Morgunblaðið - 26.06.2002, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 26.06.2002, Blaðsíða 24
UMRÆÐAN 24 MIÐVIKUDAGUR 26. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ SKIPULAGSSTOFNUN fjallar nú um skýrslu Landsvirkjunar um mat á umhverfisáhrifum vegna Norðlingaölduveitu sunnan Hofsjök- uls í Þjórsárverum. Nær 100 athuga- semdir bárust innan umsagnarfrests og sem nærri má geta voru þær langflestar á þann veg að verja bæri Þjórsárverin gegn þessum áformum um uppistöðulón sem gengi enn frekar en orðið er á friðlandið í Þjórsárverum. Einstök hálendisvin Þjórsárver eru víðfeðmasta og tegundaríkasta hálendisvinin á Ís- landi. Þar er stærsta og fjölbreytt- asta freðmýri landsins með tilliti til búsvæða og lífvera. Þar eru flæði- engjar, tjarnastararflóar, gulstarar- flóar, brokflóar, flár með rústum og tjörnum, mela-, heiða- og háfjalla- gróður. Þetta er einstök gróðurvin í hálendi Íslands og gegnir mikilvægu hlutverki sem búsvæði og fræbanki fyrir nærliggjandi svæði. Í Þjórsár- verum er stærsta varpland heiða- gæsar í heiminum og eru fræðimenn á einu máli um að svæðið hafi úr- slitaáhrif á tilvist og viðhald heiða- gæsastofnsins. Landslag er stór- brotið, fjölbreytt og fagurt víðerni með Hofsjökul og ekki síst Arnarfell hið mikla sem einstakan bakgrunn. Þeim sem áð hefur í hlíðum Arn- arfells hins mikla á góðum degi gleymist ekki sú stund. Slíka stund hefur undirrituð tvívegis upplifað. Verin þegar stórlega skert Miðað við fyrri reynslu kemur ekki á óvart að í matsskýrslu Lands- virkjunar er mjög svo leitast við að draga úr neikvæðum áhrifum fyrir- hugaðra framkvæmda og sérstaka athygli vekur að þrátt fyrir leit er ekki að finna í skýrslunni tilvísun til þeirrar skerðingar sem þegar er orð- in á þessu svæði vegna fyrri fram- kvæmda. Þá staðreynd verður að hafa í huga að Þjórsárver hafa þegar verið stórlega skert með 1.-5. áfanga Kvíslaveitu. Norðlingaöldulóni er ekki á bætandi. Einkennilegar eru þær skilgrein- ingar sem Landsvirkjun hefur uppi í skýrslunni á stigum umhverfis- áhrifa, þar sem talað er um lítil, nokkur, talsverð eða mikil áhrif. Í sumum tilvikum er viðurkennt að áhrifin kunni að verða óafturkræf! Hins vegar er forðast að nota skilgreiningu laga um mat á um- hverfisáhrifum, þ.e. umtalsverð umhverfis- áhrif sem þá eru um leið óafturkræf. Með tilliti til lang- varandi og yfirgrips- mikilla rannsókna Þóru Ellenar Þórhalls- dóttur grasafræðings vekur undrun hversu lítið skýrsluhöfundar leyfa sér að gera úr hættunni á vind- rofi og áfoki. Sú niðurstaða gengur þvert á upplýsingar Þóru Ellenar á fundi með Náttúruverndarráði sál- uga fyrir rúmu ári. Í skýrslunni er talað um einfaldar fyrirbyggjandi mótvægisaðgerðir, en þær eru ekki frekar skýrðar. Andartak í aldanna rás Mikla athygli vekur sú niðurstaða skýrslunnar að líftími Norðlinga- öldulóns verði tiltölulega mjög skammur, lónið myndi hálffyllast á um 100 árum nema gripið yrði til mótvægisaðgerða. 100 ár eru aðeins andartak í aldanna rás og mótvæg- isaðgerðir eru óskýrðar eins og fyrri daginn. Engin raunveruleg tilraun er gerð til þess að meta ástand svæðisins og þróun út frá svokölluðum núll-kosti. Hins vegar er fjallað um áhrif núll- kosts á hagkvæmni orkuvinnslu og að sjálfsögðu komist að þeirri niðurstöðu að þau verði neikvæð þar sem eingöngu er tekið mið af fjárhagslegum forsendum. Umhverfis- áhrif og framtíðarskaði eru aldrei metin til fjár. Í nýgerðri bráða- birgðaskýrslu um til- raunamat Faghóps I vegna rammaáætlunar um greiningu virkjun- arkosta er Norðlinga- öldulón talið hafa í för með sér umtalsverð óæskileg og óafturkræf umhverfisáhrif. Aðeins Kárahnjúkavirkjun og virkjun á öllu vatnasvæði Jökulsár á Fjöllum voru taldar hafa meiri um- hverfisáhrif. Þessar staðreyndir virðast ekki hafa truflandi áhrif á áform Landsvirkjunar um Norð- lingaölduveitu frekar en á hinum svæðunum og sannast hér enn og aftur að umhverfisþáttur virkjana- framkvæmda vegur létt í mati Landsvirkjunar. Svæði á heimsmælikvarða Í lokakafla skýrslu Landsvirkjun- ar eru niðurstöður dregnar saman og er þar lítið gert úr umhverfis- áhrifum vegna fyrirhugaðra fram- kvæmda. Í lokaorðum er sagt að Landsvirkjun telji „... að matsskýrsl- an sýni að framkvæmd komi ekki til með að hafa umtalsverð neikvæð áhrif á umhverfið og að nýting og verndun Þjórsárvera geti farið sam- an“. Undirrituð hafnar algjörlega þessari niðurstöðu Landsvirkjunar. Þjórsárver voru lýst friðland árið 1981 og tekin á Ramsarskrá árið 1990 sem alþjóðlega mikilvægt vot- lendi einkum með tilliti til fuglalífs. Slíkt er náttúruverndargildi Þjórs- árvera að þau má fyrir hvern mun ekki skerða meira en orðið er. Rétt- ara væri að stækka friðlandið eins og lagt hefur verið til. Þetta er tvímæla- laust einstakt svæði á heimsmæli- kvarða sem ber að varðveita til fram- tíðar. Verjum Þjórsárver Kristín Halldórsdóttir Höfundur er fyrrverandi þingkona. Landvernd Slíkt er náttúruvernd- argildi Þjórsárvera, segir Kristín Halldórs- dóttir, að þau má fyrir hvern mun ekki skerða meira en orðið er. ÞETTA hafa verið einkennilegir síðustu dagar. Svolítið eins og í leikriti eftir Dario Fo; maður veit ekki al- mennilega hvort maður á að gráta eða hlæja, gerir samt hvort tveggja. Íslendingar eru held- ur seinir upp úr sófan- um þegar kemur að mótmælum. Sérstak- lega ef sófinn er mjúk- ur. Þetta sést best í verkföllum. Röðin í stólalyftuna í Bláfjöllum er pökkuð en Jón stend- ur einn á stallinum sín- um á Austurvelli, ef undan er skilinn einn og einn ógæfumaður á röltinu. Ég er engin undantekning frá þessu, nema síður sé. Fylgist ekki með frétt- um, hef enga almennilega skoðun á holræsagjöldum í Reykjavík og þekki hvorki haus né sporð á málinu um Byggðastofnun. Er bara almennt frekar sátt ef ég á góða rauðvíns- flösku inni í skáp, svona ef gestir skyldu kíkja í heimsókn. Og þar komum við að orðinu sem hefur verið á allra vörum í vikunni sem leið – gestir. Allir skyldu gest- irnir okkar vera jafnir, en sumir gest- ir örlítið jafnari öðrum. Kínverskur erindreki sagði okkur á blaðamannafundi að það væri erfitt að halda mannréttindi í heiðri í Kína af því að þar búa svo margir. Eftir stend ég stóreyg og spyr mig hvort því sé einmitt öfugt farið á Íslandi. Íslensk yfirvöld megi brjóta á rétti manna af því við erum svo fá, og höfum þar af leiðandi svo fáa lögreglumenn. Hefði þá ekki verið betra að segja við forset- ann sem kom alla leið frá Kína: „Því miður, okkur langar gjarnan að fá þig í heimsókn en við getum það ekki, ráðum hreinlega ekki við það. Hjá okkur gilda nefnilega lýðræðisleg lög og eftir þeim verðum við að fara. Það þýðir að við megum aldrei mismuna fólki, sama hverjar skoðanir þeirra eru.“ Það fór þó aldrei svo, eins og all- ir vita. Og almenningur, fullur óhug á aðferðunum sem er beitt, mótmælir ákvörðun ríkisstjórnar okkar. Við þetta kemur í ljós að á þeim bæ eru ekki allir jafnhrifnir af andmælum. Þegar á bilinu 70–80 manns á aldrinum 18– 38 ára (vinkona mín taldi!) mótmæltu með friðsömum hætti fyrir framan stjórnarráð Ís- lendinga miðvikudags- morguninn 12. júní seg- ir einn af ráðamönnum þjóðarinnar í viðtali við fjölmiðla að ekki hafi orðið vart við neikvæð viðbrögð, ef undan væru skildir „20 krakk- ar“ fyrir utan stjórnar- ráðið. Þá sló ég á lær mér og sagði við mig sjálfa: „Tja! 20 krakkar!“ En niðrandi ummælum um þá þegna sem nýttu sér sinn sjálfsagða rétt til mótmæla var þar með ekki lokið. Fimmtudag- inn 13. júní birtist auglýsing í Morg- unblaðinu þar sem 367 einstaklingar settu nafn sitt við afsökunarbeiðni til okkar erlendu gesta fyrir óskiljanlegt framferði íslenskra stjórnvalda. Seinna þann dag gefur áðurnefndur maður í skyn að auglýsingin sé með öllu ómarktæk. Það séu nefnilega bara þrír sem skrifa sig á listann sem eru með réttu ráði. Hinir 364 skrifi gagnrýnislaust undir alla lista sem að þeim eru réttir og séu þess vegna ekkert með. Er 1% af 367 annars ekki örugglega rúmlega 3? Þvættingurinn keyrir þó endanlega um þverbak þeg- ar hungurverkfall þrjátíu manns á de Gaulle flugvelli er harmað vegna þess að frönsk matargerð sé svo fín. Er það bara ég eða er einhver þefur af mannfyrirlitningu og ósegjanlegu dramblæti í þessum orðum? Ég vil taka það skýrt fram að ég er ekki á móti því að forseta Kína sé boð- ið hingað til lands, þrátt fyrir hryll- inginn á Torgi hins himneska friðar 1989 og jafnvel þrátt fyrir þau mann- réttindabrot sem framin eru í nafni stjórnar hans. Ég trúi því að bætt samskipti og traust á milli ólíkra þjóða geti, ef til lengri tíma er litið, leitt til bættra lífsgæða almennings. En samskipti Íslendinga við þjóð eins og þá kínversku hljóta að vera heppi- legust þegar jafnræði gildir. Ef við viljum kalla okkur lýðræðislegt ríki, þá verður að halda mannréttindi í heiðri. Svo einfalt er það. Það þýðir að við verðum að virða tjáningar- og ferðafrelsi. Það gerum við ekki með því að hneppa fólk, sem ekki er grun- að um annað en að ætla sér að fremja friðsamleg mótmæli, í varðhald; það gerum við ekki með því að koma í veg fyrir að friðsöm mótmæli verði sýni- leg og notum til þess þær örfáu hræð- ur sem mynda lögreglulið okkar og bílana er það hefur yfir að ráða til þess að byrgja fyrir útsýni ráða- manna. Og síðast en ekki síst: Það gerum við örugglega ekki með því að meina saklausu fólki aðgang að land- inu á forsendum lista, sem fyrir óskilj- anlegt kraftaverk birtist eins og bréf frá guði (áhugasömum er bent á að vagnstjórar New York-borgar á 19. öld voru vanir að kalla stykkin sem hestarnir gerðu á götuna „a letter from god“…). Að lokum vil ég segja þetta: Það að forsætisráðherra, í landi sem gefur sig út fyrir að vera lýðræðislegt, tali með fyrirlitningu um fólk sem sinnir sinni sjálfsögðu borgaralegu skyldu og mótmælir þegar mannréttindi eru brotin, hlýtur að teljast í besta falli óeðlilegt og í því versta einræðislegt. 20 krakkar María Heba Þorkelsdóttir Mannréttindi Ef við viljum kalla okkur lýðræðislegt ríki, segir María Heba Þorkelsdóttir, þá verður að halda mannréttindi í heiðri. Höfundur er bókmenntafræðingur og nemi við Listaháskóla Íslands. og aftur er almenningur sleginn. VÍS hefur nú boðað til þjóðarátaks gegn umferðarslysum, annað árið í röð. Í þjóðarátak- inu er fólk hvatt til að strengja tíu umferðar- heit sem öll miða að bættri umferð og fækk- un slysa, sé eftir þeim farið. Þótt VÍS bindi vissu- lega vonir við að þjóðin verði við þeirri áskorun sem felst í þjóðarátaki félagsins, er deginum ljósara að það eitt dugir ekki til að koma í veg fyrir hörmungar umferðarslysanna. Sá boðskapur sem felst í umferðar- heitunum tíu nær vonandi til sem flestra en þeir eru einnig alltof margir sem hlusta hvorki á né heyra slíkan boðskap og aka nákvæmlega eins og þeim hentar í umferðinni. Og það sem meira er; þeir virðast komast upp með það í flestum tilfellum. Til þess að sporna við umferðarslysum þarf að fara saman góður umferðaráróður/ boðskapur og öflug umferðarlög- gæsla. VÍS hefur lagt sitt af mörkum með þjóðarátaki félagsins auk annarra forvarnaaðgerða undanfarin ár. Sú sem þetta ritar hefur þráfaldlega bent á nauðsyn öflugrar umferðarlög- gæslu á vegum úti, enda virðist þörfin vera brýnust þar. Flest banaslys og önnur alvarleg slys í umferðinni verða á þjóðvegum landsins. Ástæðan er m.a. sú að umferðareftirlit er lítið víða ÞEGAR þetta er ritað hafa 17 manns látist í umferðarslysum það sem af er þessu ári. Samkvæmt tölum frá VÍS hefur umferðarslysum fjölg- að um 12% fyrstu fimm mánuði ársins miðað við sömu mánuði á fyrra ári. Þessi óheillaþróun í umferðinni vekur ugg meðal þjóðarinnar enda þeir ófáir sem nú eiga um sárt að binda eftir hörmuleg umferðarslys undanfarinna mánaða. Í kjölfar slíkra slysaaldna koma sérfræðingar á sviði umferðar- mála saman og ræða hvað sé til ráða. Niðurstaðan er jafnan sú sama: Gera verður allt sem í mannlegu valdi stendur til að sporna við þessari þró- un. Menn harma slysin, sem eðlilegt er, og hvetja ökumenn til að fara var- lega í umferðinni. Svo líður og bíður og næsta slysaalda skellur á þjóðinni á þjóðvegum landsins og umferðarhraðinn því oft óhóflegur. Á þessu eru þó góðar undantekningar, sbr. kröftug umferðarlög- gæsla lögreglunnar í Húnavatnssýslu, Borg- arfirði og Árnessýslu. Þar hafa ófáir ökumenn verið kærðir fyrir of hraðan akstur sem skil- ar sér um leið í almennt lægri umferðarhraða í þessum umdæmum því öflugt umferðareftirlit er fljótt að spyrjast út. Þannig eru hraðamæl- ingar ekki aðeins til að koma böndum á þá sem aka of hratt, heldur virka þær ekki síður sem öflug forvörn og víti til varnaðar. Mér er t.d. til efs að þeir séu margir öku- mennirnir sem fari yfir löglegan um- ferðarhraða í nánd við Blönduós, ein- faldlega vegna þess að þar má búast við lögreglunni við hraðamælingar. Það er vissulega staðreynd að þörf er á þjóðarvakningu og hugarfars- breytingu meðal almennings í um- ferðaröryggismálum. En það þarf ekki síður hugarfarsbreytiungu hjá stjórnvöldum hvað varðar áherslur í löggæslumálum. Brot á umferðarlögum eru ekki síð- ur alvarleg en önnur brot og slík lög- brot leiða oftar til dauða og alvarlega líkamsáverka en önnur lögbrot, sbr. meðaltal látinna og alvarlega slasaðra í umferðinni á ári hverju. Sólveig Pétursdóttir, dómsmála- ráðherra, hefur sýnt umferðaröryggi mikinn áhuga og gert ýmsar úrbætur sem miða að fækkun umferðarslysa, sbr. hækkun á umferðarlagasektum á síðasta ári. En það er til lítils að hækka sektir og þyngja viðurlög, ef menn komast í alltof mörgum tilfell- um upp með að brjóta lögin óáreittir, enda lögreglan oft víðsfjarri. Um leið og ég heiti því að virða um- ferðarlögin og aka alltaf eins og ég vil að aðrir aki nálægt mér og mínum ástvinum, skora ég á þjóðina að gera slíkt hið sama og taka þannig þátt í þjóðárátaki VÍS. Í þessum orðum felst ekki síður áskorun á stjórnvöld að efla umferðarlöggæslu til mikilla muna. Þannig getum við best komið í veg fyrir fleiri mannlega harmleiki í um- ferðinni. Nóg er nú samt. Ég heiti því og skora á aðra? Ragnheiður Davíðsdóttir Forvarnir Ég heiti að virða umferðarlögin og aka alltaf eins og ég vil að aðrir aki nálægt mér og mínum ástvinum, segir Ragnheiður Davíðsdóttir, og skora ég á þjóðina að gera slíkt hið sama. Höfundur er forvarnafulltrúi VÍS. C vítamín 400 mg með sólberjabragði Bragðgóðar tuggutöflur. Eflir varnir. Nýtt frá Biomega Fæst í apótekum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.