Morgunblaðið - 26.06.2002, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 26.06.2002, Blaðsíða 22
LISTIR 22 MIÐVIKUDAGUR 26. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ LJÓÐIN í bók þessari eru í aðra röndina byggð upp af súrrealískum svipleiftrum en einkennast að öðru leyti af beiskri kaldhæðni, tómleika- kennd og dulbúinni þjóðfélags- ádeilu. Tíðast hvarflar myndmálið einhvers staðar á milli draums og martraðar. Í fjarlægð hillir undir veruleikafirrt hversdagslífið eða „þetta æðisgengna pakk sem allir eru að tala um“. Lífið er annars draumur, tómleiki og tilgangsleysi. Eða »tilgangslaust myrkur« eins og stendur í ljóðinu Útigangsbörn. Dauðinn er á hinn bóginn staðreynd. Einnig blekkingin sem skáldið leit- ast við að sjá í gegnum. Ennfremur tíminn sem er í senn óendanlegur og miskunnarlaus. Lífsþorstinn verður ekki slökktur og gerir því ekki ann- að en kvelja. Neongríma í rafmagns- leysinu heitir ljóð og endar svona: „Krónískir hvirfilbyljir blása í koll- inum firrta, / sem þráir heitast að geta slökkt á meðvitundinni um eig- in dauða.“ Því má spyrja: „ … hvers virði það er í raun að tóra“, eins og segir í ljóðinu Raf(r)óður. Hugmyndafræðin á bak við ljóð þessi er engan veginn ný. Í síðasta ljóðinu, Klukkan er sirka myrkur, er í aðaldráttum dregin saman eins konar loka- niðurstaða. Athygli vek- ur að þar er skírskotað til Steins. Önnur skáld eru hvergi nefnd í bók- inni – nema hugsanlega sé miðað til skálds Sonatorreks og Höfuð- lausnar með heiti ljóðs- ins Egill 2000. Egill orti ljóð sín við aldahvörf með árþúsundamót á næsta leiti og var því staddur á svipuðum tímamótum og skáld dagsins í dag. Steinn er á hinn bóginn læri- meistari þeirrar skáldkynslóðar sem er að senda frá sér bækur þessi árin. En það er aðeins tómhyggjan og gráglettnin sem þegin er frá Steini. Tjáningin er önnur, allt önn- ur, bakgrunnurinn er annar, tíðar- andinn annar, líkingamálið gerólíkt. Bók sína endar Haukur Davíð á þessum línum: „Á endastöðinni er okkur afhent myndaalbúm ævi- skeiðs okkar, / sem við opnum með því að loka augunum í síð- asta sinn.“ Eindregin viðleitni Hauks Davíðs til að forðast hefð og vana- bundið orðalag en vera frumlegur ber í senn með sér styrk og veikleika. Auðskilið er líkingamál eins og: „… gerviveröld gaml- árskvölda … bjart- sýnisryk brúð- hjóna … bráðnandi kerti hugsana … möl gærdagsins, … ring- ulreið augnablika … frosið bros …“. Sama máli gegnir raunar um orða- sambönd eins og „ … linseruðu flassferðirnar …“ Eitt ljóðið ber yf- irskriftina: Hræsnistund gefur gull í mund. Þar er snúið út úr aldagömlu heilræði svo það megi höfða til líð- andi stundar. Heiti bókarinnar – Eldfuglinn í ísskápnum – má líka vera táknrænt þar sem eldurinn er forsenda lífsins, fuglinn tákn ástar- innar en ísinn vísar til helkulda dauðans. Langsóttari er afbökun ýmissa slanguryrða sem hljóta að orka tvímælis. Uppfinningasemi og hugkvæmni má stilla í hóf eins og hverju öðru. Spurningamerki má líka setja við ljóð, þar sem geyst er um víðan völl með óbeisluðu hugarflugi. Þar til má nefna ljóðin Juppí, pupp (hvað sem það á nú að merkja), Óslagður vetur rétt fyrir ofan miðju og Lundúnar- saga. En hver eru þá skilaboðin? Ef rétt er skilið er skáldið að segja okkur að við lifum í manngerðum gerviheimi þar sem frumkvæðið og þar með endurminningin um skapandi líf hefur verið hrifsuð af einstaklingn- um með þeim afleiðingum að hann stendur eftir sem óvirkur þiggjandi og kemur ekki lengur auga á nein markmið með tilveru sinni; finnur sig smærri og smærri í óravídd rúms og tíma. Síst að furða þótt draumfarir verði erfiðar í slíkum heimi. Ekki verður hyllst til að gefa ljóð- um þessum einkunn eins og vel eða illa, gott eða slæmt. Þvílíkar um- sagnir eru venjulega reistar á ein- hvers konar óskilgreindum saman- burði og geta því allt eins verið villandi. Bók sem þessa verður að vega og meta á eigin forsendum. Duldir og dauðanánd BÆKUR Ljóð eftir Hauk Davíð. 36 bls. Nykur. Prentun: Oddi hf. Reykjavík, 2002. ELDFUGLINN Í ÍSSKÁPNUM Haukur Davíð Erlendur Jónsson Í SUMAR hefur verið unnið að forn- leifarannsóknum á Þingvöllum á vegum Fornleifastofnunar Íslands. Um er að ræða forkönnun, en hún er liður í umfangsmiklum rannsóknum á þingsvæðinu á Þingvöllum og á völdum vorþingstöðum víðs vegar um landið. Frumrannsóknum lýkur í júnímánuði, en heildarrannsóknin mun taka 5–6 ár. Upplýsingar um þinghaldið og sögu Þingvalla hafa til þessa verið að mestu leyti byggð- ar á rituðum heimildum. Skipulagð- ur uppgröftur hefur ekki farið fram á þingstöðum til þessa. Markmið rannsóknanna er að leita svara við nokkrum grundvallarspurningum varðandi þinghaldið, til dæmis um skipulag þingstaða, gerð og lögun þingbúða og annarra mannvirkja, aldur þeirra og fleira. Adolf Frið- riksson, forstöðumaður Fornleifa- stofnunar, stjórnar verkefninu ásamt Sigurði Líndal prófessor. Adolf segir að í forkönnuninni í sumar hafi fornleifafræðingar verið að reyna að átta sig á ástandi þeirra minja sem hafa komið í ljós, hvar þær liggja og hvort þær kunni að vera fleiri en áður var talið. „Skemmtilegur vinkill á rannsókn- unum í sumar að mínu mati er sá að við höfum verið að nota svokallaðar fjarsjármælingar á svæðum þar sem ekkert er hægt að sjá og okkur var ekki kunnugt um að væru neinar fornminjar. Fjarsjármælingarnar báru betri árangur en ég þorði að vona.“ Fjarsjármælingarnar sem Adolf talar um eru tvenns konar. Annars vegar er gengið um svæðið með grind sem á er rafstraumur og við- námið í jarðveginum mælt. Mold hefur lítið viðnám, en grjót hefur meira viðnám. Á svæði sem virðist bara mýri eða mold koma því stein- veggir og slíkt vel í ljós. Hins vegar er um að ræða segulmælingar, sem eru svipaðar, en þær mæla seg- ulsviðið undir efsta jarðvegslaginu. Adolf segir að niðurstöður úr þessum tveim tegundum fjar- sjármælinga séu oft svipaðar. „Það er mjög mismunandi hversu vel gengur að nota þessar aðferðir, en við erum í samstarfi við Háskólann í Bradford sem er mjög framarlega í tækni af þessu tagi, og það er maður frá þeim sem hefur verið að prófa þessar mælingar á Þingvöllum.“ Tilefni til frekari rannsókna En hvað er það sem komið hefur í ljós? „Á svæðinu milli Njálsbúðar og Valhallar er ekki neitt að sjá, en með þessum mælingum fundum við einn stað sem virtist geta verið búð. Við létum grafa skurð í svæðið, og þá fengum við það staðfest að þarna hefur verið búð. Þetta þýðir það, að heildarmyndin á þingstaðnum á lík- lega eftir að breytast. Við höfum þessa aðferð sem er nothæf til að leita minja utan gömlu búðaþyrp- inganna án þess að raska miklu og getum þannig kannað hvort þar séu fleiri búðir sem ekki sjást á yf- irborði, hvort þær séu fáar eða margar, og það er töluvert.“ Ekki er víst að búðin sem kennd er við Njál Þorgeirsson hafi í raun tilheyrt honum, og telur Adolf frek- ar ólíklegt að svo sé, þar sem Njáll hafi ekki verið goðorðsmaður. Ekki eru heldur neinar hugmyndir um hver gæti hafa átt búðina sem nú fannst. „Það gerir þetta enn skemmtilegra. En það eru þarna fleiri búðir sem ég trúi að muni koma fram við frekari rannsóknir. Vandamálið á svæðinu er hins vegar það hvað það er blautt og landið að síga, og búðirnar gætu farið að ganga til og skemmast. Mér sýnist þó á öllu að það sé þess virði að fara af stað þar með stóra rannsókn. Það er það jákvæða sem kemur út úr frumrannsóknum í sumar.“ Á næstu árum verða allir vor- þingstaðir mældir upp og kortlagð- ir. Þegar niðurstöður yfirborðs- athugana liggja fyrir verða nokkrir vorþingstaðir valdir til frekari rannsókna með uppgreftri. Verkið er unnið í samstarfi við Þingvalla- nefnd, Þjóðminjasafn, Háskóla Ís- lands, Bradford-háskóla og Hið ís- lenska bókmenntafélag. Verkefnið er styrkt af Kristnihátíðarsjóði. Fornleifarannsóknir á Þingvöllum skila árangri Hafa fundið þingbúð Tim Horsley frá Háskólanum í Bradford og Adolf Friðriksson við rann- sóknir á Þingvöllum. Til vinstri er mynd tekin með fjarsjármælingu. Svokölluð Njálsbúð er neðst á myndinni, en fyrir ofan hana sést í tvær vegghleðslur. Hægra megin er sýnileg búð, en vinstra megin er sú sem áður var óþekkt. Á myndinni hægra megin eru teikningar til nánari skýringar. KÓRAMÓT Norðurlanda og Eystrasaltsríkja verður haldið í Litháen dagana 27. til 30. júní. Fyrir Íslands hönd mun syngja á mótinu Kammerkór Austurlands, undir stjórn Keiths Reed. Auk einna sjálfstæðra tónleika á mótinu mun kórinn taka þátt í ýms- um tónleikum með fleiri kórum. Á efnisskrá verða meðal annars verkin Alleluia eftir Randall Thomp- son, Kvöldbænir og Heyr himna smiður eftir Þorkel Sigurbjörnsson, Sanctus úr Messe eftir Gunnar Reyni Sveinsson, Le Chant des Ois- eaux eftir Clement Janequin, Mary Hynes, Anthony O’Daly og The Coolin eftir Samuel Barber, Salve Regina, Exultate Deo og O Magnum Mysterium eftir Francis Poulenc, Ubi Caritas eftir Maurice Duruflé, Peace I leave with you eftir Knut Nystedt ásamt ýmsum íslenskum ættjarðarlögum. Kammerkór Austurlands. Kammer- kór Austur- lands í Litháen ÞAU Monika Abendroth hörpuleik- ari og Páll Óskar Hjálmtýsson söngvari munu halda tónleika í Bláu kirkjunni á Seyðisfirði í kvöld, mið- vikudagskvöld, kl 20.30. Á efnisskrá verður rómantísk tón- list í þeim anda sem þau tvö eru orð- in kunn fyrir. Páll og Monika á Seyðisfirði KOMIN er út hjá Lafleur-útgáfunni þriðja bók Bene- dikts S. Lafleur, Í hugsunarleysi tímanna. Í fréttatilkynn- ingu er bókinni lýst sem mynd- skreyttum ljóða- bullstilraunum í anda súrrealistanna. Benedikt Lafleur er fæddur 1965. Hann á að baki fjölbreyttan og langan feril í myndlist og ritlist og við kennslu. Benedikt hefur starfað að mestu leyti í Parísarborg þar sem hann hefur haldið fjöldamargar sýningar. Fjórða bók höfundar, Í blóðsporum skálds, er væntanleg innan skamms. Í hugsunarleysi tímanna er 120 blaðsíður og prentuð hjá Há- skólafjölritun. JPV-útgáfa hefur sent frá sér bókina Aurora – Lights of the Northern Sky eftir Sigurð H. Stefnisson og Jóhann Ísberg. Bókina prýða 120 ljósmyndir af norðurljósum, sem eru talin eitt af sérstæðustu náttúruundrum veraldar. Í bókinni er að finna hagnýt ráð um hvernig best sé að skoða norður- ljósin og taka af þeim ljósmyndir, auk staðreynda og goðsagna um þau. Í fréttatilkynningu segir meðal ann- ars að á síðasta ári hafi Sigurður H. Stefnisson hlotið viðurkenningu Nat- ional Geographic tímaritsins fyrir eina af myndum sínum af norðurljós- ununum en hún var valin ein af hundr- að bestu ljósmyndum sem nokkru sinni hafa birst í tímaritinu í 112 ára útgáfusögu þess. Bókin er á þremur tungumálum: ensku, þýsku og japönsku. Jóhann Ísberg er höfundur textans. Þýska þýðingu annaðist Helmut Hin- richsen og Takako Inaba Jónsson þýddi á japönsku. Hönnun bókarinnar annaðist Jó- hann Ísberg og bókin er 72 blaðsíður. Einnig hefur JPV-útgáfa gefið út bókina Wond- ers of Iceland sem einkum er ætluð ferðamönn- um sem leggja leið sína til Íslands. Bókin er gefin út í þýskri útgáfu annars vegar og enskri hins vegar. Bókin er, samkvæmt fréttatilkynn- ingu, prýdd miklum fjölda ljósmynda eftir þjóðþekkta ljósmyndara. Sér- stakt Íslandskort er að finna í bókinni þar sem sýnt er hvaðan myndirnar eru. Texta bókarinnar tók Helgi Guð- mundsson, leiðsögumaður og kenn- ari, saman. Þar er að finna ágrip af sögu landsins, kafla um jarðfræði, gróður og dýralíf, íslenska menningu og íslenska þjóð, auk ýmissa hag- nýtra upplýsinga sem gagnlegar eru fyrir ferðamenn. Robert Cook þýddi textann á ensku og Helmut Lugmayr á þýsku. Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, ritar formála. Jón Ásgeir í Aðaldal hannaði bók og kápu. Bókin er 64 blaðsíður að stærð. Bækur ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.