Morgunblaðið - 26.06.2002, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 26.06.2002, Blaðsíða 1
Átta hundruð ekkjur Reuters AFGANSKAR ekkjur, alls um 800 talsins, hlýða á ræðu sem haldin var á námskeiði í Kabúl í gær. Óháð samtök buðu konunum að fá tilsögn í saumaskap, vefnaði og gerð tilbú- inna blóma til að þær geti aflað sér tekna. Talibanastjórnin bannaði konum að vinna eða fara í skóla. 147. TBL. 90. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 26. JÚNÍ 2002 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 26. JÚNÍ 2002 YASSER Arafat, leiðtogi Palestínu, hét því á fundi með utanríkisráð- herra Frakkands í gær að efnt yrði til kosninga á svæðum Palestínu- manna í janúar 2003. Leiðtoginn sagðist ekki telja að George W. Bush Bandaríkjaforseti hefði í ræðu sinni um málefni Mið-Austurlanda á mánudag krafist þess að annar maður tæki við forystu Palestínu- manna. „Það mun þjóð mín ákveða og enginn annar,“ sagði Arafat sem tók fram að hann teldi Bush hafa lagt fram „mikilvægar“ tillögur sem myndu gagnast við að koma á friði í deilunum við Ísraela og Palestínu- manna. Bush nafngreindi ekki Ara- fat í ræðu sinni en sagði að skipta yrði um forystu. Colin Powell, utan- ríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í gær að Bandaríkjastjórn hefði orðið að hætta algerlega að styðja Arafat. Það hefði hún ekki gert með glöðu geði en Arafat væri ófær um að leiða þjóð sína inn á braut frið- arins. Amr Moussa, framkvæmdastjóri Arababandalagsins, sagði margt já- kvætt í ræðu Bush og viðbrögð ráðamanna í ríkjum araba við ræðu Bush voru yfirleitt á sömu lund þótt stjórnir þeirra höfnuðu kröfu hans um að Arafat viki. Bent var á að það væri lýðræðislegur réttur Pal- estínumanna að velja sér sjálfir leiðtoga og Arafat væri réttkjörinn í embættið. Hosni Mubarak, forseti Egyptalands, sagði að Bush hefði gætt „fyllsta jafnvægis“ í ræðunni. Fjölmiðlar í arabaríkjunum gagn- rýndu flestir Bush og sögðu hann eingöngu hafa gert kröfur á hendur Palestínumönnum en Ísraelum leyfðist sem fyrr að fara sínu fram. Helstu leiðtogar Evrópulandanna hrósuðu frumkvæði Bush og Jack Straw, utanríkisráðherra Bretlands, sagði að hugmyndir hans um að tvö ríki, annars vegar Ísraela og hins vegar Palestínumanna, væru þær „einu sem dygðu“. Evrópsku leið- togarnir voru hins vegar sammála um að rangt væri að krefjast þess að Palestínumann kysu sér nýja forystumenn. Rússar sögðust styðja stefnu Bush í málinu en sumt þyrfti þó að útskýra betur. Bush minntist að þessu sinni ekk- ert á tillögur um að kalla saman friðarráðstefnu í sumar til að fjalla um deilurnar í Mið-Austurlöndum en Evrópusambandið ítrekaði í gær stuðning sinn við slíka ráðstefnu. Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, sagðist efast um að rétt væri að krefjast taf- arlausra kosninga meðal Palestínu- manna núna þar sem niðurstaðan gæti orðið að herská öfl hefðu þá sigur. Annan benti á að mikilvægt væri að Bush hefði tekið undir kröf- ur um að framfylgt yrði samþykkt- um SÞ um að Ísraelar drægju her sinn á brott frá hernumdum svæð- um. „Ég talaði við Arafat …“ Colin Powell sagði að full sam- staða væri í Bandaríkjastjórn um að krefjast afsagnar Arafats en Powell hefur lengi verið helsti tals- maður þess í stjórn Bush að reyna að semja við Palestínuleiðtogann. Powell sagðist hafa skipt um skoð- un síðan 9. apríl er hann sagði rík- isstjórnina viðurkenna að Palestínu- menn teldu Arafat vera leiðtoga sinn. Arafat og samstarfsmenn hans hefðu sýnt á undanförnum vikum að þeir gætu ekki veitt þjóð- inni þá forystu sem hún þyrfti og ætti skilið, forystu til að koma á friði og stöðva hryðjuverk. Hann sagðist hafa tjáð Arafat með skýr- um hætti í apríl hvað hann þyrfti að gera. „Ég talaði við Arafat … og sagði honum að hann hefði verið á villu- götum og tími væri kominn til þess að hann tæki grundvallarákvörðun fyrir þjóð sína en því miður hefur hann ekki tekið þá ákvörðun,“ sagði Powell. Hann sagði Bandaríkja- menn styðja lýðræði en ekki væru nein teikn á lofti um að Arafat og stjórn hans ætluðu að koma á raun- verulegu lýðræði, bæta stjórnar- hætti og berjast gegn spillingu. Leiðtogar arabaríkjanna hrósa friðartillögum Bush Powell segir að Arafat hafi fengið mörg tækifæri en hunsað þau Kaíró, London, Moskvu, Washington. AP, AFP. Víða til efni í geislasprengju Vín. AFP. Alþjóðakjarnorkumálastofnunin, IAEA, varaði við því í gær að hryðju- verkasamtök gætu komist yfir efni í geislasprengjur út um allan heim og sagði að yfir hundrað ríki hefðu ekki gert nægar ráðstafanir til að fyrir- byggja að geislavirk efni kæmust í hendur hryðjuverkamanna. „Við þurfum að fylgjast með ferli geisla- virkra efna frá upphafi til enda til að hindra að þeim sé stolið eða þau notuð af hryðjuverkamönnum,“ sagði Mo- hamed El-Baradei, forstjóri IAEA. Geislavirk efni eru m.a. notuð á sjúkrahúsum og á ýmsum rannsókna- stofum. Vitað er að hryðjuverkahópar reyna að komast yfir geislavirk efni sem þeir geta notað til að búa til svo- nefndar „skítugar“ sprengjur. Er þá efninu komið fyrir utan á hefðbund- inni sprengju er síðan gæti dreift geislavirku ryki um allstórt svæði og valdið mikilli hræðslu auk þess sem sum efnin eru afar lengi að eyðast. Þau gætu því gert stór mannvirki ónothæf um langt skeið. El-Baradei sagði að IAEA legði nú áherslu á að aðstoða ríki við að herða reglur um eftirlit með efnum af þessu tagi. Hann sagði að auðvelt væri að flytja slík efni milli staða í lítilli ferða- tösku ef hryðjuverkamennirnir skeyttu ekkert um eigið öryggi og hættuna á geislavirkni. Menn hafa lengi haft áhyggjur af útbreiðslu geislavirkra efna frá fyrr- verandi lýðveldum Sovétríkjanna en stofnunin segir að hættan sé til staðar úti um allan heim, meðal annars í Bandaríkjunum og löndum Evrópu- sambandsins. Um 1.500 geislavirkir hlutir hafa týnst í Bandaríkjunum frá 1996 og í ESB-löndunum týnast 70 geislavirkir hlutir á ári hverju. Í sigur- vímu Reuters ÞJÓÐVERJAR sigruðu Suður- Kóreumenn í heimsmeistarakeppn- inni í knattspyrnu í gær með einu marki gegn engu og munu því leika til úrslita gegn annaðhvort Brasilíu- mönnum eða Tyrkjum á sunnudag. Mikill fögnuður varð í Þýskalandi er úrslit í leiknum voru ráðin. Víðast hvar réð gleðin ríkjum en í borginni Mannheim brutust út átök er nokkur hundruð skallabullur fleygðu flösk- um í lögreglumenn og skutu að þeim flugeldum. Hér fagna hamingju- samir Þjóðverjar sigri á Mallorca.  Þjóðverjar/B4 Fitandi sjónvarp FÓLKIÐ á sjónvarpsskjánum virðist vera 4–5 kílógrömmum þyngra en það er í raun og veru, ef marka má rannsókn sem vís- indamenn við Liverpool-háskóla hafa gert og sagt er frá í norska blaðinu Aftenposten. Breska læknafélagið gaf fyrir tveim árum út ritling um átraskanir og fjöl- miðla og varaði við vaxandi tíðni slíkra kvilla meðal kvenna er starfa í sjónvarpi en þær reyna margar að grenna sig óhóflega til að koma betur út á skjánum. Fyrirbærið er vel þekkt meðal leikara sem segja að aðdáendurn- ir verði oft undrandi þegar þeir hitti þá á götu. Karlarnir séu minni og rýrari en áhorfendur höfðu haldið og konurnar grennri. Breiðbandstæknin er sögð munu leysa vandann. „Hægt er að senda út myndir í þrívídd á breiðbandinu og þá fáum við sannari mynd af því hvernig fólk lítur út,“ segir Bernard Harper vísindamaður við Liverpool-há- skólann. HELGE Sander, ráðherra vísinda í Danmörku, hyggst setja símafyrir- tækjum stólinn fyrir dyrnar: Ef þau hætta ekki að krefja fólk um greiðslur fyrir dýrar upphringingar sem það hefur ekki beðið um er hann reiðubú- inn að beita sér fyrir lagasetningu til að tryggja rétt neytenda, að sögn Berlingske Tidende. Vitað er um tilfelli þar sem við- skiptavinir hafa fengið reikninga upp á 50.000 danskra krónur, um 560 þús- und íslenskar. Hefur þá númerið þeirra verið misnotað af tölvuþrjótum sem nota sjálfvirkan búnað á Netinu til að laumast í síma grunlausra net- viðskiptavina og nota þá til samskipta við fjarlæg lönd með tilheyrandi mín- útuverði en hinir síðarnefndu sitja síðan uppi með kostnaðinn. Síminn borgi fyrir svindlarana

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.