Morgunblaðið - 26.06.2002, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 26.06.2002, Blaðsíða 45
STJÖRNUSPÁ eft ir Frances Drake KRABBI Afmælisbörn dagsins: Þú ert hugrakkur og tekst á við lífið af einstökum krafti. Þér líður eins og þú þurfir að vernda aðra. Þú hefur áhrif á marga og fólk leitar til þín. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þú reynir einum of að ganga í augun á einhverjum í dag. Það gæti komið niður á vinnunni eða fjölskyldunni og litið illa út fyrir þig. Naut (20. apríl - 20. maí)  Farðu varlega í að skipu- leggja ferðalög eða áætlanir um frekari menntun. Vonir þínar og langanir eru meiri en það sem er raunverulega hægt að gera í dag. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Peningar eru miðpunkturinn þessa stundina og þú kannt að eyða þeim. Reyndu að hugsa um gildi þeirra í stað þess að eyða þeim hugsunarlaust . Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þú ert áleitnari en venjulega vegna þess að þrjár plánetur eru í stjörnumerki þínu. Reyndu að slaka á því þú lað- ar að fleiri flugur með hun- angi en ediki. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þú skalt ekki búast við of miklu frá öðrum í dag, sér- staklega ekki frá stórum stofnunum eða ríkinu. Treystu á sjálfan þig ef þú vilt koma einhverju í verk. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Ekki láta það hafa slæm áhrif á þig ef vinur þinn montar sig af afrekum sínum. Ástæður þess eru af djúpstæðum toga og vertu því þolinmóður og umburðarlyndur. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þrátt fyrir að jákvætt viðhorf stuðli að árangri er nauðsyn- legt að vera með báða fætur á jörðinni. Reyndu að ná jafn- vægi milli þess sem þú vonar og hvað getur í raun gerst. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Farðu varlega í ferðaáætlanir í dag því þú gætir lent í því að þurfa að afbóka. Vertu umfram allt varkár en ekki öfgafullur. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Þú hefur ekki vit á fjármálum í dag. Reyndu að losna við öfgafullar langanir til að eyða og sparaðu gjafmildina. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þú gætir freistast til þess að gefa félaga þínum of mikla peninga eða stærri hlut í ein- hverju. Reyndu ekki að vera örlátur heldur beittu al- mennri skynsemi og vernd- aðu eigin hagsmuni. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Það væru mistök að búast við of miklu af samstarfsfólki þínu í dag. Fólk er umfram allt mannlegt og þú getur ekki búist við að það geri of mikið. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þegar þú ert ástfanginn býstu oft við of miklu. Í þeirri von að hitta einhvern fullkominn upphefur þú ástina þína sem leiðir ávallt til vonbrigða þeg- ar til lengri tíma er litið. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. JÚNÍ 2002 45 DAGBÓK Heiti Potturinn Trompmiði er auðkenndur með bókstafnum B en einfaldir miðar með E, F, G og H. Gangi vinningar ekki út bætast þeir við Heita pott næsta mánaðar. Birt með fyrirvara um prentvillur. 6. flokkur, 25. júní 2002 Einfaldur kr. 4.940.000.- Tromp kr. 24.700.000.- 35377B kr. 24.700.000,- 35377E kr. 4.940.000,- 35377F kr. 4.940.000,- 35377G kr. 4.940.000,- 35377H kr. 4.940.000,- Nýkomin sending af handunnu amerísku vinnu- og götuskónum frá Nurse Mates og Soft Spots. Frábær sumartilboð í Remedíu Loksins loksins komnir aftur inniskórnir frá Isotoner Tilvaldir í ferðalagið. Frábærir til tækifærisgjafa. 15% kynningarafsláttur Litir: silfur, gyllt, svart, beis og lilla. Einnig bjóðum við 15% afslátt af hinum sívinsælu flugsokkum frá Samson og Delilah Sendum í póstkröfu. SJÚKRAVÖRUR EHF. Verslunin Remedia í bláu húsi v/Fákafen, sími 553 6511.  Kærar þakkir til allra, sem minntust mín á 100 ára afmælinu 17. júní með góðum veitingum og blómum og mörgum kveðjum og gjöfum. Sérstakar þakkir til forseta Íslands, herra Ólafs Ragnars Grímssonar, fyrir kveðjuna. Guð blessi ykkur öll ásamt og landi og lýð. Bestu kveðjur. Þorbjörg Björnsdóttir frá Hámundarstöðum, Vopnafirði. HIN eiginlegu Lightner- dobl eiga fyrst og fremst við um slemmur, en marg- ir spilarar kjósa að nota hugmyndir Lightners einnig um dobl á þremur gröndum. Hér er gott dæmi: Suður gefur; allir á hættu. Norður ♠ 73 ♥ K1074 ♦ K763 ♣D76 Vestur Austur ♠ K10852 ♠ 96 ♥ 852 ♥ ÁDG93 ♦ 9 ♦ 1054 ♣10982 ♣Á54 Suður ♠ ÁDG4 ♥ 6 ♦ ÁDG82 ♣KG3 Vestur Norður Austur Suður -- -- -- 1 tígull Pass 1 hjarta Pass 1 spaði Pass 2 tíglar Pass 2 grönd Pass 3 grönd Dobl ! Allir pass Samkvæmt meginreglu Lightners biður óvænt dobl um útspil í fyrsta lit blinds, sem er hjarta í þessu tilfelli. Vestur myndi seint láta sér detta í hug að spila út hjarta án að- stoðar makkers og kæmi sennilega út með lauftíuna. Og þá hefur sagnhafi tíma til að sækja sér níuna slag- inn á spaða. En sagnhafi ræður ekki við hjarta út. Austur fær fyrsta slaginn og það er sama hvort hann sækir hjartað áfram eða spilar spaða – spilið fer alltaf niður (og kannski tvo nið- ur ef sagnhafi freistast til að svína fyrir spaðakóng eftir að austur hefur fríað hjartalitinn). En eru svona dobl ekki hættuleg? Vissulega, en það er aðgerðaleysið líka. Eins og sagnir þróast í spilinu hér að ofan er ljóst að NS eru að teygja sig í geim og því er líklegt að útspilið ráði úrslitum. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson Ljósmyndaverið Skugginn. BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 1. júní sl. af sr. Hjálmari Árnasyni í Dóm- kirkjunni í Reykjavík þau Elín Dóra Halldórsdóttir og Atli Knútsson. 50 ÁRA afmæli. Í dag,miðvikudaginn 26. júní, er fimmtug Hólmfríður Jónsdóttir, Krókabyggð 15, Mosfellsbæ. Hólmfríður verður með heitt á könnunni á afmælisdaginn. Árnað heilla Hlutavelta Þessir duglegu drengir söfnuðu kr. 7.669 til styrktar Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna. Þeir heita Etienne, Stefán og Ívar. LJÓÐABROT Í DAG SKEIN SÓL Í dag skein sól á sundin blá og seiddi þá, er sæinn þrá, og skipið lagði landi frá. Hvað mundi fremur farmann gleðja. Það syrtir að, er sumir kveðja. Ég horfi ein á eftir þér, og skipið ber þig burt frá mér. Ég horfi ein við ystu sker, því hugur minn er hjá þér bundinn. En löng er nótt við lokuð sundin. En ég skal biðja’ og bíða þín uns nóttin dvín og dagur skín. Þó aldrei rætist óskin mín, til hinsta dags ég hrópa’ og kalla, svo heyrast skal um heima alla. Davíð Stefánsson. 1. e4 e5 2. Rc3 Rf6 3. Rf3 Rc6 4. g3 d5 5. exd5 Rxd5 6. Bg2 Rxc3 7. bxc3 Bd6 8. O-O O-O 9. Hb1 Hb8 10. d4 h6 11. He1 Df6 12. Rd2 Bf5 13. Re4 Dg6 14. d5 Ra5 15. h4 Bxe4 16. Hxe4 f5 17. h5 Df6 18. Ha4 b6 19. De2 Hbe8 20. Bd2 e4 21. Be3 He7 22. c4 c5 23. dxc6 Rxc6 24. c5 bxc5 25. Ha6 Rb4 Staðan kom upp á Sigeman- mótinu sem lauk nýverið í Málmey í Svíþjóð. Jonny Hec- tor (2.513) hafði hvítt gegn Leif Erlend Jo- hannessen (2.452). 26. Dc4+ Hff7 27. Hxd6! Dxd6 28. Bxc5 Dc6 29. Hxb4 Hc7 30. Hb8+ Kh7 31. Db5 g6 ekki gekk upp að hirða biskupinn þar sem eftir 31. – Dxc5 32. De8 er svartur varnarlaus. Í framhaldinu reynist staða svarts von- laus. 32. Bd4 gxh5 33. Hh8+ Kg6 34. Hg8+ Kh7 35. De5 og svartur gafst upp. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúð- kaup, ættarmót og fleira lesendum sín- um að kostnaðar- lausu. Tilkynningar þurfa að berast með tveggja daga fyrir- vara virka daga og þriggja daga fyrir- vara fyrir sunnudags- blað. Samþykki af- mælisbarns þarf að fylgja afmælistil- kynningum og/eða nafn ábyrgðarmanns og símanúmer. Fólk getur hringt í síma 569-1100, sent í bréf- síma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa : Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík   Frábærir fótskemlar Verð kr. 34.000 Mörkinni 3, sími 588 0640 Opið mánudag-föstudag 11-18, laugardag 11-15 Vandaðar heimilis- og gjafavörur Kringlunni 4-12 - sími 533 1322 Ritzenholt kristall eftir listamanninn Lasse Åberg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.