Morgunblaðið - 16.07.2002, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 16.07.2002, Blaðsíða 46
DAGBÓK 46 ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Del- lach og Arina Arctica koma og fara í dag. Arnarfell og Kristrún koma í dag. Brettingur, Poseidon, Akureyrin og Langenes fara í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Brúarfoss kom í gær, mv. IDC – 3 kemur í dag. Fréttir Mæðrastyrksnefnd Kópavogs, Hamraborg 20a. Lokað vegna sum- arleyfa frá 1. júlí til 23. ágúst. Mannamót Félagsþjónustan í Hvassaleiti, Hæðargarði og Sléttuvegi fara í ferð um Reykjanes miðviku- daginn 24. júlí. Lagt af stað kl. 10.30 frá Hæð- argarði með viðkomu á Sléttuvegi og Hvassa- leiti. Ekið verður um Vatnsleysuströnd og í Sandgerði og Fræða- setrið skoðað. Farið að Hvalsnesi og kirkjan skoðuð. Leiðsögumaður Pálína Jónsdóttir. Allir útbúa sig með sitt nesti. Skráning á skrif- stofum staðanna eða í símum: 588 9335, 568 3132 eða 568 2586. Aflagrandi og Hraun- bær. Sameiginleg ferð á Akranes miðvikudaginn 24. júlí. Steinasafnið skoðað og drukkið kaffi hjá öldruðum á Akra- nesi. Leiðsögumaður á Akranesi. Lagt af stað frá Reykjavík kl. 13og Hraunbæ 13.30. Skrán- ing í síma 562 2571 og 587 2888. Aflagrandi 40. Kl. 9 og kl. 13 vinnustofa og bað. Árskógar 4. Kl. 9 bað- þjónusta, kl. 9 bókband og öskjugerð, kl. 9 opin handavinnustofa, kl. 9.30 Íslandsbanki á staðnum, kl. 13 opin smíðastofa og handa- vinnustofa, kl. 13.30 frjáls spilamennska. Bingó fellur niður í júlí. Púttvöllurinn opin kl. 10–16 alla daga. Allar upplýsingar í s. 535 2700. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8– 13 hárgreiðsla, kl. 8.30– 14.30 böðun, kl. 9–16 handavinna kl. 9–17 fótaaðgerð, kl. 14–15 dans. Félagsstarfið Dalbraut 18–20. Kl. 9–12 aðstoð við böðun, kl. 9–16.45 hárgreiðslustofan opin. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Kl. 8 böðun, kl. 10 hársnyrting, kl. 13 fönd- ur og handavinna. Félag eldri borgara Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Púttað á Hrafnistuvelli kl 14–16. Félagsheimilið Hraun- sel verður lokað vegna sumarleyfa starfsfólks til 11. ágúst. Orlofs- ferðir að Hrafnagili við Eyjafjörð 19. til 23. ágúst, munið að greiða gíróseðla sem fyrst. Olofsferð að Höfða- brekku 10 til 13. sept. Skráning og upplýs- ingar kl. 19–21 í s. 555 1703, 555 2484 eða 555 3220. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði Glæsibæ. Kaffistofan opin virka daga frá kl. 10–13. Kaffi, blöðin og matur í hádegi: Félagið hefur opnað heimasíðu www.feb.is. Göngu- Hrólfar fara í göngu frá Glæsibæ miðvikudag kl. 10. Dagsferð í Húna- vatnssýslu 24. júlí, hringferð um Vatnsnes, Hvammstangi, Bergs- staðir, viðkoma í Hind- isvík hjá Hvítserk, í Borgarvirki og víðar. Hafið hádegisnestis- pakka með. Kaffihlað- borð í Staðarskála. Leiðsögumaður: Þórunn Lárusdóttir. Skráning hafin á skrifstofunni. Fyrirhugaðar eru ferðir til Portúgals og Tyrk- lands í haust, fyrir fé- lagsmenn FEB, skrán- ing er hafin, takmarkaður fjöldi. Nánari upplýsingar á skrifstofu FEB. Silfurlínan er opin á mánu- og mið- vikudögum frá kl. 10– 12. í s. 588 2111. Skrif- stofa félagsins er flutt í Faxafen 12, sama síma- númer og áður. Fé- lagsstarfið er áfram í Ásgarði Glæsibæ. Upp- lýsingar á skrifstofu FEB. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Kl. 9–17 hár- greiðsla, kl. 12.40 Bón- usferð. Gerðuberg, félagsstarf. Lokað vegna sumar- leyfa frá mánudegi 1. júlí. Opnað aftur þriðju- daginn 13. ágúst. Á veg- um Íþrótta- og tóm- stundaráðs eru sund og leikfimiæfingar í Breið- holtslaug kl. 9.30 mánu- miðviku- og föstudaga. Umsjón Brynjólfur Björnsson íþróttakenn- ari. Gjábakki, Fannborg 8. Afgreiðslan er lokuð 15. til 19. júlí. Matarþjón- usta, kaffistofa, handa- vinnustofa og annar daglegur rekstur verður eins og venjulega. Hár- greiðslustofan verður lokuð frá 15. júlí til 6. ágúst. Hvassaleiti 56–58. Kl 9.45 bankaþjónusta. Fótaaðgerð, hársnyrt- ing. Allir velkomnir. Hraunbær 105. Kl. 9-17 fótaaðgerð, kl. 10-11 boccia, kl. 12.15 versl- unarferð, kl. 13-17 hár- greiðsla. Hæðargarður. Hár- greiðsla kl. 9-17. Norðurbrún 1. Vinnu- stofur lokaðar fram í ágúst. Kl. 10 ganga. Hárgreiðsla lokuð vegna sumarleyfa frá 16. júlí til 13. ágúst. Vesturgata 7. Kl. 9 fótaaðgerðir og hár- greiðsla, kl. 9.15–16 handavinna, kl. 13 spila- mennska. Vitatorg. Kl. 9.30 morg- unstund , kl. 10.30 boccia, kl. 14 félagsvist, kl. 10 hárgreiðsla og fótaaðgerð. Félag ábyrgra feðra. Fundur í Shell-húsinu, Skerjafirði, á mið- vikudögum kl. 20, svar- að í s. 552 6644 á fund- artíma. Bergmál, líknar- og vinafélag, sumarferðin verður farin sunnudag- inn 21. júlí, ekið verður að Byggðasafninu að Skógum, helgistund í umsjá séra Halldórs Gunnarssonar og Þórð- ar Tómassonar safn- varðar. Brottför kl. 10 frá húsi Blindrafélags- ins, Hamrahlíð 17. Þátt- taka tilkynnist í síma 864 4070 eða 891 9017. Minningarkort Styrktarfélag krabba- meinssjúkra barna. Minningarkort eru af- greidd í síma 588-7555 og 588-7559 á skrif- stofutíma. Gíró- og kreditkortaþjónusta. Samtök lungnasjúk- linga. Minningarkort eru afgreidd á skrifstofu félagsins í Suðurgötu 10 (bakhúsi) 2. hæð, s. 552- 2154. Skrifstofan er opin miðvikud. og föstud. kl. 16–18 en utan skrif- stofutíma er símsvari. Einnig er hægt að hringja í síma 861-6880 og 586-1088. Gíró- og kreditkortaþjónusta. Minningarkort MS fé- lags Íslands eru seld á skrifstofu félagsins, Sléttuvegi 5, 103 Rvk.Skrifstofan er opin mán.–fim. kl.10-15. Sími 568-8620. Bréfs. 568- 8621. Tölvupóstur ms@msfelag.is. FAAS, Félag aðstand- enda alzheimer- sjúklinga. Minningar- kort eru afgreidd alla daga í s. 533-1088 eða í bréfs. 533-1086. Heilavernd. Minningar- kort fást á eftirtöldum stöðum: í síma 588- 9220 (gíró) Holtsapóteki, Vesturbæjarapóteki, Hafnarfjarðarapóteki, Keflavíkurapóteki og hjá Gunnhildi Elíasdótt- ur, Ísafirði. Parkinsonsamtökin. Minningarkort Park- insonsamtakanna á Ís- landi eru afgreidd í síma 552-4440 frá kl 13-17. Eftir kl. 17 s. 698-4426 Jón, 552-2862 Óskar eða 563-5304 Nína. Minningarkort Sam- taka sykursjúkra fást á skrifstofu samtakanna Tryggvagötu 26, Reykjavík. Opið virka daga frá kl. 9–13, s. 562- 5605, bréfsími 562-5715. Minningarkort Krabba- meinsfélags Hafn- arfjarðar ( K.H. ), er hægt að fá í Bókabúð Böðvars, Reykjavík- urvegi 64, 220 Hafn- arfirði s. 565-1630 og á skrifstofu K.H., Suðurgötu 44, II. hæð, sími á skrifstofu 544- 5959. Í dag er þriðjudagur 16. júlí 197. dagur ársins 2002. Orð dagsins: Takið því hver annan að yður, eins og Kristur tók yður að sér, Guði til dýrðar. (Rómv. 15, 7.) 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 K r o s s g á t a LÁRÉTT: 1 traustur, 8 slægju- landið, 9 ærin, 10 um- fram, 11 glymur, 13 kaka, 15 háðsglósur, 18 rithöfundur, 21 glöð, 22 svala, 23 döpur, 24 ægi- legt. LÓÐRÉTT: 2 aldan, 3 klæðir sig vel, 4 fnykur, 5 ýlfrar, 6 mjólk- urlaus, 7 ilma, 12 elska, 14 tré, 15 poka, 16 styrk- ir, 17 hávaði, 18 sæti, 19 fangbrögð, 20 deyfð. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: - 1 kæpir, 4 fækka, 7 læpan, 8 loðin, 9 alt, 11 nára, 13 saur, 14 ungum, 15 skýr, 17 ágæt, 20 hal, 22 leiti, 23 ertum, 24 negla, 25 tunga. Lóðrétt: - 1 kýlin, 2 pipar, 3 runa, 4 fölt, 5 koðna, 6 ann- ar, 10 lygna, 12 aur, 13 smá, 15 súlan, 16 ýring, 18 gotan, 19 tomma, 20 hika, 21 lest. Víkverji skrifar... VÍKVERJI lofar að víkja ekkieinu orði að knattspyrnu í þessum pistli, enda víst nóg komið af slíku. Nýafstaðið heimsmeistaramót í íþróttinni hefur hins vegar vakið hann til umhugsunar um aðra hluti. Það eru fordómar í garð annarra þjóða og kynþátta, sem lýsa sér í ótrúlega meiðandi ummælum sem fólk virðist telja viðunandi að setja út úr sér í hita leiksins. Víkverji var auðvitað í hópi þeirra sem reyndu að sjá sem flesta leiki heimsmeistaramótsins og stakk sér þá inn á þá staði þar sem kveikt var á sjónvarpi hverju sinni. Það lagðist hins vegar ákaflega illa í hann að geta ekki notið boltans án upphróp- ana um „apana“ frá Senegal sem ættu að koma sér upp í trén aftur eða „nasistana“ frá Þýskalandi, svo aðeins séu tekin tvö mjög gróf dæmi sem Víkverji varð vitni að. Víkverji dvaldi um tíma í Banda- ríkjunum og gerði þá oft grín að því sem honum fannst ofurviðkvæmni heimamanna fyrir öllu sem túlka mætti sem kynþáttahyggju. Eitt dæmi af slíku var af pólitíkus sem komst í hann krappan þegar hann notaði gott og gilt lýsingarorð, „niggardly“, sem þýðir einfaldlega samansaumaður eða nískur, en hef- ur ekkert með hið neikvæða orð „nigger“ að gera. Orðin voru hins vegar of lík fyrir marga pólitískt réttþenkjandi samlanda hans og þar þótti Víkverja þeir skjóta yfir mark- ið. x x x DVÖLIN í Bandaríkjunum hefurþó líklega haft það í för með sér, að Víkverji gerir sér betur grein fyrir því en áður hversu meiðandi yf- irlýsingagleðin getur verið. Hann rekur alltaf í rogastans þegar hann heyrir fólk ryðja út úr sér grófum ummælum um aðrar þjóðir, oftast nær undir því yfirskini að það sé að grínast. En ætli einhverjum leik- manna Þýskalands þyki fyndið að vera kallaður nasisti? Eða reikna menn með að leikmenn Senegal hristist af hlátri þegar lagt er til að þeir fari aftur upp í trén? Maður sem Víkverji þarf stundum að skipta við hefur það viðkvæði, heyri hann einhvern kvarta undan lélegri þjónustu eða vinnubrögðum, að spyrja glottandi hvort viðkomandi starfsmaður hafi verið negri! Ef svo væri, myndi léleg þjónustan eða slæ- leg vinnubrögðin vera eðlileg, af því að svona eru allir hörundsdökkir? Víkverji leggur til að það fólk, sem kýs að tala niðrandi um aðra á grundvelli kynþáttar eða þjóðernis, staldri við, setji sig í spor þeirra sem um er rætt og hlífi svo þeim og sam- ferðamönnum sínum við soranum. x x x AF OG til birtast fréttir af fram-gangi kvenna í atvinnulífinu eða í stjórnmálum, svo dæmi séu tekin. Víkverji fagnar því vissulega þegar konur ná að vinna hefðbundin karlavígi, en honum þykir þó sem stundum vinni þessar fréttir gegn tilgangi sínum. Með því að taka sér- staklega fram í fyrirsögn að kona hafi náð þeim árangri að verða önn- ur konan sem sest í formannssæti í ungliðasamtökum stjórnmálaflokks er gefið í skyn að í raun sé þetta karlavígi, þegar það vígi féll auðvit- að um leið og fyrsta konan settist í formannsstól. Sama á við þegar sér- staklega er greint frá því að ein- göngu konur hafi mannað vakt í flugumferðarstjórn. Það er varla fréttnæmt nú þegar fjöldi kvenna gegnir starfi flugumferðarstjóra, miklu fleiri en þær sjö sem stóðu umrædda vakt. Vegaframkvæmdir í Árbæ ÉG vil koma á framfæri kvörtun minni vegna vega- framkvæmda í götunni á móti Árbæjarskóla. Þarna er mikil umferð en á sama tíma eru vinnuflokkar frá Reykjavíkurborg sem grafa holur sitt hvoru meg- in götunnar. Framkvæmd- in virðist felast í því að byrja á nýrri holu áður en gengið er frá þeirri fyrri. Hvernig stendur á því? Þessar framkvæmdir eru til mikils ama fyrir íbúa við- götuna því ekki er hægt að aka nema stuttan spöl eftir henni án þess að stoppa til að hleypa umferð á móti í gegn. Þetta gengur ekki og íbúar í götunni eru mjög ósáttir við þessar fram- kvæmdir. Eins er í götunni stræt- isvagnaskýli sem var fært til, það er búið að standa ófrágengið í marga mánuði og virðist ekkert eiga að gera í því máli. Reiður íbúi. Vonbrigði með Víkverja ÉG hef alltaf litið á Morg- unblaðið sem vandað blað. Því voru það mér vonbrigði er ég las Víkverja í dag, föstudaginn 12. júlí, þar sem hann hvetur viðskipta- vini Bónuss í Kringlunni til þjófnaðar vegna greiðslu fyrir leigu á innkaupakörfu. Bendir hann á ýmsar leiðir til að svíkjast um greiðsl- una. Er ein aðferðin sú að nota megi skápaskífurnar í sundlaugunum í stað 100 kr. myntarinnar. Víkverja skal bent á að skífurnar eru eign sund- lauganna og er óheimilt að taka þær með sér til ann- arra nota en ætlast er til. Slíkt er þjófnaður. Grétar Eiríksson. Fá ekki afslátt ÉG fór með langömmu- börnin mín í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn nýlega. Þar sem ég er eldri borgari reiknaði ég með afslætti fyrir mig og spurði um elli- afslátt. Þá var mér sagt að ég fengi ekki afslátt nema ég gæti sýnt fram á að ég væri löglegur íbúi Reykja- víkur. Getur það staðist að eldri borgarar utan Reykjavíkur fái ekki afslátt? Kristín Bjarnadóttir. Tapað/fundið Svissneskur hnífur týndist SVISSNESKUR vasahníf- ur, rauður á lit, týndist um miðjan júnímánuð, líklega í eða við Hvammsvík í Kjós. Hnífurinn er með ótal tækj- um og tólum og var í leð- urhulstri, þar sem eru átta- viti og ýmis annar búnaður. Hnífurinn hefur mikið gildi fyrir eigandann og er því skilvís finnandi vinsamlega beðinn um að hafa samband í síma 698 6789. Filma týndist TUDOR filma í glæru plast- hylki, 36 mynda, týndist á leiðinni frá Jökullóninu að Seljavöllum undir Eyjafjöll- um. Finnandi hafi samband í síma 896 6591 eða 554 6291. Dýrahald Kettlingur fæst gefins 7 VIKNA kettlingur fæst gefins. Er kassavanur. Upp- lýsingar í síma 555 2447. Kettlingar fást gefins TVEIR svartir og hvítir kettlingar, fallegir og kassa- vanir, fást gefins. Upplýs- ingar í síma 568 8082. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15. Netfang velvakandi@mbl.is VIÐ hjónin vorum að versla í Kringlunni sl. miðvikudag 10. júlí. Þeg- ar bóndi minn ætlar að borgar uppgötvar hann að veskið er týnt. Okkur bregður illilega því að öll hans kort og skilríki voru þar í. Hann leitar þar sem hann hafði farið en fann veskið ekki. Svo hann fer í Búnaðarbankann og hitti þar stúlku og segir henni hvað skeð hafði og lætur stoppa kort og reikninga. Því næst fór- um við niður að upplýs- ingaborði en ekki var veskið þar. Við urðum að hringja í Landsbankann en þá kemur þessi góða stúlka frá Búnaðarbank- anum með veskið til okk- ar en maður hafði komið með það í bankann. Mikið er yndislegt að uppgötva svona mikinn heiðarleika og góð- mennsku. Við viljum þakka þessum frábæra manni skilvísina og fyr- irhöfnina. Megi guð launa honum og stúlkunni í Búnaðarbankanum. Guðbjörg og Hreiðar Ársælsson. Þakkir fyrir skilvísi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.