Morgunblaðið - 26.06.2002, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 26.06.2002, Blaðsíða 25
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. JÚNÍ 2002 25 Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU búa um 170.000 manns. Vínveitinga- staðir á svæðinu eru á annað hundrað og nánast allir á sama blettinum – í miðborg Reykjavíkur. Þangað streymir fólk um helgar, sérstaklega ungt fólk, ekki bara úr öðrum hverfum borgarinnar heldur úr nágranna- sveitarfélögunum enda litla skemmtun þar að fá. Bletturinn þar sem þessir vínveitingastaðir eru samankomnir er að verða heimsfrægur fyrir villt næturlíf, orðsporið hefur borist með ýmsum leiðum, m.a. frægri bíó- mynd kenndri við póst- númerið og markaðs- setningu Flugleiða en á heimasíðu fyrirtækisins eru ferðamenn laðaðir á staðinn með umsögn- inni: „The hottest nightlife in Eur- ope“ og fyrirtækið auglýsir á neðan- jarðarlestarstöðvum erlendis með slagorðinu „Have a dirty weekend in Reykjavík“. Og hvað er það sem við erum að selja útlendingum? Miðbæ sem minnir á karnival í Ríó um hverja helgi (umsögn eins útlend- ingsins) enda fátítt í öðrum borgum að á hverju götuhorni sé hægt að kaupa áfengi fram undir morgun. Ég hef nýlega komið til Stokkhólms, London og Parísar og þar er almenn- um stöðum lokað kl. 23.30 á virkum dögum og kl. 1 til 2 um helgar. Þar hafa bara næturklúbbar opið lengur og þannig er það víðast í Evrópu. Ég hugsa að leitun sé að borg þar sem al- menn kaffihús breytast í heita næt- urlífsstaði um helgar og hafi opið fram á rauða morgun. En látum vera hvað útlendingum finnst. Hvað finnst okkur um þetta? Það sem mér finnst verst við þessa þróun er að það skuli vera lagt á þennan litla blett að anna allri þeirri þörf sem 170.000 manna byggð hefur fyrir skemmtanalíf. Það var ljóst fyr- ir nokkrum árum að þetta fyrir- komulag var sprungið en þá fylltist bærinn af fólki þegar vínveitinga- stöðunum var lokað. Hefði þá ekki átt að vinna að því að dreifa stöð- unum um svæðið í stað þess að leysa vandann með því að lengja opnunar- tímann? Hvaða skilaboð voru ungu fólki send með þeirri ákvörðun? Það voru ekki skilaboð um að minnka drykkju, heldur þvert á móti. „Að standa meðan stætt er“ er háttur ungs fólks og ef eitthvað vantar á út- haldið eru bara tekin inn efni til að auka það. Þegar mið- bærinn logar í fjöri til kl. hálf sex eða sex um helgar er ekki smart að fara heim kl. tvö – maður gæti verið að missa af einhverju. Þá er betra að fara seinna út til að geta vakað lengur. Þessi þróun hefur valdið mér áhyggjum lengi og ekki minnk- uðu þær við þann hörmulega atburð sem átti sér stað um kl. sex að morgni kosninga- dagsins 25. maí sl. þeg- ar ungur maður utan af landi var barinn til bana fyrir framan öryggismyndavél- ar lögreglunnar. Sá atburður er skelfilegt dæmi um afleiðingar þeirr- ar þróunar sem ég hef hér lýst og á að vera okkur áminning um að horfa ekki lengur aðgerðalaus á það hvern- ig íslenskt skemmtanalíf er orðið. Eða er það bara talinn eðlilegur fórn- arkostnaður hins villta næturlífs að fólk komist ekki lífs af úr fjörinu eða nái sér aldrei eftir tilefnislausar bar- smíðar? Það verður að bregðast við hinu aukna ofbeldi með löggæslu sem felst ekki bara í því að horfa í myndavélar og sú löggæsla verður að vara lengur en staðirnir hafa opið því eftir lokun þeirra verður hættan mest. Miðbærinn er líka íbúðasvæði Það sem fær mig til að leggja loks orð í belg um þetta mál er frétt í Morgunblaðinu 6. júní sl. þess efnis að fyrirspurn hafi borist um það hvort opna mætti vínveitingastað í Eddufelli í Breiðholti en það er heim- ilt samkvæmt deiliskipulagi. Borgar- yfirvöld virðast taka vel í hugmynd- ina, hins vegar bendir lögreglan „á mikla nálægð við íbúðabyggð og að í nágrenninu sé mikið af lokuðum svæðum og göngustígum sem erfiði eftirlit og aðkomu lögreglu að svæð- inu“. Einnig er vísað til þess að Um- hverfis- og heilbrigðisstofa vari við því að fyrirhugaður veitingastaður muni líklega valda nágrönnum ónæði vegna nálægðarinnar. Þessi frétt minnti mig á frétt þess efnis að íbúar Garðabæjar hefðu safnað undirskriftum til að mótmæla því að veitt yrði leyfi fyrir opnun veit- ingastaðar (ekki vínveitingastaðar) í bænum því hann væri of nálægt skóla! Ef það viðhorf verður áfram ríkjandi að ekki megi opna veitinga- staði á stærstum hluta höfuðborgar- svæðisins vegna þess að það sé íbúðasvæði verður aldrei hægt að breyta því ófremdarástandi sem hef- ur skapast. Miðbær Reykjavíkur er líka íbúða- svæði og þar er fyrirhugað að fjölga íbúðum og efla mannlífið. Í miðbæn- um eru líka „lokuð svæði og göngu- stígar“ og þar eru líka skólar, samt þykir sjálfsagt að það svæði sinni þörf íbúa allra annarra hverfa og sveitarfélaga fyrir skemmtanalíf. Í nýliðinni kosningabaráttu heyrði ég aldrei minnst á að bæjarfulltrúar Kópavogs, Hafnarfjarðar, Garða- bæjar, Bessastaðahrepps, Mosfells- bæjar eða Seltjarnarness stefndu að því að koma upp vínveitingastöðum til að setja svip á bæjarlífið og bæta mannlífið. Af hverju vinna þessi sveitarfélög ekki að því að koma upp kaffihúsum, eins og þykja svo sjarm- erandi í miðbæ Reykjavíkur, og af hverju er það ekki líka gert í öðrum hverfum borgarinnar, t.d. Grafarvogi og Árbæ? Þessi kaffihús gætu síðan breyst í skemmtistaði um helgar og þannig dreift því álagi sem hefur ver- ið á miðbænum. Ég mæli með því að leyft verði að opna vínveitingahús í Eddufelli í Breiðholti og hvet íbúa í svefnhverfum og svefnbæjum höfuð- borgarsvæðisins til að fara fram á að fá krá í eigið hverfi. Það myndi með tíð og tíma fækka ferðum unga fólks- ins í miðbæinn, fyrir utan að veita íbúunum þau lífsgæði að geta hist og spjallað saman og labbað síðan heim eftir nokkur bjór- eða vínglös. Það þarf að snúa við þeirri þróun að allir hrúgist á einn stað. Hvað er annars svona spennandi við það að standa í biðröð fyrir utan litla búllu og geta svo ekki hreyft sig þegar inn er komið? Breytum þessu hópsál- areðli og lesum svo í „Hverjir voru hvar?“ að þessi eða hinn/hin hafi ver- ið í banastuði í Eddufellinu eða Lindahverfinu. Kaffihús og bari í svefnhverfin og svefnbæina Elísabet Þorgeirsdóttir Miðborgin Það þarf að snúa við þeirri þróun, segir Elísabet Þorgeirs- dóttir, að allir hrúgist á einn stað. Höfundur er íbúi í miðborginni. BORGARSTJÓRN hefur ákveðið að hleypt verði af stokk- unum fjölþættu lýð- ræðisverkefni undir heitinu Greiðar götur. Verkefnið miðar að efl- ingu hverfalýðræðis, opnun stjórnkerfis og bættri þjónustu við Reykvíkinga. Þríþætt réttindi eru hornstein- ar í þeirri hugsun sem að baki býr. Réttur Reykvíkinga til upp- lýsinga, réttur til þátt- töku í lýðræðislegri umræðu og réttur til sanngjarnrar máls- meðferðar. Auknu gagnsæi stjórn- kerfis Reykjavíkurborgar er ætlað að styrkja stöðu Reykvíkinga gagnvart borgaryfirvöldum. Þessari grein er ætlað að svara hvers vegna opið stjórnkerfi er jafnmikilvægt og raun ber vitni. Að gefa Reykvíkingum aukin tæki- færi til að hafa aukin áhrif á ákvarð- anir og stefnumótun við stjórn borg- arinnar er markmið í sjálfu sér. Víðtæk umræða um málefni borgar- innar leiðir til þess að umræða tak- markist ekki við áhyggjur þeirra sem hafa þar þrengsta hagsmuni hverju sinni. Greiður aðgangur að upplýs- ingum er grundvöllur þess að almenn umræða sé upplýst og innihaldsrík. Aukið þátttöku- eða íbúalýðræði og opið stjórnkerfi haldast í hendur til að gera þetta mögulegt. Virkt aðhald og eftirlit Opið stjórnkerfi og gagnsæi er snar þáttur í að tryggja eðlilegt að- hald og eftirlit í stjórnsýslu borgar- innar auk þess að stuðla að jafnræði við afgreiðslu erinda. Markmið rétt- látrar stjórnsýslu er að sambæri- legar úrlausnir séu veittar í sambæri- legum málum. Skýrar reglur og málefnaleg vinna embættismanna og kjörinna fulltrúa er lykilatriði til að tryggja sanngirni að þessu leyti. Op- inn aðgangur almennings og fjöl- miðla er þó líklega besta leiðin til að tryggja að jafnræðis sé gætt í reynd. Þannig getur jafnframt traust skap- ast um málsmeðferð. Upplýsinga- tækni opnar fjölmargar nýjar leiðir til að opna aðgang að stjórnkerfinu að þessu leyti á einfaldan hátt. Hægt á að vera að fylgjast með ferli erinda og gera feril mála sýnilegan hverjum sem vita vill. Til að stuðla að gagn- særri stjórnsýslu er þó jafnframt mikilvægt að aðkomuleiðir að stjórn- kerfinu séu skýrar og einfaldar. Flókið stjórn- kerfi og langar boðleiðir vinna gegn gagnsæi og torvelda virkt eftirlit. Réttarstaða Reykvíkinga Opin stjórnsýsla og aukið gagnsæi í ákvarð- anatöku styrkir stöðu al- mennra borgara gagn- vart hinu opinbera. Aðgengilegar upplýs- ingar um úrlausnir og afgreiðslu erinda auð- velda meðal annars ein- staklingum að kynna sér fordæmi sem fyrir liggja og sækja rétt sinn á grundvelli þeirra. Almenningur á þó jafnframt ýmis sjálfstæð réttindi skilgreind í lögum. Þau eru þó ekki öllum ljós. Af þessum sökum er hluti verkefnisins Greiðar götur að gera sérstakt átak í kynningu á réttindum Reykvíkinga gagnvart stjórnsýslu og stofnunum borgarinnar. Í því sambandi er einnig gert ráð fyrir að efna til umræðu um þær mannréttindareglur og sjónar- mið sem við sögu koma í starfi hinna fjölmörgu stofnana borgarinnar. Get- ur sú umræða orðið leiðarljós í þróun þeirrar þjónustu sem Reykjavíkur- borg veitir. Greiðar götur og einfaldar boðleiðir Efling hverfalýðræðis og aðrar að- ferðir til að efla samráð borgaryfir- valda og Reykvíkinga verða án efa of- arlega á baugi borgarmála næstu misseri. Samhliða þeirri umræðu er mikilvægt að gera átak í að þjónusta borgarinnar sé eins aðgengileg og kostur er. Lýðræðisverkefninu Greiðar götur er ætlað að vera tæki borgaryfirvalda til að vinna að öllum ofangreindum markmiðum. Í stuttu máli er Greiðum götum ætlað að greiða leið Reykvíkinga að ákvörðun- um, stefnumörkum og þjónustu borg- arinnar. Opið stjórnkerfi er lykilat- riði til að ná þeim markmiðum. Opið stjórnkerfi í Reykjavík Dagur B. Eggertsson Höfundur er læknir og borgar- fulltrúi Reykjavíkurlistans. Lýðræðisverkefni Í lýðræðisverkefninu Greiðar götur, segir Dagur B. Eggertsson, á að greiða leið Reyk- víkinga að ákvörðunum, stefnumörkum og þjón- ustu borgarinnar. ÉG á 5 ára gamla dóttur. Líkt og algengt er með börn á þessum aldri er hún hugsandi yfir mörgum hlutum í lífinu og tilverunni. Eitt af því sem hún á mjög erfitt með að skilja er að pabbi hennar skuli ekki vilja vinna í banka eins og mamma hennar gerir. „Mamma kemur alltaf heim eftir sína vinnu,“ segir hún og bætir við: „Viltu ekki bara fá þér aðra vinnu svo þú getir verið heima hjá mér og bróa og mömmu?“ Það er erfitt að útskýra fyrir 5 ára gömlu barni að pabbi þurfi að vera að vinna frá því áður en hún vaknar, koma heim löngu eftir að hún er sofn- uð og að hann sé farinn aftur þegar hún vaknar næsta morgun. Og svo síðdegis þegar pabbi kemur heim sé hann svo þreyttur að hann hafi ekki orku til að koma í barbí, eins og hann var búinn að lofa. Hún mundi eflaust sætta sig við þetta ef um væri að ræða 1 kvöld í viku, en þegar svona er ástatt um að jafnaði 2 kvöld í viku og 4.–5. hverja helgi er henni fyrirmunað að skilja af hverju pabbi „vilji“ vinna svona vinnu. Aðstæður ungra lækna í dag eru um margt ólíkar því sem gerðist fyrir 2 áratugum. Við eigum vel flest fjöl- skyldur og börn. Makar okkar hafa sinn eigin starfsferil að hugsa um, að hugsa um heimili og börn er sam- vinnuverkefni beggja foreldra. Það eru álitin sjálfsögð mannréttindi að fá að hugsa um börnin sín og ala þau upp, nýleg lagasetning um fæðingar- orlof feðra er gott dæmi þar um. Nýr kjarasamningur skv. úrskurði Félagsdóms frá 23. júní sl. tekur einn- ig til ungra lækna. Svo er dæmt þrátt fyrir að fulltrúi okkar í samninga- nefndinni hafi lýst því yfir í byrjun samningsferlisins að ungir læknar teldu sig óbundna samningnum nema ákveðnum skilyrðum væri fullnægt, að hann hafi ekki skrifað undir hann og ungir læknar ekki tekið þátt í atkvæða- greiðslunni um hann. Í þessum samningi fengu ungir læknar mun minni launahækkanir heldur en aðrir sjúkrahúslækn- ar og nokkur hluti lækk- ar í launum. Það sem hins vegar er algerlega óásættanlegt er að öll fyrri vinnuverndar- ákvæði sem giltu um okkar vinnu á sjúkra- húsunum eru felld út. Nú er heimild fyrir því að láta okkur vinna 12 sólarhringa í röð án nokkurrar hvíldar. Greiðslan sem kemur fyrir þetta er dagvinna frá kl. 8–16 og vaktakaup eftir það. Engu skiptir hversu mikið viðkomandi hef- ur unnið fyrir kl. 8 að morgni, þá byrj- ar nýr dagur „og spítalanum er alveg sama hvað læknirinn hefur aðhafst fyrir þann tíma“. Gríðarleg mannekla er meðal ung- lækna á sjúkrahúsum, og skyldi eng- an undra miðað við starfskjörin og vinnufyrirkomulagið sem okkur er gert að vinna eftir. Ekki er fyrirsjá- anlegt að þau mál leysist í bráð, því ungir læknar sækja í ríkari mæli beint til út- landa eftir nám, eða reyna að takmarka tíma sinn hér heima sem mest. Þegar svo er komið að bráðveikt fólk getur reiknað með því að hitta fyrir lækni á spít- alanum sem staðið hef- ur vaktina í sólarhring eða meira án hvíldar, er ekki vel komið fyrir ís- lensku heilbrigðiskerfi (sem nýlega er búið að lýsa yfir að sé „hið besta í heimi“). Slíkt er hættulegt sjúklingum – og reyndar læknunum sjálfum; ný dæmi þekkj- ast í okkar hópi um yfirlið við vinnu vegna ofþreytu! Stjórnvöld verða að rétta okkar hlut, gera starfið þannig að ungir læknar geti hugsað sér að vinna það. Og náttúrulega helst þannig að ég geti sagt við dóttur mína: „Pabbi kemur heim í kvöld, og á morgun skulum við fara í barbí.“ Pabbi, viltu koma heim í kvöld? Andri Már Þórarinsson Höfundur er deildarlæknir á skurð- deildum Lsp. við Hringbraut. Unglæknar Aðstæður ungra lækna í dag eru um margt ólíkar því sem gerðist fyrir 2 áratugum, segir Andri Már Þórarinsson. Við eigum vel flest fjöl- skyldur og börn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.