Morgunblaðið - 16.07.2002, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 16.07.2002, Blaðsíða 48
FÓLK Í FRÉTTUM 48 ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ FORSALAN ER HAFIN! Þ e i r m æ t a 1 9 . J Ú L Í ÍSAFJARÐARBÍÓ FIMMTUDAGINN 11. júlí var síð- asti starfsdagurinn í Bíóborginni Snorrabraut, en þar hafa kvik- myndasýningar nú verið lagðar nið- ur. Í tilefni af síðasta sýningardeg- inum var frítt inn á allar sýningar og létu menn ekki segja sér það tvisvar, flykktust í bíó og fylltu hvert sæti sem í boði var. Kvikmyndasýningar höfðu staðið í húsinu í 55 ár en það var opnað árið 1947 sem Austurbæjarbíó og var þá stærsta samkomuhús landsins. Opn- unarmyndirnar voru þá tvær, Hótel Casablanca með Marxbræðrum og tónlistarmyndin Jeg hefi ætíð elskað þig. Árið 1987 var Austurbæjarbíói svo breytt í Bíóborgina er Sambíóin tóku yfir reksturinn. Í kjölfarið var ráðist í gagngerar breytingar á húsinu og varð það fyrsta kvikmyndahúsið hér á landi til að taka THX hljóðkerfið í notkun. Morgunblaðið/Árni Sæberg Daníel Traustason ásamt Þorvaldi Árnasyni, framkvæmdastjóra kvik- myndadeildar Sambíóanna. Við hlið hans er sonur hans, Árni Þórarinn. Bíóborginni lokað Það var stemning í bíóinu, sem vonlegt var. ENDURKOMA þeirra svart- klæddu félaga, Tommy Lee Jones og Will Smith, virðist leggjast vel í kvikmyndahúsagesti Bandaríkj- anna en kvikmyndin Men in Black II var vinsælasta kvikmyndin þar vestra aðra helgina í röð. Al- menning hefur því greinilega ver- ið farið að þyrsta eftir framhaldi á ævintýrum geimverubananna J og K. Kvikmyndin Road to Perdition varð að láta sér nægja annað sæt- ið eftir fyrstu sýningarhelgina en myndin er önnur mynd leikstjór- ans Sam Mendes, sem hlaut Ósk- arsverðlaunin fyrir leikstjórnina á frumraun sinni, American Beauty. Road to Perdition skartar öðr- um góðkunningja Óskars, Tom Hanks, í aðalhlutverki en hann fer þar með hlutverk leigumorð- ingjans Michael „Engill dauðans“ Sullivan. Það hefur þó óneitanlega haft áhrif á sölutölurnar að Menn í svörtu II var sýnd í helmingi fleiri kvimyndahúsum þar vestra um helgina en Road to Perdition. Ástæðan fyrir því er að framleið- endur þeirrar síðarnefndu, Dreamworks-samsteypan, telja að markhópur myndarinnar, fólk yf- ir 35 ára, sækist ekki sérstaklega eftir að sjá myndina fyrstu sýn- ingardagana eins og vinsælt er með sumarsmelli á borð við Men in Black. Líklegt er því að Road to Perdition muni sækja í sig veðrið á næstu vikum og jafnvel seilast á toppinn en gagnrýn- endur hafa farið fögrum orðum um myndina og hafa þegar tengt framistöðu Hanks og Mendes við Óskarsverðlaun, hvort sem það er af gömlum vana eður ei. Í þriðja og fjórða sæti eru einn- ig nýjar myndir á lista. Sú fyrri, Reign of Fire, er sálfræðitryllir með þeim Matthew McConaughey og Christian Bale í aðalhlut- verkum. Hin er Halloween: Upp- risan þar sem Jamie Lee Curtis rifjar upp horfna takta sem Lau- rie Strode í fjórðu myndinni um Hrekkjavökuna ógurlegu. Men in Black II heldur toppsætinu Svart- stakkar skáka Óskars- mafíunni birta@mbl.is „Hafðu þetta Tom Hanks!“ Þeir Tommy Lee Jones og Will Smith munda drápsvélarnar.                                                                               !"  #$ % &   '(  ) *  #& %*   +    + ,- )  . / ) &   .            
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.