Morgunblaðið - 16.07.2002, Blaðsíða 22
NEYTENDUR
22 ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
FJAÐRAFOK hefur orðið í nokkr-
um Evrópulöndum eftir að upp
komst að belgískt fyrirtæki sem
sérhæfði sig í förgun lyfjaúrgangs
notaði hann í svínafóður. Í fóðrinu
fundust hormónarnir MPA sem
notaðir eru í getnaðarvarnarpillur
en þeir teljast skaðlegir börnum
og eiga konur sem neyta matar
sem inniheldur hormónana á
hættu að verða ófrjóar, að því er
fram kemur í sænska dagblaðinu
Aftonbladet. Ólöglegt er að nota
hormónana í dýrafóður í löndum
Evrópusambandsins. Fram-
kvæmdastjórn Evrópusambands-
ins hefur staðfest að fóður sem
inniheldur hormóna hafi verið not-
að í Belgíu, Hollandi, Þýskalandi,
Frakklandi, Svíþjóð og Danmörku.
Kjöt af dýrum sem fengið hafa
slíkt fóður hefur einnig verið selt á
milli landa en verið er að rekja
slóð þess.
Fylgst grannt með fóður-
innflutningi hingað
Íslendingar flytja inn dýrafóður
frá þessum löndum en vitað er að
fóðrið sem um ræðir hefur ekki
komið hingað, að sögn Ólafs Guð-
mundssonar forstöðumanns að-
fangaeftirlitsins. „Við fengum við-
vörun frá Evrópusambandinu og
létum þá strax kanna hvort fóður
sem við höfðum upplýsingar um að
innihéldi hormóna, hefði komið
hingað en svo er ekki. Við munum
samt sem áður fylgjast grannt
með hvernig málið þróast og mun-
um grípa til ráðstafana ef við telj-
um þörf á.“ Hann segir strangar
reglur gilda um fóðurinnflutning
hérlendis. „Allt fóður sem flutt er
hingað þarf að skrá sérstaklega
áður en það kemur inn í landið, því
höfum við nákvæmar upplýsingar
um hverja sendingu, eins og frá
hvaða landi og framleiðanda hún
kemur.“
Landbúnaðarráðherrar Evrópu-
sambandslandanna komu saman í
Brussel í gær og ræddu þá aðgerð-
ir vegna málsins. Það hefur vakið
hörð viðbrögð, m.a. lét landbún-
aðarráðherra Dana hafa eftir sér
að hér væri á ferðinni herfilegt
hneyksli.
Lyfjaúrgangur með ólöglegum hormónum notaður í dýrafóður í Evrópu
Ekki talið hafa verið
flutt hingað til lands
MENGUNARVARNAYFIRVÖLD í
Noregi ráðleggja fólki að losa sig
við gamlar plastendur, plastbækur
og önnur baðleikföng úr plasti þar
sem þau kunni að innihalda svo-
kölluð þalöt sem talin eru hafa
áhrif á hormónakerfið og geta
minnkað frjósemiseiginleika hjá
fólki. Ung börn sem eiga það til að
setja leikföngin upp í sig eru sér-
staklega viðkvæm, að því er fram
kemur í norska dagblaðinu Aften-
posten. Síðan árið 2000 hefur verið
bannað í Evrópu að markaðssetja
leikföng sem innihalda þalöt til
barna sem eru þriggja ára og
yngri. Leikföng sem eru keypt fyr-
ir þann tíma kunna hins vegar að
innihalda talsvert magn þessara
efna.
Þalötin eru mýkingarefni sem
blandað er í plastið en þau eru
mjög óstöðug og bindast misjafn-
lega vel svo með tímanum leka þau
úr plastinu, að sögn Níelsar Breið-
fjörð Jónssonar, sérfræðings á eit-
urefnasviði Hollustuverndar rík-
isins. „Lítið er vitað um áhrif
þalata á mannslíkamann en þau
eru talin hafa estrógenáhrif, hafa
verið tengd umræðunni um minnk-
andi sæðisframleiðslu hjá karl-
mönnum og einhver þeirra jafnvel
verið talin krabbameinsvaldandi.“
Í Aftenposten er fólki ráðlagt að
losa sig við gömul baðleikföng úr
plasti, eins og baðöndina klassísku
og tekur Níels undir það.
Þótt bannað sé að nota þalöt í
leikföng fyrir börn yngri en
þriggja ára geta leikföng sem inn-
halda þalöt enn verið í umferð.
Mengunaryfirvöld í Noregi könn-
uðu innihald leikfanga í 14 versl-
unum og fannst efnið í tveimur
leikföngum af átta og var í öðru
tilfellinu um að ræða gula baðönd.
Þegar samskonar könnun var gerð
í fyrra fundust þalöt í 10 af 20 leik-
föngum og árið þar áður voru þau
í 12 af 15.
Engar sambærilegar rann-
sóknir hafa verið gerðar í versl-
unum hér á landi og segir Níels að-
Hollustuvernd hafi ekki fjármagn
til rannsókna á efnainnihaldi vöru
enda séu þær kostnaðarsamar.
Stundum er tekið fram á umbúð-
um leikfanga að þau séu laus við
þalöt en Níels ráðleggur fólki að
spyrjast fyrir um það þegar leik-
föng er keypt ef sé það ekki tekið
fram á umbúðunum.
Morgunblaðið/Þorkell
Plastöndin vinalega telst á mörgum heimilum ómissandi þegar unga fólkið fer í bað. Nú hefur komið í ljós
að þær geta innihaldið efni sem eru skaðleg heilsu ungra barna ef þau setja þær upp í sig.
Fólki ráðlagt að henda
gömlu baðöndinni
Á góðum bíl í Evrópu
Hringdu til AVIS í síma 591-4000
Pantaðu AVIS bílinn þinn áður en þú ferðast – Það borgar sig
(Verð miðast við lágmarksleigu 7 daga)
Innifalið í verði er ótakmarkaður
akstur, trygging, vsk.
og flugvallargjald.
Bretland kr. 3.000,- á dag
Ítalía kr. 3.700,- á dag
Frakkland kr. 3.000,- á dag
Spánn kr. 2.200,- á dag
Portúgal kr. 2.600,- á dag
Danmörk kr. 3.500,- á dag
www.avis.is
Við
reynum
betur
HVALKJÖT
599 kr. kg
Ódýrasta steikin!
FISKBÚÐIN VÖR
Höfðabakka 1, sími 587 5070
Fyrir þig!
GYLLTUR Víking bjór
hlaut á dögunum gull-
verðlaun alþjóðastofnunar-
innar Monde selection fyrir
árið 2002, að því er fram
kemur í fréttatilkynningu
frá Vífilfelli. Afhendingin
fór fram í París og var það
Baldur Kárason, bruggmeistari hjá
Vífilfelli, sem tók við verðlaun-
unum. Gylltur Víking hlaut verð-
laun í flokki svokallaðra
pilsen bjóra en þetta er í
þriðja sinn sem hann hlýtur
verðlaun frá stofnuninni,
áður hefur hann fengið
gullverðlaun árið 1992 og
silfurverðlaun 1997. Í hann
er notað mikið af humlum
sem gefa áberandi biturleika en
auk þess maís og sykur sem á að
gera hann minna saðsaman.
Íslenskur bjór
fær gullverðlaun
UNDANFARIÐ virðist hafa færst í
vöxt að foreldrar láti ungbörn liggja
í burðarrúmum í bílferðum í stað
þess að hafa þau í ungbarnabílstól-
um og er ástæða til að vara eindreg-
ið við þeirri þróun, að sögn Mar-
grétar Guðmundsdóttur,
fræðslufulltrúa hjá Umferðarráði.
„Ungbarn er best varið í barnabíl-
stól sem snýr baki í akstursstefnu.
Þess vegna á af öryggisástæðum
alltaf að hafa barn í bílstól í bílferð-
um, einnig þegar farið er heim af
fæðingarstofnun.“ Hún bendir á að
einungis í undantekningartilvikum
vegna veikinda eða að læknisráði sé
ásættanlegt að flytja barn í burð-
arrúmi. „Ef barn liggur eða hálf-
liggur útaf og bíllinn lendir í
árekstri er meiri hætta á áverka á
höfði og hálsi en ef það situr. Því
uppréttara sem það er, þeim mun
betra.“
Margrét segir að ef nauðsynlegt
sé að nota burðarrrúm eigi það að
vera með hörðum hliðum og að höf-
uð barnsins skuli látið snúa að
miðju aftursætisins. Burðarrúmið
verði að vera vel fest með sérstök-
um beltum sem séu fest við þriggja
punkta belti bílsins. Barnið verður
einnig að vera fest með belti í burð-
arrúminu, að sögn Margrétar. „Í
árekstri, útafakstri eða bílveltu dug-
ar ekki að hafa einungis net strengt
yfir burðarrúmið. Lítið barn getur
kastast til og hlotið alvarlega
áverka.“ Hún bendir á að nýfædd
eða mjög lítil börn geti vissulega oft
orðið þreytt í löngum bílferðum.
„Til að koma í veg fyrir það er besta
ráðið að stoppa oft, taka barnið úr
barnabílstólnum og halda á því eða
láta það liggja út af smá stund.“
Ungbörn verða alltaf að vera
vel fest í bílstólum þegar
ferðast er í bíl.
Vara við því
að börn liggi
í burðar-
rúmum í bíl
HÁRVÖRULÍNA sem ber
nafnið So Long og er frá
Redken er komin á mark-
aðinn. Um er að ræða
sjampó, hárnæringu og
hárnæringu sem ekki á að
skola úr, að því er fram
kemur í fréttatilkynningu
frá Hár ehf. sem flytur vör-
urnar inn. Línan er sér-
staklega ætluð fyrir þá sem eru með
sítt hár og fást vörurnar á hár-
greiðslustofum.
NÝTT
Hárvörur