Morgunblaðið - 26.06.2002, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 26.06.2002, Blaðsíða 37
KIRKJUSTARF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. JÚNÍ 2002 37 Það er í besta falli kropp í lax- veiðiánum og til marks um það er Norðurárholl sem dró 28 laxa á land á þremur dögum, sem er nóg til að halda mönnum við efnið en telst engan veginn góð veiði. Ann- að dæmi um kropp og lítil skot er morgunveiði úr Æðarfossum í Laxá í Aðaldal í gærmorgun, er fimm laxar voru dregnir á þurrt, sem er eins og Norðuráraflinn, viðunandi, en slök veiði ef skoðuð er heildarmyndin. Aðrir laxapunktar … Gljúfurá var opnuð síðasta fimmtudag og veiddi fyrsta hollið til laugardags án þess að svo mik- ið sem sjá lax. Síðan var næsta holl óselt, þannig að fyrsti laxinn var ókominn á hádegi í gær. Í fyrrakvöld voru komnir sjö laxar á land úr Elliðaánum og 21 lax hafði farið um teljarann. Í fyrrakvöld voru laxarnir úr Korpu orðnir níu, en laugardag- urinn var mjög góður, þá veidd- ust sjö laxar. Ekki hefur frést af laxi úr Stóru Laxá sem er sögð venju fremur vatnslítil nú um stundir. Stórlax á Peacock Sú veiðisaga fer nú um eins og eldur í sinu, að Dr. Guðmundur Stefánsson hafi fengið 14 punda lax er hann var á bleikjuveiðum fyrir landi Spóastaða í Brúará síðastliðinn sunnudag. Guð- mundur og félagi hans sáu lax fyrst bylta sér þar sem heitir Breiðibakki, en urðu ekki varir er þeir reyndu. Leið svo smátími, en síðan fór Guðmundur aftur yfir svæðið og var þá með væna straumflugu á taumnum en hengdi Peacock í svokallaðan „dropper“. Fiskur tók og eftir 40 mínútna glímu landaði doktorinn 14 punda laxi sem reyndist hafa tekið Peacockinn. Silungar gefa sig Nú um stundir eru það silungs- veiðimennirnir sem helst halda aftur heim með bros á vör og hvað eftir annað eiga menn góðar stundir í vötnum landsins. Tals- verð umferð var um Arnarvatns- heiði um síðustu helgi, og góðar veiðitölur bárust frá Arnarvatni stóra, Arnarvatni litla og Úlfs- vatni. Fengu einstakir menn jafnvel tugi fiska á stöngina. Mjög góð veiði hefur og verið í Veiðivötn- um á Landmannaafrétti og sást til veiðimanns rogast inn í reykhús í borginni nýverið með tvo stóra svarta plastpoka fulla af stór- urriða sem hann hafði veitt á makríl í Þórisvatni. 14 punda lax á Peacock Morgunblaðið/Golli Hywell Morgan, heimsmethafi í fluguköstum, hélt sýningu fyrir veiði- menn í Hljómskálagarðinum á sunnudaginn. ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN? Dómkirkjan. Hádegisbænir kl. 12.10.Léttur málsverður á eftir. Prestarnir taka við fyrirbænum í síma 520 9700. Háteigskirkja. Morgunbænir kl. 11. Súpa og brauð kl. 12 á hádegi í Setrinu á neðri hæð safnaðarheimilis. Brids kl. 13 fyrir eldri borgara. Kvöldbænir kl. 18. Neskirkja. Fyrirbænastund kl. 18 í umsjá Guðmundu Ingu Gunnarsdóttur. Seljakirkja. Kyrrðar- og bænastund í dag kl. 18. Beðið fyrir sjúkum, allir velkomn- ir. Tekið á móti fyrirbænaefnum í kirkj- unni og í síma 567 0110. Vídalínskirkja. Foreldramorgnar verða í sumar í safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli kl. 10–12. Við hittumst og spjöllum. Heitt á könnunni og djús fyrir börnin. Öll foreldri velkomin með eða án barnanna. Hafnarfjarðarkirkja. Kyrrðarstund í kirkj- unni kl. 12, íhugun, altarisganga, fyr- irbænir. Léttur hádegisverður kl. 13 í Ljósbroti Strandbergs. Víðistaðakirkja. Foreldramorgnar á fimmtudögum kl. 10–12. Lágafellskirkja. Foreldramorgnar í safn- aðarheimili frá kl. 10–12. Þorlákskirkja. Barna- og foreldramorgn- ar í dag kl. 10–12. Kletturinn, kristið samfélag. Kl. 20.30 Bænahópar í heimahúsum. Upplýsingar í síma 565 3987. Kefas. Samverustund unga fólksins kl. 20.30. Orð guðs rætt og mikil lofgjörð. Allt ungt fólk velkomið. Kristniboðssalurinn, Háaleitisbraut 58. Kveðjusamkoma fyrir Elísabetu Jóns- dóttur og Bjarna Gíslason sem eru á för- um til kristniboðsstarfa. Guðlaugur Gunnarsson talar. Allir hjartanlega vel- komnir. Safnaðarstarf ATVINNU- AUGLÝSINGAR I I Heilbrigðisstofnunin Siglufirði Læknar, læknanemar Okkur vantar lækna, læknanema í afleysingar í júlí og ágúst eða eftir nánara samkomulagi. Upplýsingar gefur Valþór Stefánsson, heilsu- gæslulæknir, sími 467 2100. Netfang: valthor@hssiglo.is Hjúkrunarfræðingar Okkur vantar hjúkrunarfræðinga strax til starfa. Leitum að hjúkrunarfræðingum sem geta unnið sjálfstætt og geta tekið á fjölþættum verkefnum. Upplýsingar gefur Guðný Helgadóttir, hjúkrun- arforstjóri, sími 467 2100. Netfang: gudny@hssiglo.is R A Ð A U G L Ý S I N G A R TIL LEIGU Húsnæði óskast Óska eftir að taka á leigu verslunar- og skrifstof- uhúsnæði, 280—500 fermetra á póstnúmera- svæðinu 101—108. Æskilegt er húsnæði á jarð- hæð. Húsnæði á annarri hæð að hluta eða alveg kemur einnig til greina. Góður staður í Kópavogi með gott auglýsingagildi og með nægum bíla- stæðum kemur einnig til greina. Upplýsingar má senda til eirikur@icesec.com eða í síma 863 2800, Eiríkur. Til leigu Suðurlandsbraut 50 Mjög gott ca 130 fm verslunarhúsnæði (í bláu húsunum) þar sem GRACE tísku- verslun er til húsa. Húsnæðið getur verið laust til afhendingar 1. júlí nk. Ársalir fasteignamiðlun, sími 533 4200 eða arsalir@arsalir.is NAUÐUNGARSALA Uppboð Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins á Heiðarvegi 15, Vestmannaeyjum, fimmtudaginn 4. júlí 2002 kl. 9.30 á eftirfarandi eignum: Áshamar, 34, 50% eingarhl. gþ., þingl. eig. Gerhard Guðmundsson, gerðabeiðandi Sparisjóður Vestmannaeyja. Áshamar 63, 2. hæð til vinstri (0402019), þingl. eig. Dröfn Sigurbjörns- dóttir og Sif Sigurbjörnsdóttir, gerðabeiðandi Íbúðalánasjóður. Bárustígur 2, íbúð á 2. hæð, matshluti 01 02-01, FMR 218-2612, íbúð á 2. hæð, matshluti 02 02-01, FMR 218-2614, íbúð á 3. hæð, matshluti 02 03-01, FMR 218-2615, íbúð á 4. hæð, matshluti 02-04-01, FMR 218-2616, auk rekstrartækja, skv. 24. gr. laga um samningsveð, þingl. eig. V.I.P. Drífandi ehf., gerðarbeiðendur Ferðamálasjóður og Vest- mannaeyjabær. Bárustígur 2, verslunarhúsnæði á 1. hæð, matshluti 01 01-01, FMR. 218-2610, þingl. eig. Þröstur Bjarnhéðinsson, gerðarbeiðandi Vest- mannaeyjabær. Bárustígur 2, verslunarhúsnæði á 1. hæð, matshluti 01 01-02 og 02 01-01, FMR. 218-2613, þingl. eig. Þröstur Bjarnhéðinsson, gerðar- beiðandi Vestmannaeyjabær. Boðaslóð 7, neðri hæð, þingl. eig. Ágúst Ómar Einarsson, gerðarbeið- andi Stilling hf. Fjólugata 8, neðri hæð, þingl. eig. Guðmundur Jakob Jónsson, gerð- arbeiðandi Vestmannaeyjabær. Flatir 19, þingl. eig. Netagerðin Ingólfur ehf., gerðarbeiðandi Byggða- stofnun. Heimagata 28, neðri hæð, 50% eignarhl. gþ., þingl. eig. Ágústa Sal- björg Ágústsdóttir, gerðarbeiðandi Kreditkort hf. Helgafellsbraut 19, þingl. eig. Anna Sigríður Ingimarsdóttir og Pétur Árnmarsson, gerðarbeiðandi Vestmannaeyjabær. Kirkjubæjarbraut 10, 1. hæð, þingl. eig. Oddfríður Lilja Jónsdóttir og Erlendur G. Gunnarsson, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður. Skólavegur 19, efri hæð og ris, þingl. eig. Agnar Guðnason, gerðar- beiðandi Íbúðalánasjóður. Skólavegur 19, kjallari, 1/3 hluti hússins, þingl. eig. Agnar Guðnason, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður. Smáragata 26, þingl. eig. Sigríður Magnúsdóttir, gerðarbeiðendur Samskip hf. og Tempra hf. Strembugata 6, þingl. eig. Páll Rúnar Pálsson, gerðarbeiðandi Íbúða- lánasjóður. Þorri VE-050 (áður Narfi VE-108), skipaskrárnr. 0464, þingl. eig. Út- gerðarfélagið Þorri ehf., gerðarbeiðandi Olíufélagið hf. Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum, 25. júní 2002. TIL SÖLU Sundlaug til sölu Harðplasteiningar sem hægt er að minnka í „risapott" Stærð sundlaugar 4x6 m, stærð pottar 4x4 m. Upplýsingar í síma 849 7214. SMÁAUGLÝSINGAR FÉLAGSLÍF Hörgshlíð 12. Boðun fagnaðarerindisins. Bænastund í kvöld kl. 20.00. Háaleitisbraut 58—60 Samkoma í Kristniboðs- salnum í kvöld kl. 20:30. Elísabet Jónsdóttir og Bjarni Gíslason, sem eru á förum til kristniboðsstarfa, flytja kveðjur. Guðlaugur Gunnarsson talar. Allir hjartanlega velkomnir. sik.is 26. júní Kjalarnes (Útivistarræktin) Brottför á eigin bílum kl. 18:30 frá skrifstofu Útivistar. Ekkert þátttökugjald. 28. — 30. júní. Fimmvörðuháls (Nætur- ganga) Brottför frá BSÍ kl. 17:00. Verð: 8.700 / 10.200 (í skála í Básum), 8.200 / 9.700 (í tjaldi í Básum). Fararstjóri: Oddur Friðriksson. 29. — 30. júní Kerlingadalur — Heiðarvatn (Jeppadeild) Ekið inn á afrétt Mýrdalsjökuls og gist í Þakgili. Brottför frá Vík kl. 10:30. Fararstjóri: Bjarni Jón Finnsson. Verð kr. 4.300 / 4.900. 29. — 30. júní Fimmvörðuhálsganga Brottför frá BSÍ kl. 08:30. Verð kr. 7.700 / 9.200. Fararstjóri: Sigurður Jóhannsson. 30. júní — 3. júlí Lónsöræfi Gist í Múlaskála og áhugaverðir staðir skoðaðir. Brottför frá Stafa- felli kl. 10:00. Verð kr. 13.900 / 16.200. Fararstjóri: Gunnlaugur Ólafsson 29. júní. Hekla Brottför frá BSÍ kl. 08:00. Verð kr. 2.900 / 3.300. Fararstjóri: Tómas Þ. Rögnvaldsson. 30. júní Í kringum Hvalvatn Brottför frá BSÍ kl. 10:30. Verð kr. 1.700 / 1.900. Fararstjóri: Steinar Frímannsson. mbl.is ATVINNA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.