Morgunblaðið - 26.06.2002, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 26.06.2002, Blaðsíða 19
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. JÚNÍ 2002 19 ÆÐSTU yfirmenn júgóslavneska hersins lýstu í gær stuðningi sínum við þá ákvörðun Vojislavs Kost- unica, forseta Júgóslavíu, að víkja Nebojsa Pavkov- ic, yfirmanni her- aflans, úr starfi í fyrradag. Þá lýstu fulltrúar Evrópusam- bandsins ánægju sinni með ákvörðunina en Pavkovic, sem var á sínum tíma mikill bandamað- ur Slobodans Milosevic, neitaði hins vegar í fyrra- kvöld að hlíta brottrekstrinum. Allt frá því að Kostunica tók við embætti forseta í Júgóslavíu fyrir tæpum tveimur árum hafa vestur- veldin þrýst á hann um að víkja Pavkovic úr starfi. Milosevic gerði Pavkovic að yfirmanni heraflans eftir Kosovo-stríðið fyrir þremur ár- um en hann hafði gegnt stöðu æðsta yfirmanns hersins í héraðinu á með- an á stríðinu stóð. Talið er að Kostunica hafi skirrst við að víkja Pavkovic frá störfum fram til þessa sökum þess að hann taldi sig standa í þakkarskuld við hann fyrir að hafa ekki beitt hern- um til að bæla niður þá ólgu í Júgó- slavíu, sem varð til þess að Milosev- ic hrökklaðist frá völdum. Samband þeirra er hins vegar sagt hafa versnað til muna að undanförnu. Pavkovic sagði að Kostunica væri augsýnilega uppsigað við sig og kvaðst hann telja brottreksturinn ólöglegan. Javier Solana, utanrík- ismálastjóri ESB, fagnaði hins veg- ar brottrekstri Pavkovic í gær og sagði mikilvægt að yfirráð lýðræð- islegra kjörinna stjórnvalda yfir hernum væru viðurkennd. Zoran Djindjic, forsætisráðherra Serbíu, sagði brottreksturinn aftur á móti vera „hneyksli“ en þau ummæli þykja staðfesta þá togstreitu sem einkennir samband Djindjic og Kostunica. Yfirmanni herafla Júgóslavíu vikið úr starfi Nebojsa Pavkovic Belgrad, Brussel. AFP. Hinsta flug Skjöldu NORÐMAÐURINN Olav Kjeldstad var á ferð í bíl sín- um við Aalgård í Rogalandi á mánudaginn ásamt þrem vin- um þegar kýr féll skyndilega eins og af himnum ofan og lenti á götunni aftan við bílinn. „Þetta var hrikalegt en okk- ur tókst að komast hjá því að keyra á kúna,“ sagði Kjeld- stad í samtali við Dagbladet. Hann sagðist hafa verið nokkra stund að átta sig á því hvað hefði gerst. Mennirnir sáu fyrst eins og stóran skugga á himni en síðan dynk- inn þegar hún lenti á veginum. Kjeldstad leit í bakspegilinn og sá þá að kýr lá á veginum. Hann segist hafa skolfið en jafnframt hafi þeir ekki getað stillt sig um að hlæja dálítið. „Þetta var svo grátbroslegt,“ sagði hann. Lögreglan sagði að kýrin virtist hafa ráfað fram af tíu metra hárri bjargbrún við veginn. Hún náði að baula nokkrum sinnum áður en hún drapst eftir slysið. Spænska þingið setur lög er banna starfsemi flokka sem styðja hryðjuverk Beint gegn stjórnmálaarmi ETA Madríd. AFP. EFRI deild spænska þingsins sam- þykkti í gær ný lög sem munu gera stjórnvöldum kleift að banna starf- semi Batasuna, pólitísks arms Að- skilnaðarhreyfingar Baska (ETA) en ETA hefur barist fyrir sjálfstæði Baskalands undanfarna þrjá ára- tugi. Um átta hundruð manns eru talin hafa fallið í þeirri baráttu. Seg- ir í frétt BBC að aðeins 13 af 259 þingmönnum hafi lýst andstöðu sinni við lögin í atkvæðagreiðslu. Neðri deild þingsins hefur þegar samþykkt lögin en þau fela í sér bann við starfsemi stjórnmálaflokka sem taldir eru styðja starfsemi hryðjuverkahópa með beinum eða óbeinum hætti. Er lagasetningin runnin undan rifjum hægri stjórnar Jose Maria Aznar forsætisráðherra en Sósíalistaflokkurinn, sem er í stjórnarandstöðu, studdi hana hins vegar einnig. Áður en hún tekur gildi þarf sérstök nefnd hæstarétt- ardómara að leggja blessun sína yfir hana. Ekki eru nema örfáir dagar síðan ETA stóð fyrir fimm sprengjutil- ræðum á Spáni og áttu þrjú þeirra sér stað nálægt vinsælustu ferða- mannastöðum landsins. Níu særð- ust, þar af einn alvarlega, en tilræðin áttu sér stað á sama tíma og leiðtog- ar Evrópusambandsríkjanna fund- uðu í borginni Sevilla á Suður-Spáni. Ógnun við tjáningarfrelsið? Samkvæmt lögunum getur hæsti- réttur Spánar – í samræmi við óskir ríkisstjórnar landsins eða a.m.k. fimmtíu fulltrúa á þingi – framvegis bannað starfsemi stjórnmálaflokka hverra markmið er talið „að skaða eða eyða lýðræðisstofnunum lands- ins“. Þykir ljóst að lögunum er beint gegn Batasuna en flokkurinn hlaut 10% atkvæða í héraðskosningum í Baskalandi á síðasta ári. Þúsundir stuðningsmanna Batas- una hafa tekið þátt í mótmælum vegna lagasetningarinnar á undan- förnum vikum í borgunum Bilbao og Pamplona. Þá hafa ýmsir vinstri- sinnar og fræðimenn varað við því að lagasetningin ógni lýðræði í landinu, og þá einkum tjáningarfrelsinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.