Morgunblaðið - 16.07.2002, Blaðsíða 2
FRÉTTIR
2 ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Fylgstu
með
nýjustu
fréttum
www.mbl.isStjórnarformaður Chelsea skellti á
boð Man. Utd. í Eið Smára/B3
KR-ingar með fjögurra
stiga forustu/B1-B2
8 SÍÐUR48 SÍÐUR
Sérblöð í dag
Á ÞRIÐJUDÖGUM
MANNRÉTTINDADÓMSTÓLL
Evrópu í Strassborg hefur vísað frá
máli íslenskrar konu sem vildi ekki
sætta sig við málsmeðferð Hæsta-
réttar vegna ákæru á hendur föður
hennar fyrir að hafa framið kynferð-
isbrot gegn henni. Dómur Hæsta-
réttar féll í október árið 1999 og var
faðirinn sýknaður, eftir að hafa verið
sakfelldur í héraðsdómi. Klofnaði
rétturinn í málinu þar sem tveir
hæstaréttardómarar vildu sakfella
manninn en þrír vildu sýkna hann.
Sif Konráðsdóttir, lögmaður dótt-
urinnar, sagði í samtali við Morgun-
blaðið að niðurstaða dómstólsins í
Strassborg væri viss vonbrigði en
vitað hefði verið fyrirfram að á bratt-
ann yrði að sækja. Málið hefði verið
mjög erfitt viðfangs. Að sögn Sifjar
fylgir ekki annar rökstuðningur með
frávísun dómstólsins en sá að ekki
hafi verið framin brot gegn neinum
þeim réttindum sem vernduð eru af
mannréttindasáttmála Evrópu og
viðaukum hans. Nefnd þriggja dóm-
ara komst að þessari niðurstöðu, sem
er endanleg og verður ekki áfrýjað.
„Með frávísuninni tókst ekki að fá
leiðbeiningu um það hvort og þá
hvaða réttindi brotaþola mannrétt-
indasáttmálinn getur verndað. Átt
hefur sér stað talsverð þróun síðan
mannréttindasáttmálinn komst á
fyrir um fimmtíu árum og sjötta
grein hans um réttláta málsmeðferð
fyrir dómi tók gildi.
Hefur haft áhrif á málsmeðferð
Evrópuráðið hefur á síðustu ára-
tugum beint ýmsum tilmælum til að-
ildarríkjanna um að tryggja brota-
þolum ákveðna vernd og réttindi,
sem eru hins vegar ekki komin inn í
mannréttindasáttmálann sjálfan,“
sagði Sif en með því að leita til dóm-
stólsins með mál konunnar var ætl-
unin að láta reyna á túlkun 6. grein-
arinnar um réttláta málsmeðferð,
þannig að brotaþola yrðu veitt ein-
hver réttindi.
Sif sagði ennfremur að þrátt fyrir
niðurstöðu Hæstaréttar á sínum
tíma, eftir sakfellingu föðurins fyrir
héraðsdómi, hefði málið haft þau
áhrif að skerpa á ýmsum þáttum í
meðferð annarra dómsmála. Þannig
væri Hæstiréttur búinn að nýta sér
heimild til að kalla til ákærðu og/eða
lykilvitni fyrir dómi þar sem sakfell-
ingu fyrir héraðsdómi var breytt í
sýknu. Einnig væru dómstólar farnir
að nýta sér heimild til að dómkveðja
matsmenn.
Mannréttindadómstóll Evrópu í Strassborg
Hefur vísað frá kæru-
máli íslenskrar konu
TVEIR vörubílar ultu með skömmu
millibili í umdæmi lögreglunnar á
Hólmavík síðdegis í gær. Í fyrra til-
vikinu lá við stórslysi þegar vörubíll
sem notaður var í vegagerð á veg-
inum í Kollafirði fór á hliðina og valt
niður brattan vegkant. Ökumannin-
um tókst að stökkva út áður en bíll-
inn fór niður kantinn og valt 20
metra. Ökumann sakaði ekki.
Loka þurfti veginum á meðan lög-
reglan athafnaði sig á vettvangi.
Í hinu tilvikinu, sem varð klukku-
tíma síðar, eða klukkan 18, valt vöru-
bíll í vegavinnu við veginn að
Drangsnesi og hlaut ökumaður
nokkur meiðsli svo flytja varð hann á
Heilsugæsluna á Hólmavík.
Tveir vöru-
bílar ultu
LÖGREGLAN á Hólmavík stöðvaði
á fimmta tug ökumanna á Holta-
vörðuheiði um helgina fyrir of hrað-
an akstur, auk þess sem huga þurfti
að bílveltu á veginum við Trékyllis-
vík á laugardagsmorgun.
Hraðakstur var töluverður á
Holtavörðuheiðinni og voru 45 öku-
menn stöðvaðir af þeim sökum. Sá
sem hraðast ók var á 130 km hraða á
klst.
Stöðvaður á
130 km hraða
STÚLKAN sem lést í bílslysinu við
Varmaland í Borgarfirði á föstu-
dagskvöld hét Alda Hnappdal Sæ-
mundsdóttir, til heimilis á Tjarnar-
götu 26 í Reykjanesbæ. Hún var
fimm ára gömul, fædd 8. apríl árið
1997. Foreldrar hennar eru Guðleif
Arnardóttir og Sæmundur Hnapp-
dal Magnússon.
Lést í bílslysi
MILLJÓNATJÓN varð á bænum
Seljanesi í Reykhólasveit í gær þeg-
ar eldur kviknaði í fjárhúsum á
bænum. Fjárhúsin voru notuð sem
verkstæði til að gera upp fornbíla
en svo heppilega vildi til að verk-
stæðið hafði verið rýmt fyrir
nokkrum dögum vegna ættarmóts.
Bílarnir sluppu því í eldsvoðanum
en verkfæri fyrir nokkrar milljónir
króna eyðilögðust hins vegar og
brann allt sem brunnið gat innan-
dyra. Eldurinn kviknaði um klukk-
an 15 og eru eldsupptök ókunn.
Slökkviliðið í Króksfjarðarnesi og
nágrannar úr sveitinni hjálpuðust
að við að slökkva eldinn og lauk
slökkvistarfi á fáum klukkustund-
um. Morgunblaðið/Eygló Ólafsdóttir
Mikið tjón á
Seljanesi
vegna bruna
TENGDAFAÐIR rúmlega þrítugr-
ar konu, sem lést skyndilega á
Sjúkrahúsi Suðurlands á Selfossi
fyrir rúmri viku, segir að yfirlýsing
sem Heilbrigðisstofnunin á Selfossi
sendi sjónvarpsstöðvum í gærkvöldi
hafi verið fullkomlega ótímabær,
enda standi frumrannsókn málsins
yfir og dánarorsök sé óþekkt. Í yf-
irlýsingunni sagði að ekkert benti til
að látið hefði borið að með óeðlileg-
um hætti.
Maðurinn segist þó alls ekki vera
að kveða upp dóm um dánarorsök
tengdadóttur sinnar, enda hafi hann
ekki forsendur til þess frekar en
spítalinn. „Fjölskyldan var búin að
ákveða að tjá sig ekki um málið með-
an á rannsókn þess stæði. Yfirlýsing
sjúkrahússins var hins vegar þess
eðlis að ekki var hægt að láta kyrrt
liggja,“ segir hann.
Áfallahjálp aðeins
veitt starfsfólki
Hann gerir einnig athugasemdir
við viðbrögð á Sjúkrahúsi Suður-
lands, en syni hans, sambýlismanni
hinnar látnu, var tilkynnt andlátið
með símtali í farsíma. Sjúkrahúsið
hafi ekki gert ráðstafanir til að að-
standendur konunnar fengju áfalla-
hjálp en kallað á prest til að sinna
starfsfólki á vakt.
Landlæknisembættið hefur tekið
til rannsóknar tildrög andlátsins.
Sigurður Guðmundsson landlæknir
sagði í samtali við Morgunblaðið að
óvæntir atburðir í heilbrigðiskerfinu
af þessum toga kæmu upp nokkrum
sinnum á ári og væru rannsakaðir
hjá embættinu. Oftast lægju þó nátt-
úrulegar ástæður að baki skyndi-
dauða sjúklinga inni á stofnunum.
Sigurður tjáir sig ekki frekar um
málið að svo stöddu.
Við rannsókn landlæknisembætt-
isins á málum sem þessu er m.a.
kannað hvernig innlögn sjúklings
bar að og hvaða meðferð hann fékk
inni á stofnuninni. Ekki er ljóst hve-
nær niðurstaða rannsóknarinnar
liggur fyrir en búast má við að hún
geti tekið nokkrar vikur.
Óánægja með viðbrögð á Sjúkrahúsi Suðurlands
Skyndilegt lát sjúklings
tekið til rannsóknarHAGKAUP hafa sent landbúnaðar-ráðherra bréf, þar sem óskað er eftirleyfi til innflutnings á 300 tonnum af
kjúklingum. Ástæðan fyrir umsókn-
inni er m.a. sögð vera verulegur
skortur á innlendri framleiðslu.
Ráðuneytið hafði 21. júní sl. synj-
að Hagkaupum um að fá að flytja inn
20 tonn af frosnum kjúklingum frá
Svíþjóð. Í bréfinu er bent á að síðan
sú umsókn var send, hinn 5. júní, hafi
framboð á kjúklingum minnkað enn
frekar.
„Skemmst er að minnast þess að
einn stærsti kjúklingaframleiðandi
landsins innkallaði alla sína fram-
leiðslu nú nýverið vegna salmon-
ellusýkingar. Auk þess vantaði nokk-
uð uppá að Hagkaup fengi
nægjanlegt magn til að anna eftir-
spurn í síðustu viku, vegna sýkingar
hjá einum framleiðanda. Innlend
framleiðsla getur því hvorki talist
nægileg að magni né að gæðum.
Fjölmargar og síendurteknar yfir-
lýsingar framleiðenda um aukið
framboð hafa því ekki staðist,“ segir
í bréfinu.
Kjúklingaverð
hækkar á næstunni
Þá kemur fram að Hagkaupum
hafi verið tilkynnt að þrír kjúklinga-
framleiðendur muni hækka verð um
allt að 10% á næstunni. „Svo ólíklega
vill til að verðhækkun þessara
þriggja framleiðenda kemur öll á
sama tíma. Neytendur í landinu hafa
þurft að líða skort á kjúklingum
vegna ónógrar innlendrar fram-
leiðslu um langan tíma og nú á að
senda þeim hærri reikning fyrir
henni,“ segir m.a. í bréfi Hagkaupa
til landbúnaðarráðherra.
Hagkaup vilja fá að
flytja inn kjúklinga
♦ ♦ ♦
♦ ♦ ♦