Morgunblaðið - 26.06.2002, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 26.06.2002, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 MIÐVIKUDAGUR 26. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Vegna styrkingar krónunnar og lægra dollaraverðs lækka Viking fellihýsin um 100.000 kr. Verð nú 759.000 með bremsum • Tæki sem brenna gasi eiga að vera CE merkt • Netsalan ehf. Garðatorgi 3, 210 Garðabæ, símar 565 6241 og 893 7333, Fax 544 4211, netfang: netsalan@itn.is Opið Virka daga frá kl. 10-18. Laugardag frá kl. 10-16. Lokað á sunnudögum BRYNJÓLFUR Bjarnason tekur við starfi forstjóra Landssíma Íslands innan skamms en hann hefur sagt starfi sínu sem forstjóri Granda hf. lausu. Stjórn Landssíma Íslands ákvað á fundi sínum í fyrradag að Brynjólfur yrði ráðinn til starfans en ákvörðunin var kynnt í gær. Ósk- ar Jósefsson, sem gegnt hefur starfi forstjóra Símans frá síðastliðnu hausti, mun láta af störfum. Brynjólfur lauk stúdentsprófi frá Verzlunarskóla Íslands 1967, prófi í viðskiptafræði frá viðskiptadeild Háskóla Íslands 1971 og MBA-prófi í rekstrarhagfræði frá University of Minnesota árið 1973. Brynjólfur var forstjóri hjá Al- menna bókafélaginu 1976–1983 og forstjóri Granda hf. (áður Bæj- arútgerð Reykjavíkur BÚR) frá 1984. Hann situr í stjórn nokkurra fyrirtækja, þ.á m. Bakkavarar, Sölu- miðstöðvar hraðfrystihúsanna og Þróunarfélags Íslands. Brynjólfur Bjarnason er 56 ára gamall, kvæntur Þorbjörgu Jóns- dóttur, hann á fimm börn. Rannveig Rist, stjórnarformaður Landssíma Íslands, segist vænta far- sæls samstarfs við Brynjólf. Hún segir að þegar ný stjórn tók við Landssíma Íslands í mars sl. hafi stjórnin viljað kynna sér fyrirtækið vel áður en að ráðningu forstjóra kæmi. „Við vildum átta okkur á því hvers lags einstakling, reynslu og menntun þyrfti í forstjórastarfið. Við töldum líka önnur mál meira að- kallandi en að ráða forstjóra. Óskar Jósefsson hefur staðið sig ágætlega og var vel inni í málum og mjög hæf- ur til að setja stjórnina inn í málin,“ segir Rannveig. Meira aðkallandi mál voru að mati Rannveigar sæstrengsmálið, dótturfélög Landssímans, ýmis mál varðandi Samkeppnisstofnun og fleira. Aðspurð segist Rannveig hafa rætt við Brynjólf fyrst fyrir mánuði en endanleg ákvörðun var ekki tek- in fyrr en í fyrradag. Rannveig segir að fleiri hafi komið til greina í starf- ið en aðeins var rætt við Brynjólf. „Við vildum fá vel menntaðan mann með mikla reynslu af viðskiptalífinu, samskiptum við opinbera aðila og Verðbréfaþing. Mann sem hefði rek- ið tiltölulega stórt fyrirtæki með mörgum starfsmönnum og tekist það farsællega. Landssíminn er í því ferli að fara úr því að vera ríkisfyr- irtæki yfir í að verða einkafyrirtæki. Við lítum svo á að það þurfi tals- verða reynslu til að ráða við að halda utan um slíkt ferli. Brynjólfur hefur þá reynslu úr því að breyta BÚR í Granda hf.,“ segir Rannveig. Brynjólfur hefur farið fram á að starfslok hjá Granda hf. verði sem fyrst. Hann segir í samtali við Morgunblaðið að breyting á starfsvettvangi leggist ágætlega í sig. „Ég lít á þetta sem mjög stórt verkefni, mjög spennandi og ögr- andi. Ég hef starfað í átján ár í sjávarútvegi og það hefur verið ánægjulegur tími, sem reyndar hef- ur einkennst af miklum breytingum, til dæmis á fiskveiðistjórn- unarkerfinu. Starfið hjá Granda hefur verið ánægjulegt en ég kveð það nú og kært starfsfólk sem ég hef átt afar gott samstarf við. Ég er 55 ára gamall og þegar mér bauðst að taka þetta starf, leit ég þannig á að ég ætti að taka því núna, það væri ekki víst að hægt væri að gera þetta mikið seinna,“ segir Brynjólfur. „Það er af mörgum verkefnum að taka og ég held að það verði mjög spennandi. Landssími Íslands er hlutafélag og alveg á sama hátt og með Granda hafa eigendur sett sitt áhættufé í það. Það hlýtur að vera verk mitt að ná fram arðsemi í rekstri fyrirtækisins fyrir eigendur og gera hlut þeirra eftirsóknarverð- ari fyrir fjárfesta. Á því er enginn munur fyrir rekstur fyrirtækis í sjávarútvegi eða rekstur Landssíma Íslands, að mínu mati.“ Brynjólfur Bjarnason frá Granda til Símans Morgunblaðið/Sverrir Brynjólfur Bjarnason sem mun innan skamms taka við starfi forstjóra Landssíma Íslands hf. og Rannveig Rist stjórnarformaður. BARN fæddist í aftursæti bifreið- ar í Súgandafirði rétt fyrir mið- nætti í fyrrakvöld. Foreldrarnir, Violetta Maria Laskowska og Maríusz Dúda, búa á Suðureyri, en þau lögðu af stað til Ísafjarðar þegar Violetta fór að finna fyrir verkjum klukkan 22.30 um kvöld- ið. Korteri síðar missti hún vatn- ið og klukkan 23.30 urðu þau að stöðva bifreiðina í Súgandafirði og barnið kom í heiminn. Faðir- inn tók á móti barninu í aftursæt- inu en sjúkrabíll var þá á leiðinni á móti þeim frá Ísafirði og voru þau síðan flutt með honum á sjúkrahúsið. Hjónin voru í góðu jafnvægi og bæði mjög yfirveguð við komuna á spítalann, að sögn Andra Kon- ráðssonar, læknis á Sjúkrahúsi Ísafjarðar. Barnið var drengur, 3.485 g að þyngd og 52,5 cm á lengd. Hann er fjórða barn foreldra sinna. Móður og barni heilsast vel. Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson Móðurinni, Violettu Mariu Laskowska, og drengnum heilsast vel. Drengur fæddist í aftursæti bíls KOSNINGAR til sveitarstjórna eru afstaðnar, með öllu tilkynninga- og auglýsingaflóði sem þeim fylgdi. Eða hvað? Fyrir síðdegisfréttir Ríkisút- varpsins á mánudag mátti heyra til- kynningar þar sem skorað var á kjósendur að styðja ákveðna fram- bjóðendur til sveitarstjórnarkosn- inga. Ekki hafa Morgunblaðinu bor- ist fregnir um að áheyrendur hafi fylkt liði á kjörstaði af þessu tilefni, enda hefðu þeir þá komið að læstum dyrum. Að sögn Lárusar Guðmundssonar, auglýsingastjóra Ríkisútvarpsins, er ástæðan fyrir því að gamlar tilkynn- ingar frá kosningum hljómuðu í út- varpinu þessa vikuna sáraeinföld. Þegar auglýsingar og tilkynningar eru bókaðar eru þær mataðar inn í tölvu sem sér um að koma þeim í loft- ið á réttum dögum. Einhverra hluta vegna virðist hins vegar sem svo að tilkynningar sem heyrðust í útvarp- inu á mánudag hafi fengið ranga dagsetningu, þ.e. 24. júní í stað 24. maí, sem er dagurinn áður en kosið var til sveitarstjórna þetta árið. Hvatt til kosninga UNDIRRÉTTUR í Hollandistaðfesti í gær framsalsbeiðni íslenskra stjórnvalda á Íslend- ingi sem grunaður er um aðild að stórfelldum fíkniefnabrot- um. Málinu hefur verið áfrýjað til hæstaréttar og er líklegt að niðurstöðu verði ekki að vænta fyrr en í fyrsta lagi að nokkrum mánuðum liðnum, að sögn Stef- áns Eiríkssonar, skrifstofu- stjóra í dómsmálaráðuneytinu. Að sögn Stefáns var óskað eftir framsali á manninum frá hollenskum yfirvöldum fyrr á þessu ári. Ekki var fallist á framsal og fór málið fyrir dóm- stóla þar í landi. Að sögn Stef- áns er maðurinn grunaður um aðild að alvarlegum fíkniefna- brotum sem tengjast stórfelld- um innfutningi á fíkniefnum. Fallist á framsals- beiðni Íslendingur í Hollandi ÁKVEÐIÐ var að innkalla og taka úr sölu allt kjúklingakjöt sem grunur leikur á að hafi verið sýkt salmonellu hjá Reykjagarði hf. í síðustu viku. Í fréttatilkynningu frá Reykjagarði segir að vísbend- ingar um mögulega mengun hafi komið fram við reglu- bundið eftirlit í sláturhúsi, en endanlegar niðurstöður liggi ekki fyrir fyrr en síðar í þess- ari viku. „Ákvörðunin var tekin í samráði við viðkom- andi yfirvöld en ekki að kröfu þeirra,“ segir í tilkynning- unni. Tekið er fram að sé eld- unarleiðbeiningum á umbúð- um fylgt eigi mönnum ekki að stafa hætta af neyslu kjöts- ins. „Þessi viðbrögð eru í sam- ræmi við stefnu fyrirtækisins um neytendavernd og kunna að vera yfirdrifin reynist grunur ekki á rökum reistur. Við viljum biðja viðskiptavini okkar velvirðingar á mögu- legum óþægindum sem af þessum aðgerðum kunna að hljótast,“ segir í fréttatil- kynningu Reykjagarðs. Kjúklingar innkallaðir FORSÆTISRÁÐHERRA skipaði í gær samstarfsnefnd um málefni þjóðlendna, en nefndin skal vera forsætisráð- herra til aðstoðar við stjórn og ráðstöfun réttinda innan þjóð- lendna. Í nefndina voru skipaðir Kristján Andri Stefánsson deildarstjóri, sem jafnframt er formaður nefndarinnar, Guðjón Bragason lögfræðingur, sam- kvæmt tilnefningu félagsmála- ráðherra og iðnaðarráðherra tilnefndi Kristínu Haraldsdótt- ur lögfræðing. Þá eru í nefnd- inni Sigríður Norðmann lög- fræðingur, samkvæmt tilfnefn- ingu landbúnaðarráðherra, Gunnar Gunnarsson fram- kvæmdastjóri, samkvæmt til- nefningu samgönguráðherra, og Sigríður Auður Arnardóttir deildarstjóri, samkvæmt til- nefningu umhverfisráðherra. Tveir menn voru skipaðir sam- kvæmt tilnefningu Sambands íslenskra sveitarfélaga og eru það Hjörleifur B. Kvaran borg- arlögmaður og Sveinn A. Sæ- land oddviti. Samstarfs- nefnd um þjóðlendur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.