Morgunblaðið - 26.06.2002, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 26.06.2002, Blaðsíða 18
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 18 MIÐVIKUDAGUR 26. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ FORSVARSMENN íslensku við- skiptabankanna telja ekki æskilegt að beita reglum sem gilda um há- marksatkvæðamagn hvers hluthafa í sparisjóði, á bankana. Í lögum um viðskiptabanka og sparisjóði kemur fram að einstökum stofnfjáreigend- um er aldrei heimilt, fyrir sjálfs sín hönd eða annarra, að fara með meira en 5% af heildaratkvæðamagni í sparisjóði. Reglan um hámarksatkvæðamagn gildir einnig eftir að sparisjóður er e.t.v. gerður að hlutafélagi og for- svarsmenn bankanna voru spurðir hvort eitthvað væri því til fyrirstöðu að slík regla gilti einnig um við- skiptabankana? Takmarkanir í lögum eiga að duga Brynjólfur Helgason, fram- kvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Landsbanka Íslands og staðgengill bankastjóra, segir að ef Fjármála- eftirlit hafi samþykkt að hluthafi megi eiga virkan eignarhlut í við- skiptabanka, þ.e. yfir 10% eins og lög kveða á um, sjái hann ekki ástæðu til þess að leggja hömlur á atkvæðisrétt frekar en í öðrum hlutafélögum. Að hans mati koma fram í lögum þær takmarkanir sem eiga að duga. „Ákvæði um sparisjóði í lögum um viðskiptabanka og sparisjóði gilda áfram um sparisjóði sem breyta sér í hlutafélög og þessi takmörkun hefur átt við um þá frá upphafi. Takmörk- un þessi helgast af eðli sparisjóða- formsins en vilji sparisjóður sem breytist í hlutafélag verða fullkom- lega sambærilegur við banka á al- mennum markaði mun hann þurfa að breyta sér í hlutafélagabanka í skiln- ingi laga um viðskiptabanka og sparisjóði til þess að þessi takmörk- un falli niður. Í þessari takmörkun felst einmitt ekki viðurkenning á því að þetta sé æskilegt í stærri hluta- félögum um fjármálafyrirtæki held- ur eingöngu þeim sem starfa á grundvelli þeirrar hugmyndafræði sem sparisjóðirnir gera, þ.e. varð- andi afmarkað starfssvæði o.s.frv. en þeir eru fyrst og fremst staðbundin fjármálafyrirtæki með sterk tengsl við starfssvæði sitt og nána sam- vinnu sín á milli. Markmið þeirra er að stuðla að „almannahag“ en ekki endilega að hámarka arðsemi eigin- fjár; þeir eru reknir með hag spari- fjáreigenda og almennings fyrir aug- um en ekki til hámarksarðs fyrir stofnfjáreigendur,“ segir Brynjólfur. Hefur hamlandi áhrif á verðmæti Sigurjón Árnason, framkvæmda- stjóri rekstrarsviðs Búnaðarbanka Íslands, er þeirrar skoðunar að sömu reglum og gilda um sparisjóði ætti ekki að beita á bankana. „Reynsla danskra banka sem voru sparisjóðir og hafa enn þetta 5% há- mark er sú að það hefur haft haml- andi áhrif á verðmæti þeirra. Mæli- kvarði á markaðsvirði á móti eigin fé, svokallað Q-gildi, er í sumum tilfell- um fyrir neðan 1 í þessum dönsku bönkum. Það þýðir að markaðurinn metur fyrirtækin á lægra verði en það eigið fé sem er í fyrirtækinu. Til samanburðar er Q-gildi íslensku bankanna, Búnaðarbanka, Lands- banka og Íslandsbanka rétt undir 2, þ.e. að markaðurinn er tilbúinn að borga tæplega tvöfalt verð fyrir eig- ið fé,“ segir Sigurjón. Af þessum sökum telur Sigurjón að ekki sé ráðlegt að færa þetta fyr- irkomulag yfir á bankana og að hans mati er ekki líklegt að vilji sé fyrir því. „Lagalega séð getur þetta verið mjög erfitt og þetta er örugglega ekki æskilegt fyrir verðmyndunina,“ segir Sigurjón. Ekki mikið með ágæti dreifðrar eignaraðildar að gera Að mati Vals Valssonar og Bjarna Ármannssonar, forstjóra Íslands- banka, er það ekki skynsamlegt að setja sambærilegt ákvæði varðandi viðskiptabanka. „Líklegt er talið að það færi í bága við EES-samninginn ef sambærilegt ákvæði væri sett í lög um viðskiptabanka og því teljum við það ekki skynsamlegt. Jafnframt er erfitt að sjá hvaða þýðingu slíkt ákvæði hefur ef stór eignaraðili er undanskilin reglunni, eins og er í lög- unum um sparisjóði. Það gerir þá lít- ið annað en að tryggja að aðrir hlut- hafar verði áhrifalausir og hefur því ekki mikið með ágæti dreifðrar eign- araðildar að gera. Þótt sennilegt sé að lagafyrirmæli af þessu tagi stæðust ekki þá geta hluthafar ákveðið sjálfir að setja tak- markanir á atkvæðisrétti í sam- þykktir banka eins og mörg dæmi eru um erlendis, t.d. í dönskum bönkum. Slíkt hefur ekki komið til tals hjá okkur enda teljum við að tak- markandi ákvæði hafi neikvæð áhrif á markaðsverð hlutabréfanna og rýri þar með hag allra hluthafa,“ segja forstjórar Íslandsbanka. Lagaákvæði um að hver hluthafi í sparisjóði megi ekki fara með meira en 5% atkvæða Ekki æskilegt að yfirfæra á við- skiptabankana ● BOÐUÐ hefur verið 7% skerðing réttinda sjóðsfélaga í Eftirlaunasjóði Sláturfélags Suðurlands. Steinþór Skúlason, formaður sjóðsins og for- stjóri SS, staðfesti í samtali við Morgunblaðið að þessi skerðing bættist við 5% skerðingu í fyrra. Hann sagði að ávöxtun sjóðsins hefði verið slök í fyrra, þá hefði raun- ávöxtunin verið neikvæð um 7,8%, og einnig árið á undan, þegar raun- ávöxtunin hefði verið neikvæð um 1,7%. Steinþór sagði sjóðinn hafa verið í vörslu og ávöxtun hjá Kaupþingi und- anfarin ár. Spurður hvort áform væru uppi um breytingar á því fyrir- komulagi sagði hann þá hluti alltaf vera til skoðunar en að engin slík til- laga eða ákvörðun lægi fyrir. Ársfundur sjóðsins verður haldinn á morgun klukkan fimm síðdegis í höfuðstöðvum SS, Fosshálsi 1. Réttindi skert hjá Eftirlauna- sjóði SS ● VÆNTINGAVÍSITALA Gallup mældist 109 stig í júní og hafði þá lækkað um 1,9 stig frá fyrra mán- uði. Í tilkynningu frá Gallup kemur fram að væntingavísitalan mæli tiltrú og væntingar fólks til efna- hagslífsins, atvinnuástandsins og heildartekna heimilisins. Þar segir einnig að mælingin sé með sama hætti og í Consumer Confidence In- dex í Bandaríkjunum og þar í landi sé hún talin hafa gott forspárgildi á þróun einkaneyslu. Bandaríska vísi- talan lækkaði einnig á milli maí og júní, úr 110,3 stigum í 106,4 stig. Væntingavísitala Gallup getur tekið gildi á bilinu 0 og 200. Ef vísitalan sýnir gildið 100 eru jafn margir jákvæðir og neikvæðir svar- endur, en þegar hún er fyrir ofan 100 stig eru fleiri jákvæðir en nei- kvæðir. Væntingavísitalan fór yfir 100 stig í febrúar í ár eftir að hafa verið undir 100 stigum í tæpt ár þar á undan, en meðaltal ársins 2001 var 82,4 stig. Væntinga- vísitalan lækkar um 1,9 stig ÓVERULEG fjölgun varð á umsókn- um hjá Íbúðalánasjóði í maí 2002 samanborið við maí 2001 að því er segir í mánaðarskýrslu Íbúðalána- sjóðs fyrir maí 2002. Nokkur sam- dráttur varð hins vegar í fjölda sam- þykktra skuldabréfaskipta á sama tíma. Í skýrslunni segir að þessar tölur séu örlítið hærri en áætlanir gerðu ráð fyrir. „Í byrjun ársins 2002 hafði verið gert ráð fyrir að þróun um- sókna á fyrstu 5 mánuðum þessa árs yrði í nokkru samræmi við það sem gerðist á fyrstu 5 mánuðum ársins 2001. Hefur þetta gengið nokkuð eft- ir þrátt fyrir að umsóknir yfirstand- andi árs séu um 4,3% fleiri en á sama tíma í fyrra. Áætlanir Íbúðalánasjóðs gera síðan ráð fyrir að umsóknir næstu mánaða verði nokkuð færri en á síðasta ári.“ Meðalverð fasteignaveðbréfs í maí 2002 var rúmar 3,3 milljónir króna, sem er nokkur hækkun frá í apríl en meðalverðið á árinu 2002 er 3,3 millj- ónir og er það nokkuð hærra en áætl- anir gera ráð fyrir. Lán til nýbygginga eru um 34,5% af heildarlánum en lán til kaupa á notuðu húsnæði er 62,96% af heild- arlánunum. Er þetta hæsta hlutfall til nýbygginga og um leið lægsta hlutfall til kaupa á notuðu húsnæði, í húsbréfakerfinu síðan 1995. Heildar- lánsfjárhæð vegna nýbygginga hækkaði um 28,9% fyrstu 5 mánuði þessa árs samanborið við fyrstu 5 mánuði síðasta árs en heildarfjárhæð til notaðra íbúða hækkaði um 18,3% á milli ára. Íbúðalánasjóður samþykkti í maí skuldabréfaskipti vegna 709 um- sókna vegna notaðs húsnæðis á sama tíma. Þar af voru 182 umsóknir af- greiddar með viðbótarláni eða 25,7%. Útgáfa húsbréfa í maí nam tæplega 2 milljörðum króna og gera má ráð fyr- ir að 5–600 milljónir séu vegna við- bótarlána. Á árinu 2002 er hlutfall umsókna sem afgreidd hafa verið með viðbótarláni hins vegar tæp 28%. Samdráttur í fjölda samþykktra skuldabréfaskipta hjá Íbúðalánasjóði í maí Fjölgun umsókna í maí óveruleg FRAMBOÐ á utanlandsferðum, sér í lagi sólarlandaferðum, hefur dreg- ist saman frá því síðasta sumar. Svo virðist sem offramboð hafi verið á utanlandsferðum í fyrra en jafn- vægi sé nú að komast á markaðinn. Nokkuð hefur verið um að ferða- skrifstofur hafi þurft að fækka ferð- um en forvarsmenn þeirra segja það eðlilega þróun að dregið sé úr framboði. Hjá Terra Nova-Sól hefur orðið vart við breytingar á markaði fyrir utanlandsferðir. Sigurjón Haf- steinsson segir að salan gangi mjög vel en aðeins hafi verið dregið úr framboði á sólarlandaferðum. Framboð í aðrar ferðir sé svipað eða meira en var í fyrrasumar. „Við tókum út brottfarir í sólar- landaferðir fyrir sumarið til að minnka framboð en á móti eru þær ferðir sem eftir standa að seljast upp.“ Að hans mati munu ferða- skrifstofur leitast við að draga úr framboði þar til jafnvægi er náð. „Í fyrra og hittiðfyrra var auðvitað al- gjört offramboð á sólarlandaferðum og það er eitthvað sem getur ekki gengið upp til lengdar.“ Sigurjón segir erfitt að bera saman þetta ár og það síðasta þar sem framboð fyr- irtæksins hafi breyst mikið frá því í fyrra, einkum vegna sameiningar við ferðaskrifstofuna Sól. Það er mikil aukning í sölu á flestum ferð- um þótt vissulega sé nokkur sam- dráttur í sólarlandaferðum sem sjá- ist best á minnkandi framboði á ferðum milli ára. 52% aukning hjá Heimsferðum Andri Már Ingólfsson hjá Heims- ferðum segist merkja að kaup- mynstur fólks hafi breyst. Við- skiptavinir leggi mikið uppúr því að tryggja sér bestu kjörin strax. Hann segist þó ekki hafa orðið mikið var við samdrátt hjá Heimsferðum þar sem sala hafi aukist frá því í fyrra. „Við erum með 52% aukningu frá því í fyrra,“ segir Andri. Hann segir að í einstökum ferðum séu sæti reyndar seld á síðustu stundu á lækkuðu verði, og er þá fólk t.d. að kaupa ferð þar sem það veit ekki hvar það gistir í fríinu. Hlutfall þessara tilboðssæta segir Andri þó vera lægra en venjulega og mun lægra en í fyrra og flest flug fari án þess að nokkur tilboð séu í gangi. „Í fyrra var mjög mikið af tilboðum hjá öllum ferðaskrifstofum enda var offramboð á markaðnum,“ segir Andri Að sögn Páls Þórs Ármann hjá Úrvali-Útsýn hefur markaðurinn heldur dregist saman frá því í fyrra en hann segir fyrirtækið hafa verið viðbúið samdrætti. „Þegar við áætl- uðum sumarframboð þá gerðum við ráð fyrir minnkun og skárum fram- boðið því heldur niður. Við gerðum ekki ráð fyrir aukningu þrátt fyrir að stór aðili væri farinn út af mark- aðnum.“ Páll segir að ekki hafi þurft að fella niður ferðir það sem af er sumri og að vel sé bókað í þær ferðir sem í boði eru. „Sumarið í fyrra var býsna erfitt og það var of- framboð. Þetta sumar hefur því ver- ið betra að því leyti að það er meira jafnvægi á markaðnum,“ segir Páll að lokum. Færri í sólina þetta sumarið Morgunblaðið/Ómar Nokkuð hefur dregið úr framboði íslenskra ferðaskrifstofa á sólarlanda- ferðum í ár enda var um talsvert offramboð að ræða síðastliðið sumar. NÝR fóðurprammi Sæsilfurs kom til Neskaupstaðar um helgina. Sæsilfur festi kaup á prammanum í Noregi og þar sem hann er án aðalvélar, var hann dreginn til Norðfjarðar af brunnbáti sem Sæsilfur hef- ur leigt til seiðaflutninga í sumar. Fóðurprammanum verður komið fyrir við laxakvíar Sæ- silfurs í Mjóafirði og við hann er tengt tölvustýrt fóðurkerfi með neðansjávarmyndavélum. Fóðurpramminn tekur 250 tonn af fóðri og hann er útbú- inn skrifstofu og íbúð fyrir tvo starfsmenn. 14 nýjum eldiskvíum hefur nú verið komið fyrir í Mjóa- firði og eru eldiskvíar Sæsilf- urs þar með orðnar 20. Brunn- báturinn mun flytja 1,2 milljónir laxaseiða til Mjóa- fjarðar og er reiknað með að allar kvíar Sæsilfurs verði orðnar fullar af laxi þegar líð- ur á sumarið. Gert er ráð fyrir að slátrun á laxi úr Mjóafirði hefjist í haust, en verið er að hefjast handa við að útbúa laxaslát- urhús hjá Síldarvinnslunni í Neskaupstað. Fóður- prammi og brunn- bátur til Sæsilfurs

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.