Morgunblaðið - 16.07.2002, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 16.07.2002, Blaðsíða 13
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚLÍ 2002 13 Í DAG verður opnaður nýr vegur við Skeiðholt í Mosfellsbæ. Samkvæmt tillögu bæjarstjórnar verður bið- skylda á Langatanga fyrir umferð um Skeiðholt og á Skeiðholti fyrir umferð um Þverholt. Að sögn Þorsteins Sigvaldasonar, deildarstjóra tæknideildar hjá Mos- fellsbæ, missir umferð um Langa- tanga þar með forgang sem hún hafði áður. Að sögn Þorsteins taka breytingarnar gildi strax en akfært verður um veginn frá og með deg- inum í dag. Nýr vegur opnaður við Skeiðholt Mosfellsbær BORGARRÁÐ hefur staðfest til- lögu sviðsstjóra skipulags- og bygg- ingarsviðs um að rafrænt flettiskilti sem fyrirhugað er að reisa á mótum Skógarsels og Breiðholtsbrautar verði fært fjær gatnamótunum. Samkvæmt teikningu er fletti- skiltið 30 m frá miðlínu Skógarsels og 40 m frá miðlínu Breiðholts- brautar. Í samþykktum um skilti í lögsögu Reykjavíkur segir að ekki séu leyfð auglýsingaskilti á stöndum sem snúa að stofn- og tengibrautum og eru nær vegbrún gatnamóta en 100 m eða nær vegbrún götu en 20 m. Skilti mega ekki vera nær umferð- ar- og vegvísum eða öðrum umferð- arbúnaði en 20 m. Ef hámarkshraði á stofn- eða tengibraut er 60 km/ klst. mega auglýsingaskilti á standi ekki vera nær umferðar- og vegvís- um eða öðrum umferðarbúnaði en 30 m og 40 m ef hámarkshraði er 70 km/klst. Bent er á að Breiðholts- braut sé þjóðvegur og stofnbraut með 60 km/klst. hámarkshraða og skilyrðin því ekki uppfyllt. Er mælst til þess að skiltinu verði fundinn staður fjær gatna- mótunum og í samráði við lands- lagsarkitekt. Flettiskilti verði fært fjær gatnamótum Skógarsel ♦ ♦ ♦ BÚIÐ er að skipa stjórn Höfuð- borgarstofu sem áætlað er að opni um næstu áramót. Samkvæmt tillögu borgarstjóra sem lögð var fram á borgarráðs- fundi á föstudag verða aðalmenn í stjórn: Hrönn Greipsdóttir, hótelstjóri Radisson SAS, Guðjón Arngríms- son, upplýsingafulltrúi Flugleiða, og Guðmundur Þóroddsson, for- stjóri Orkuveitu Reykjavíkur. Til vara eru tilnefnd: Andri Snær Magnason rithöfundur, Þórunn Sigurðardóttir, listrænn stjórnandi Listahátíðar í Reykjavík, og Ágúst Ágústsson, markaðsstjóri Reykja- víkurhafnar. Forstöðumaður Höfuðborgar- stofu er Svanhildur Konráðsdóttir en hlutverk stofunnar verður að sinna rekstri upplýsinga- miðstöðvar ferðamála í Reykjavík, almennum ferða- og kynningar- málum auk þess sem stofan ber ábyrgð á skipulagi og framkvæmd ýmissa viðburða á vegum borg- arinnar. Stjórn Höf- uðborgar- stofu skipuð Reykjavík alltaf á þriðjudögumÍÞRÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.