Morgunblaðið - 16.07.2002, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 16.07.2002, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ HANNA Kristín Ólafsdóttir er í haust að hefja nám á þriðja ári í læknisfræði í Debrecen í Ungverja- landi. Hún segir að vinir og ætt- ingjar hafi orðið dálítið undrandi þegar hún tilkynnti þeim fyrir rúm- um tveimur árum að hún og frænka hennar, Kristín Lilja Eyglóardóttir, hefðu ákveðið að hefja nám í lækn- isfræði í Ungverjalandi. Hanna starfaði þá á leikskóla í Reykjavík og Kristín hafði nýlokið stúdents- prófi og starfaði í Reykjavík. Hún segir að sjálfsagt hafi sumir haft efasemdir um að þessi áform ættu eftir að skila miklum árangri, en þær frænkur hefðu nú sannað það fyrir sjálfum sér og öðrum að þær ættu fullt erindi í þetta nám. Læknaskólinn í Debrecen var stofnaður af Kalvínistum á 16. öld, en var í fyrra sameinaður háskól- anum í borginni. Fyrir um 15 árum var stofnuð sérstök deild innan læknaskólans fyrir útlendinga sem áhuga höfðu á því að nema lækn- isfræði. Í upphafi var hún aðallega sótt af bandarískum nemendum, en Hanna sagði að Bandaríkjamönnum hefði fækkað að undanförnu. 8.000 dollarar í skólagjöld „Nú kemur stærstur hluti nem- endanna frá Noregi og Ísrael en þarna eru líka nemendur frá Sví- þjóð, Íslandi, Ástralíu, Kanada, Ind- landi, Máritaníu og fleiri löndum. Um 70% nemenda í erlendu deild- inni eru frá Noregi. Ástæðan fyrir þessu er sú að norska ríkið hefur stutt afar vel við bakið á nemend- unum. Það lánar þeim fyrir öllum skólagjöldum og þetta „lán“ þurfa nemendurnir ekki að borga til baka nema þeir hætti námi. Norska ríkið borgar einnig tvær ferðir á ári fyrir nemana heim til Noregs.“ Erlendir stúdentar sem stunda læknanám í Debrecen þurfa að greiða 8.000 dollara í skólagjöld á ári, en það eru um 690 þúsund krón- ur miðað við núverandi gengi. Lána- sjóður íslenskra námsmanna lánar ekki fyrir skólagjöldum námsmann- anna í Debrecen fyrr en á fjórða ári og lán til framfærslu eru aðeins greidd ef nemendur ná prófum. Hanna sagði að þetta setti talsverða pressu á Íslendingana sem þarna eru við nám. „Mér finnst ég sjá það dálítið á námi norsku nemendanna að þeir búa við aðrar fjárhagslegar aðstæður en við. Þeir þurfa ekkert að hafa áhyggjur af skólagjöldunum og það skiptir þá ekki öllu máli hvort þeir ná strax tilskildum ár- angri því þeir geta alltaf reynt aft- ur. Reyndar hafa norsk stjórnvöld ákveðið að hætta að greiða skóla- gjöldin, m.a. vegna þess að þau vilja geta stjórnað því hve margir Norð- menn stunda læknisnám. Skólinn hefur þá reglu að ef nem- endur ná vissri meðaleinkunn á önn er gefinn 1.000 dollara afsláttur af skólagjöldum. Þetta er auðvitað mjög hvetjandi og ég hef tvívegis náð þessu marki,“ sagði Hanna. Miklar kröfur Öll kennsla í erlendu deildinni í skólanum fer fram á ensku en nem- endur eru einnig skyldaðir til að stunda nám í ungversku. Hanna sagðist vera ánægð með skólann í Debrecen. Námið væri gott og kenn- ararnir gerðu miklar kröfur til nem- endanna. „Við byrjuðum um 110 á fyrsta ári og í fyrravetur voru um 80–90 enn við nám. Annað námsárið er mjög erfitt og ég á ekki von á að það verði nema 40–50 nemendur sem hefji nám á þriðja ári í haust.“ Níu Íslendingar voru við nám í Debrecen í fyrravetur. Einn Íslend- ingur hefur lokið námi við skólann og er núna við læknisstörf hér á landi. Annar nemandi lýkur námi við skólann á þessu ári. Hanna sagði að þeir hefðu ekki átt í neinum erf- iðleikum með að fá námið í Debre- cen viðurkennt. Miklar framfarir í Debrecen Debrecen er önnur stærsta borgin í Ungverjalandi en þar búa tæplega 300 þúsund manns. Hanna sagði að miklar breytingar hefðu orðið þar á síðastliðnum árum. „Norsk vinkona mín, sem hóf nám við skólann fyrir sex árum, sagði mér að hún hefði orðið fyrir hálfgerðu sjokki þegar hún kom fyrst til Debrecen. Borgin hefði verið afar skammt á veg kom- in efnahagslega. Í borginni var ekkert bíó, ekkert kaffihús og mest- öll verslun var í höndum „kaup- mannsins á horninu“. Þetta hefur breyst mikið. Á síðustu tveimur ár- um hafa verið byggðir tveir risa- stórir stórmarkaðir og ein versl- unarmiðstöð þar sem eru m.a. kaffihús, bíó og McDonald’s ham- borgarastaður. Miklar framfarir eru að verða á öllum sviðum. Mið- bærinn hefur verið endurbættur og fegraður. Verið er að byggja nýjan yfirbyggðan íþróttaleikvang o.s.frv. Þessar miklu breytingar hafa hins vegar leitt til þess að það er mikið kynslóðabil í Ungverjalandi. Unga fólkið er í tískufatnaði og gengur um í Nike-skóm, notar farsíma og hlustar á sömu tónlist og horfir á sömu bíómyndir og unglingar í Vestur-Evrópu gera. Miðaldra fólk og gamalt fólk ólst hins vegar upp við allt aðrar aðstæður og það held- ur auðvitað áfram að lifa að nokkru leyti svipuðu lífi og það hefur gert. Eldra fólkið heldur t.d. áfram að kaupa grænmeti á markaðnum, kjöt í kjötbúðinni, mjólk í mjólkurbúð- inni og brauð í bakaríinu þó að stór- markaðirnir bjóði þetta allt á einum stað. Fer að kaupa í matinn með 500 krónur í vasanum Það er líka mikil misskipting inn- an landsins og vestari hluti þess er mun ríkari en austari hlutinn. Verð- lag í Búdapest er t.d. hærra en í Debrecen og húsnæðisverð er miklu hærra. Vegakerfið í vesturhluta Ungverjalands er líka miklu betra en í eystri hlutanum. Það er t.d. ekki malbikaður vegur alla leið milli Debrecen og Búdapest þó að þetta séu tvær stærstu borgir landsins.“ Verðlag í Ungverjalandi er allt annað en á Íslandi. „Það nægir al- veg fyrir mig að fara með 500 krón- ur á markaðinn til að kaupa í mat- inn,“ sagði Hanna. „Þegar uppskerutíminn er í hámarki kostar kílóið af vínberjum 15 krónur og kílóið af jarðarberjum 30 krónur. Rauðvínsflaska kostar 80 krónur. Miði í bíó kostar um 200 krónur sem er frekar mikið í ljósi þess að það kostar aðeins 60 krónur fyrir há- skólanema að fara í óperuna. Ham- borgari er líka frekar dýr, kostar um 200 krónur. Ég geri mikið af því að fara á markaðinn, enda eru matvörur þar almennt ódýrari en í stórmörk- uðunum. Þar eru bændurnir sjálfir með vörur sínar. Fyrir utan græn- meti og ávexti er líka hægt að kaupa þar lifandi hænu og lifandi kálf í matinn. Reyndar hefur verðlag í Debre- cen hækkað talsvert síðustu ár.“ Eins og nærri má geta eru laun í Ungverjalandi mun lægri en á Vesturlöndum. Hanna nefndi sem dæmi að ungur kennari við Lækna- skólann væri með um 25 þúsund krónur í mánaðarlaun. Kona sem ynni á kassa í stórmarkaði væri með um 10 þúsund krónur á mánuði í laun. „Fólk þarf auðvitað að vera út- sjónarsamt til að komast af. Flestir rækta grænmeti í garðinum sínum og margir eru þar líka með hænur. Það er samt líka til ríkt fólk í Debrecen. Sá sem leigði mér hús- næði síðustu tvo vetur átti nokkrar íbúðir sem hann leigði fyrir u.þ.b. 30 þúsund krónur á mánuði. Hann gat leyft sér að fara til útlanda og átti dýran bíl. Fyrir Íslendinga hljóma 30 þús- und krónur í húsaleigu ekki sem há upphæð, en þetta er í mjög mörgum tilvikum meira en það sem margir í Ungverjalandi verða að sætta sig við að fá í mánaðarlaun. Að sjálf- sögðu eru Ungverjar ekki rukkaðir um svona háa húsaleigu. Þeir greiða nálægt fjögur þúsund krónum í leigu á mánuði, en í mörgum til- vikum er það fyrir mun verra hús- næði en erlendu námsmennirnir leigja. Þarna eru t.d. risastórar blokkir, sem kallaðar eru „Rússa- blokkir“, sem Ungverjar leigja en ég gæti ekki hugsað mér að búa í þeim.“ Fyrir utan húsaleigu þurfa nem- endur að greiða fyrir rafmagn og gas, en gasreikningurinn getur orð- ið nokkuð hár yfir köldustu vetrar- mánuðina. Þá fer frostið í 15 stig, en yfir sumarið er yfir 30 stiga hiti. Hanna sagði að sér líkaði vel við Ungverja og hún sagðist hafa reynt að leggja sig fram um að kynnast þeim og landinu. „Fyrst þegar ég kom til Debrecen tók ég eftir að allir voru að kaupa blóm til þess að fara með í kirkjugarðinn. Ég hélt fyrst að það væri einhvers konar hátíð- isdagur, en svo komst ég að því að það er einfaldlega siður í landinu að fara með blóm í kirkjugarðinn a.m.k. einu sinni í viku. Ungverjar eru líka mjög duglegir. Markaðurinn er opnaður klukkan sex á morgnana og þá strax eru kon- urnar mættar til þess að kaupa í matinn áður en þær fara í vinnuna. Það er líka mjög fallegt í Ung- verjalandi og Búdapest er fallegasta borg sem ég hef séð. Dóná rennur í gegnum borgina og þar eru afar fal- legar gamlar byggingar,“ sagði Hanna að lokum. Níu Íslendingar stunda læknis- nám í Debrecen í Ungverjalandi Morgunblaðið/Arnaldur Hanna Kristín Ólafsdóttir starfar á Skjóli í sumar en í haust heldur hún áfram námi í læknisfræði í Ungverjalandi. Það er þriðja námsár hennar. Miklar kröf- ur gerðar til nemendanna Hanna segir að kennslan í Læknaskólanum í Debrecen sé góð og miklar kröfur séu gerðar til nemenda. Níu Íslendingar stunda þar nám. Níu Íslendingar stund- uðu í fyrra nám í lækn- isfræði í Læknaskól- anum í Debrecen í Ungverjalandi og búist er við að þeim fjölgi í ár. Hanna Kristín Ólafs- dóttir er ánægð með skólann og segir að nám- ið sé gott og miklar kröf- ur gerðar til nemenda.  HINN 15. júní sl. varði Ómar H. Kristmundsson doktorsritgerð á sviði opinberrar stjórnsýslu og stefnugreiningar við University of Connecticut í Bandaríkjunum. Doktorsritgerð Ómars nefnist „Reinventing Go- vernment in Ice- land: A Case Study of Public Management Re- form“. Ritgerðin fjallar um stefnu fjármálaráðu- neytisins, „Ný- skipan í ríkisrekstri“, sem mótuð var í upphafi síðasta áratugar. Stefna þessi var í anda breytinga sem höfðu átt sér stað hjá stjórnvöldum víða um heim og kenndar hafa verið við hina nýju opinberu stjórnun. Þessar breytingar eiga rætur að rekja til kenninga sem áberandi hafa verið sl. áratugi innan stjórnmálahagfræð- innar (sérstaklega kenninga um al- mannaval og umboðsvanda) og stjórnunarfræða (sérstaklega stjórnunarhyggju). Nýskipunar- stefnan fólst m.a. í breytingum á fjármálastjórnun og fjárlagagerð, nýju lagaumhverfi í starfsmanna- málum ríkisins, nýju launakerfi, ár- angursstjórnun, samningsstjórnun og verkefnavísum. Alþjóðlegt sam- starf OECD ríkjanna á sviði op- inberrar stjórnunar hafði umtals- verð áhrif á mótun stefnunnar auk þess sem fjármálaráðuneytið leitaði að fyrirmyndum hjá Dönum, Bret- um og Bandaríkjamönnum. Markmið rannsóknarinnar var að meta áhrif aðstæðubundinna þátta á framkvæmd stefnunnar, þar á meðal áhrif stjórnsýslulegra sérkenna. Rannsóknin, sem náði til tímabilsins 1991-1998, fólst í ferilathugun og greiningu á einstökum þáttum stefn- unnar. Notaðar voru megindlegar og eigindlegar rannsóknaraðferðir. Niðurstöður benda til að árangur umbótaverkefna fari að verulegu leyti eftir því hve vel þau eru sam- hæfð sérkennum og hefðum í stjórn- un og stjórnsýslu, pólitískri stað- festu og viðleitni til að endurmeta og þróa verkefnin. Aðalleiðbeinandi Ómars var próf. David B. Walker við University of Connecticut. Ómar er fæddur 1958. Foreldrar hans eru þau Krist- mundur J. Sigurðsson og Svava Þórðardóttir. Eiginkona Ómars er Steingerður Sigurbjörnsdóttir barnalæknir og eiga þau tvær dæt- ur, Hrafnhildi og Helgu. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð 1978, BA-prófi í upp- eldis- og félagsfræði 1983, kennslu- réttindanámi 1984 og MPA-námi frá University of Connecticut 1992. Óm- ar hefur starfað sem sérfræðingur hjá fjármálaráðuneytinu og stunda- kennari við Háskóla Íslands. Ómar vinnur nú ásamt nokkrum öðrum höfundum að ritun sögu Stjórnar- ráðs Íslands. Doktor í stjórnsýslu Ómar H. Kristmundsson ♦ ♦ ♦ UNNIÐ er að því að nettengja alla grunnskóla í Reykjavík saman og fá allir grunnskólanemendur í 5. til 10. bekk eigið netfang, en stefnt er að því að framkvæmdin verði orðin að veruleika um áramót. Jón Ingvar Valdimarsson, deildar- stjóri tölvudeildar Fræðslumið- stöðvar Reykjavíkur, segir að skóla- netið sé komið í alla grunnskóla borgarinnar og eigi öll þjónusta við það að vera hjá Fræðslumiðstöðinni. Um 10.000 krakkar séu í 5. til 10. bekk og fái hver sitt aðgangsorð og eigin heimasíðu. Haustið verði notað til að þjálfa börnin og aðlaga þau breyttu umhverfi en gert sé ráð fyrir að þau verði komin með eigið net- fang um áramót. Grunnskóla- nemar fá eig- ið netfang
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.