Morgunblaðið - 16.07.2002, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚLÍ 2002 47
DAGBÓK
Barnamyndatökur verð frá kr. 6.000
Innifalið 1 stækkun 30x40 cm í ramma,
aðrar stækkanir að eigin vali,
með allt að 50% afslætti
Ljósmyndastofan Mynd, sími 565 4207.
Ljósmyndastofa Kópavogs, sími 554 3020.
Tilboð í júlí og ágúst
kr. 7.900
ÚTSALA
20-50%
afsláttur
Ullarkápur
Leðurkápur
Regnkápur
Vínilkápur
Sumarúlpur
Vindjakkar
Háttar og húfur
Mörkinni 6, sími 588 5518,
Opnum kl. 9 virka daga
laugard. kl. 10—15
VIÐ sáum frumleg tilþrif
hjá Króatanum Matija Senk
í þætti sunnudagsins, en í
dag er makker hans í sviðs-
ljósinu. Sá heitir Metod
Gantar og er engu minni
áhættuspilari. Feðgarnir
Karl Sigurhjartarson og
Snorri Karlsson mættu
þessu pari í 13. umferð EM.
Suður gefur; NS á hættu
Norður
♠ KG1074
♥ 5
♦ K8542
♣43
Vestur Austur
♠ Á9853 ♠ --
♥ 7 ♥ KG109843
♦ 63 ♦ D7
♣ÁK862 ♣DG97
Suður
♠ D62
♥ ÁD62
♦ ÁG109
♣105
Vestur Norður Austur Suður
Karl Senk Snorri Gantar
-- -- -- 1 tígull
1 spaði 2 tíglar 2 hjörtu Pass
3 lauf Pass 3 hjörtu Pass
Pass 4 tíglar Dobl ! 4 spaðar !?
Dobl 5 tíglar Dobl Allir pass
Sagnir eru blátt áfram og
nánast sjálfgefnar þar til
Snorri fær þá hugdettu að
dobla fjóra tígla. Sú ákvörð-
un er vel heppnuð, því samn-
ingurinn næst tvo niður ef
vörnin tekur tvær spaða-
stungur – sem er einfalt eft-
ir doblið. En þá fékk Gantar
hugljómum. Hann þóttist
vita að makker sinn ætti
mikinn spaða og spurði
Snorra meðal annars ítrek-
að hvort innákoma Karls
gæti verið byggð á fjórlit.
Snorri taldi það nánast úti-
lokað, en samt sagði Gantar
fjóra spaða. Þegar litið er á
hendur NS er sá samningur
auðvitað nokkuð góður, en
5-0 legan er meira en sagn-
hafi ræður við.
Ef vörnin hamrar út laufi
við öll tækifæri fara fjórir
spaðar tvo niður, sem er
sama niðurstaða og í fjórum
tíglum. En Senk skildi ekki
hvað makker hans var að
fara og breytti í fimm tígla.
Þar uppskáru feðgarnir 800
og 11 IMPa, því á hinu borð-
inu höfðu Bjarni Einarsson
og Þröstur Ingimarsson
spilað sama samning ódo-
blaðan!
E.S. Varla þarf að taka
fram að Gantar húðskamm-
aði Senk fyrir að taka út úr
fjórum spöðum, en mig
grunar að Senk hafi gert það
af „etískum“ ástæðum, því
hann hafði í raun kjaftað frá
spaðastyrk sínum með hiki í
fyrri sögnum, bæði yfir ein-
um spaða og eins yfir þrem-
ur hjörtum.
BRIDS
Umsjón Guðmundur Páll
Arnarson
Árnað heilla
1. e4 c5 2. c3 e6 3. d4 d5 4.
exd5 exd5 5. Rf3 Rc6 6. Be3
cxd4 7. Rxd4 Bd6 8. Be2 Rf6
9. O-O O-O 10. Rd2 He8 11.
He1 a6 12. Rf1 Re5 13. Bg5
h6 14. Bh4 Rg6 15. Bg3 Bc5
16. Bf3 Hxe1 17. Dxe1 Db6
18. Rb3 Bf5 19. Rxc5 Dxc5
20. Dd2 Re4 21. Bxe4 dxe4
22. He1 Dc6 23. Dd4 He8 24.
c4 Rf8 25. Re3 Bg6
26. Rd5 Re6 27. Dc3
f6 28. Hd1 Rc5 29.
Rb4 Dc8 30. Hd6 e3
31. f3 e2 32. h3 Ra4
33. Dd2
Staðan kom upp á
öðru bikarmóti
FIDE sem lauk fyrir
skömmu í Moskvu.
Ruslan Ponomarjov
(2743) hafði svart
gegn Nikolai Vlas-
sov (2462). Heims-
meistarinn knúði
fram mannsvinning
með einfaldri fléttu:
SKÁK
Umsjón Helgi Áss
Grétarsson
Hvítur á leik.
33...e1=D+! 34. Bxe1
Hxe1+ 35. Kh2 He8 36. Rd5
Df5 37. Hd7 De5+ 38. f4
Dxb2 39. Re7+ Kh7 40. Dd5
Rc3 41. Dxb7 Dxb7 42.
Hxb7 Be4 43. Ha7 Hb8 44.
f5 Hb2 45. Kg3 Hxa2 46.
Kf4 Bxg2 47. Ke3 Re4 48.
Rd5 h5 49. Rf4 Rd6 50.
Rxh5 Rxf5+ 51. Kd3 Ha3+
52. Kd2 Kh6 53. Rf4 Be4 54.
c5 g5 55. Re6 Hd3+ 56. Ke1
Rd4 57. Hxa6 Kg6 58. h4
Rxe6 59. Hxe6 og hvítur
gafst upp.
80 ÁRA afmæli. Í dag,þriðjudaginn 16. júlí,
er áttræður Jóhann Waage,
trésmíðameistari, Borgar-
braut 65a, Borgarnesi. Eig-
inkona hans er Guðrún
Björg Björnsdóttir. Þau
verða að heiman í dag.
Morgunblaðið/Jim Smart
Þessar duglegu stúlkur söfnuðu 5.710 kr. til styrktar
Barnaspítala Hringsins og börnum sem þar dveljast. Þær
heita Lilja Arnardóttir, Íris Katla Guðmundsdóttir og Snæ-
dís Guðmundsdóttir.
Hlutavelta
STJÖRNUSPÁ
eft ir Frances Drake
KRABBI
Afmælisbörn dagsins:
Þér er mjög umhugað um
þau málefni sem fanga huga
þinn. Þú ert mjög hlý(r) við
þá sem þú elskar. Á lífsleið-
inni muntu hlaupa á eftir
rómantíkinni á óvenjulegan
og spennandi máta.
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Persónulegt samtal mun fara
í taugarnar á þér. Sumt af
þessum pirringi er vegna við-
bragða þinna.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Einhver á vinnustað, kannski
kona, veitir þér minniháttar
fyrirstöðu þegar þú kemur
með tillögur. Leggðu þig
fram um að vera kurteis við
þessa manneskju og veita
henni athygli svo þú náir að
vinna hana á þitt band.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Fjárhagsstaðan setur þér
skorður í samskiptum þínum
við börn eða í ástarlífinu.
Hafðu hugfast að þetta eru
hvort tveggja svið þar sem
fólk vill fremur hjarta þitt en
peninga.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Kvenkyns fjölskyldumeðlim-
ur gæti reynt á þolrifin hjá
þér í dag. Líttu á þetta sem
tækifæri fyrir þig til að æfa
þig í þolinmæði.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Þú munt að líkindum komast
að leyndarmáli um einhvern í
dag. Þú skalt ekki hrapa að
ályktunum heldur kanna
hvað sé hæft í málinu áður en
þú gleypir við því.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Þú ert í meiri samskiptum við
vini þína þessa dagana en
venjulega. Þetta kostar þig
bæði tíma og peninga en þú
munt uppskera ávöxtinn af
samskiptunum seinna meir.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Þú skalt sýna sjálfsöryggi
þegar þú ert í samskiptum við
fólk í valdastöðum í dag.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Þú munt fá tækifæri til að
fræðast af þeim sem eru þér
vísari. Ekki láta þetta tæki-
færi til að bæta þig og líf þitt,
renna þér úr greipum.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Ræddu við einhvern varðandi
fjármálin. Þú getur ekki grip-
ið til aðgerða fyrr en þú veist
allar staðreyndir málsins.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Nánir vinir þínir hvetja þig til
að ræða við yfirmann þinn um
eitthvað sem er þér mikil-
vægt.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Manneskja sem kemur langt
að kann að verða þér upp-
spretta upplýsinga sem munu
bæta starf þitt í dag.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Þú ert rómantísk manneskja
og í dag verður þessi eigin-
leiki þinn áberandi. Vertu
óhrædd(ur) við að sýna öðr-
um að þér þyki vænt um þá.
Stjörnuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
LJÓÐABROT
MÓÐURÁST
Fýkur yfir hæðir og frostkaldan mel.
Í fjallinu dunar, en komið er él.
Snjóskýin þjóta svo ótt og svo ótt.
Auganu hverfur um heldimma nótt
vegur á klakanum kalda.
Hver er in grátna, sem gengur um hjarn,
götunnar leitar – og sofandi barn
hylur í faðmi og frostinu ver,
fögur í tárum? En mátturinn þver.
Hún orkar ei áfram að halda.
„Sonur minn góði, þú sefur í værð,
sérð ei né skilur þá hörmunga stærð,
sem að þér ógnar og á dynja fer.
Eilífi guðssonur, hjálpaðu mér
saklausa barninu að bjarga.
Sonur minn blíðasti, sofðu nú rótt.
Sofa vil ég líka þá skelfingarnótt.
Sofðu. Ég hjúkra og hlífi þér vel.
Hjúkrar þér móðir, svo grimmasta él
má ekki fjörinu farga.“
Jónas Hallgrímsson.
75 ÁRA afmæli. Í dag,þriðjudaginn 16. júlí,
er 75 ára Halldór Helgason
bókbindari. Í tilefni af af-
mælinu er vinum og vanda-
mönnum boðið að þiggja
veitingar í samkomusal á 1.
hæð Hjúkrunarheimilisins
Eirar í dag milli kl. 15 og 18.
60ÁRA afmæli. Á morg-un, miðvikudaginn
17. júlí, verður sextugur
Bjarni Einarsson, Hæli,
Gnúpverjahreppi. Bjarni og
Bogga taka á móti gestum í
félagsheimilinu Árnesi á af-
mælisdaginn milli kl. 19–23.
FRÉTTIR
Nafn og kynning
höfundar féllu niður
Þau leiðu mistök urðu við vinnslu
greinarinnar Hrafntinnuflutningur í
sunnudagsblaði Morgunblaðsins að
nafn og kynning höfundar greinar-
innar komu ekki fram í blaðinu.
Hlutaðeigendur eru beðnir afsökun-
ar á þessum mistökum. Höfundar-
kynningin átti að hljóða svo:
„Höfundur þessarar greinar, Jón
Sigurgeirsson, fæddist að Helluvaði
í Mývatnssveit 14. apríl 1909, og
andaðist á Akureyri 11. september
árið 2000. Jón skrifaði þessa grein á
níræðisaldri þegar hann ,,tölvu-
væddist“ og fór að skrifa fjölmargt
upp úr gömlum dagbókum.
Jón Gauti Jónsson landfræðingur,
sonur Jóns, gekk frá greininni til
birtingar.“
LEIÐRÉTT
UNDANFARIÐ hefur landslið Ís-
lands í stærðfræði verið við stífan
undirbúning fyrir þátttöku í Ólymp-
íukeppni í stærðfræði. Keppnin mun
fara fram í Glasgow í Skotlandi dag-
ana 22. til 30. júlí. Reiknað er með um
500 keppendum frá 85 þátttökulönd-
um og er Ísland þar á meðal. Gjald-
geng í keppnina eru ungmenni undir
tvítugu, sem ekki hafa hafið háskóla-
nám, mest sex frá hverju landi.
Fulltrúar Íslands verða Eyvindur Ari
Pálsson, Höskuldur Pétur Halldórs-
son, Líney Halla Kristinsdóttir,
Ragnheiður Helga Haraldsdóttir,
Stefán Þorvarðarson og Þorbjörn
Guðmundsson. Eru fimm þeirra úr
Menntaskólanum í Reykjavík og ein
úr Menntaskólanum við Hamrahlíð.
Voru þessir nemendur valdir til far-
arinnar eftir frammistöðu í stærð-
fræðikeppni framhaldsskólanema og
í Norrænu stærðfræðikeppninni nú í
vor. Er þess að geta að Eyvindur Ari,
sem bestum árangri íslenskra kepp-
enda náði í umræddri norrænni
keppni, varð þar í næstefsta sæti
ásamt dönskum jafnaldra sínum, en
Norðmaðurinn David Kunszenti-Ko-
vacs var sigurvegari í keppninni í ár.
Undangengnar vikur hafa tilvon-
andi ólympíufarar svo stundað æfing-
ar og notið leiðsagnar ýmissa stærð-
fræðinga, sér í lagi frá Háskóla
Íslands og Íslenskri erfðagreiningu.
Keppendur halda utan mánudag-
inn 22. júlí ásamt liðsstjóra, en einnig
verður í Glasgow dómnefndarfulltrúi
frá Íslandi. Menntamálaráðuneytið
greiðir farareyri fyrir íslensku kepp-
endurna, en ennfremur njóta þeir
styrkja frá heimabæjum sínum,
Reykjavíkurborg og Kópavogi, og
frá fyrirtækinu Opnum kerfum. Ís-
lenskir keppendur hafa nokkrum
sinnum unnið til verðlauna í þessarri
keppni, síðast árið 1999, en við höf-
um verið þátttakendur frá því árið
1985, að því er fram kemur í frétta-
tilkynningu.
Keppa í Ólympíu-
keppni í stærðfræði
♦ ♦ ♦