Morgunblaðið - 26.06.2002, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 26.06.2002, Blaðsíða 42
42 MIÐVIKUDAGUR 26. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. HVENÆR skyldu ökumenn al- mennt fara að gera sér fulla grein fyrir því að þeir beri ábyrgð á lífi annarra meðan á akstri stendur og fari að haga gerðum sínum undir stýri í samræmi við þá ábyrgð. Því miður virðist stór hluti ökumanna ekki gera sér grein fyrir þessari ábyrgð eða þeirri áhættu sem akstri fylgir heldur láti hégómaskap, spé- hræðslu, spennuþörf og óraunhæft sjálfsálit ráða hegðun sinni undir stýri. Virðing fyrir lífi annarra virð- ist vera víðs fjarri í huga margra ökumanna. Þegar fjallað er um umferð á veg- um er nauðsynlegt að huga vel að því hvernig ábyrgir aðilar fjalla um akst- ur á vegum í fjölmiðlum. Það er t.d. hreinlega búið að heilaþvo stóran hluta ökumanna með þeirri fárán- legu fullyrðingu að ökumenn sem aka innan hámarkshraða séu hættu- legustu ökumennirnir, því framúr- akstur skapi hættu. Ég hef ekki orð- ið var við að hraði stöðvi menn í framúrakstri, ekki einu sinni þótt komið sé upp í 110-120 km hraða. Svona aðgerðir lögreglu eru skilaboð til ökumanna um að þeir eigi að aka það hratt að aðrir aki ekki framúr þeim og virkar hvetjandi á ökumenn til hraðaksturs. Það væri ekki úr vegi að ábyrgir aðilar í umferðarmálum gerðu öku- mönnum það ljóst að framúrakstur er alltaf á ábyrgð þess sem framúr ekur. Það verður líka að gera þá kröfu til ökumanna að þeir hafi þá þolinmæði og skynsemi sem þarf til að skapa sér öruggt tækifæri til framúraksturs. Þeim mun meiri hraða sem þarf til að aka framúr því áhættusamari verður hann. Ökumenn þurfa líka að gera sér grein fyrir því að það er ekki veg- urinn, færðin eða veðrið sem veldur slysi, heldur rangt mat ökumanns á eigin hæfni og aðstæðum. Síðastliðið sumar gerðu lögreglu- menn sig seka um það að brjóta ís- lensk umferðarlög, með því að stöðva ökumenn á 50 km hraða og krefjast þess að þeir ækju hraðar og gáfu með þessari athugasemd til kynna að ökumenn sköpuðu minni hættu ef ekið væri framúr þeim á meiri hraða. Það hefur verið mikið um bílslys á þessu ári og fjöldi manna farið í sína síðustu ökuferð, en gjarnan viljað lifa lengur og fengið það hefði hrað- inn verið minni. Þetta þurfa öku- menn að hafa í huga þegar þeir setj- ast upp í bílinn, því það er of seint að hugsa eftirá. Sé farþegum annt um líf sitt ættu þeir líka að minna öku- manninn á það að hann ber ábyrgð á lífi þeirra og mistök sem valda slysi verða ekki spóluð til baka. Það er bara hægt í tölvuleikjum. Undanfarin ár hefur orðið hraða- aukning á hverju sumri. Síðastliðið sumar var hraðinn um 110-115 km á klst. Nú stefnir allt í það að hraðinn verði 115-120 km á klst. með tiheyr- andi afleiðingum og löggæsla nánast engin. GUÐVARÐUR JÓNSSON, Hamrabergi 5. Er hraðinn mikil- vægari en lífið? Frá Guðvarði Jónssyni: SÁ FÁHEYRÐI atburður átti sér stað að flokkur fólks gerði innrás í lýðræðisríkið Ísland. Ástæðan var heimsókn kínverska forsetans í boði íslenska forsetans. Svo mikil var fyr- irlitningin, yfirgangssemin og niður- lægjandi hugsunarhátturinn að höf- uðstöðvar flokksins auglýstu eftir fólki til landsins um allan heim. Með þeim formerkjum að vegna smæðar þjóðarinnar væri lögregluliðið fá- mennt og enginn væri herinn. Yrði hópurinn nógu stór myndi flokkurinn geta hundsað tilmæli, fyrirmæli og aðrar öryggisaðgerðir gæsluliðsins vegna mannfæðar þeirra og komið sínum aðgerðum vel á framfæri og eyðilagt heimsóknina eða jafnvel að forsetinn myndi aflýsa henni. Þannig kæmist flokkurinn vel í heimsfrétt- irnar en lýðræðisríkið yrði skilið eftir með flakandi sár og ógnar stór vanda- mál. Ekki virtist það angra hug aðal- forystu flokksins, enda yrðu þau horf- in á braut strax að aðgerðinni lokinni. Hvað kemur þeim Ísland við nema til þess að nota það í sína þágu. Íslenska ríkisstjórnin átti nokkra möguleika. Aflýsa heimsókninni og viðurkenna þar með að erlendir hópar gætu stjórnað um ýmis innanríkismál. Leitað á náðir annarra þjóða um hjálp með aukið gæslulið og viðurkenna að þjóðin væri ekki einfær um að standa sem sjálfstæð þjóð og alls ekki fær um að taka á móti erlendum gestum í nafni ríkisins og/eða forsetans. Grípa til varnaraðgerða og sýna umheiminum að hér býr sjálfstæð þjóð sem er tilbúin í átök með öllum tiltækum ráðum. Og það valdi ríkis- stjórnin. Við höfum sem betur fer sterka stjórn. Þá skeði það ótrúlega sem maður hefði aldrei trúað fyrir- fram. Hópur Íslendinga snerist á sveif með innrásarflokknum. Svo hart var gengið fram af þeirra hálfu að lög- fræðingur einn krafðist þess að Ís- land yrði einangrað með því að loka Flugleiðum. Að hafa þær hugsjónir sem æðstar eru, prentfrelsi, málfrelsi og þá æðstu, tjáningarfrelsi, er mjög mik- ilvægt. Þessar hugsjónir hafði ís- lenski hópurinn sem er vel, en maður spyr sjálfan sig: Hvar voru allir þeir meðlimir sem í hópnum voru þegar Íslendingur var dæmdur af íslensk- um dómstól á Íslandi í fangelsi, eins og hver annar glæpamaður, fyrir það eitt að lýsa skoðunum sínum á al- manna færi. Manni dettur aðeins eitt orð í hug. Hræsni. FREYR BJARTMARZ, Holtagerði 63, Kópavogi. Lengi lifi lýðræðis- ríkið Ísland Frá Frey Bjartmarz:

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.