Morgunblaðið - 16.07.2002, Blaðsíða 6
FRÉTTIR
6 ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
EDDA Scheving ball-
ettkennari varð bráð-
kvödd á heimili sínu
sunnudaginn 14. júlí
sl., 66 ára að aldri.
Edda fæddist í
Vestmannaeyjum 19.
febrúar 1936. For-
eldrar hennar voru
Sigurður Scheving
skrifstofustjóri (f. 9.
apríl 1910, d. 10. nóv-
ember 1977) og kona
hans Margrét Schev-
ing (f. 29. júlí 1912).
Hún byrjaði í dans-
námi hjá Sif Þórz
1947, stundaði nám
við Dansskóla Félags
íslenskra listdansara 1948 til 1951
og Listdansskóla Þjóðleikhússins
1952 til 1957. Hún sótti nám í
Kaupmannahöfn 1959 til 1964, tók
ballett- og danskennarapróf frá
Institut Carlsen 1959 og Therpsi-
chore 1960 og sótti þar mörg sum-
arnámskeið síðar auk annarra
námskeiða.
Edda dansaði víða, m.a. í Nýárs-
nótt, fyrstu sýningu Þjóðleikhúss-
ins. Hún stofnaði Ballettskóla
Eddu Scheving 1959 og rak hann
síðan, seinni ár ásamt Brynju,
dóttur sinni og ballettkennara.
Hún aðstoðaði við
uppfærslu í Þjóðleik-
húsinu 1970 til 1980
og tók þátt í listdans-
kynningu í skólum og
víða um land á vegum
menntamálaráðuneyt-
isins 1969 til 1971.
Hún var einn af stofn-
endum DSÍ og í
stjórn frá stofnun
1963 og þar af gjald-
keri til 1969, í stjórn
Bandalags íslenskra
listamanna 1970 til
1978 og þar af gjald-
keri frá 1970 til 1974,
ritari Félags íslenskra
listdansara 1966 til
1970 og formaður 1970 til 1976,
fulltrúi Félags íslenskra listdans-
ara á Listahátíð frá 1970 og í
stjórn Listdanssjóðs Þjóðleikhúss-
ins frá stofnun 1980. Hún var
fyrsti framkvæmdastjóri Íslenska
dansflokksins og einn af stofnend-
um KR-kvenna þar sem hún
gegndi m.a. formennsku, en hún
var einnig félagi í Lionsklúbbnum
Eir.
Eiginmaður Eddu var Heimir
Guðjónsson en þau skildu. Þau
eignuðust tvær dætur, Hörpu og
Brynju.
Andlát
EDDA
SCHEVING
Edda
Scheving
RAGNAR Tómasson, lögfræð-
ingur og talsmaður hluthafa
Fréttablaðsins, segir að fyrr-
verandi starfsmaður Frjálsrar
fjölmiðlunar hafi átt við hug-
búnað Fréttablaðsins með þeim
afleiðingum að útreikningar á
launum blaðbera hafi tafist. Þó
sé þegar búið að greiða þeim út
u.þ.b. 10 milljónir. Gunnar Þór
Þórarinsson hdl., lögmaður
starfsmannsins, vísar ásökunum
á bug, segir þær fáránlegar og
að um staðlausa stafi sé að
ræða.
Að sögn Ragnars Tómassonar
virkaði ekki hugbúnaðurinn sem
notast hefur verið við í sam-
bandi við dreifingu og málefni
blaðbera Fréttablaðsins, út-
reikning launa og svo framveg-
is, þegar unnið var að því að
koma blaðinu út aftur. Þá hefði
komið í ljós að fyrrverandi
starfsmaður Frjálsrar fjölmiðl-
unar, sem unnið hefði fyrir fé-
lagið að þessum hugbúnaði,
hafði sett svonefnda „tíma-
sprengju“ í hugbúnaðinn með
þeim afleiðingum að kerfið hefði
lamast. Hann hefði viljað fá
peninga fyrir að koma kerfinu í
lag. Um fjárhæðina hefði ekki
samist. Ragnar Tómasson segir
að þetta hafi komið sér baga-
lega fyrir fyrirtækið en úr þeim
vandamálum sé að mestu búið
að vinna. Maðurinn eigi ekki
hugbúnaðinn heldur hafi unnið
hann fyrir fyrri eigendur. Í
kaupsamningi um Fréttablaðið
hafi verið tekið skýrt fram að
með í sölunni fylgdi allur hug-
búnaður sem við blaðið hefði
verið notaður. Ef fyrri eigendur
skulduðu honum laun gæti hann
væntanlega lýst launakröfum
sínum í Ábyrgðarsjóð launa.
Gunnar Þór Þórarinsson hdl.,
lögmaður umrædds starfs-
manns, vísar ásökununum á bug
og segir þær vart svara verðar.
Hann segir að umbjóðandi sinn
hafi aldrei starfað hjá Frétta-
blaðinu heldur verið starfsmað-
ur Frjálsrar fjölmiðlunar ehf.
og unnið tölvuforrit fyrir Póst-
flutninga ehf., eitt af fyrirtækj-
um eigenda FF. Þetta tölvu-
forrit haldi utan um dreifingu á
fjölmiðli, ekki sérstaklega
Fréttablaðinu, og hafi hann
útbúið það að öllu leyti í frítíma
sínum, á kvöldin og um helgar.
Í vetur hafi hann hins vegar
hætt störfum fyrir FF og hafið
störf hjá DV en af greiðvikni
hafi hann þó aðstoðað áfram við
rekstur á kerfinu. Hann hafi
aldrei fengið greiðslu fyrir og
því hafi gildistími leyfisins
runnið út. Mánaðarlega frá ára-
mótum hafi birst tilkynning
þess efnis í kerfinu og því hafi
starfsmenn Fréttablaðsins vel
vitað um virkni forritsins, en
umbjóðandi sinn hafi haldið
kerfinu opnu mánuð í senn. Um
síðustu mánaðamót hafi blaðið
ekki komið út og því hafi menn
hugsanlega ekki séð tilkynn-
inguna fyrr en byrjað hafi verið
að vinna að útgáfu blaðsins á
ný. Hann opnaði þó kerfið í eina
viku svo hægt væri að gera upp
laun blaðbera að ósk Frétta-
blaðsins. Að þeim tíma loknum
hafi verið lagst á umbjóðanda
sinn og sagt að ef hann opnaði
ekki kerfið bakaði hann sér
refsi- eða skaðabótaábyrgð.
Hann hafi ekki vitað og viti ekki
hver eigi Fréttablaðið og honum
hafi ekki verið ljóst hvort hon-
um bæri eða hvort hann mætti
athafna sig fyrir menn sem
segðust hafa keypt Fréttablað-
ið. Þegar fyrirtæki séu komin í
gjaldþrot líkt og FF, fyrrver-
andi eigandi Fréttablaðsins, sé
nú í, fari skiptastjóri með málið
og hann sé í raun sá eini sem
hefur heimild til að ákveða eitt-
hvað í þessa veru.
Deilt um hug-
búnaðarkerfi
Fréttablaðsins
„ÉG VAR alltaf dálítið feiminn
við þessi orð, einvígi aldarinnar.
Mér fannst þetta bera keim af
auglýsingaskrumi,“ segir Guð-
mundur G. Þórarinsson, sem var
forseti Skáksambands Íslands
þegar einvígi Spasskíjs og Fisc-
hers var haldið árið 1972. Á
sunnudaginn var opnuð sýning í
Þjóðmenningarhúsinu undir yf-
irskriftinni Skákarfur Íslendinga
og einvígi aldarinnar. Nú eru
slétt þrjátíu ár frá því einvígið
var haldið og Boris Spasskíj mun
koma hingað til lands og taka
þátt í alþjóðlegu málþingi 10.
ágúst um einvígið.
„En ég er orðinn þeirrar skoð-
unar,“ heldur Guðmundur áfram,
„eftir að hafa hugsað þetta meira
og hitt fleiri útlendinga, að þetta
sé ekki bara einvígi aldarinnar
heldur nánast einvígi allra tíma.
Raunveruleikinn hefur ekki efni
eða burði til þess að láta svona
atburð endurtaka sig. Þarna var
allt, heimurinn klofinn í kommún-
isma og kapítalisma með stór-
veldin Bandaríkin og Sovétríkin.
Og svo þessir einstaklingar frá
stórveldunum, fjandmenn og vinir
í senn. Annar uppalinn af sovét-
kerfinu og fulltrúi risaveldis sem
gerði skákina að þjóðaríþrótt.
Hinn einstæðingur sem stóð einn
gegn kerfinu, og síðan þessi
mannlegi harmleikur sem ein-
kennt hefur líf hans. Svona getur
ekki gerst aftur. Þetta var einvígi
allra tíma,“ segir Guðmundur.
Lewis-taflmennirnir elstu nú-
tímataflmennirnir í heiminum
Á sýningunni í þjóðmenningar-
húsinu verða til sýnis gripir sem
tengjast einvígi Spasskíjs og
Fischers. Guðmundur segir þarna
einnig vera að finna merka muni
frá eldri tíð, s.s. hneftaflið og
einnig gripi og bækur sem Daniel
Willard Fiske gaf Landsbókasafn-
inu.
„Einn merkilegasti gripurinn
er Lewis-taflið. Þetta eru tafl-
menn sem voru grafnir upp á eyj-
unni Lewis við Skotland en þeir
eru taldir vera frá 12. öld og
frummyndin er geymd á British
Museum og talin til dýrgripa.
Fornleifafræðingar telja að þessir
taflmenn séu komnir frá Íslandi.
Og það er alveg stórmerkilegt
mál ef rétt er vegna þess að þetta
eru elstu taflmenn í heiminum
sem vitað er um sem líta út eins
og nútímataflmenn.“
Guðmundur tekur fram að
hingað til hafi menn álitið að
skáklistin hafi borist til Íslands
frá Bretlandi en ekki frá Noregi.
Þetta hafi menn talið vegna þess
að nöfn taflmannanna íslensku
eru eins og þeirra bresku en á
hinum Norðurlöndum séu nöfnin
önnur. „En nú velta menn auðvit-
að fyrir sér hvort þetta hafi verið
öfugt, þ.e. að skáklistin hafi bor-
ist frá Íslandi til Bretlands. Og ég
gerðist raunar svo djarfur í tölu
minni að varpa fram þeirri kenn-
ingu eða hugmynd að það kynni
að vera að Íslendingar hefðu
komið til Norðurálfu með skák-
taflið, sbr. kenningar Barða Guð-
mundssonar, og að biskuparnir
íslensku hafi talið eðlilegra að
taflmaðurinn sem stendur næst
kóngi og drottningu héti biskup.
Það heiti á þessum taflmanni er
bara til á íslensku og ensku.“
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Guðmundur G. Þórarinsson var forseti Skáksambandsins þegar einvígið var haldið árið 1972.
„Þetta var einvígi allra tíma“
Voru elstu nútímataflmennirnir smíðaðir á Íslandi?
LÖGREGLAN á Patreksfirði er með
til rannsóknar skemmdarverk fyrir
utan félagsheimilið á Patreksfirði
þegar maður braut rúðu í lögreglubíl
þegar hann ætlaði að ná til slasaðs
manns í bílnum. Sá hafði fengið
áverka á dansleik sem haldinn var í
félagsheimilinu. Að sögn sýslumanns-
ins á Patreksfirði var lögregla kölluð
út þar sem talið var að einn gesta
þyrfti á aðhlynningu að halda eftir að
slagsmál brutust út innandyra. Þegar
lögreglan kom á staðinn fór maðurinn
inn í lögreglubílinn en var eltur af öðr-
um út af dansleiknum og kýldi hinn
síðarnefndi í gegnum rúðu lögreglu-
bílsins. Lögreglunni hefur ekki borist
kæra vegna líkamsárásarinnar en
hefur upplýst skemmdarverkin.
Braut rúðu í
lögreglubíl
ALVÖRU SPORTBÍLL Á FRÁBÆRU VERÐI. Aðeins einn
bíll á landinu. Tilboðsverð 2.530.000 kr. á þessum einstaka sýningarbíl.
Komdu á Nýbýlaveginn strax í dag og skoðaðu bílinn eða fáðu allar
upplýsingar á www.toyota.is
CELICA T SPORT
ÍS
LE
NS
KA
A
UG
LÝ
SI
NG
AS
TO
FA
N
EH
F/
SI
A.
IS
T
OY
1
82
88
0
7.
20
02
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur
hefur framlengt, til 16. október,
gæsluvarðhald yfir þremur sakborn-
ingum sem grunaðir eru um aðild að
innflutningi á 30 kg af hassi til lands-
ins sem lögregla og tollverðir lögðu
hald á í mars síðastliðnum. Rann-
sókn lögreglunnar í Reykjavík á
málinu er lokið og er embætti ríkis-
saksóknara með það til áframhald-
andi meðferðar.
Gæsluvarðhald
framlengt í
hassmáli
♦ ♦ ♦