Morgunblaðið - 16.07.2002, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 16.07.2002, Blaðsíða 38
MINNINGAR 38 ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Gunnar YngviTómasson fædd- ist í Reykjavík hinn 5. september 1935. Hann lést á Land- spítala – háskóla- sjúkrahúsi við Hringbraut að kvöldi 1. júlí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Tómas Tómasson, bóndi á Fljótshólum í Gaulverjabæjar- hreppi, f. 24. febrúar 1895, d. 18. júní 1973, og Guðríður Jónsdóttir húsmóðir, f. 1. janúar 1903, d. 4. janúar 1985. Systkini Gunnars eru: Jóna Sigríð- ur, f. 23. október 1930, Jón Guð- mundur, f. 1. júní 1933, d. 6. júlí 1996, Bjarni, f. 7. febrúar 1937, og Þuríður Sigurbjörg, f. 1. maí 1947. Hinn 25. desember 1959 kvænt- ist Gunnar Guðlaugu Hólmfríði Þorbergsdóttur, f. 1. mars 1939, en þau slitu samvistum. Foreldrar hennar voru Þorbergur Gíslason, f. 5. maí 1907, d. 14. maí 1991, og Kristín Soffía Magnúsdóttir, f. 8. mars 1910, d. 30. september 1980. Börn Gunnars og Guðlaugar eru: 1) Kristján Már, f. 3. október 1959, sambýliskona Sólveig Sigmars- janúar 1992, og Halldóra Björns- dóttir, f. 22. ágúst 1898, d. 23. des- ember 1987. Gunnar ólst upp hjá foreldrum sínum á Fljótshólum við hefðbund- in sveitastörf til tvítugs. Þá fór hann til Vestmannaeyja á vetrar- vertíð, nokkra vetur. Árið 1960 flutti hann síðan til Dalvíkur með fyrri eiginkonu sinni og stundaði þar sjómennsku og alls kyns verkamannastörf. Á Dalvík kynnt- ist hann fyrst karlakórssöng, sem litaði allt hans líf. Fyrst starfaði hann í nokkur ár með Karlakór Dalvíkur, svo með Karlakór Sel- foss, þegar hann bjó þar, og þegar hann flutti til Reykjavíkur starfaði hann með Karlakór Fóstbræðra. Árið 1965 flytur hann síðan á Selfoss ásamt fjölskyldu sinni og lærir þar múrverk og útskrifast úr Iðnskólanum á Selfossi 1971. Starfaði hann við múrverk bæði á Selfossi og víðar. Hálendistímabilið sitt kallaði hann vinnutímabilið sitt við virkj- anir landsins. Fyrst hjá júgóslavn- eska fyrirtækinu Energoprodjek í Sigöldu 1976 og síðan hjá Lands- virkjun frá 1977 til áramóta 1985- 1986 en þá endaði hann í Blöndu- virkjun. Hjá Trésmiðju Reykjavík- urborgar byrjaði hann að vinna árið 1987 og starfaði hann þar við múrverk allt þar til heilsan brást árið 2001. Útför Gunnars Yngva fer fram frá Háteigskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. dóttir, f. 13. janúar 1961, börn þeirra eru Andri Már, f. 6. janúar 1987, Karen, f. 13. júní 1989, og Aníta, f. 19. maí 1992; 2) Tómas, f. 21. október 1960, maki Ásdís Erna Hall- dórsdóttir, f. 19. októ- ber 1959, synir þeirra eru Rúnar Már, f. 10. júní 1984, og Halldór Ari, f. 18. október 1988. Sonur Ásdísar er Davíð Örn Guð- mundsson, f. 17. sept- ember 1977, og á hann soninn Alexander Bjarka, f. 15. maí 2000, með Sesselju Sumarrós Sigurðardóttur, sambýliskonu sinni; 3) Anna Guðríður, f. 8. des- ember 1962, maki Antoine van Kasteren, f. 15. júlí 1965, sonur þeirra er Sindri Snær, f. 17. júlí 1997. Dóttir Önnu með Helga Gíslasyni er Tinna Björk, f. 9. nóv- ember 1987. Hinn 28. júlí 1990 kvæntist Gunnar eftirlifandi eiginkonu sinni, Önnu Sigurlínu Steingríms- dóttur, f. 28. júní 1933. Anna átti sjö börn með fyrri manni sínum. Foreldrar hennar voru Steingrím- ur Jónsson, f. 16. júní 1897, d. 15. Nú er komið er kveðjustund, elsku Gunnar. Þegar þú kvaddir þennan heim fagurt sumarkvöld 1. dag júlímán- aðar var sorg í mínu hjarta. Dagana á eftir var mér hugsað til baka þau 18 ár sem ég hef þekkt þig. Árið 1984 kynntust þú og mamma, ég var 18 ára og bjó ennþá í Álftamýrinni hjá mömmu. Það var yndislegt að fylgjast með ykkur öll þessi ár, hamingjan geislaði af ykkur. Alveg frá fyrsta degi urðum við vinir. Þú reyndist mér sem faðir alla tíð og mun ég búa að því alla ævi. Ég er stolt af því að hafa fengið að kynn- ast þér. Þú áttir alltaf til góð ráð ef eitthvað bjátaði á og alltaf tilbúinn að hjálpa, ekki bara mér heldur öll- um kringum þig. Umburðarlyndi þitt og góðmennska var með ein- dæmum, þú varst bara yndisleg persóna, fullur af fróðleik um alla skapaða hluti. Það var mjög gaman að fara með þér og mömmu í ferða- lög um landið, alltaf gastu frætt okkur öll hin um alla mögulega hluti. Sönggleði þín var mikil og eru þeir ófáir kórarnir sem þú hefur sungið með í gegnum tíðina og nú síðast Fóstbræðrakórinn. Það eru ófáar minningarnar sem börnin mín hafa í veganesti um þig enda barn- góður mjög og hændust öll börn að þér. Það hefur alltaf verið svo gott að koma í heimsókn í Álftamýrina til ykkar mömmu eftir að ég flutti að heiman, það er svo gott andrúmsloft þar, þar sem húsráðendur byggja á ást, umhyggju og gagnkvæmri virð- ingu. Ég gæti haldið lengi áfram að telja upp kosti þína enda ókostir fáir ef einhverjir, en læt þetta nægja. Minningin um þig mun lifa í hjörtum okkar um ókomna tíð. Guð blessi þig. Börnum þínum Kristjáni, Tómasi, Önnu og fjöl- skyldum þeirra votta ég mína dýpstu samúð. Elsku besta mamma, megi guð gefa þér styrk í sorg þinni og megi minningarnar veita þér huggun. Rebekka Rós Guðmundsdóttir. Jæja, elsku Gunnar, þá er komið að því að kveðja. Alltaf er það erfitt, þó sérstaklega mann eins og þig sem varst heilsteyptur, umburðar- lyndur með afbrigðum með leyndan húmor. Börn hændust að þér. Alveg sama hvaða börn komu heim til ykk- ar mömmu, alltaf var farið beint í fangið á þér. Þú varst mikið nátt- úrubarn og vissir nöfn á held ég flestum trjám, blómum, vötnum og fjöllum. Þú varst múrarameistari og vannst við múrverk megnið af starfsævinni, vandvirkur og akkúr- at í því sem öðru. Þau voru víst ófá ferðalögin sem þið mamma fóruð í. Höfðu bæði gaman af því að ferðast utanlands sem innan. Mikið af myndum tókstu í þessum ferðum. Svo þegar maður fór að skoða þær læddust alltaf með myndir af steypuskemmdum, hlöðnum veggj- um eða veggjarústum. Ég hugsaði nú með mér að einhverjum hefði þótt þetta skrítnar myndir úr ferða- lagi. En varstu bara ekki að skoða hvernig aðrir unnu eða hvernig múrverk hafði verið unnið áður fyrr? Ekki má gleyma aðal áhugamál- inu, söngnum. Þeir eru víst ófáir kórarnir sem þú hefur verið í um ævina og þá síðast í kór Fóst- bræðra. Einu skiptin sem þú varst með aðfinnslur, þá var það tengt tónlist. Þó heyrði maður þig aldrei segja styggðaryrði um nokkurn mann. Ég á mörg, mörg fleiri falleg minningarbrot en læt þessi duga. Minning þín lifir. Guðrún S. Guðmundsdóttir og börn. Elsku afi. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Kveðja, Þórdís Gyða Magnúsdóttir. Elsku afi Gunnar. Alltaf fannst okkur gaman að koma til Reykja- víkur og hitta þig og ömmu. Í fyrra sumar þegar ég fór í Vindáshlíð komuð þið amma að sækja mig og vinkonu mína á Umferðarmiðstöð- ina. Við fórum í Kringluna að fá okkur að borða. Ég og vinkona mín fengum okkur pizzu en þú sagðist ekki kunna að borða svona mat og brostir og þú fékkst þér hamborg- ara. Elsku Jesú, viltu styrkja ömmu í sorginni og okkur öll hin sem þótti svo vænt um afa. Sara Sjöfn Grettisdóttir og Arnar Gauti Grettisson Elsku besti afi. Það var svo gott að vera hjá þér af því þú varst svo góður. Ég sakna þín. Guð, hjálpaðu okkur að hugga ömmu. Gunnar Róbert Walsh Elsku afi Gunnar. Það var gaman að hlusta á brandarana og sögurnar þínar og svo var gaman að fara með þér í minigolf. Guð geymi þig og huggi ömmu. Guðmundur Jón Magnússon. Elsku afi minn. Mig langar að þakka þér fyrir allar góðu stund- irnar sem ég fékk að njóta með þér, skemmtilegar útilegur, sundferðir og göngutúra. Mér þótti mjög gam- an þegar ég gisti hjá ykkur ömmu og þú varst að lesa úr bókum fyrir mig, gamlan fróðleik og íslenskar gamansögur. Veit ég nú, afi, að þér líður vel og ert ábyggilega farinn að syngja með himnakórnum. Guð geymi þig. Anton Már Óðinsson. Elsku afi Gunnar. Nú ertu farinn og þér líður vel. Takk fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum sam- an. Það var gaman að fara með þér í sund, útilegur og spila. Ég sakna þín. Nú ertu engill og þér líður vel. Í himnakórnum syngur þú bassann þinn. Við söknum þín mikið en vitum að þú ert hér. Guð, viltu hjálpa okkur að hugga ömmu. Kristín Anný Walsh. Elsku afi minn. Það er erfitt að þurfa að kveðja þig svona skjótt en það er fyrir öllu að þjáningar þínar eru búnar. Þær eru margar góðar minningarnar um þig. Mér er þó minnisstæðast þegar þú fórst með mig í stóru rennibrautina í Laug- ardagslauginni þegar ég var lítil. Elsku afi minn, þú verður ávallt í hjarta mínu. „Þegar maður hefir tæmt sig af öllu, mun friðurinn mikli koma yfir hann. Allir hlutir koma fram í tilvistina, og menn sjá þá hverfa aftur. Eftir blóma ævinnar fer hvað eina aftur til upphafs- ins. Að hverfa aftur til upphafsins er friðurinn Það er að hafa náð takmarki tilvistar sinnar. Að ná þessu er að öðlast eilífiðina. Sá sem finnur til eilífðarinnar, nefnist vitur. Sá, sem skynjar ekki eilífðina, veitir ástríðum ráðrúm og verður fyrir ógæfu. Að finna til eilífðarinnar víkkar sálina og lyftir henni. Víðsýnn andi hefur samúð með öllu. Í samúðinni finnst konungdómurinn, í konungdóm- inum himinninn og í himninum Alvaldið. Sá, sem dvelur með Alvaldinu, líður ekki undir lok. Þó að líkaminn leysist sundur, er engin hætta á ferðum.“ (Úr bókinni um veginn eftir Lao-Tse) Þín, Ásta Jóna. Farðu og gáðu! Þetta var rétt fyrir miðnætti föstudags á þjóðhátíð Vestmanna- eyja um miðjan níunda áratuginn. Anna, þáverandi tengdamóðir mín, hafði minnst á að hafa hitt svo assi myndarlegan mann á balli í Reykja- vík helgina áður. Hún var svolítið spennt þegar hún sagði okkur frá þessum dansherra sem dansað hafði við hana hvern dansinn á fætur öðr- um og bauð henni síðan upp á steik í Smiðjukaffi um miðja nótt. Hann vildi hitta hana aftur sem fyrst en þá varð hann að gera sér ferð til Vestmannaeyja á þjóðhátíð, því þar yrði hún helgina á eftir, og skyldi hann bíða hennar við sölubúðina í dalnum þegar kveikt yrði í brenn- unni á Fjósakletti á miðnætti föstu- dags. Tíminn var að renna upp og við sem vorum með henni í brekkunni hvöttum hana óspart til að fara og gæta að hvort hann biði hennar við sjoppuna. Og hann var kominn. Beið eftir henni við gaflinn á sjoppunni, ný- kominn með Herjólfi, náði síðustu ferðinni, en var þó nærri búinn að missa af því tækifæri þar eð hann var síðasti maður um borð og næstu farþegar urðu að bíða ferðar næsta dags. Búinn að tjalda litla tjaldinu sínu í dalnum og stóð þarna með upprúllaða tjalddýnuna til að geta tyllt sér á í brekkunni. Í bjarma brekkunnar sem tendr- uð var á þessari stundu, röltu þau upp brekkuna til okkar og þar bar fundum okkar Gunnars fyrst sam- an. Hlýtt bros og þétt handtak. Auðvitað var hann kominn. Þarna komu eiginleikar Gunnars í ljós, heiðarleikinn og traustið, ef hann sagðist ætla að gera eitthvað, þá stóð hann svo sannarlega við það. Ég hugsaði oft hvílík heppni það skyldi vera að þau fengu að hittast, svo vel kom þeim saman og svo vel vógu þau hvort annað upp, enda áttu þau eftir að eignast mörg sam- eiginleg áhugamál sem þau sinntu svo vel. Í Álftamýrina var alltaf gaman að koma til þeirra, sjaldan ládeyða og lognmolla, því börn þeirra frá fyrri hjónaböndum voru tíu talsins og barnabörnin miklu fleiri. Ég furðaði mig oft á því hvernig hægt væri að koma öllum þessum hópi fyrir í þriggja herbergja íbúðinni, en eld- húsborðið tók endalaust á móti, og virtist eins og stækka með hverjum gesti. Fyrir um áratug skildi leiðir mín- ar og stórfjölskyldunnar en það aftraði Gunnari ekki frá því að koma til mín og rétta mér hjálparhönd við múrverk í nýrri íbúð sem ég hafði fest kaup á ásamt sambýlismanni mínum fyrir þremur árum. Að leiðarlokum vil ég þakka Gunnari fyrir allan þann velvilja og góðmennsku í minn garð alla tíð er leiðir okkar lágu saman. Með honum er genginn mikill öð- lingur sem skildi eftir sig dýrmætar minningaperlur. Þær perlur eru svo sannarlega fjársjóður þeim er voru honum kærir. Ég votta Önnu mína dýpstu sam- úð, svo og börnum Gunnars þeim Tómasi, Kristjáni og Önnu, tengda- börnum, stjúpbörnum og barna- börnum. Guð blessi minningu Gunnars Yngva Tómassonar. Ragnheiður Anna Georgsdóttir. Í dag kveðjum við kæran vin og góðan nágranna. Ljúft er að minn- ast margra samverustunda með Gunnari í Álftamýrinni. Söknuður og tómleiki fylla huga okkar. Þessi stóri, sterki og ljúfi maður varð að láta undan í baráttunni við erfið veikindi, þó trú hans og von væri sterk. Hann kunni svo vel að njóta góðu daganna. Hafði yndi og gaman af ferðalögum með Önnu sinni í góðra vina hópi. Frásagnarlist hans geymist með okkur af góðum gleði- stundum þeirra. Söngurinn var hans líf og yndi, starfið með félögum í Fóstbræðrum átti hug hans allan. Við sendum börnum Gunnars og Önnu og fjölskyldum þeirra hlýjar samúðarkveðjur. Elsku Anna vinkona okkar, miss- ir þinn er mikill. Megi góður Guð styrkja þig og leiða á erfiðum stund- um. Ingimundur Jakobsson. Það er gott að geta horfið frá amstri hversdagsins til söngs enda er söngurinn undursamlegt afl. Hann sameinar og hvetur og gleður sálina. Hann örvar til dáða, auk þess sem hann styrkir vináttubönd GUNNAR YNGVI GUNNARSSON Ég lít til fjalla dáist að landslaginu læt hugann reika skynja nærveru þína svo greinilega ég finn til gleði í hjarta mínu yfir að hafa fengið að ganga nokkur lífsspor með þér EINAR HALLSSON ✝ Einar Hallssonfæddist í Hall- kelsstaðahlíð hinn 14. júlí 1927. Hann lést á Landspítala hinn 30. júní síðast- liðinn og var útför hans gerð frá Kol- beinsstaðakirkju 13. júlí. ég hugsa til baka finn hlýju þína man þegar þú klappaðir á hrokkinn koll minn laumaðir súkkulaðimola mér í hönd ég lít til fjalla hér býr ásýnd þín í dalnum milli tignarlegra fjallanna við kyrrlátt vatnið bjó ætíð hugur þinn þú hefur gengið veginn skilið eftir djúp spor í hjörtum okkar allra. Elsku Einar frændi minn, þakka þér fyrir allt sem þú gafst mér og kenndir. Ég geymi þig í hjarta mér. Hildur Sveinsdóttir. MORGUNBLAÐIÐ tekur minningargreinar til birtingar endurgjalds- laust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1, Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í tölvu- pósti (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höfundar/send- anda fylgi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Birting minningargreina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.