Morgunblaðið - 16.07.2002, Blaðsíða 56
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚLÍ 2002 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK.
VIÐRÆÐUR standa yfir um möguleg kaup Alcoa
í Reyðaráli og þá væntanlega á helmingshlut
Norsk Hydro. Ekki fæst uppgefið hvort eingöngu
sé rætt um kaup á hlut Hydros eða jafnvel Hæfis
eða hugsanlega beggja félaga.
Umhverfismatið unnið af og
er í nafni Reyðaráls
Geir A. Gunnlaugsson, stjórnarformaður Reyð-
aráls, staðfestir að verið sé að vinna í málinu en vill
að öðru leyti ekki greina frá einstökum atriðum.
Talsmaður Norsk Hydro segir félagið enn eiga
helmingshlut í Reyðaráli en tekur þó fram að það
sé ekki stefna Norsk Hydro að standa á nokkurn
hátt í vegi fyrir að af álversframkvæmdum á
Reyðarfirði geti orðið.
Geir segir að í tengslum við áform Alcoa sé verið
að skoða hvernig hægt sé að nýta þann undirbún-
ing sem Reyðarál hefur þegar unnið til þess að
flýta framgangi málsins. Núverandi umhverfismat
sé unnið af Reyðaráli og í nafni Reyðaráls.
Norsk Hydro á enn helmingshlut í
Reyðaráli
Aðspurður um þýðingu þess fyrir Alcoa að eign-
ast hlut í Reyðaráli segir Geir að fyrir liggi um-
hverfismat og heilmikil vinna önnur af hálfu Reyð-
aráls og ljóst sé að verði hægt að nota
umhverfismatið fyrir þá verksmiðju sem Alcoa
hefur hug á að byggja ætti það að geta sparað tíma
því annars þyrfti að fá nýtt umhverfismat. „Það er
verið að vinna í þessu eins og stendur. Þetta er
einfaldlega hluti af þeirri vinnu sem fer fram sam-
hliða viðræðum ríkisins og Landsvirkjunar við
Alcoa en Reyðarál er ekki aðili að þeim viðræð-
um,“ sagði Geir.
Thomas Knutzen, upplýsingafulltrúi Norsk
Hydro, segir að Norsk Hydro hafi ekki selt hlut
sinn í Reyðaráli. Aðspurður hvort Alcoa og Norsk
Hydro hafi átt í samningaviðræðum um slíkt seg-
ist Knutzen ekki vilja tjá sig að öðru leyti en því að
það sé ekki stefna Norsk Hydro að standa á nokk-
urn hátt í vegi fyrir að af álversframkvæmdum á
Reyðarfirði geti orðið. „Þetta er flókið mál,“ held-
ur Knutzen áfram, „en við höfum engu að síður
alltaf tekið fram að við vildum taka þátt í að skoða
með opnum huga mögulegar lausnir sem hentað
gætu þeim öllum sem að þessu máli koma. Það
verður síðan bara að koma í ljós hvernig það geng-
ur. Við viljum gjarna taka þátt í því að uppbygging
í áliðnaði geti átt sér stað á Íslandi.“
Viðræður standa yfir um kaup Alcoa á hlut Norsk Hydro í Reyðaráli
Myndi að öllum líkind-
um spara mikinn tíma
ÞAÐ ERU merkilegir gestir sem
heimsækja Blönduós þessa dagana.
Fremstan meðal jafningja skal telja
rokkgoðið Eric Clapton en á sunnu-
dagsmorgun kom álft í heimsókn á
Smárabrautina á Blönduósi og lék
sér við börnin í hverfinu, þáði hjá
þeim brauðmola og gott atlæti.
Stundum fer þó þannig að gestrisn-
in fer úr hófi og gesturinn missir
þolinmæðina og svo fór með álftina
góðu. Þegar halla fór degi brást
þolinmæði álftarinnar og gerði hún
sér lítið fyrir og beit eitt barnið en
þó ekki svo að líkamstjón hlytist af
heldur reif hún bol sem barnið var
í. Þessi álft, sem í fyrstu var vin-
samleg, var nú orðin „hættuleg“
vegfarendum og var lögreglan á
Blönduósi kölluð til. Eins og al-
kunna er er lögreglan á Blönduósi
ekkert lamb að leika við. Þrátt fyrir
sitt landsfræga orðspor að hafa
hendur í hári þeirra sem aka of
hratt kallaði lögreglan eftir aðstoð
björgunarsveitarinnar Blöndu og í
þeirri samvinnu var álftin hand-
sömuð og flutt burt úr bænum. Álft-
in er farin úr bænum, Clapton einn-
ig, en Blönduósingar hafa fengið
nýjan bæjarstóra og nýjan bæj-
arstjórnarmeirihluta. Það er alltaf
eitthvað um að vera á Blönduósi.
Morgunblaðið/Jón Sigurðsson
Hilmar Frímannsson björgunarsveitarmaður og Höskuldur Erlingsson lögreglumaður handsömuðu álftina.
Blönduós-
löggan
handtekur
álft
Blönduósi. Morgunblaðið.
REYKJANESBÆR vinnur að
kaupum á víkingaskipinu Ís-
lendingi. Fyrirhugað er að hafa
það til sýnis fyrir ferðafólk. Árni
Sigfússon bæjarstjóri staðfesti
það í gær að viðræður við eig-
anda skipsins væru á lokastigi.
Reykjanesbær nýtur aðstoð-
ar fjölmargra fyrirtækja við
kaupin á skipinu. Uppi eru hug-
myndir um að koma því fyrir til
framtíðar í Njarðvíkinni, utan
við Fitjar, en þar er unnið að
endurbótum á umhverfinu.
Íslendingur er í geymslu ná-
lægt New York í Bandaríkjun-
um og hefur verið þar frá því
Gunnar Marel Eggertsson, eig-
andi skipsins, sigldi því vestur
um haf árið 2000 í tilefni landa-
fundaafmælisins.
Morgunblaðið/Þorkell
Reykjanes-
bær að
kaupa vík-
ingaskipið
Íslendingur fær/18
NÚ ER verið að vinna við lokafrá-
gang á lóð Hallgrímskirkju og gerð
bílastæða næst Vörðuskóla. Áætluð
verklok eru 30. september næst-
komandi og samkvæmt upplýs-
ingum frá eftirlitsaðilum er ekkert
sem bendir til annars en það tak-
mark náist, þrátt fyrir nokkrar taf-
ir vegna ytri aðstæðna.
Á myndinni sjást starfsmenn
vinna hörðum höndum við hellu-
lögn á Skólavörðuholtinu í dumb-
ungnum í gær. Morgunblaðið/Sverrir
Holtið
fegrað
NÍU Íslendingar stunduðu lækn-
isnám við Læknaskólann í Debre-
cen í Ungverjalandi á síðasta ári
og er allt eins búist við að þeim
fjölgi í haust. Hanna Kristín Ólafs-
dóttir, sem stundar nám við skól-
ann, segist vera mjög ánægð með
námið í skólanum. Miklar kröfur
séu gerðar til nemenda.
„Við byrjuðum um 110 á fyrsta
ári og í fyrravetur voru um 80–90
enn við nám. Annað námsárið er
mjög erfitt og ég á ekki von á að
það verði nema 40–50 nemendur
sem hefja nám á þriðja ári í
haust,“ segir Hanna.
Einn íslenskur læknir hefur lok-
ið námi við skólann og annar lýkur
námi á þessu ári. Þeir eru við
læknisstörf hér á landi.
Skólagjöld við skólann eru 8.000
dollarar á ári eða um 690.000
krónur. Hægt er að fá 1.000 doll-
ara afslátt á önn af skólagjöldum
ef nemendur ná ákveðnum náms-
árangri. Allt nám fer fram á
ensku.
Níu Íslend-
ingar í
læknisnámi
í Ungverja-
landi
Miklar kröfur/10
HRYSSAN Blökk, sem Anna
Bretaprinsessa veitti viðtöku
fyrir hönd fatlaðra barna í
Bretlandi á landsmóti hesta-
manna, fer hvergi. Hún þótti
vera óstýrilát og sýna óviðeig-
andi framkomu þegar hún var
afhent prinsessunni. Munaði
sáralitlu að hún næði að krafsa
með framfæti til prinsessunnar
þegar hún hugðist heilsa henni
með blíðuhótum. Nú er verið að
leita að öðru og betra hrossi.
Blökk fer
hvergi
Hin skýru/41