 36
36 MIÐVIKUDAGUR 26. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Í JÚNÍBYRJUN birtist grein um geitabjöllur í Blómi vikunnar og skömmu síðar var hringt í mig vegna þeirrar greinar. „Þú skrifaðir ekki um fal- legustu geitabjölluna, þessa gulu,“ sagði sá sem hringdi. Ég gladdist mjög yfir símhringingunni, þar sem ánægjulegt er að finna að blómagrein- arnar okkar séu lesnar með eftirtekt og lofaði að taka upp geitabjöllu- þráðinn við fyrsta tæki- færi. Þetta er „Sulph- urea“, sagði viðmæl- andi minn. Ég fletti upp í Garðblómabókinni hennar Hólmfríðar Sig- urðardóttur, en varð engu nær, svo ég leitaði á náðir erlendra bóka. Og viti menn, í danskri bók fann ég Pulsatilla alpina „Sulphurea“, sem hefur reyndar fengið nýtt nafn, Pulsatilla alpina ssp. apiifolia. Auð- vitað var þessi planta í bókinni hennar Hólmfríðar undir nýja nafn- inu. Þessi fallega planta er afbrigði af fjallabjöllu og gengur undir nafn- inu glóbjalla skv. Hólmfríði. Gló- bjallan er einstaklega falleg, með brenni- steinsgulum blómum og örlítið stærri en geitabjallan og blómstrar fyrst í júní. Sannarlega þess virði að reyna að komast yfir hana. En greinin heitir blómaævintýri og ekki að ástæðulausu. Hann Hermann Lundholm í Kópavogi hefur safnað mörgu smálegu um blómin og úr hans fórum kemur eftirfarandi: Þegar Guð hafði lokið við að skapa öll blómin stóðu þau brosandi í sólskin- inu og skoðuðu litríka búninga hvers annars. Glöð hreyfðust þau í morgungolunni og líktust smáengl- um sem ætluðu að flýja frá jörðinni. Hrifnust voru þau af hinum fögru krónum, sem Guð hafði gefið þeim. Hvert þeirra var svo hrifið af þeim lit sem það hafði fengið. Eitt skart- aði bláu og annað rauðu, þriðja hreifst af gula litnum og það fjórða af þeim hvíta. Þau sem voru með mislitar krónur voru líka geislandi falleg. Þegar öll blómin höfu fengið nafn og var sýndur staðurinn sem hverju var ætlað að vaxa og blómg- ast á fór hvert á sinn stað. Sum á engi, önnur á akra, sum í næring- arríkan jarðveg en önnur í snauðari og sendnari jörð. Dalaliljan fékk stað í skógarjaðri, þar sem hún í sínum hreina hvíta búningi átti að bjóða göngumenn velkomna. Þau blóm sem ekki þoldu mikla sól fengu stað inni í skóginum þar sem trjákrónur skyggðu dálítið á sólina. Önnur fengu stað í blóma- brekkum eða við tjarnir og jafnvel í tjörninni sjálfri. Öll glöddust þau yfir þeim stað sem þau höfðu feng- ið. En lítið blátt blóm stóð sorgbitið út af fyrir sig og grét beisklega. Þegar Guð gekk á milli blómanna til að ganga úr skugga um hvort ekki væri allt í lagi og allir ánægðir rakst hann á litla bláa blómið sem hágrét. Hann spurði blómið hvað væri að og litla blómið svaraði: „Ég var svo hamingjusöm yfir fallega búningn- um sem ég hafði fengið að ég fór að leika mér við bárurnar á vatninu og fallegu fiðrildin, en ég gleymdi al- veg nafninu mínu.“ Þá sagði Guð: „Ekki eingöngu blómin en einnig mennirnir skulu minnast orða minna. Til þess að þú gleymir ekki framar nafni þínu þá nefni ég þig Gleym-mér-ei. Hermann kann líka skemmtilega sögu um kirkjuvöndinn. Á miðöld- um kom það oft fyrir að konur tóku með sér blómvönd þegar þær fóru til kirkju. Kirkjubekkirnir voru harðir og guðsþjónustan oft lang- dregin, þá gat verið gott að grípa til ilmjurtanna í kirkjuvendinum, sér- staklega er svefn sótti að. Væri sér- lega erfitt að halda sér vakandi gátu konurnar bætt við nokkrum kvist- um af ilmsterkum jurtum, svo sem regnfangi, rósum, balsam myrtu- viði og pelargoníu, og andað svo djúpt ofan í vöndinn þegar svefninn sótti að. Eftir messu var vöndurinn látinn á gólfið. Þannig var að í rým- inu undir kirkjugólfinu voru heldri menn jarðsettir. Hvort vöndurinn var settur á gólfið þeim til heiðurs eða til að deyfa nályktina skal ósagt látið. Þeir sem voru jarðsettir í garðinum fengu engin blóm. Þar voru aðeins hinir fátæku grafnir. Dalalilja Blómaævintýri VIKUNNAR BLÓM Um s j ó n S i g r í ð u r H j a r t a r 474. þáttur AV Hermann Lárusson – Eiríkur Jónsson 256 Ísak Örn Sigurðsson – Ómar Olgeirsson 240 Ljósbrá Baldursd. – Ásmundur Pálss. 239 Óskar Sigurðss. – Sigurður Steingrímss. 235 Friðrik Jónsson – Eyþór Hauksson 234 Metþátttaka í Miðnætur- monrad – 10 sveitir Tíu sveitir tóku þátt í sveita- keppninni sem haldin var í kjölfar tvímenningsins og er það nýtt met. Ljóst er að Miðnæturmonradinn er að ná afar miklum vinsældum, enda er um að ræða stutta, létta og afar skemmtilega keppni, með fullt af óvæntum úrslitum. Efstu sveitir urðu: Ísak Örn Sigurðsson (Ómar Olgeirss. – Gylfi Bald. – Gísli Hafliðas.) 62 Ljósbrá Baldursdóttir (Ásmundur Páls – Þórður Sigf. – Hermann Friðr.) 59 Gróa Guðnadóttir (Unnar A. Guðm. – Friðrik Jóns – Eyþór Hauks) 56 Hermann enn stigahæstur Í stigakeppni sumarsins er Her- mann Friðriksson enn í forystu og hefur forystan aukist, en aðrir spil- arar hafa nú örugglega hug á að blanda sér í baráttuna. Staðan er nú svona: Hermann Friðriksson 256 Vilhjálmur Sigurðsson jr. 231 Guðlaugur Sveinsson 175 Þorsteinn Joensen 171 Ómar Olgeirsson 168 Baldur Bjartmarsson 153 Torfi Ásgeirsson 147 Hermann Lárusson 143 Árni Hannesson 134 Erla Sigurjónsdóttir 127 Erla enn efst hjá konunum Erla Sigurjónsdóttir er enn efst í kvennaflokki, en María hyggst ná henni og aðrar konur eru ekki langt undan. Erla Sigurjónsdóttir 127 María Haraldsdóttir 103 Ljósbrá Baldursdóttir 83 Soffía Daníelsdóttir 79 Harpa Fold Ingólfsdóttir 73 Halldóra Magnúsdóttir 57 Birna Stefnisdóttir 55 Guðrún Jóhannesdóttir 51 Jónína Pálsdóttir 47 Arngunnur Jónsdóttir 39 Í Sumarbrids 2002 er spilað alla virka daga kl. 19 í Síðumúla 37. Allir eru velkomnir og keppnis- stjóri aðstoðar við að mynda pör, mæti spilarar stakir. Reynt er að taka vel á móti byrjendum og óvönum spilurum. Mætið því hress til leiks í afslöppuðu andrúmslofti. Á föstudagskvöldum er auk þess spiluð stutt Monradsveitakeppni að loknum tvímenningi. Nánari upp- lýsingar fást hjá BSÍ (s. 587 9360) eða hjá Matthíasi (s. 860 1003). Einnig má senda tölvupóst til sumarbridge@bridge.is. Frábær stemmning í Sumarbrids 2002 Margir mættu til leiks í sum- arbrids föstudagskvöldið 21. júní, 24 pör og var spilaður Mitchell í 2 riðlum. Ljóst er að mikil bridsstemmn- ing er að myndast í kringum EM sem haldið er í Salsomaggiore þessa dagana, enda er hægt að fylgjast með því í beinni útsend- ingu á Netinu og í húsnæði BSÍ alla daga. Þessi pörurðu annars efst – meðalskor 216: NS Hermann Friðrikss. – Þórður Sigfúss. 269 Jóhann Benediktsson – Pétur Antonss. 263 Sigfús Þórðarson – Erla Sigurjónsd. 246 Gísli Hafliðason – Gylfi Baldursson 228 Jón Stefánsson – Óli Björn Gunnarsson223 BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson ÍSLENDINGAR mættu Norð- mönnum í töfluleik í 23. umferð á Evrópumótinu í brids. Norðmenn voru þá í 3. sæti á mótinu og Íslend- ingar í því 7., aðeins 11 stigum frá 5. sætinu sem veitir rétt til keppni á HM. Norðmenn hafa átt eitt sterkasta bridslandslið heims síðasta áratug og því mátti búast við erfiðum leik, eins og raunin reyndar varð. Spilin voru fjörug og bæði lið gerðu sín mistök en Norðmenn voru sterkari þegar upp var staðið og unnu leikinn 24:6. Við þetta datt íslenska liðið niður í 12. sæti. Íslenska liðið tapaði síðan fyrir Þjóðverjum, 10:20, í 25. umferð í gær- morgun og var áfram í 12. sæti með 412 stig en bilið upp í 5. sætið breikk- aði talsvert. Liðið á þó vonandi eftir aukakraft fyrir lokasprettinn en að- stæður á Ítalíu eru erfiðar um þessar mundir, gífurlegur hiti og raki. Eftir 25 umferðir voru Ítalir efstir með 543 stig, Búlgarar höfðu 469, Norðmenn 468, Spánverjar 455,5, Pólverjar 444, Svíar 433, Tyrkir 429, Hollendingar 426, Ísraelsmenn 423 og Frakkar 422 stig í 10. sæti. Íslenska kvennaliðið sat yfir í 14. umferð í gærmorgun og fékk fyrir það 18. stig. Liðið var þá í 20. sæti með 175 stig. Þjóðverjar hafa heldur gefið eftir en voru samt efstir með 266 stig, Hollendingar voru í 2. sæti með 263, Englendingar höfðu 262 stig og Danir 259. Helness sýndi kunnáttu sína Norðmaðurinn Tor Helness hefur verið lengi í fremstu röð spilara og hann sýndi kunnáttu sína í þessu spili í leiknum við Íslendinga: Vestur gefur, allir á hættu. Norður ♠ G5 ♥ 9842 ♦ 973 ♣ÁKG5 Vestur Austur ♠ K102 ♠ 8 ♥ KG7 ♥ D652 ♦ KG1065 ♦ Á842 ♣98 ♣D1032 Suður ♠ ÁD97643 ♥ Á10 ♦ D ♣764 Við bæði borð opnaði vestur á 1 tígli og austur svaraði á 1 hjarta. Við annað borðið spiluðu Bjarni Einars- son og Þröstur Ingimarsson síðan 3 spaða á spil NS og fengu 9 slagi, 140 til Íslands. Við hitt borðið komust Helness og Geir Helgemo hins vegar í 4 spaða. Stefán Jóhannsson spilaði út tígli á ás Steinars Jónssonar en Helness trompaði næsta tígul og braut út spaðakóng. Vörnin spilaði enn tígli en Helness gaf nú slag á hjarta og tók næst á hjartaás. Síðan spilaði hann trompum um stund og fékk upp þessa stöðu: Norður ♠ - ♥ 98 ♦ - ♣ÁKG Vestur Austur ♠ - ♠ - ♥ K ♥ D6 ♦ K10 ♦ - ♣98 ♣D103 Suður ♠ 64 ♥ - ♦ - ♣764 Helness þóttist viss um að laufa- drottningin væri í austur. Hann tók því næst síðasta trompið og henti laufagosanum í blindum. Og nú var sama hvað Steinar gerði í austur. Henti hann hjarta gat Helness farið inn í borð á laufakóng, trompað hjarta og farið síðan inn í blindan á laufaás og tekið síðasta hjartað. Steinar ákvað því að henda laufa- þristi en þá tók Helness ÁK í laufi, trompaði sig heim á hjarta og tók síð- asta slaginn á lauf. Falleg tromp- þvingun sem verðlaunuð var með 10 stigum. Norðmenn reyndust ofjarlar Íslendinga Guðm. Sv. Hermannsson BRIDS Salsomagiore, Ítalíu EVRÓPUMÓT Evrópumótið í brids er haldið í Salsomaggiore á Ítalíu, dagana 16.–29. júní. Ísland tekur þátt í opnum flokki og kvennaflokki. Heimasíða mótsins er http://www.eurobridge.org Á ÞESSU sumri eru 20 ár síðan Rauðakrossdeildir á Vestfjörðum byrjuðu með sumardvalarferðir fyrir aldraða. Í ár er um ræða nokkurs- konar afmælisferð og verður farið austur á land og dvalið í sjö daga á Hótel Eddu að Eiðum. Flogið verður frá Ísafirði til Egils- staða og farnar skoðunaferðir um Austfirðina og Hérað. Ferðin verður dagana 18. ágúst til 25. ágúst. Allar nánari upplýsingar og skráning eru veittar hjá Sigrúnu Gerðu Gísladótt- ur á Flateyri, Sigríði Magnúsdóttur í Önundarfirði og Helgu Jónasardótt- ur á Tálknafirði. Ferðir þessar hafa notið vinsælda, verið vel skipulagðar og ávallt með góðri fararstjórn og leiðsögn, segir í fréttatilkynningu. Ferðast hefur verið til margra staða víðsvegar um landið og oftast gist á sama stað í hverri ferð, svo sem eins og Eddu- hótelum eða öðrum gististöðum og ferðast um næsta nágrenni undir leiðsögn heimamanna. Samstarf hefur verið haft við aðr- ar Rauðakrossdeildir og síðustu árin einnig við félög aldraðra á hverjum stað. Núna er ferðin farin í samvinnu við félög eldri borgara á Vestfjörð- um. Aldraðir Vestfirðingar heimsækja Austurland Í ÞRIÐJU fimmtudagsgöngu sum- arsins á Þingvöllum mun dr. Gunn- ar Kristjánsson, prestur á Reyni- völlum í Kjós, segja frá Jóni Hreggviðssyni og baráttu hans við réttvísina hér á landi og erlendis. Fjallað verður um hugmyndir hans um réttlætið eins og þær koma fram í Íslandsklukkunni. Saga hans og meistara Jóns Vídalíns biskups skerast á Þingvöllum en þar flutti Vídalín sína merku prédikun sem gengið hefur undir heitinu „Um lagaréttinn“, segir í fréttatilkynn- ingu. Safnast verður saman klukkan 20 við útsýnisskífuna og síðan gengið niður Almannagjá og endað í kirkj- unni. Í fótspor Jóns Hreggviðssonar Í ALÞJÓÐAHÚSINU, Hverfisgötu 18, fer fram fræðslufundur um ís- lenskt samfélag í kvöld, miðvikudag 26. júní. Fræðslan fer fram á ís- lensku og verður túlkuð á pólsku. Að þessu sinni kemur sérfræðingur frá stéttarfélaginu Eflingu og ræðir um vinnulöggjöf, réttindi starfs- fólks, launaseðilinn, orlof og stétt- arfélög. Fræðslan er ókeypis og hefst kl. 20. Fræðsla um íslenskt samfélag STUÐNINGSHÓPUR kvenna sem fengið hafa krabbamein í eggja- stokka heldur rabbfund í húsi Krabbameinsfélagsins í Skógarhlíð 8 í Reykjavík í dag, miðvikudaginn 26. júní. Fundurinn hefst kl. 17 og verð- ur boðið upp á kaffiveitingar. Rabb um eggjastokka- krabbamein DAGANA 28.–30. júní verður haldin hjólamessa í Reykjavík. Dagskráin hefst á 1⁄8 mílu götu- spyrnu á kvartmílubrautinni í Kap- elluhrauni kl. 21 á föstudagskvöld. Á laugardaginn verður hópkeyrsla frá Sniglaheimilinu kl. 12 og endað á Ingólfstorgi þar verður hjólasinfón- ía, messa, hljómsveit, ræður o.fl. Um kvöldið verður ball á Vídalín. Á sunnudaginn stendur Vélhjólafjelag gamlingja fyrir mótorhjólasýningu í Árbæjarsafni kl. 13–17. Brekkuklif- ur verður haldið kl. 14 í boði VÍK. Hjólamessa 2002

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.