Morgunblaðið - 26.06.2002, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 26.06.2002, Blaðsíða 43
BRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. JÚNÍ 2002 43 UNGLINGALANDSLIÐ Íslands vann öruggan sigur á Alþjóðlega Búnaðarbankamótinu sem lauk í Garðabæ um helgina. Liðið hlaut 15 vinninga af 24 mögulegum og varð 3½ vinningi á undan úrvalsliði Kata- lóníu undir 18 ára sem lenti í öðru sæti. Úrslit mótsins urðu annars eft- irfarandi: 1. Unglingalandslið Íslands 15 v. 2. Úrvalslið Katalóníu 11½ v. 3. Glefsir 11 v. 4. Kvennalandsliðið 10½ v. Glefsir er lið gestgjafanna, Tafl- félags Garðabæjar, en mótið var þáttur í langtímaáætlun félagsins um uppbyggingu meistaraflokks þess. Unglingalandsliðið var þannig skip- að: 1. Halldór B. Halldórsson 1 v. af 4 2. Dagur Arngrímsson 4 v. af 5 3. Björn Ívar Karlsson 2½ v. af 5 4. Guðm. Kjartansson 3½ v. af 5 5. Stefán Bergsson 4 v. af 5 Besti skákmaður mótsins var kjör- inn Christian Homedes sem tefldi á fjórða borði í úrvalsliði Katalóníu. Frammistaða kvennalandsliðsins vakti mikla athygli, ekki síst að það hélt jöfnu gegn hinu sterka liði Kata- lóníubúa, 4–4. Segja má að kvenna- landsliðið hafi ráðið úrslitum á mótinu með þessu. Sérlega ánægju- legt var að sjá þær Sigurlaugu Frið- þjófsdóttur og Guðlaugu Þorsteins- dóttur aftur við skákborðið eftir allt of langt hlé. Árangur Guðlaugar var glæsilegur og sýndi að hún hefur engu gleymt, en hún vann allar þrjár skákirnar sem hún tefldi. Að mótinu loknu var slegið upp hraðskákmóti og urðu úrslit þessi: 1. Xavier Avila 12 v. af 15, 2. Björn Ívar Karlsson 11½ v., 3.–4. Lluis Oms, Ingvar Þór Jóhann- esson 11 v., 5.–6. Björn Jónsson, Jóhann H. Ragnarsson 10½ v., 7.–8. Leifur I. Vilmundarson, Juan M. Sanchez 8½ v., 9. Hrannar B. Arnarsson 7½ v., 10. Christian Homedes 7 v. o.s.frv. Þátttakendur voru 16. Eftirfarandi skák var tefld í loka- umferðinni. Hvítt: Dagur Arngrímsson Svart: Juan Manuel Sanchez Sikileyjarvörn 1. e4 c5 2. Rf3 Rc6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 e5 6. Rdb5 d6 7. Rd5 Rxd5 8. exd5 Re7 9. c3 Rf5 10. Bd3 g6 11. 0–0 Nýr leikur í stöðunni, en líklega er aðeins um breytingu á leikjaröð að ræða. Venjulega leikur hvítur hér 11. a4 o.s.frv. 11. – Bg7 Ef svartur leikur 11. – a6 12. Ra3 b5, þá kemur Rc2-b4, ásamt a2-a4 og hann lendir í vandræðum. 12. Kh1 0–0 13. f4 Re7 14. Bc2 f5 Spurningin er, hvort svartur getur leikið 14. – Bf5, t.d. 15. fxe5 dxe5 16. c4 a6 17. Rc3 He8 18. Ba4 Bd7 19. Df3 f5 o.s.frv. 15. a4 e4 16. Be3 b6 Það er ekki að sjá, að svartur kom- ist hjá að leika þennan leik, sem veik- ir c6-reitinn mikið. Eftir 16. – a6 17. Ra3 b6 18. Bb3 He8 19. Rc2 Bd7 20. Rd4 hefur svartur við svipuð vanda- mál að glíma og í skákinni. 17. Rd4 Kh8 18. c4 Bd7 19. b4 Dc7 20. Bb3 a5 Eftir 20. – a6 21. Dd2 Hfb8 22. Hac1, ásamt 23. b5 er svartur í sömu vandræðunum, því að varla svarar hann því axb5, vegna cxb5 o.s.frv. 21. b5 21. – Hae8 22. Hc1 Rg8 23. Dd2 Rh6 24. h3 Rf7 25. Df2 Hb8 26. Hfd1 Bf6 27. Rc6 Hb7 28. Bd4 Rh6 Sjá stöðumynd 29. c5! dxc5 Eða 29. – bxc5 30. Bxf6+ Hxf6 31. Dd2 Bxc6 32. dxc6 Hb8 33. Dc3 Kg7 34. Hxd6 Dxd6 35. Hd1 Df8 36. Hd7+ Kh8 37. c7 He8 38. b6 e3 39. b7 e2 40. b8D e1D+ 41. Dxe1 Hxe1+ 42. Kh2 He8 43. Hd8 og hvítur vinnur. 30. Bxf6+ Hxf6 31. d6 Dc8 Eftir 31. – Hxd6 32. Db2+ Hd4 33. Rxd4 vinnur hvítur létt. 32. Bd5 Hb8 Eða 32. – Df8 33. Rxa5 Ha7 34. Rc4 Dd8 35. Db2 Kg7 36. a5 bxa5 37. b6 Ha6 38. Bb7 Ha8 39. Bxa8 Dxa8 40. b7 Db8 41. Re5 Ba4 42. d7 Bxd1 43. Hxd1 og hvítur vinnur. 33. Db2 Kg7 34. Rxb8 Dxb8 35. Bc6 Dc8 36. De5 Rg8 37. Bxd7 Dxd7 38. Dd5 Hf7 39. Dc6 Dd8 40. d7 Re7 Eftir 40. – Rf6 41. Hd6 e3 42. Dc8 Hf8 43. Dxd8 Hxd8 44. He1 Hxd7 45. Hxd7+ Rxd7 46. Hxe3 á hvítur unnið endatafl. 41. De6 Hf6? Svarti sést yfir næsta leik hvíts, en eftir 41. – Rg8 42. Hd6 He7 43. Dd5 Rf6 44. Dc6 Hf7 45. Db7 e3 46. Dc8 Hf8 47. He1 Dxc8 48. dxc8D Hxc8 49. Hxe3 c4 50. Hc6 á hvítur unnið enda- tafl. 42. Dxe7+ og svartur gafst upp, vegna fram- haldsins 42. – Dxe7 43. d8D o.s.frv. Kramnik sigraði Anand Vladimir Kramnik og Viswanath- an Anand tefldu sex skáka einvígi í Leon á Spáni 20.–24. júní. Skák- mennirnir máttu nota skákforrit og skákgagnagrunna við að ákveða leiki sína. Tímamörkin voru klukkustund á skák og tvær skákir voru tefldar á dag. Öllum skákunum lauk með jafn- tefli nema þeirri þriðju sem Kramnik vann. Lokaúrslitin urðu því 3½–2½ Kramnik í vil. Unglingalandsliðið sigraði á BÍ-mótinu Daði Örn Jónsson Bragi Kristjánsson Helgi Ólafsson stórmeistari, Guðmundur Arason og Bragi Kristjánsson fylgjast með viðureign íslenska unglingalandsliðsins gegn Katalóníu. SKÁK Garðabær ALÞJÓÐLEGA BÚNAÐARBANKAMÓTIÐ 19.–23. júní 2002 HEIMSÓKN Jiang Zemin, forseta Kína, verður lengi í minnum höfð. Þrír ráðherrrar ríkisstjórnarinnar, þau Davíð, Sólveig og Halldór, í sam- ráði við ríkislögreglustjóra og fleiri embættismenn sinna ráðuneyta, ákváðu að hefta för Falun Gong, sem eru mótmælendur mannréttinda- brota í Kína, við landgöngu á Kefla- víkurflugvelli og jafnframt ferða- frelsi þeirra með Flugleiðum til landsins. Um hinn lagalega gjörning verður ekki fjallað hér, enda mun væntanleg rannsókn leiða í ljós hvort framkvæmd stjórnvalda var byggð á lagalegum grundvelli og aðkoma kín- verskra yfirvalda að málinu. Hins vegar virðist áhættumat öryggis- gæslunnar vegna komu forsetans vera ofmetið og vanmat á styrk lög- reglunnar við slíkar aðstæður á vett- vangi. Lögreglan hefur áður eins og kunngt er framkvæmt mun víðtæk- ari lögreglu- og öryggisaðgerðir, tví- vegis vegna Nato-funda og leiðtoga- fundarins að Höfða með viku fyrirvara með góðum árangri. Áður- nefndir ráðherrar hefðu átt að láta þá reynslu lýsa sér veginn og treysta löggæslunni að sjá um friðsama Fal- un Gong mótmælendur. Sá skolla- leikur að lögreglunni sé m.a. falið að sjá um að Falun Gong séu helst ekki í sjónfæri forsetans er algjört hneyksli og jafnframt virðingarleysi gagnvart lögreglunni að þurfa að sinna slíkum fyrirmælum. Nálgunar- bann af þessu tagi hélt ég að ætti að- eins við einstaklinga sem ofsækja aðra með ósæmilegum hætti, varla er hægt að heimfæra nærveru Falun Gong undir slík ákvæði laga. Þessi gjörningur viðkomandi ráð- herra hefur fengið mikla umfjöllun og aðfinnslur erlendis, sem getur m.a. stórskaðað ímynd okkar sem ráðstefnulands, en sem kunnugt er hefur miklu fjármagni verið varið á undanförnum áratugum í að auglýsa Ísland sem góðan valkost á þeim vettvangi með góðum árangri. Nú gæti hæglega syrt í álinn þegar mat ríkisstjórnarinnar á styrk eigin lög- reglu er slíkur, að hefta þarf aðkomu friðsamra mótmælenda til landsins vegna heimsóknar forseta Kína. Vissulega er umfjöllunarefni flestra ráðstefna á þeim nótum að friðsemd ríkir og ráðstefnugestir verða ekki fyrir aðkasti, en í öðrum tilvikum getur mikill ágreiningur ríkt sem á sér engin landamæri og mótmælend- ur reyna að vekja athygli á sínum sjónarmiðum, oft með hvers konar ofbeldisaðgerðum. Vel skipulögð lögreglu- og örygg- isgæsla er einn af veigamestu þátt- um varðandi alþjóðlegt ráðstefnu- hald. Yfirlýsingar ráðherranna og stuðningsmanna þeirra um vanmátt lögreglunnar vegna fámennis til að veita einum þjóðhöfðingja nægjan- lega vernd er ekki gott innlegg til að gera Ísland að eftirsóttu ráðstefnu- landi. Vitanlega eigum við að stórefla lögregluna og vel kemur til álita að þjálfa t.d. 400–500 þjóðvarðliða,sem hægt er að kalla á vettvang með stuttum fyrirvara, en daglega myndu þessir þjóðvarðliðar vinna hefðbundin borgaraleg störf. Ungir og hraustir björgunarsveitarmenn kæmu sterklega til greina við val í slíkt lið enda hafa þeir oft gegnt veigamiklu hlutverki við að aðstoða lögregluna við öryggisgæslu. Fyrir nokkrum áratugum skrifaði ég nokkrar greinar um öryggis- og varnarmál á Keflavíkurflugvelli, sem fjölluðu einnig um endurskoðun varnarsamningsins. Í þeim greinum benti ég m.a. ítrekað á nauðsyn þess að Íslendingar ættu að þjálfa heima- varnarlið, sem væri í stakk búið að taka við ákveðnum störfum er lúta að öryggismálum varnarstöðvarinnar. Er ekki tímabært að skoða þessi mál með ábyrgum hætti með hlið- sjón af þeim breytingum, sem Bandaríkjamenn boða nú á varnar- stöðinni? KRISTJÁN PÉTURSSON, fyrrv. deildarstjóri. Slæm landkynning Frá Kristjáni Péturssyni: ÁKVEÐNIR aðilar hér á landi hafa hingað til viljað kalla sig Evrópu- sinna og það með röngu. Þetta eru þeir aðilar sem vinna að því leynt og ljóst að koma Íslandi inn í Evrópu- sambandið sem síðast þegar ég vissi var ekki það sama og Evrópa. Svo virðist þó vera í hugum um- ræddra aðila sem með réttu eiga auðvitað að nefnast Evrópusam- bandssinnar eða einfaldlega ESB- sinnar. Evrópusambandssinnar saka mig og aðra andstæðinga sína um að vera einangrunarsinna og um að vera á móti samvinnu á milli Evr- ópuþjóða. En þessu er einmitt öfugt farið. Ég er persónulega afar hlynntur sem mestu jákvæðu og uppbyggjandi samstarfi á milli ríkja Evrópu, svo og alls heimsins, þar sem allir sitja við sama borð og eng- inn er yfir aðra settur svo ekki þurfi að koma til neitt fullveldisafsal. En Evrópusambandssinnar vilja ekki frjálsa samvinnu á milli Evr- ópuþjóða á jafnréttisgrundvelli. Þeir vilja koma okkur undir yfir- þjóðlegt vald og selja úr landi full- veldi þjóðarinnar og sjálfsákvörð- unarrétt. Þeir vilja einangra okkur inni í tolla- og samskiptamúrum Evrópusambandsins og afsala okk- ur sjálfsögðum rétti okkar til við- skiptasamninga, og annarra form- legra samskipta, við heiminn fyrir utan sambandið. Þessir aðilar kalla andstæðinga sína einangrunarsinna, sem fyrr segir, en eru það síðan sjálfir þegar upp er staðið. Þeir tala eins og Evr- ópusambandið sé allur heimurinn og að ekkert sé fyrir utan það. Ekk- ert virðist einfaldlega skipta máli í hugum þessara aðila annað en Evr- ópusambandið. Þröngsýnin er alls- ráðandi. HJÖRTUR J. GUÐMUNDSSON, Sagnfræðinemi og meðlimur í Flokki framfarasinna. Að einangra sig í ESB Frá Hirti J. Guðmundssyni: Íbúð 143 fm, bílskúr 48 fm. Byggt 1973, steinn. Herbergi 4+1 stofa. Um er að ræða eigulegt einbýlishús við strönd Stokkseyrar. Eignin er: And- dyri, hol, stofa og borðstofa, eldhús, þvottahús, 4 svefn- herbergi, baðherbergi og bíl- skúr. Lóðin liggur út að sjó. Stofan er sérlega falleg, upptekin, panilklædd loft og myndarlegur arinn skilur að stofu og borðstofu. Á borðstofu eru fallegar flísar en á stofu og holi er parket. Eldhúsinnrétting er rúmgóð og úr beyki. Baðherbergi er með snyrtilegri innréttingu, flísalagt í hólf og gólf. Sólpallur er í bakgarði. Ásett verð 12,3 m. kr. Áhvílandi 4,1 m. HÁSTEINSVEGUR 14 - STOKKSEYRI Austurvegi 6 - 800 Selfoss - Sími 482 4800 Í kvöld milli kl. 18 og 22 verður kynning á nýbyggingum við Þrastarás 36-40 í Áslandinu í Hafnarfirði. Um er að ræða glæsileg raðhús í fjögurra raðhúsalengju á frábærum útsýnisstað efst í hverfinu. Húsin eru sérlega vönduð og að miklu leyti viðhaldsfrí að utan, m.a. álgluggar. Eignirnar eru rúml. 200 fm á tveimur hæð- um, inngangur og bílskúr á efri hæð. Fjögur svefnherb. og tvær stofur. Góður möguleiki á aukaíbúð í endahúsi. Kíktu við á byggingarstað í kvöld og fáðu teikn. og allar nánari uppl. Kaffi á könnunni. Traustur byggingaraðili: Múrfag ehf. Kynning á nýbyggingum í kvöld! Þrastarás 36-40 Hf. - Glæsieignir Bæjarhrauni 22, Hafnarfirði. Sími 565 8000 • www.hofdi.is Begga fína

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.