Morgunblaðið - 26.06.2002, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 26.06.2002, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 MIÐVIKUDAGUR 26. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ „VIÐ undirritaðir Pétur H. Blön- dal, alþingismaður, Gunnar A. Jó- hannsson, framkvæmdastjóri, Gunnlaugur M. Sigmundsson, framkvæmdastjóri, Ingimar Jó- hannsson, skrifstofustjóri, og Sveinn Valfells, verk- og viðskipta- fræðingur, höfum kynnt okkur ít- arlega fyrirhugaða hlutafélaga- væðinu SPRON og komist að þeirri niðurstöðu að hún sé ekki heppileg fyrir stofnfjáreigendur. Við höfum skoðað aðrar leiðir til að auka hag stofnfjáreigenda og hófum í því skyni viðræður við Búnaðarbankann um kaup bank- ans á stofnfé SPRON og hefur eft- irfarandi orðið að samkomulagi milli okkar og bankans. Meginnið- urstaðan er sú að bankinn er tilbú- inn að tryggja boð í alla stofnfjár- eign SPRON sem er fjórfalt hærra en tillaga stjórnar SPRON gerir ráð fyrir. Kaupverðið verður stað- greitt. Jafnframt mun bankinn tryggja óbreyttan rekstur SPRON þannig að viðskiptamenn og starfs- menn eiga ekki að verða varir við þessi eigendaskipti. Stofnfjáreigandi sem á 20 hluti fær skv. tillögu stjórnar SPRON hlutafé í SPRON hf. að nafnvirði kr. 165.428 á genginu 4,2 eða kr. 694.800 sem er jafnt endurmetnu stofnfé m.v. 31. 12. 2001. Sami aðili fær kr. 2.779.200 í sinn hlut ef hann tekur tilboði sem Búnaðar- banki Íslands hf. tryggir sem er fjórfalt hærra en stofnfjáraðili fengi miðað við fyrirhugaða hluta- fjárvæðingu. Mismunur á hverja 20 hluti er kr. 2.084.400. (Sjá töflu). Jafnframt hefur Búnaðarbank- inn hf. fallist á eftirfarandi skilyrði undirritaðra: a) Að ekki verði röskun á högum starfsmanna SPRON önnur en sem leiðir af eðlilegri þróun. b) Að viðskiptavinir SPRON geti áfram gengið að óbreyttri fjármálaþjónustu undir nafni SPRON. c) Að hlutabréfaeign sjálfseign- arstofnunar, sem óhjákvæmilega mun m.a. til koma í tengslum við formbreytingu SPRON í hluta- félag, verði minnkuð á 10 árum og í þeirra stað fjárfesti stofnunin í skráðum markaðsskuldabréfum. d) Að atkvæðisréttur sem hluta- fjáreign sjálfseignarstofnunarinn- ar fylgir verði ekki nýttur meðan hlutaféð er í eigu sjálfseignar- stofnunarinnar nema vegna hluta- fjáreignar í SPRON hf. e) Að fjármunir sjálfseignar- stofnunarinnar verði eingöngu nýttir til menningar- og líknar- mála á starfssvæði SPRON. Við teljum að samningur um kaup Búnaðarbankans á stofnfé SPRON sé mjög hagstæður fyrir okkur stofnfjáreigendur og leggj- um til að þú samþykkir slíkt til- boð. Til að við stofnfjáreigendur getum gengið að tilboðinu sem Búnaðarbankinn tryggir er nauð- synlegt að hafna fyrirhugaðri hlutafjárvæðingu á vegum stjórnar SPRON og samþykkja breytingu á samþykktum SPRON um afnám á takmörkun fjölda hluta í eigu ein- stakra stofnfjáreigenda og sam- þykkja ályktun fundarins til stjórnar SPRON um að standa ekki gegn framsali stofnfjárhluta í sparisjóðnum. Við framkomnar tillögur stjórn- ar SPRON við hlutafjárvæðingu SPRON er margt að athuga. Sem dæmi má nefna: a) Hlutdeild stofnfjáreigenda í eigin fé minnkar úr 15,5% í 11,5%. b) Hlutdeild stofnfjáreigenda í greiddum arði minnkar úr 100% í 11,5%. c) Seljanleiki hlutabréfanna/ stofnfjárbréfa minnkar. d) Fyrirhuguð hlutafjárvæðing eykur áhættu stofnfjáreigenda. e) Verð hlutabréfa hins nýja hlutafélags mun frekar lækka en hækka en það er reynslan erlendis frá þar sem hömlur eru lagðar á hlutafé eins og fyrirhugað er. Það er von okkar að þú mætir á stofnfjáreigendafundinn og tryggir hagsmuni þína með því að greiða atkvæði gegn hlutafjárvæðingu SPRON til að koma í veg fyrir fjárhagslegt tap þitt og annarra stofnfjáreigenda. Fundurinn er næstkomandi föstudag, 28. júní 2002, í Súlnasal Hótels Sögu í Reykjavík, kl. 16.15. Sjáir þú þér af einhverjum orsökum ekki fært að mæta hvetjum við þig til þess að veita öðrum stofnfjáreiganda umboð til þess að mæta í þinn stað. Hver stofnfjáreigandi má einungis hafa umboð fyrir einn stofnfjáreiganda samkvæmt sam- þykktum félagsins.“ Bréf fjárfestanna fimm til stofnfjáreigenda                !" #                     YFIRTÖKUTILBOÐ Búnaðar- banka Íslands hf. á Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis, SPRON, var kynnt á blaðamannafundi sem fimm stofnfjáreigendur í SPRON héldu í gær. Stofnfjáreigendurnir fimm eru milliliðir milli stofnfjár- festa og Búnaðarbankans, en bank- inn getur ekki sjálfur tekið þátt í ákvörðunum sem teknar verða um framtíð SPRON á fundi stofnfjár- eigenda sem stjórn SPRON hefur boðað til næstkomandi föstudag. Stofnfjáreigendurnir fimm sem að tilboðinu til stofnfjáreigenda standa eru Gunnar A. Jóhannsson framkvæmdastjóri, Gunnlaugur M. Sigmundsson framkvæmdastjóri, Ingimar Jóhannsson skrifstofu- stjóri, Pétur H. Blöndal alþingis- maður og Sveinn Valfells verk- og viðskiptafræðingur. Bjóða fjórfalt verð á við stjórn SPRON Pétur H. Blöndal sagði á blaða- mannafundinum að tilefni yfirtöku- tilboðsins væri að stjórn SPRON hefði lagt til að hlutafjárvæða spari- sjóðinn og það sé gert með þeim hætti sem lögin segi beint fyrir um. Sett verði á fót sjálfseignarstofnun sem eiga muni tæp 90% í nýja hlutafélaginu, SPRON hf., en stofn- fjáreigendur eignist 11,5% í stað þess að nú eigi þeir 15% af eigin fé sparisjóðsins. „Þetta er alveg í sam- ræmi við lögin,“ segir Pétur, „en við sem að þessu tilboði stöndum telj- um að þetta sé ekki besta lausnin fyrir stofnfjáreigendur SPRON. Það séu til betri lausnir, meðal ann- ars sú lausn sem við kynnum hér.“ Hann sagði að með henni byðist Búnaðarbankinn til að kaupa stofn- fjárhluti stofnfjáreigenda SPRON á fjórföldu endurmetnu stofnverði í stað þess að fá hlutabréf í nýja hlutafélaginu á einföldu verði. Búnaðarbankinn yrði stærsti hluthafi Kaupþings „Þetta eru náttúrlega miklir hagsmunir fyrir stofnfjáreigendur SPRON,“ sagði Pétur „og við leggj- um til að þeir mæti allir á fundinn og felli tillögu stjórnar SPRON en samþykki þetta yfirtökuboð Búnað- arbankans. Markmið Búnaðarbankans með þessu er að auka veltu sína og hag- ræðingu í Reykjavík. Hugsanlega að sameina afgreiðslustaði og vinna þannig að samþjöppun á fjármála- markaði. Annað markmið er að Búnaðarbankinn mun nýta sjálfs- eignarstofnunina, sem samkvæmt lögum og markmiðum sínum á að veita fé til líknar- og menningar- mála. Það mun Búnaðarbankinn gera í miklu meira mæli en hingað til, það er verið að tala um 100 til 200 milljónir á ári til líknar- og menningarmála, og bankinn hyggst nota það til að skerpa enn frekar á ímynd sinni sem banki sem styður líknar- og menningarmál. Þannig mun þessi sjóður sem enginn á nýt- ast Búnaðarbankanum. Það sem gerist er að Búnaðar- bankinn og nokkur fyrirtæki hans munu verða stofnfjáreigendur og munu þar með við seinni hlutafjár- væðingu ráða þessum sjóði sem á 90% í SPRON. Þeir munu ráða hon- um en ekki eiga hann.“ Telja leiðina óhagstæða stofnfjáreigendum Pétur sagði að Búnaðarbankinn liti einnig til þess að bankinn muni eignast og ráða yfir dótturfyrir- tækjum SPRON og hlutafélögum sem sparisjóðurinn á í. Þar á meðal umtalsverðan hlut í Kaupþingi, en SPRON er stærsti hluthafinn í Kaupþingi með tæplega 13% hluta- fjár. „Þessi hópur hér taldi, að sú leið sem farin var í lögunum og sem stjórn SPRON lagði til, skerði mjög þann eignarhlut sem stofnfjáreig- endur eiga í SPRON. Þeir hafa lagt fram fé, eina féð sem komið hefur inn í sparisjóðinn, og þetta fé hefur verið bundið þeirri áhættu að spari- sjóðurinn hefði getað orðið gjald- þrota, eins og allur annar rekstur. Sparisjóðir hafa orðið gjaldþrota eða lognast út af og þá tapa stofn- fjáreigendur sínu fé. Okkur finnst eðlilegt að menn sem taka svona áhættu njóti þess þegar vel gengur, eins og í hlutafélögum,“ sagði Pét- ur. Pétur sagði að með tilboðinu byð- ist Búnaðarbankinn til að greiða nær tvo milljarða króna fyrir SPRON, sem þýddi að stofnfjáreig- endur fengju fjórfalt það verð sem stjórn SPRON gerði ráð fyrir að þeir fengju í hlutabréfum í SPRON. „Það er mat okkar sem að þessu stöndum,“ sagði Pétur, „að þau hlutabréf yrðu illseljanleg. Það myndi enginn vilja kaupa hlutabréf í fyrirtæki þar sem einhver sjóður sem enginn á ræður 90% atkvæða. Það verði þess vegna ekki mikill vilji hjá fjárfestum úti í bæ að kaupa slík hlutabréf. Þetta er okkar leið til að fá þetta verð, sem við telj- um vera sanngjarnt, miðað við þessa undarlegu stöðu á eignasam- setningu sem ákveðin var á Al- þingi.“ Sameining banka hagkvæm og mun halda áfram Hann sagði að sparisjóðum væri nauðsyn á að geta aflað sér aukins eigin fjár á markaði, en þeir hafi hingað til ekki getað gert það. Sú lagabreyting, sem samþykkt hafi verið, og heimilar þeim að breyta formi sínu í hlutafélag, sé leið út úr þessari klemmu. Leiðin sem valin hafi verið í lögunum geri það hins vegar að verkum að hagur stofn- fjáreigenda, sem séu þeir einu sem eigi sparisjóðina, sé verulega fyrir borð borinn í lögunum. Ingimar Jóhannsson sagðist telja mjög hagstætt að bankar sameinist og að það sé ferli sem halda muni áfram á næstu árum. Nái þetta fram sé þetta aðeins liður í þeirri þróun. Pétur bætti því við að þessi aðferð gæti orðið fyrirmynd ann- arra sparisjóða til að hlutafjárvæð- ast. Þannig yrði tryggt að stofnfjár- eigendur fengju sanngjarnt verð fyrir stofnfé sitt og að margir litlir sjóðir geti orðið starfhæfir með sameiningu við stærri einingar. Fimm stofnfjáreigendur í SPRON gerast milliliðir um yfirtöku á sparisjóðnum Búnaðarbankinn gerir tilboð í allt stofnfé SPRON Jón G. Tómasson, for- maður stjórnar SPRON Er í and- stöðu við skýrt laga- ákvæði JÓN G. Tómasson, formaður stjórnar SPRON, segir að spari- sjóðurinn bíði eftir áliti Fjármála- eftirlitsins á því hvort yfirtöku- tilboð Búnaðarbankans standist lög. „Stjórn sparisjóðsins hefur í einu og öllu miðað tillögur sínar til fund- ar stofnfjáreigenda við þær breyt- ingar á lögum sem viðskiptaráð- herra beitti sér fyrir á Alþingi á síðasta ári og heimiluðu meðal ann- ars að sparisjóðum mætti breyta í hlutafélög. Stofnfjáreigendur hafa sam- kvæmt ákvæði gildandi laga aldrei getað vænst þess að öðlast hlut- deild í eigin fé sparisjóðs umfram verðbætta stofnfjáreign sína. Tilboð Búnaðarbankans felur í sér um það bil tveggja milljarða króna greiðslu til stofnfjáreigenda til þess að ná yfirráðum yfir eigin fé sparisjóðs- ins, sem er bókfært á 3,2 milljarða króna og metið á markaðsvirði fjór- ir til fimm milljarðar króna.“ Hægt að tæma alla sparisjóði? „Með þessum hætti er verið að afhenda stofnfjáreigendum um einn og hálfan milljarð króna af eigin fé SPRON umfram stofnfjáreign þeirra, og mér sýnist það vera í beinni andstöðu við skýrt laga- ákvæði. Það vekur athygli að banki í meirihlutaeigu ríkisins skuli standa að málum með þessum hætti. Telji Fjármálaeftirlitið að til- boðið fái staðist lög er ljóst að hægt verður að tæma alla aðra sparisjóði í landinu af eigin fé með sama hætti,“ segir Jón G. Tómas- son. Árni Tómasson, banka- stjóri Búnaðarbankans Stefnan að stækka bankann ÁRNI Tómasson, bankastjóri Bún- aðarbankans, sagði í samtali við Morgunblaðið að hugmyndin að yf- irtöku Búnaðarbankans á SPRON hefði komið skömmu fyrir síðustu helgi. Stofnfjáreigandi hefði komið að máli við bankann og lýst óánægju sinni með þann hlut sem stofnfjáreig- endum væri ætlaður í tillögum stjórn- ar SPRON. Árni sagði bankann hafa farið yfir málið og að þeirri athugun lokinni hefði bankinn komist að sömu niðurstöðu og stofnfjáreigandinn og sagðist Árni ekki telja það sem fælist í tillögu stjórnar SPRON til stofnfjár- eigenda sanngjarnt gagnvart þeim. Árni sagði að málið hefði verið bor- ið undir nokkra stofnfjáreigendur sem væru í aðstöðu til að setja sig inn í málið og það hefði verið einróma álit þeirra að tilboð stjórnar SPRON væri stofnfjárfestum ekki hagstætt. Árni sagði stofnfjáreigendurna sem ræddu við bankann hafa áhyggj- ur af að sjálfseignarstofnunin sem stofnuð verður við hlutafjárvæðingu bankans verði að valdatæki í höndum stjórnendanna og ætti það jafnt við þó Búnaðarbankinn tæki SPRON yf- ir. Sagði hann að þessu hefðu stjórn- endur Búnaðarbankans verið sam- mála og þess vegna væri ákveðið að sjálfseignarstofnunin muni ekki nýta sér atkvæðisrétt þann sem fylgir hlutabréfum í eigu hennar og að hún verði atkvæðislaus á fundum hluta- félagsins, nái tilboð Búnaðarbankans fram að ganga. Einnig hefði verið ákveðið að arðurinn af sjálfseignar- stofnuninni fari í líknar- og menning- armál. Árni sagði það fara vel saman við stefnu Búnaðarbankans að taka SPRON yfir. Hann sagði að gert væri ráð fyrir að áfram yrðu rekin útibú undir merkjum SPRON og að bank- inn hefði ekkert á móti því.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.