Morgunblaðið - 26.06.2002, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 26.06.2002, Blaðsíða 16
LANDIÐ 16 MIÐVIKUDAGUR 26. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐUR hefur verið minn- ingarsjóður um Karl Kristinn Kristjánsson, sem lést af slysför- um 10. apríl 2000, aðeins 21 árs gamall. Karl var innfæddur Ak- urnesingur og foreldrar hans og systkini vilja heiðra minningu hans með stofnun sjóðsins. Norðurál hf. gaf eina milljón króna í minningargjöf sem ákveð- ið var að yrði hluti sjóðsins. Karl Kristinn var starfsmaður Ístaks hf. við framkvæmdir í Álveri Norðuráls hf. í Hvalfirði þegar hann lést. Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi hefur verið falið að varðveita sjóðinn, en Karl Krist- inn var nemandi skólans á ár- unum 1995–1999 og útskrifaðist þaðan sem stúdent. Ákveðið er að veita úr honum styrki ár hvert, sem nemur andvirði vaxta af fjármunum hans, þeim nemanda sem hefur verið framúrskarandi í félagslífi í skólanum eða þá að verja fjárhæðinni til verkefnis innan skólans sem kemur fé- lagslífi nemenda til góða. Nú við skólaslit vorannar var í fyrsta skipti veitt viðurkenning úr sjóðnum og fékk ungur Akur- nesingur, Sigurður Þór Elísson, viðurkenningu fyrir þróttmikil störf að félagsmálum. Á afmælisdegi Karls Kristins 17. febrúar sl. var sjóðurinn formlega stofnaður. Við það tæki- færi heimsóttu forráðamenn Norðuráls hf. fjölskyldu Karls heitins ásamt stjórnendum Fjöl- brautaskóla Vesturlands og veitti Hörður Helgason, skólameistari FVA, gjöf fyrirtækisins viðtöku fyrir hönd skólans. Hér er um rausnarlega gjöf að ræða og vill fjölskyldan koma á framfæri þakklæti til Norðuráls hf. og jafnframt vonast þau til að fé- lagslífi nemenda FVA sé lagt lið um leið og sonar þeirra sé minnst. Fjölbrautaskóli Vesturlands, Akranesi Frá vinstri: Ragnar Guðmundsson, frkvstj. fjármálasviðs Norðuráls, Tómas Már Sigurðsson, frkvstj. tæknisviðs Norðuráls, Hörður Helgason skólameistari, Kristján Sveinsson, Sigrún Halla Karlsdóttir, Kristján Sturluson, frkvstj. starfsmannasviðs Norðuráls, og Richard Starkweather, forstjóri Norðuráls. Minningarsjóður um fyrrv. nemanda Akranes UM SÍÐUSTU helgi tók Guðmunda Wium við rekstri blóma- og gjafa- vöruverslunarinnar Blómaverk við Ólafsbraut af Friðgerði Péturs- dóttur, sem rekið hefur Blómaverk undanfarin ár. Guðmunda sagðist ætla að rýma aðeins til í versl- uninni með hressilegri útsölu næstu daga og síðan er ætlunin að auka heldur við vöruúrvalið með þeim vörutegundum sem hún hefur verið með á boðstólunum í verslun sem hún hefur hingað til rekið í kjallaranum að Vallholti 4. Segja má að Guðmunda sé að búa til eina verslun úr tveimur og því augljóst að nóg framboð verður á gjafa- vöru. Ljósmynd/Tómas Alfonsson Þær stöllur Friðgerður og Guðmunda, að sjálfsögðu með blóm. Tekur við rekstri Blómaverks Ólafsvík ALLT AÐ 10 hektarar lands fóru undir aurskriðu á svokallaðri Hlíð við bæinn Mælivelli á Jökuldal í vatnsveðrinu á dögunum. Að sögn Jóns Hallgrímssonar, bónda á Mælivöllum, er þetta ótrú- lega stór skriða miðað við hvað brattinn er lítill þar sem skriðan á upptök sín. Skriðan fellur síðan fram af gilbarmi Hneflu í ána og gengur hátt á land upp í gilbarminn hinum megin árinnar. Ekki lítur út fyrir að kindur hafi lent í skriðunni, að sögn Jóns, en heiðagæsir og ungar hafa að öllum líkindum orðið undir aurflaumi skriðunnar, þar sem mikið gæsavarp er á svæðinu sem skriðan féll á og gæsin um það bil að leiða út unga sína. Skriðan fer af stað á hjalla um það bil 300 metrum ofan gilbarmsins og fyrstu 150 metrana hreinsar hún jarðveginn ofan á klöpp, flýtur síðan upp og fer ofan á jarðveginum síð- asta spölinn fram á gilbarminn þar sem bratti er mjög lítill. Þar verður stór hluti jarðvegsins úr skriðunni eftir en restin fellur niður í gilið. Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteins Sigurður Jónsson, bóndi á Mælivöllum í Jökuldal, lítur yfir skriðuna sem féll á dögunum og flæmist yfir ótrúlega stórt svæði. Allt að 10 hektarar undir aurskriðu Norður-Hérað TJÖRNESHREPPUR hefur kosið sér oddvita, Jón Heiðar Steinþórs- son frá Ytri-Tungu, og er hann fjórði oddvitinn frá 1938 þegar Úlfur Indr- iðason frá Héðinshöfða var kosinn oddviti en hann gegndi starfinu í 44 ár. Síðan tók Hermann Aðalsteins- son frá Hóli við en hann lést eftir fimm ár í starfi og þá tók við Kristján Kárason frá Ketilsstöðum sem nú lætur af störfum að eigin ósk eftir 15 ár í starfi. Á Tjörnesi eru 69 íbúar og 21 býli byggt. Einbúar eru fjórir, aðeins húsbændur á bæ eru sjö en á 10 bæj- um er fjölmennara. Hreppurinn er vel stæður, skuld- laus og er nú með í smíðum viðbygg- ingu við félagsheimilið Sólvang og vantar ekki fé til þeirra fram- kvæmda. Í fyrra var kosið um að endurreisa hinn forna Tjörneshrepp sem náði yfir Tjörnes, Húsavík og Reykjahverfi en það vildu Tjörnes- ingar ekki. Morgunblaðið/Silli Tjörnesviti á Voladalstorfu en þar er mikil lundabyggð og vin- sæll skoðunarstaður. Skuldlaus og vill sjálfstæði Húsavík „ÞAÐ er ekki nema tvennt, annað hvort er landið að lækka eða hafið að hækka, því þegar stór- streymt er og hvassviðri gengur sjórinn hærra upp á land hér en við höfum átt að venjast,“ sagði Björn H. Pálsson, bóndi í Þorpum í Tungusveit. Hann var ásamt tveimur barna sinna að hreinsa hluta af fjörunni en land hans liggur fyrir opnum Húnaflóa. Þrátt fyrir áróður í því skyni að öllu sorpi sé komið til sorpeyðingarstöðva virðast ekki allir sinna því. „Svo virðist sem mjög margir séu kæru- lausir og hendi nánast öllu sorpi í sjóinn svo ótrú- legir hlutir finnast hér í fjörunni, svo sem eins og venjulegt heimilissorp svo ekki sé talað um það sem tengist útgerð eins og netadræsur og plast,“ sagði Björn. Þess má geta að í Þorpum eru fjörur árlega hreinsaðar eins og best verður gert hér um slóðir. Morgunblaðið/Arnheiður Guðlaugsdóttir Björn H. Pálsson og tvö barna hans, Hadda Borg og Guðjón Hraunberg, hreinsa fjörurnar. Ótrúlegustu hluti rekur á fjöru Strandir FINNSKI harmóníku- leikarinn Tato Kont- omaa spilaði á tónleikum hjá Harmoníkufélagi Þingeyinga í Félags- heimilinu á Húsavík ný- lega við góðar undirtekt- ir áheyrenda enda mættu harmóníkuunn- endur í héraðinu vel. Auk Tatos spilaði harm- onikkuhljómsveit félags- ins og Strákabandið spil- aði einnig nokkur lög. Þá spilaði Aðalsteinn Ís- fjörð með Tato m.a. frumsamið lag sitt sem nefnist „Hopp og hí“ og vann 1. verðlaun í laga- keppni á Egilsstöðum nú í vor. Tato Kontomaa hefur búið lengi á Íslandi og kom til landsins á vegum Harmonikku- félags Héraðsbúa árið 1993 og kenndi á Egilsstöðum um árabil. Hann býr nú í Hafnarfirði og spilar á tónleikum víða um landið. Á þess- um tónleikum á Húsavík spilaði hann einkum lög eftir Frosini. Tato Kontomaa á tón- leikum í Þingeyjarsýslu Morgunblaðið/Atli Vigfússon Tato Kontomaa með harmóníkuna í Félagsheimilinu á Húsavík. Laxamýri

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.