Morgunblaðið - 26.06.2002, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 26.06.2002, Blaðsíða 38
HESTAR 38 MIÐVIKUDAGUR 26. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Meðeigandi óskast að nýlegu fyrirtæki í fjölbreyttri ferðaþjónustu (gisting, fæði, kennsla í hestamennsku og tamningu, hestaferðir, ræktun á stóð- og góðhestum, fuglaskoðun, gönguleiðir með miklu útsýni og náttúruperlur í nágrenni). Stórt og gott land, vel staðsett við þjóðveg eitt. Æskilegt að meðeigandinn annist m.a. hestaferðir hestamót o.fl. o.fl. Fjölbreytt og gefandi framtíðarvinna. Hentar t.d. samhentum hjónum á góðum aldri. Maka bjóðast ýmis störf. Stórt vel rekið sveitarfélag. Góður skóli. Fjölbreytt félagslíf. Stór sundlaug. Stórt, nýtt íþróttahús. Tilboðum, sem greina fjölskyldustærð, áhugamál, menntun, aldur og fyrri störf, verður svarað. Tilboð sendist til auglýsingadeildar Mbl.eða á box@mbl.is, merkt: „Trúnaðarmál - 0000“, fyrir kl. 17.00 þriðjudaginn 9. júlí. Tækifæri þitt? Reiðfatnaður Náttúrulegur lífsstíll FREMSTIR FYRIR GÆÐI Top Reiter-mót Harðar á Varmárbökkum Meistarar Tölt 1. Ragnar Tómasson á Hegra frá Glæsibæ, 7,67 2. Sigurður V. Matthíasson á Gnótt frá Skollagróf, 7,27 3. Berglind Ragnarsdóttir á Bassa frá Möðruvöllum, 7,06 4. Adolf Snæbjörnsson á Glóa frá Hóli, 6,98 5. Páll B. Hólmarsson á Röst frá Voðmúlastöðum, 6,79 Fjórgangur 1. Berglind Ragnarsdóttir á Bassa frá Möðruvöllum, 7,61 2. Daníel I. Smárason á Tyson frá Búlandi, 7,21 3. Matthías Ó. Barðason á Ljóra frá Ketu, 7,04 4. Hermann Þ. Karlsson á Prins frá Bægisá II, 7,03 5. Birgitta Magnúsdóttir á Óðni frá Köldukinn, 6,99 Fimmgangur 1. Sigurður Sæmundsson á Esjari frá Holtsmúla, 7,11 2. Sigurður V. Matthíasson á Fálka frá Sauðárkróki, 7,10 3. Daníel I. Smárason á Vestfjörð frá Fremst-Hvestu, 6,90 4. Trausti Þ. Guðmundsson á Stjarna frá Búlandi, 6,63 5. Lúther Guðmundsson á Von frá Neðsta-Bæ, 6,0 Knapi mótsins: Daníel I. Smárason Íslensk tvíkeppni: Berglind Ragnarsdóttir á Bassa, 140,17 stig Opinn flokkur Tölt 1. Árni Pálsson á Blökk frá Teigi, 7,56 2. Eyjólfur Þorsteinsson á Kóp frá Kílhrauni, 6,92 3. Hinrik Þ. Sigurðsson á Tenór frá Smáratúni, 6,84 4. Friðdóra Friðriksdóttir á Mekki frá Stokkseyri, 6,77 5. Berglind I. Árnadóttir á Breka frá Skörðugili, 6,65 6. Steindór Guðmundsson á Hylmu frá Austurkoti, 6,60 Fjórgangur 1. Kristján Magnússon á Hrafnari frá Hindisvík, 6,89 2. Árni Pálsson á Blökk frá Teigi, 6,88 3. Hinrik Þ. Sigurðsson á Tenór frá Smáratúni, 6,85 4. Steindór Guðmundsson á Hylmu frá Austurkoti, 6,71 5. Fanney G. Valsdóttir á Báru frá Bjarnastöðum, 6,63 Fimmgangur 1. Sigurður V. Matthíasson á Sölva frá Gíslabæ, 6,73 2. Maríanna Gunnarsdóttir á Hyl frá Stóra-Hofi, 6,64 3. Sigurður Sigurðsson á Agnari frá Blesastöðum, 6,46 4. Sigurður Kolbeinsson á Gylli frá Keflavík, 6,43 5. Ragnheiður Þorvaldsdóttir á Sörla frá Dalbæ, 6,30 6. Gísli G. Gylfason á Sædísi frá Ingólfshvoli, 6,27 Gæðingaskeið 1. Trausti Þ. Guðmundsson á Stjarna frá Búlandi, 8,51 2. Friðdóra Friðriksdóttir á Línu frá Gillastöðum, 7,58 3. Páll B. Hólmarsson á Heklu frá Engihlíð, 7,35 4. Berglind Ragnarsdóttir á Tralla frá Kjartansstöðum, 7,25 5. Alexander Hrafnkelsson á Hreimi frá Ölvaldsstöðum, 6,88 Skeið 150 metrar 1. Eldur frá Vallanesi og Kristján Magnússon, 14,54 sek. 2. Þruma frá Sandvík og Leifur Helgason, 15,40 sek. 3. Von frá Steinnesi og Berglind Ragnarsdóttir, 15,44 sek. 4. Gráni frá Grund og Jóhann Þ. Jóhannesson, 15,56 sek. 5. Snerpa frá Reykjavík og Alexander Hrafnkelsson, 15,59 sek. Skeið 250 metrar 1. Óðinn frá Efstadal og Daníel I. Smárason, 22,6 sek. 2. Skjóni frá Hofi og Sigurður V. Matthíasson, 22,8 sek. 3. Lína frá Gillastöðum og Friðdóra Friðriksdóttir, 24,7 sek. 4. Saxi og Hugrún Jóhannsdóttir, 26,5 sek. 5. Snerpa frá Reykjavík og Alexander Hrafnkelsson, 28,2 sek. Glæsilegasta parið: Árni Pálsson og Blökk Íslensk tvíkeppni: Árni Pálsson á Blökk, 128,72 stig Skeiðtvíkeppni: Trausti Þ. Guðmundsson, 161,25 stig Unglingar Tölt 1. Helga B. Helgadóttir á Eydísi frá Djúpadal, 6,86 2. Heiða R. Guðmundsdóttir á Glampa frá Fjalli, 6,51 3. Íris F. Eggertsdóttir á Blesa frá Skriðulandi, 6,29 4. Heiðrún Halldórsdóttir á Bassa frá Kirkjuferjuhjáleigu, 6,26 5. Viggó Sigurðsson á Fantasíu frá Miðfelli, 6,17 Fjórgangur 1. Linda R. Pétursdóttir á Val frá Ólafsvík, 6,58 2. Heiðrún Halldórsdóttir á Bassa frá Kirkjuferjuhjáleigu, 6,22 3. Rósa Eiríksdóttir á Snæ frá Suðurhlíð, 6,10 4. Sigríður S. Ingvarsdóttir á Geisla frá Blesastöðum, 5,93 5. Íris F. Eggertsdóttir á Blesa frá Skriðulandi, 5,90 Íslensk tvíkeppni: Heiðrún Halldórsdóttir á Bassa, 113,83 stig Börn Tölt 1. Jóhanna Jónsdóttir á Dubb frá Akureyri, 6,46 2. Ellý Tómasdóttir á Dagfara frá Hvammi II, 6,19 3. Ragnar Tómasson á Hrafni frá Ríp, 6,07 4. Teitur Árnason á Roða frá Finnastöðum, 6,04 5. Þorvaldur A. Hauksson á Fróða frá Hnjúki, 5,98 Fjórgangur 1. Þorvaldur A. Hauksson á Fróða fráHnjúki, 6,38 2. Jóhanna Jónsdóttir á Dubbi, 6,25 3. Lilja Ó. Alexandersdóttir á Krapa frá Miðhjáleigu, 6,08 4. Teitur Árnason á Roða frá Finnastöðum, 5,75 5. Ellý Tómasdóttir á Dagfara frá Hvammi II, 5,75 Íslensk tvíkeppni: Jóhanna Jónsdóttir á Dubbi, 112,24 stig Áseta og stjórnun: Jóhanna Jónsdóttir Kappreiðar í mótaröð Andvara á Andvaravöllum Skeið 250 metrar 1. Logi Laxdal og Kormákur frá Kjarnholtum, 22,75 sek. 2. Sigurbjörn Bárðarson og Óðinn frá Búðardal, 22,84 sek. 3. Einar Ö. Magnússon og Sif frá Hávarðarkoti, 23,25 sek. 4. Einar Ö. Magnússon og Eldur frá Ketilsstöðum, 23,63 sek. 5. Logi Laxdal og Hnoss frá Ytra-Dalsgerði, 23,64 sek. Skeið 150 metrar 1. Logi Laxdal og Þormóður rammi frá Svaðastöðum, 14,26 sek. 2. Sigurbjörn Bárðarson og Neisti frá Miðey, 14,34 sek. 3. Sigurður V. Matthíasson og Von frá Steinnesi, 14,53 sek. 4. Sigurður V. Matthíasson, Ölver frá Stokkseyri, 14,60 sek. 5. Sigurbjörn Bárðarson og Röðull frá Norður-Hvammi, 14,80 sek. Flugskeið 100 metrar 1. Sigurbjörn Bárðarson og Óðinn frá Búðardal, 8,08 sek. 2. Logi Laxdal og Kormákur frá Kjarnholtum, 8,12 sek. 3. Halldór Guðjónsson og Dalla frá Dallandi, 8,51 sek. 4. Logi Laxdal og Hnoss frá Ytra-Dalsgerði, 8,55 sek. 5. Sigurður V. Matthíasson og Von frá Steinnesi, 8,58 sek. Úrslit EKKI þarf um það að deila að Orri frá Þúfu er konungur stóðhestanna og andi hans mun svífa yfir vötnun- um á landsmótinu að þessu sinni. Er það þriðja landsmótið í röð þar sem afkvæmi hans munu láta verulega að sér kveða en líklega þó aldrei sem nú. Sonur hans Þorri frá Þúfu stend- ur nú efstur hesta sem kepptu um Sleipnisbikarinn. Þorri var sýndur til fyrstu verðlauna á síðasta lands- móti og var þá í þriðja sæti með 121 stig fyrir 26 afkvæmi. Í dag er hann kominn með 124 stig fyrir 51 af- kvæmi og hefur hann því bætt við sig 25 afkvæmum. Næstur honum er Gustur frá Hóli II sem stóð efstur fyrir tveimur árum með 126 stig fyr- ir 27 afkvæmi en er nú með 122 stig fyrir 73 afkvæmi. Óhætt er að segja að þessir tveir hestar hafi raðað inn afkvæmum í dóm á þessum tveimur árum, Gustur bætt við hvorki meira né minna enn 43 afkvæmum sem verður að teljast undraverður árang- ur. Þriðji er svo Oddur frá Selfossi með 121 stig fyrir 66 afkvæmi en hann var sýndur til fyrstu verðlaun á Melgerðismelum 1998 og til heiðurs- verðlauna á fjórðungsmóti á Kald- ármelum í fyrra. Fimm stóðhestar hafa möguleika á fyrstu verðlaunaviðurkenningu á landsmótinu að þessu sinni og stend- ur þar fremstur spútnikhesturinn Kormákur frá Flugumýri II sem er með 127 stig fyrir 20 dæmd afkvæmi. Andvari frá Ey kemur næstur með 123 stig fyrir 29 dæmd afkvæmi. Galsi frá Sauðárkróki fylgir fast á hæla hans með 122 stig fyrir 28 dæmd afkvæmi og Hrynjandi frá Hrepphólum er með 121 stig fyrir 21 dæmt afkvæmi. Þá er Roði frá Múla kominn í fyrstu verðlaun með jafn- mörg stig og Hrynjandi en 16 dæmd afkvæmi. Fjórir af þessum fimm hestum eru undan heiðursverðlauna- hestum en Kveikur faðir Kormáks er með fyrstu verðlaun fyrir afkvæmi. Hinir eru Ófeigur faðir Galsa, Gáski faðir Gusts og Orri er faðir Roða og Andvara. Hvað hryssum viðkemur eru tvær sem munu hljóta heiðursverðlaun fyrir afkvæmi og þar stendur ofar Þrenna frá Hólum með 131 stig fyrir 6 dæmd afkvæmi og Kolskör móðir Kormáks frá Flugumýri II með 124 stig fyrir 5 dæmd afkvæmi. Ef litið er á fjölda einstakra hesta sem hafa tryggt sér aðgang að ein- staklingsdómi á landsmóti ber Orri þar enn höfuð og herðar yfir aðra hesta þótt nú fækki um 11 í þeim hópi frá síðasta landsmóti. Alls hafa 24 hross undan honum tryggt sig inn á kynbótasýninguna en alls voru 35 skráð í mótsskrá undan Orra á landsmótinu í Reykjavík og næstu hestar Ófeigur frá Flugumýri og Hrafn frá Holtsmúla með 7 hross. Þess má geta að á Melgerðismelum ’98 var Orri einnig atkvæðamestur í afkvæmafjölda með 21 hross. En nú virðist þetta aðeins ætla að jafnast því þrír hestar ná þeim ágæta árangri að vera farnir að nálg- ast helming af því sem Orri skilar inn á mót. Það eru Gustur frá Hóli, Kor- mákur frá Flugumýri og Óður frá Brún, allir með 8 afkvæmi, og Hrynj- andi frá Hrepphólum með 8 hross. Þá eru fjórir hestar jafnir með 7 af- kvæmi, þeir Andvari frá Ey, Galsi frá Sauðárkróki, Hrafn frá Holts- múla og Kolfinnur frá Kjarnholtum. Gustur frá Grund og Oddur frá Sel- fossi eiga 5 afkvæmi í hópnum og Hilmir, Otur og Kjarval frá Sauðár- króki ásamt þeim Ófeigi frá Flugu- mýri, Víkingi frá Voðmúlastöðum og væntanlegum Sleipnisbikarshafa, Þorra frá Þúfu, eiga 4 afkvæmi. Það vekur nokkra athygli að sjálf- ur Sleipnisbikarhafinn væntanlegi, Þorri, skuli ekki eiga fleiri afkvæmi í einstaklingsdómi því yfirleitt hefur það verið svo að þeir sem hljóta Sleipnisbikarinn hafa verið með góð- an fjölda afkvæmi á viðkomandi móti. Ekki er það þó algilt og má nefna að þegar Stígandi frá Sauð- árkróki hlaut Sleipnisbikarinn 1998 voru aðeins 3 afkvæmi undan honum í einstaklingsdómi. Sýning afkvæma heiðursverð- launahesta er tvímælalaust hápunkt- ur hrossaræktarstarfsins. Þar getur að líta afkvæmahópa fremstu stóð- hesta hvers tíma þar sem er valinn hestur í hverju rúmi og áhugamenn um hrossarækt fá að sjá þverskurð af því besta sem hestarnir eru að gefa. Allir eru afkvæmahestarnir á góðum aldri þegar þeir ná þessum áfanga sem er vissulega kostur og ber vott um ræktunarframfarir. Spennandi afkvæmasýningar framundan á landsmóti hestamanna Þorri frá Þúfu hrepp- ir Sleipnisbikarinn Línur eru heldur betur farnar að skýrast í kynbótaþætti lands- móts og liggur nú fyrir hvaða hross hljóta viðurkenningu fyrir afkvæmi og nokkuð ljóst hvaða hross munu berjast um efstu sæti í einstaklingsdómi. Valdimar Kristinsson reifar hér niðurstöð- urnar sem fyrir liggja. Morgunblaðið/Valdimar Þorri frá Þúfu sem hér sést ásamt afkvæmum sínum á landsmóti í Reykjavík fylgir nú föður sínum fast eftir og tekur Sleipnisbikarinn á næsta móti eftir honum og heldur þar með merki Orra-línunnar vel á lofti. Eigandi Þorra, Indriði Ólafsson, hlýtur nú að fara koma sterklega til greina sem ræktunarmaður ársins enda hefur nafn ræktunar hans oft borið á góma síðustu árin fyrir val á ræktunarbúi ársins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.