Morgunblaðið - 26.06.2002, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 26.06.2002, Blaðsíða 14
AKUREYRI 14 MIÐVIKUDAGUR 26. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ www. .is ÍBÚÐIR TIL SÖLU • ÍBÚÐIR TIL LEIGU • TÆKJALEIGA • ÚTBOÐ KÍKTU Á NETIÐ ARCTIC-open miðnæturgolfmótið verður sett í golfskálanum að Jaðri í kvöld. Sjálf keppnin fer svo fram að- faranótt föstudags og laugardags og mótinu lýkur með lokahófi og verð- launaafhendingu á laugardags- kvöld. Alls eru um 160 þátttakendur skráðir til leiks að þessu sinni, eða heldur færri en í fyrra. Mótið hefur verið haldið árlega frá árinu 1986. Erlendir keppendur eru um 70 talsins og þar af 45 Bandaríkja- menn. Einnig koma keppendur m.a. frá Hollandi, Bretlandi, Noregi, Finnlandi og Lúxemborg. Leiknar verða 36 holur en að þessu sinni verður einnig keppt í kvennaflokki og öldungaflokki og hefur Magnús Guðmundsson, margfaldur Íslands- meistari í golfi og á skíðum, gefið verðlaunin fyrir þá flokka. Kolbeinn Sigurbjörnsson, fram- kvæmdastjóri Golfklúbbs Akureyr- ar, sagði að undirbúningur fyrir mótið hefði gengið vel, enda margir lagt hönd á plóginn. Hann er bjart- sýnn á að veðurguðirnir verði móts- höldurum hliðhollir og að miðnæt- ursólin sýni sig. „Það hefur gengið á ýmsu með veðrið eins og nærri má geta á þessari breiddargráðu en ég held að það hafi aldrei brugðist að við höfum ekki fengið miðnætursól- ina að minnsta kosti annað kvöldið.“ Kolbeinn sagði að jafnan ríkti skemmtilegur andi við undirbúning- inn og á mótinu sjálfu og að her manns hefði lagt klúbbnum lið. „Það gengur maður undir manns hönd við að gera þetta mót sem glæsilegast. Þetta er líka fjöður í hatt Akureyr- inga enda stendur bærinn vel að þessu með okkur, auk fjölmargra fyrirtækja og einstaklinga.“ Morgunblaðið/Kristján Hilmar Gíslason, fyrrverandi bæjarverkstjóri, og félagar hans Brynleif- ur Hallsson og Oddur Jónsson voru að æfa sig fyrir Arctic-mótið í gær og voru þeir félagar ánægðir með ástand vallarins. Um 160 keppendur skráð- ir til leiks á Arctic-open AKUREYRARBÆR auglýsti á dög- unum lausar til umsóknar lóðir undir á annað hundrað íbúða í Nausta- hverfi. Um er að ræða 18 einbýlis- húsalóðir, 12 parhúsalóðir, sex tví- býlishúsalóðir, þrjár raðhúsalóðir og 10 fjölbýlishúsalóðir. Einnig voru auglýstar lausar til umsóknar tvær einbýlishúsalóðir við Hraungerði í Gerðahverfi. Að sögn Bjarna Reykjalíns skipu- lags- og byggingafulltrúa, kemur nokkuð á óvart hversu fáir sóttu um þessar lóðir sem auglýstar voru og þá sérstaklega við Hraungerði. Alls bár- ust umsóknir frá átta fyrirtækjum um mismunandi margar lóðir í Naustahverfi og þrjár umsóknir frá einstaklingum um einbýlishúsalóðir. „Ég átti von á því að slegist yrði um lóðirnar við Hraungerði en þar sækja aðeins þrír einstaklingar og eitt fyrirtæki um. Maður hélt að þetta væri óskastaður fyrir fólk sem vildi vera inni í grónu hverfi. Nausta- hverfi er nýtt hverfi og verktakar eru margir hverjir með mikið af lóðum undir. Einstaklingar virðast ætla að halda að sér höndum og sjá hvernig mál þróast þar og því er engin rífandi eftirspurn eftir lóðum,“ sagði Bjarni. Eins og komið hefur fram hefur verið mjög líflegt á byggingamark- aðnum á Akureyri undanfarin miss- eri og mikið verið byggt af íbúðar- húsnæði og á vegum hins opinbera. Ekkert lát virðist vera á fram- kvæmdum við íbúðabyggingar því að byggingafyrirtæki eru komin af stað með eða að hefja framkvæmdir við vel á annað hundrað íbúða víðs vegar um bæinn. Einnig er nokkuð um að einstaklingar séu að byggja nýtt íbúðarhúsnæði. Áhuginn minni en búist var við Morgunblaðið/Kristján Jarðvegsframkvæmdir eru í fullum gangi í Naustahverfi en gert er ráð fyrir að lóðirnar í fyrsta áfanga verði byggingarhæfar í lok ágúst nk. Fjölmargar lóðir undir íbúðarhúsnæði í boði í Naustahverfi á Akureyri SAMTÖK um náttúruvernd á Norð- urlandi, SUNN, hafa sent frá sér ályktun um þjóðgarð á hálendinu norðan Vatnajökuls. Þar er skorað á stjórnvöld að flýta undirbúningi þess að stofna þjóðgarð á þessum slóðum. Jafnframt fagna samtökin þeirri ákvörðun Norsk Hydro að draga sig út úr álversviðræðum og skora á önnur álfyrirtæki og íslensk stjórn- völd að hætta áformum um álver og virkjun við Kárahnjúka og koma þannig í veg fyrir stórfelldustu nátt- úruspjöll Íslandssögunnar, segir í ályktuninni. „Þjóðgarður á miðhá- lendinu er mikilvægt framlag Ís- lands til náttúruverndar á heims- mælikvarða. Slíkur þjóðgarður mun laða að sér ferðafólk og því þarf að undirbúa hann vel, jafnvel stofna hann í nokkrum áföngum,“ segir þar einnig. Samtök um náttúruvernd á Norðurlandi Flýtt verði undirbúningi þjóðgarðs á hálendinu UNDIRRITAÐUR hefur verið til- raunasamningur um stafræna ein- takagerð á milli Fjölís og Háskól- ans á Akureyri. Ragnar Aðal- steinsson, formaður stjórnar Fjölís, og Þorsteinn Gunnarsson, rektor Háskólans á Akureyri, und- irrituðu samninginn í vikunni. Um er að ræða fyrsta samning sinnar tegundar, en hann tekur til skönnunar útgefins íslensks efnis inn á stafrænan gagnagrunn Há- skólans á Akureyri. Gagnagrunn- urinn nefnist Hlaðan í daglegu tali. Með þessum samningi þurfa há- skólayfirvöld á Akureyri ekki að leita heimildar einstakra rétthafa til stafrænnar eintakagerðar innan þess ramma sem samningurinn setur. Mun hann einfalda aðgengi nemenda og kennara Háskólans á Akureyri að ítarefni í einstökum námsgreinum og jafnframt tryggja íslenskum rétthöfum sanngjarnt endurgjald fyrir stafræna eintaka- gerð verka þeirra. Alls eiga sex félög aðilda að Fjölís; Blaðamannafélag Íslands, Félag íslenskra bókaútgefenda, Hagþenkir, Myndstef, Rithöfunda- samband Íslands og STEF. Meg- intilgangur samtakanna er að gæta fjölföldunarréttar á útgefnum verkum með samningum sem heimila takmarkaða ljósritun eða aðra sambærilega eintakagerð gegn endurgjaldi. Stærsti samn- ingur Fjölís er við menntamála- ráðuneytið vegna ljósritunar í skólum. Fjölís og Háskólinn á Akureyri Skönnun inn á gagnagrunn KARLMAÐUR um fertugt hefur í héraðsdómi Norðurlands eystra ver- ið dæmdur í 30 daga fangelsi og þá var hann sviptur ökurétti ævilangt og honum gert að greiða skaðabæt- ur að upphæð tvö þúsund krónur. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa gefið út og notað tékka í viðskiptum við veitingahúsið Café Amour á Ak- ureyri að upphæð tvö þúsund krón- ur en tékkinn var úr hefti eiginkonu hans. Einnig var maðurinn ákærður fyrir að hafa ekið bifreið undir áhrif- um áfengis á Akureyri þar til lög- regla stöðvaði för hans. Við þingfestingu ákæru var fallið frá ákæru um að maðurinn hefði tekið umræddan tékka í heimildar- leysi. Maðurinn játaði aðra liði ákær- unnar fyrir dómi. Hann hefur tví- vegis áður gerst sekur um ölvunar- akstur, árið 1994 þegar hann missti ökuréttindi í eitt ár og síðan 1997 er hann missti ökuleyfi í þrjú ár. Var höfð hliðsjón af því við ákvörðun refsingar nú. Fangelsi í 30 daga vegna ölvunar- aksturs SÆNSKA hljómsveitin Jazzin Dukes leikur á heitum fimmtu- degi í Deiglunni kl. 21.30 annað kvöld, 27. júní. Sveitin flytur tónlist í anda Dukes Ellington. Hljómsveitin leikur einnig í Ak- ureyrarkirkju á sunnudag kl. 17. Nína Mjöll Þormóðsdóttir hef- ur opnað sýningu í Café Karól- ínu. Sýningin Ferðafurða stendur í Ketilhúsinu og 170xhringinn í Deiglunni en þær eru opnar frá kl. 14 til 18. Sýningar standa einnig yfir á Safnasafninu á Svalbarðsströnd og Ragnar Gestsson sýnir verk unnin með myndbandstækni í Kompunni. Söguganga verður um Odd- eyri á laugardag, 29. júní, og verður lagt af stað frá Gránu- félagshúsunum kl. 14. Dagskrá Listasumars Malasia - BALI - Singapúr Algjört heimsklassa - Tækifæri Sími 56 20 400 Heimsklúbbur Ingólfs-PRÍMA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.