Morgunblaðið - 26.06.2002, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 26.06.2002, Blaðsíða 11
LÆKNAFÉLAG Íslands (LÍ) hef- ur boðað fulltrúa stjórnar Landspít- ala-háskólasjúkrahúss og Félags ungra lækna á fund síðar í dag. Sig- urbjörn Sveinsson, formaður Læknafélagsins, segir að þar með sé verið að opna umræðu um óánægju unglækna með stöðu sína. Félagsdómur hafi úrskurðað um að LÍ fari með samningsumboð fyrir Félag ungra lækna og því sé kjara- samningur sem LÍ gerði í gildi. Ekki sé um að ræða að LÍ fari gegn þeim kjarasamningi. „En það má alltaf ræða fram- kvæmd kjarasamninga og skilgrein- ingar á hugtökum og þess háttar. Þessi fundur er til að milliliðalaus tjáning um viðhorfin eigi sér stað,“ segir Sigurbjörn. Samninganefndin hélt fram kröfum unglækna Hann segir að fundurinn sé fyrst og fremst haldinn í upplýsinga- skyni. LÍ hafi ekki fundað með ung- læknum nýlega. „Við þekkjum við- horf unglækna og í hverju óánægja þeirra felst. Þeir voru með okkur í samningunum og samninganefnd Læknafélagsins hélt fram kröfum þeirra þó þær næðu ekki fram að ganga. [...] Öll vandamál leysast á endanum og orð eru til alls fyrst. Á því er verið að gefa tækifæri núna,“ segir Sigurbjörn. Magnús Pétursson, forstjóri Landspítalans – háskólasjúkrahúss, sagði í samtali við Morgunblaðið að enginn ágreiningur væri um að kjarasamningurinn væri í gildi, far- ið væri eftir honum og að ekki væri verið að brjóta kjarasamninginn eða lög. Hann vildi ekkert frekar segja um málið áður en hann hefur heyrt hvernig Læknafélagið leggi málið fram. Fundað um óánægju unglækna í dag FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. JÚNÍ 2002 11 ÍÞRÓTTAÁLFURINN í Latabæ kynnti sumarleikinn Latóhagkerfið sem hafinn var á Verðbréfaþingi Íslands í síðustu viku. Árni Tóm- asson, bankastjóri Búnaðarbank- ans, opnaði hagkerfið með því að afhenda Tómasi Inga Olrich menntamálaráðherra fyrstu Lató- seðlana. Þá gaf íþróttaálfurinn Þórði Friðjónssyni, forstjóra Verð- bréfaþings Íslands, viðskiptaáætl- un þar sem fram kom hvernig hag- kerfið getur þróast í framtíðinni. Latóhagkerfið er umgjörð um sumarleik fyrir krakka sem eru 11 ára og yngri, að sögn Magnúsar Scheving, framkvæmdastjóra Latabæjar. „Krakkar leggja inn á bók hjá Búnaðarbankanum og fá fyrir svokallaða Latóseðla sem þeir geta notað sem afsláttarmiða fyrir ýmsar hollar vörur eins og brauð- bollur, vatn og grænmeti. Seðlana er líka hægt að nota til dæmis í sund eða fjölskyldu- og húsdýra- garðinn.“ Hann segir að með Lató- hagkerfinu vilji Búnaðarbankinn og Latibær hvetja börn til heil- brigðs lífernis en síðasta sumar fóru 10 milljón Lató út í hagkerfið. „Við erum hér að sameina hreyf- ingu, hollt mataræði, og sparnað sem hægt er að hafa gaman af. “ Hugmyndin að Latabæ hefur verið gerð að útflutningsvöru en nú stendur yfir gerð 40 sjónvarps- þátta fyrir börn um Latabæ í Bandaríkjunum, að sögn Magn- úsar. „Næst verður stefnan tekin á Spán og Frakkland og verða þá bæði þættirnir og hagkerfið kynnt þar.“ Hann nefnir að hér á landi muni Latibær síðan opna útvarspsstöð fyrir börn í sumar þar sem áhersla verður lögð á skemmtiefni og fræðslu, meðal annars um íslenskt mál og landafræði. Morgunblaðið/Jim Smart Íþróttaálfurinn skoðar hér upphandleggsvöðva menntamálaráðherra, Tómasar Inga Olrich, þegar Latóhag- kerfið var opnað. Með þeim á myndinni eru Þórður Friðjónsson, forstjóri Verðbréfaþings Íslands, Siggi sæti frá Latabæ, Árni Tómasson, bankastjóri Búnaðarbankans, og Edda Svavarsdóttir, markaðsstjóri Búnaðarbankans. Latóhag- kerfinu hleypt af stokk- unum lögð áhersla á að „hald- ið verði áfram vinnu við uppfærslu EES-samn- ingsins í samræmi við skýrslu Evrópunefndar Framsóknarflokksins og næstu skref skoðuð í ljósi niðurstöðunnar. Jafnframt verði hafin ítarleg vinna við að skil- greina samningsmark- mið Íslendinga. Skuli þeirri vinnu verða að fullu lokið fyrir ársbyrj- un 2005,“ að því er segir í ályktuninni. Dagný segir að fyrir sig persónulega standi upp úr ályktun um menntamál, þar sem deilt sé á það fyrirkomulag að einkareknir háskólar skuli fá jafnhátt framlag frá ríkinu og ríkisreknir. „Við viljum að sú leið sé farin sem farin hefur verið á hinum Norðurlöndunum, að skólagjaldaupp- hæðin dragist frá ríkisframlaginu,“ segir hún. DAGNÝ Jónsdóttir var kjörin formaður Sam- bands ungra framsókn- armanna á þingi sam- bandsins, önnur kvenna. Áður hafði Siv Friðleifs- dóttir, núverandi um- hverfisráðherra, gegnt embættinu, en hún var kosin árið 1990. Dagný tók við af Einari Skúla- syni. Á þinginu, sem haldið var á Ólafsvík um síð- ustu helgi, voru sam- þykktar ályktanir um utanríkismál, velferðar- mál, menntamál og at- vinnu- og byggðamál, auk þess sem samþykkt var stjórn- málaályktun þingsins og ályktun um flokksmál. Samningsmarkmið skilgreind fyrir 2005 Dagný segir að einna hæst beri ályktun um utanríkismál, en þar er Einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu hafnað Dagný segir að góður einhugur hafi verið á þinginu. „Við eyddum þó- nokkrum tíma í að ræða Evrópumál- in. Það voru mjög gagnlegar umræð- ur. Sumir vildu ganga lengra, aðrir skemur eins og gengur. Við náðum þessari lendingu og erum mjög ánægð með hana,“ segir Dagný. Ungir framsóknarmenn hafna al- farið innritunargjöldum í heilbrigðis- kerfinu. „Við viljum ekki að tekið verði upp tvöfalt kerfi, þannig að fólki sé mismunað,“ segir Dagný. Í ályktun um velferðarmál er allri einkavæð- ingu í heilbrigðiskerfinu hafnað. Þing SUF vill að unnið verði í nú- verandi fiskveiðistjórnarkerfi „meðan engar aðrar lausnir eru í sjónmáli. Þingið skorar á stjórnvöld að gera út- tekt á sóknardagakerfi Færeyinga. Hvernig staðan er þar og hvernig það yrði í framkvæmd á Íslandi, m.t.t. dagafjölda og úthlutun daga,“ segir í ályktun um atvinnu- og byggðamál. Dagný Jónsdóttir var kjörin formaður SUF Önnur konan sem gegnir stöðu formanns Dagný Jónsdóttir ÁSGEIR Margeirsson, aðstoðarfor- stjóri Orkuveitu Reykjavíkur, segir að Orkuveitan viti af þinglýstu bréfi Íþróttafélags Reykjavíkur vegna spildu á Hengilssvæðinu. Að mati fyr- irtækisins geti verið hugsanlegt að landið verði skilgreint sem þjóðlenda og ekki sé hægt að kaupa slíkar eign- ir, en stjórnvöld hafi úrskurðarvaldið. Eins og fram kom í Morgunblaðinu sl. sunnudag hefur ÍR undir höndum þinglýst bréf, dagsett 2. ágúst 1939, um að félagið sé eigandi landspildu á Hengilssvæðinu, þar sem nú er skíða- svæði ÍR-inga í Hamragili. ÍR-ingar telja að Orkuveita Reykjavíkur hafi ekki virt þessi eignarréttindi, en Ás- geir Margeirsson, aðstoðarforstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, segir að Orkuveitunni sé vel kunnugt um þetta skjal. Í þessu sambandi sé at- hyglisvert að Ölfushreppur hafi talið sig geta gefið landið en ekki selt það, þar sem um afrétt væri að ræða. Hann segir hugsanlegt að spildan verði skilgreind sem þjóðlenda, þegar þjóðlendunefnd úrskurði hvað séu þjóðlendur á hálendi landsins, vegna þess að þetta sé úr afréttarlandi. „Við treystum okkur ekki til að kaupa slík- ar eignir nema við séum sannfærðir um að seljandinn sé réttbær til að selja,“ segir hann og bætir við að stjórnvöld hafi úrskurðarvaldið. Ásgeir Margeirsson segir að Orku- veitan kappkosti að starfa í góðu sam- starfi við alla nágranna og því verði haldið áfram. Í þessu sambandi sé augljóslega smáágreiningur um hver sé réttbær eigandi og hvort ÍR-ingar megi selja spilduna en Orkuveitan vilji hafa sanngirni að leiðarljósi í þessu máli eins og öðrum og jafnmik- ilvægt sé fyrir alla að fara rétt að. Hann bendir á að stefnt sé að því að virkja á Hellisheiði og nú sé verið að bora nálægt skíðaskálunum. Hins vegar sé of snemmt að segja til um hvar nákvæmlega verði virkjað, en ekki megi gleyma því að Orkuveitan sé eigandi jarðarinnar Kolviðarhóls og ÍR-ingarnir séu aðeins að tala um lítinn skika á svæðinu. Betra hefði verið ef þjóðlendunefndin hefði verið búin að fara yfir svæðið en þar sem því starfi sé ekki lokið sé óvarlegt að taka stór skref til breytinga á núver- andi ástandi fyrr en matið liggi fyrir. Orkuveitan hafi keypt lönd í nágrenn- inu af eigendum sem Orkuveitan hafi verið sannfærð um að væru réttir eig- endur en hún hafi t.d. ekki þorað að kaupa jarðhitaréttindi í afréttarlönd- um af sveitarfélögum, þar sem Orku- veitan telji að ekki sé um söluvöru að ræða. Deilt um hvort ÍR-ingar megi selja land við Hengil Úrskurðarvaldið liggur hjá stjórnvöldum ♦ ♦ ♦ Úttekt hafin á frá- veitumálum sveitar- félaga ÚTTEKT á stöðu fráveitumála sveitarfélaga á Íslandi er hafin á vegum fráveitunefndar umhverfis- ráðuneytisins og Sambands ís- lenskra sveitarfélaga. Fráveitunefnd starfar samkvæmt lögum frá 1995 um stuðning við framkvæmdir sveit- arfélaga í fráveitumálum sem renna út árið 2005. Ingimar Sigurðsson, formaður nefndarinnar, segir að ákveðið hafi verið að gera úttekt á ástandi frá- veitumála í landinu til að fá mynd af því hvernig staðan verður árið 2005 þegar lögin falla úr gildi. Í framhaldi af því verði hægt að skoða hvernig stuðningi ríkisins við sveitarfélög vegna fráveitumála skuli háttað í framtíðinni. Samkvæmt lögunum getur fjárhagslegur stuðningur rík- isins til sveitarfélaganna vegna frá- veitumála numið allt að 200 milljón- um króna á ári. Ingimar segir að hlutaðeigandi sveitarfélögum hafi verið sent erindi þar sem er óskað eftir upplýsingum. Þá hafi verkfræðingur verið ráðinn til starfans og muni vinna að úttekt- inni út árið. Hann muni heimsækja tiltekin sveitarfélög og kanna stöðu fráveitumála. Ingimar segir að út- tektin eigi að liggja fyrir um áramót og ætlunin sé að halda ráðstefnu með Sambandi íslenskra sveitarfélaga um ástand fráveitumála í upphafi næsta árs. Tvö vitni í viðbót vegna Árna Johnsen TVÖ vitni í máli ákæruvaldsins gegn Árna Johnsen munu koma fyrir rétt í fyrramálið, þrátt fyrir að málið hafi verið dómtekið fyrir tæplega þremur vikum. Þeir sem koma fyrir dóm eru framkvæmdastjóri timburdeildar BYKO og annar yfirmaður hjá fyr- irtækinu. Framkvæmdastjóri timburdeildar var á sínum tíma á vitnalista sem Bragi Steinarsson aðstoðarríkissak- sóknari lagði fram fyrir aðalmeðferð- ina. Þá var gert ráð fyrir að hann bæri vitni seinni dag aðalmeðferðarinnar en að hans ósk var því breytt og var hann boðaður til að bera vitni fyrri daginn og átti hann að vera síðasta vitnið þann daginn. Vitnaleiðslur gengu mun hraðar en gert var ráð fyrir og því var óskað eftir að hann bæri vitni fyrr. Hann hafði á hinn bóginn ekki tök á því og taldi sækj- andi að vitniburður hans hefði ekki slík áhrif á sönnunarfærslu að það tæki því að bíða eftir honum. Jakob Möller, verjandi Árna Johnsen, gerði engar athugasemdir við þetta. Skv. upplýsingum frá embætti rík- issaksóknara óskaði Guðjón St. Mar- teinsson héraðsdómari eftir því að framkvæmdastjóri timburdeildar kæmi fyrir dóminn ásamt öðrum yf- irmanni hjá BYKO, sem ekki var á upphaflegum vitnalista ákæruvalds- ins. Áformað er að hefja vitnaleiðslur kl. 9.30 á fimmtudagsmorgun. ♦ ♦ ♦ Fréttablaðið kemur ekki út í dag Launa- greiðslur hafa enn ekki borist FRÉTTABLAÐIÐ kemur ekki út í dag. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins mættu starfsmenn blaðsins til vinnu í gær í samræmi við samn- inga, en ekkert var unnið þar sem ekki höfðu borist fullnægjandi launa- greiðslur til starfsmanna. Sömu heimildir greina frá því að enn hafi ekki verið gengið frá launa- greiðslum og er ljóst að Fréttablaðið kemur ekki út fyrr en gengið hefur verið frá þeim.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.