Morgunblaðið - 16.07.2002, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 16.07.2002, Blaðsíða 18
SUÐURNES 18 ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ TAYLOR’S TÍVOLÍ FUNLAND Miðbakka Reykjavík Opið daglega frá kl. 14-23.30 Í ár erum við með nýjustu tækin í Evrópu. Sérstök fjölskyldukort í boði mánudaga til fimmtudaga SPARIÐ 1.000 kr. með hverju korti sem inniheldur 50 miða. Munið! Lokadagur TAYLOR´S TÍVOLÍ FUNLAND er 22. júlí. Sjáumst á Miðbakka! ÚTLIT er fyrir það að víkingaskip- ið Íslendingur komi til landsins í haust og fái varanlega heimahöfn í Njarðvík í Reykjanesbæ. Árni Sig- fússon bæjarstjóri staðfesti í gær að viðræður stæðu yfir við eiganda skipsins og að þær væru á lokastigi. Víkingaskipið Íslendingur hefur verið í geymslu skammt frá New York í Bandaríkjunum frá því haustið 2000 er Gunnar Marel Egg- ertsson, skipstjóri og eigandi Ís- lendings, og áhöfn hans luku sigl- ingunni frá Íslandi til Ameríku. Ferðin var sem kunnugt er farin til að minnast 1000 ára afmælis landa- fundanna og var liður í hátíðarhöld- um og landkynningu í tilefni þess. Skipið hefur verið til sölu, hérlendis og erlendis. Fulltrúar Reykjanesbæjar hafa að undanförnu átt í viðræðum við Gunnar Marel um kaup á skipinu og samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins mun vera farið að sjá fyrir endann á þeim. Reykjanesbær mun kaupa skipið með aðstoð frá fjöl- mörgum aðilum, bæði fyrirtækjum sem eiga kröfur í skipið og fyr- irtækjum sem styrkja heimkomu þess með beinum fjárframlögum. Eftirlíking Gauksstaðaskipsins Kaup skipsins eru liður í að efla ferðaþjónustu í Reykjanesbæ, ætl- unin er að það verði enn einn áfangastaður ferðafólks á Reykja- nesi og er áhugi á að fá Gunnar Marel til að vinna að kynningu þess. Uppi eru hugmyndir um að koma skipinu fyrir til framtíðar í Njarð- víkinni, utan við Fitjar, en þar er unnið að endurbótum á umhverfinu. Víkingaskipið Íslendingur var smíðað á árunum 1994 til 1996 og var Gunnar Marel sjálfur yfirsmið- ur og reyndar mikið til eini smið- urinn. Tilurð skipsins má þó óbeint rekja allt til ársins 1882, en þá grófu fornleifafræðingar í Noregi hið fræga Gaukstaðaskip úr jörðu. Íslendingur er einmitt smíðaður með Gaukstaðaskipið sem fyrir- mynd, eins og fram hefur komið í samtali við Gunnar Marel hér í blaðinu. Eins og kunnugt er hafa víkinga- skipin löngum verið flokkuð í tvo flokka, knerri og langskip, þar sem knörrinn var fremur hægfara þungaflutningaskip en langskipið liprara og hraðskreiðara og hent- ugra til hernaðar. Gunnar sagði í viðtalinu að Íslendingur myndi telj- ast til langskipa, en þó telji margir fræðimenn að fyrirmyndin, Gauk- staðaskipið, hafi verið eins konar tilraun til að sameina kosti beggja, stöðugleika knarrarins og hraða og lipurð langskipsins. Reykjanesbær í viðræðum við eiganda víkingaskipsins Íslendingur fær heimahöfn í Njarðvík Morgunblaðið/Brynjar Gauti Víkingaskipið Íslendingur siglir frá Reykjavík, í áleiðis til Ameríku. Reykjanesbær VERIÐ er að undirbúa byggingu tómstundasvæðis til æfinga og keppni á fjarstýrðum smábílum, bát- um og flugvélum. Tómstundasvæðið verður á landi go-kart-brautarinnar í Njarðvík. Gerð hafa verið drög að samningi milli Reykjanesbæjar annars vegar og Tómstundabandalags Reykjanes- bæjar fyrir hönd Smábílaklúbbs Ís- lands, Flugmódelklúbbs Suðurnesja og eiganda go-kart-brautarinnar hins vegar um uppbyggingu og rekstur svæðisins. Samningsdrögin hafa verið lögð fyrir tómstunda- og íþróttaráð Reykjanesbæjar sem samþykkti þau fyrir sína hönd. Gunnar Oddsson, formaður ráðsins, segir að með þessari viðbót verði svæðið mun fjölbreyttara. Þá sé rætt um að koma þar upp leiktækjum fyr- ir börn og annarri aðstöðu svo fjöl- skyldan geti komið saman og flestir fundið eitthvað við sitt hæfi. Stefán Guðmundsson, eigandi go- kart-brautarinnar, segir að nóg pláss sé við brautina til að koma upp aðstöðu fyrir smábíla og fleira og nú þegar þjónustuhúsið sé risið sé kom- in góð aðstaða fyrir gesti og þá sem vilja stunda þessi áhugamál. Segist Stefán helst hafa viljað koma upp einhverri aðstöðu strax í sumar en fleiri komi að málinu það taki tíma að koma því í kring. Tvær akstursbrautir Fyrirhugað er að setja upp tvær brautir fyrir fjarstýrða smábíla. Önnur er malbikuð fyrir svokallaða götubíla og hin með mold fyrir torfærujeppa. Yrðu þetta einu var- anlegu smábílabrautirnar hér á landi. Í framhaldinu er stefnt að því að gera tjörn fyrir fjarstýrða báta og jafnvel flugbraut fyrir flugmódel en það mál þarfnast nánari athugunar vegna krafna sem gerðar eru til slíkra brauta. Andri Örn Víðisson, einn af stofn- endum og stjórnarmaður í Smábíla- klúbbi Íslands, segir að lengi hafi verið til umræðu um að koma upp þessu svæði og það hafi komist í ákveðinn farveg með stofnun Tóm- stundabandalags Reykjanesbæjar síðastliðinn vetur. Hann kveðst ánægður með að áhugamenn um fjarstýrða bíla fái loksins fasta að- stöðu. Unnið að gerð frekara tómstunda- svæðis við go-kart-brautina Aðstaða fyrir fjarstýrða bíla, báta og flugvélar Njarðvík STOLIÐ var 35 gullhringum úr Úra- og skartgripaverslun Georg V. Hannah við Hafnargötu í Keflavík fyrir helgina og er verðmæti þeirra áætlað hátt í 600 þúsund krónur. Leitað er tveggja manna sem eru grunaðir um að tengjast málinu. Georg segir að mikið hafi verið að gera í búðinni um miðjan dag á föstu- dag og þegar starfsfólkið var að ganga frá eftir törnina hafi komið í ljós að einn bakka með gullhringum vantaði í borðið. Hann segist ekki vita hvernig hringarnir hafi horfið en eftir á hafi hann áttað sig á grun- samlegu háttalagi tveggja útlend- inga sem komu í verslunina á þess- um tíma og talið að þeir kynnu að eiga hlut að máli. Þeir hafi verið lengi að skoða, m.a. undarlegustu hluti. Telur Georg hugsanlegt að þeir hafi verið að bíða eftir rétta tækifærinu til að taka hringana. Mennirnir eru dökkir yfirlitum. Annar er talinn um það bil 190 senti- metra hár, með axlasítt hár og skegg, en hinn um það bil 170 sm á hæð, grannur með stuttklippt hár og gleraugu með þykkri umgjörð. Lög- reglan í Keflavík biður þá sem hugs- anlega geta gefið upplýsingar um mennina að hafa samband við rann- sóknardeild lögreglunnar. Bakki með 35 gull- hringum hvarf Keflavík AÐALSTJÓRN Keflavíkur, íþrótta- og ungmennafélags, hefur í sam- vinnu við Sparisjóðinn í Keflavík og Umferðarráð látið hanna reið- hjólahjálma sem eru merktir félag- inu. Keflavíkurhjálmarnir verða seldir í félagsheimilinu á Hring- braut 108 í Keflavík. Sparisjóðurinn í Keflavík greiðir kostnað við hjálmana og í gær af- henti Geirmundur Kristinsson, sparisjóðsstjóri, Einari Haralds- syni, formanni Keflavíkur, 100 hjálma og mátuðu báðir hjálma við það tækifæri. Einar þakkaði spari- sjóðnum fyrir að stuðla með þessum hætti að auknu öryggi barna í um- ferðinni. Keflavík og sparisjóðurinn senda af þessu tilefni frá sér ábendingar til barna og ekki síður foreldra um meðferð og öryggi hjólahjálma. Þar kemur fram að vægur heila- hristingur geti haft veruleg áhrif á líðan og námsárangur barna. Fá 100 reið- hjólahjálma að gjöf Ljósmynd/Hilmar Bragi Bárðarson Keflavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.