Morgunblaðið - 26.06.2002, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 26.06.2002, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. JÚNÍ 2002 47 Á DÖGUNUM héldu skipti-nemasamtökin AFS heljar-innar grillveislu í Heiðmörk- inni til að kveðja þá skiptinema sem dvalið hafa á landinu síðasta árið. Þetta er árlegur viðburður hjá sam- tökunum og mættu um hundrað manns, sjálfboðaliðar og núverandi, fyrrverandi og tilvonandi skiptinem- ar ásamt fjölskyldum sínum. Ruben Tempelaere er einn þeirra skiptinema sem dvalið hafa hér á landi frá því í fyrra. Hann bjó hjá fjölskyldu í Hafnarfirði og stundaði nám við Flensborgarskólann. „Fjölskyldan sem ég bjó hjá var al- veg frábær og ég er mjög ánægður með dvöl mína hér,“ sagði Ruben. „Ég ákvað að koma hingað til lands vegna þess að ég er mikill nátt- úruunnandi og ég held að ef þú hefur það áhugamál líki þér vel á Íslandi. Svo er hljómsveitin Sigur Rós líka héðan og ég held mikið uppá hana.“ Ruben segir að Ísland hafi komið honum talsvert á óvart þar sem hann hafði ekki búist við neinu sérstöku þegar hann kom hingað. Hann segist skilja íslenskuna mjög vel en að sér gangi ekki eins vel að tala hana. Ísland ólíkt heimalöndunum Jarmila Gomezjurado kemur frá Ekvador. Hún segist, líkt og Ruben, vera náttúruunnandi og að því hafi Ísland komið henni skemmtilega á óvart. „Mér fannst mjög gaman að sjá hve Ísland er ólíkt heimalandi mínu,“ segir Jarmila. „Ég hlakka til að fara heim og hitta fjölskylduna þótt dvölin hér hafi verið frábær.“ Jarmila segist skilja íslenskuna vel og að nám hennar við Menntaskól- anum í Hamrahlíð hafi þar hjálpað mikið til. „Ég er samt ekki mjög góð í að tala íslensku en hef þó eignast mitt uppáhaldsorð og það er „heyrðu“,“ segir Jarmila. Virna Benzoni frá Ítalíu hefur búið í Hafnarfirði síðasta árið og líkt og Ruben stundað nám í Flensborgar- skóla. Aðspurð segist hún hafa valið Ísland vegna þess fjölda fallegra mynda sem hún hafði séð af landinu. „Reykjavík er ólík öllum borgum sem ég hef komið til en mér finnst hún mjög falleg,“ segir Virna. Hún segist mjög ánægð með dvöl sína hér en að þó sé þetta ekki eitt- hvað sem hún myndi mæla með fyrir alla. „Það er öllum hollt að komast aðeins í burtu og kynnast einhverju nýju en það er mjög einstaklings- bundið hvort þetta hentar fólki.“ Leandro Oscar LaLa Nne kom hingað til lands frá Argentínu og gekk í Borgarholtsskóla en fjöl- skylda hans var búsett í Grafarvogi. „Starfsmenn AFS-skiptinemasam- takanna í Argentínu bentu mér á að koma hingað og ég féllst á það eftir að hafa séð myndir af landinu ykkar. Mér fannst Ísland líta út fyrir að vera spennandi land,“ segir Leandro. Hann segir Ísland hafa komið sér á óvart á marga vegu. „Allt hér er ólíkt heimalandi mínu, náttúran, fólkið, tungumálið og bara allt.“ Sjálfboðaliðar í síðari heimsstyrjöldinni AFS eru alþjóðleg fræðslusamtök sem hafa það að markmiði að efla fræðslu og samskipti á milli þjóða heims. Samtökin eru óháð stjórn- málaflokkum, trúfélögum og hags- munasamtökum og eru ekki rekin í hagnaðarskyni. Aðildarlönd AFS eru nú 54. Árlega fara um 10 þúsund manns um heim allan til dvalar á veg- um samtakanna í lengri eða skemmri tíma. Bandarískir sjálfboðaliðar, sem óku sjúkrabifreiðum á vígvöllum Evrópu í fyrri og síðari heimsstyrj- öldinni á vegum American Field Ser- vice, lögðu grunninn að núverandi starfsemi AFS árið 1947. Þeir trúðu því að nemendaskipti milli landa væru leið til að auka víðsýni og skiln- ing milli ólíkra menningarheima og þar með leið til að draga úr líkum á að hörmungar stríðsins endurtækju sig. AFS (Alþjóðleg fræðsla og sam- skipti) á Íslandi var stofnað árið 1957 en þá fóru fyrstu skiptinemarnir frá Íslandi til Bandaríkjanna. Síðan þá hafa um 2.400 ungmenni farið til dvalar erlendis á vegum félagsins og rúmlega 800 erlend ungmenni komið hingað til lands. Náttúran og Sigur Rós aðdráttarafl Árlega ferðast þúsundir ungmenna um heiminn þveran og endilangan fyrir til- stuðlan AFS-skiptinemasamtakanna. Birta Björnsdóttir kynnti sér sögu samtakanna og ræddi við nokkur ungmenni sem voru að kveðja Ísland eftir ársdvöl. Virna, Jarmila, Leandro og Ruben voru öll ánægð með dvöl sína á Íslandi. Morgunblaðið/Þorkell Skiptinemarnir, vinir þeirra og vandamenn gæddu sér á ljúffengu grillmeti í Heiðmörkinni. Skiptinemar skilja við Ísland birta@mbl.is betra en nýtt „Fylgist með á www.borgarbio.is“ Sýnd kl. 8 og 10.10. B.i 16. Sýnd kl. 6.Sýnd kl. 6.Sýnd kl. 8 og 10. Fyrir 1250 punkta færðu bíómiða. Sýnd kl. 6, 8 og 10. Þær eru fjarska fallegar En ekki koma of nálægt Sýnd kl. 6, 8 og 10. Fyrir 1250 punkta færðu bíómiða. 421 -1170 Sýnd kl. 8. Sýnd kl. 10.Sýnd kl. 8 og 10. Þær eru fjarska fallegar En ekki koma of nálægt SÍMI 564 0000 - www.smarabio.is Miðasala opnar kl. 15.30 5 hágæða bíósalir kl. 10.40. kvikmyndir.com 1/2 RadioX DV 1/2 kvikmyndir.is Frá David Fincher, leikstjóra Seven & Fight Club „Meistari spennumyndanna hefur náð að smíða enn eitt meistaraverkið“ 1/2kvikmyndir.com Radíó X 1/2HK DV Rás 2 J O D I E F O S T E R Sýnd kl. 5.38 og 8. B. i. 10. Sýnd kl. 3.50. Íslenskt tal. Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. Yfir 34.000 áhorfendur Sýnd kl. 5, 8 og 10.50. B. i. 10. 1/2 kvikmyndir.is 1/2 kvikmyndir.com  Tímaritið Sánd  Rás 2 / i i i / i i í i i i . Sýnd kl. 5.20, 8 og 10.40. kl. 8 Menn eru dæmdir af verkum sínum. Bruce Willis í magnaðri spennumynd. Sýnd kl. 10.30 B. i. 16. www.laugarasbio.is Hann ætlar að reyna hið óhugsandi. Alls ekkert kynlíf í 40 daga og 40 nætur. Drepfyndin grínmynd með hinum ómótstæðilega Josh Hartnett. Sýnd kl. 6, 8 og 10. Þegar Toula kynnist loksins draumaprinsinum neyðist hún víst til að kynna hann fyrir stórfurðulegri fjölskyldu sinni og auðvitað fer allt úr böndunum. Stórskemmtileg rómantísk grínmynd. 1/2 kvikmyndir.com Radíó X 1/2HK DV Sýnd kl. 6 og 8. B.i. 16. Framleiðandi Tom Hanks Sýnd kl. 6, 8 og 10.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.