Morgunblaðið - 16.07.2002, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 16.07.2002, Qupperneq 48
FÓLK Í FRÉTTUM 48 ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ FORSALAN ER HAFIN! Þ e i r m æ t a 1 9 . J Ú L Í ÍSAFJARÐARBÍÓ FIMMTUDAGINN 11. júlí var síð- asti starfsdagurinn í Bíóborginni Snorrabraut, en þar hafa kvik- myndasýningar nú verið lagðar nið- ur. Í tilefni af síðasta sýningardeg- inum var frítt inn á allar sýningar og létu menn ekki segja sér það tvisvar, flykktust í bíó og fylltu hvert sæti sem í boði var. Kvikmyndasýningar höfðu staðið í húsinu í 55 ár en það var opnað árið 1947 sem Austurbæjarbíó og var þá stærsta samkomuhús landsins. Opn- unarmyndirnar voru þá tvær, Hótel Casablanca með Marxbræðrum og tónlistarmyndin Jeg hefi ætíð elskað þig. Árið 1987 var Austurbæjarbíói svo breytt í Bíóborgina er Sambíóin tóku yfir reksturinn. Í kjölfarið var ráðist í gagngerar breytingar á húsinu og varð það fyrsta kvikmyndahúsið hér á landi til að taka THX hljóðkerfið í notkun. Morgunblaðið/Árni Sæberg Daníel Traustason ásamt Þorvaldi Árnasyni, framkvæmdastjóra kvik- myndadeildar Sambíóanna. Við hlið hans er sonur hans, Árni Þórarinn. Bíóborginni lokað Það var stemning í bíóinu, sem vonlegt var. ENDURKOMA þeirra svart- klæddu félaga, Tommy Lee Jones og Will Smith, virðist leggjast vel í kvikmyndahúsagesti Bandaríkj- anna en kvikmyndin Men in Black II var vinsælasta kvikmyndin þar vestra aðra helgina í röð. Al- menning hefur því greinilega ver- ið farið að þyrsta eftir framhaldi á ævintýrum geimverubananna J og K. Kvikmyndin Road to Perdition varð að láta sér nægja annað sæt- ið eftir fyrstu sýningarhelgina en myndin er önnur mynd leikstjór- ans Sam Mendes, sem hlaut Ósk- arsverðlaunin fyrir leikstjórnina á frumraun sinni, American Beauty. Road to Perdition skartar öðr- um góðkunningja Óskars, Tom Hanks, í aðalhlutverki en hann fer þar með hlutverk leigumorð- ingjans Michael „Engill dauðans“ Sullivan. Það hefur þó óneitanlega haft áhrif á sölutölurnar að Menn í svörtu II var sýnd í helmingi fleiri kvimyndahúsum þar vestra um helgina en Road to Perdition. Ástæðan fyrir því er að framleið- endur þeirrar síðarnefndu, Dreamworks-samsteypan, telja að markhópur myndarinnar, fólk yf- ir 35 ára, sækist ekki sérstaklega eftir að sjá myndina fyrstu sýn- ingardagana eins og vinsælt er með sumarsmelli á borð við Men in Black. Líklegt er því að Road to Perdition muni sækja í sig veðrið á næstu vikum og jafnvel seilast á toppinn en gagnrýn- endur hafa farið fögrum orðum um myndina og hafa þegar tengt framistöðu Hanks og Mendes við Óskarsverðlaun, hvort sem það er af gömlum vana eður ei. Í þriðja og fjórða sæti eru einn- ig nýjar myndir á lista. Sú fyrri, Reign of Fire, er sálfræðitryllir með þeim Matthew McConaughey og Christian Bale í aðalhlut- verkum. Hin er Halloween: Upp- risan þar sem Jamie Lee Curtis rifjar upp horfna takta sem Lau- rie Strode í fjórðu myndinni um Hrekkjavökuna ógurlegu. Men in Black II heldur toppsætinu Svart- stakkar skáka Óskars- mafíunni birta@mbl.is „Hafðu þetta Tom Hanks!“ Þeir Tommy Lee Jones og Will Smith munda drápsvélarnar.                                                                               !"  #$ % &   '(  ) *  #& %*   +    + ,- )  . / ) &   .            

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.