Morgunblaðið - 16.07.2002, Blaðsíða 20
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
20 ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
ÁTTA tonnum af hrefnukjöti og
hvalrengi var lestað um borð í skip
í Noregi fyrir helgi og er það vænt-
anlegt til Íslands í dag eða á morg-
un. Það er Jón Gunnarsson, for-
maður félagsins Sjávarnytja, sem
flytur kjötið inn; það fer í verslanir
en rengið verður súrsað og selt á
þorranum.
„Það er ánægjulegt að þetta skuli
loks vera orðið að veruleika. Þetta
er mikilvægt innlegg í baráttunni
fyrir hvalveiðum og alþjóðlegum
viðskiptum með hvalaafurðir, sem
ekki hafa átt sér stað síðan 1989,“
segir Jón Gunnarsson í samtali við
Morgunblaðið. Það mun taka ein-
hverja daga að ganga frá toll-
skjölum og öðrum formsatriðum
áður en kjötið verður komið í versl-
anir.
Þetta er í fyrsta sinn í 14 ár sem
leyfi fæst til útflutnings á hvalkjöti
frá Noregi. Það má því búast við því
að hrefnukjöt verði á boðstólum í
íslenskum verslunum á næstu dög-
um. „Það er gott að vera kominn
aftur á beinu brautina. Þetta verð-
ur lystaukandi fyrir Íslendinga. Ég
er fullviss um að þeir verða ánægð-
ir með sendinguna frá okkur og
munu fljótlega kaupa meira,“ sagði
Ole Mindor Myklebust, hvalveiði-
maður og hvalkjötsútflytjandi, í
samtali við AP. Í byrjun síðasta árs
aflétti norska ríkið banni við út-
flutningi á hvalkjöti, en útflutning-
urinn hefur ekki orðið að veruleika
fyrr en nú. Japanir eru stærstu
kaupendur hvalkjöts en útflutn-
ingur þangað er enn ekki hafinn.
Norskir hvalveiðimenn eru ánægð-
ir með áhuga Íslendinga á að kaupa
hvalkjöt. „Þetta var stór dagur. Að
endurvekja hvalkjötsútflutning er
stórt skref í átt að því að koma
hvalveiðum í eðlilegt horf,“ segir
Ole Mindor Myklebust.
Norskt hvalkjöt
á leið til landsins
Ánægjulegt að
þessum áfanga sé
náð, segir inn-
flytjandinn Jón
Gunnarsson
Morgunblaðið/Ómar
Hvalkjöt verður nú fáanlegt í versl-
unum á Íslandi á ný og súrsað
hvalrengi á þorranum.
ÍSLANDSBANKI hefur verið út-
nefndur „besti alhliða banki á Ís-
landi“ af tímaritinu Euromoney.
Samkvæmt frétt frá Íslandsbanka
er Euromoney eitt helsta fjármála-
tímarit heimsins, og fjallar ítarlega
um þróun og breytingar á alþjóð-
legum banka- og fjármálamörkuðum
í mánaðarlegri útgáfu með áherslu á
stór fyrirtæki og stofnanafjárfesta.
Það veitir árlega verðlaun og út-
nefnir bestu fjármálastofnanir á
heimsvísu. Þetta er í fyrsta sinn sem
Euromoney útnefnir besta banka á
Íslandi.
Í grein í júlíhefti tímaritsins kem-
ur m.a. fram að þrír íslenskir bankar
hafi keppt um nafnbótina besti al-
hliða banki á Íslandi eða Íslands-
banki, Landsbanki og Búnaðar-
banki. Þó að tímaritið telji þá tvo
síðarnefndu vel hæfa útnefnir Euro-
money Íslandsbanka sem besta
banka á Íslandi. Fram kemur að Ís-
landsbanki hafi verið myndaður með
samruna næststærsta viðskipta-
banka Íslands og stærsta fjárfest-
ingarbankans árið 2000 og hafi náð
fram samlegðaráhrifum af samein-
ingunni. Vegna strangs kostnaðar-
aðhalds og 32% aukningar í hreinum
vaxtatekjum árið 2001 hafi hagnað-
ur aukist úr 622 milljónum króna ár-
ið 2000 í 3.140 milljónir árið 2001. Ís-
landsbanki sé fremsti lánveitandi til
íslensks atvinnulífs með 39% mark-
aðshlutdeild slíkra útlána, Lands-
banki sé með 26% og Búnaðarbanki
21%. Bankinn hafi sterkan fjárfest-
ingarbankaarm og sé virkur í fjár-
mögnun fyrirtækja á markaði.
Að sögn Vals Valssonar, forstjóra
Íslandsbanka, í fréttatilkynningu, er
þessi útnefning mjög ánægjuleg:
„Hún hefur sérstaklega mikla
þýðingu hvað varðar orðspor okkar
erlendis því það er tekið eftir þess-
um verðlaunum á alþjóðlegum fjár-
málamörkuðum. Í mínum huga er
þetta jafnframt enn ein staðfesting-
in á því að hjá Íslandsbanka vinnur
starfsfólk sem leggur mikinn metn-
að í vinnu sína, til hagsbóta bæði
fyrir viðskiptavini og hluthafa,“ að
því er haft er eftir Val í fréttatil-
kynningu.
Íslandsbanki útnefnd-
ur besti banki á Íslandi
Höfuðstöðvar Íslandsbanka við Kirkjusand í Reykjavík.
SKORAÐ er á þá sem vilja yf-
irtaka rekstur verslunarinnar
Nanoq að gefa sig fram, í aug-
lýsingu sem birtist í Morgun-
blaðinu sl. sunnudag. Undir
áskorunina ritar Jóhannes
Rúnar Jóhannsson hrl., skipta-
stjóri þrotabús Íslenskrar úti-
vistar ehf. (Nanoq) fyrir hönd
lögmannsstofunnar Legalis.
Nanoq var tekin til gjald-
þrotaskipta í síðustu viku en
fjölmargir birgjar eiga kröfu á
þrotabúið. Innlendir birgjar
eiga samtals um 90 milljónir
króna inni hjá Nanoq. Austur-
bakki hf. á þeirra mest, eða
tæpra 30 milljóna króna kröfu á
búið. Allar eignirnar voru veð-
settar að fullu þannig að ólík-
legt er að kröfuhafar fái nokkuð
í sinn hlut.
Ekki er vitað hvort einhver
hafi tekið áskoruninni eða held-
ur hvenær frestur til þátttöku
rennur út.
Áskorun
um yfirtöku
Nanoq
SAMKVÆMT ákvörðun SEC,
bandaríska verðbréfaeftirlitsins, er
forstjórum bandarískra fyrirtækja
með yfir 1,2 milljarða dala veltu á síð-
asta ári nú skylt að sverja eið um að
uppgjör fyrirtækja þeirra séu rétt og
nákvæm.
Ef uppgjör viðkomandi fyrirtækja
reynast svo ekki rétt, eiga forstjórar
þeirra yfir höfði sér refsingu fyrir að
ljúga að yfirvöldum eða jafnvel mein-
særi, að mati lögfræðinga sem banda-
ríska blaðið Wall Street Journal vitn-
ar til. Um 947 stórfyrirtæki er að
ræða sem lúta þyrftu þessum reglum.
Samkvæmt reglu SEC, ber for-
stjórunum einnig að tilgreina hvort
þeir hafi farið yfir innihald uppgjörs-
ins, sem þeir sverja eið um að sé rétt,
með endurskoðunarnefnd viðkom-
andi fyrirtækis. Eftir að eiðsvörnum
yfirlýsingum hefur verið skilað til
SEC, geta forstjórarnir svo átt von á
að þurfa að gefa sams konar yfirlýs-
ingar varðandi uppgjör fyrir nýliðin
tímabil. Reglan tekur gildi nú þegar
og gildir einnig um uppgjör sem þeg-
ar hefur verið skilað til SEC, þ.e.
fyrir síðasta ár og árshlutauppgjör
síðan þá.
Svefnlausir fjármálastjórar
Í samtali við WSJ spyr lögfræðing-
urinn Theodore Sonde: „Hversu
margir fjármálastjórar fyrirtækja
munu eiga erfitt með svefn frá og
með nú og þar til um miðjan ágúst?“
Vísar hann þar til þess að eiðsvarnar
yfirlýsingar frá fyrirtækjunum verða
að hafa borist SEC fyrir 14. ágúst nk.
Ýmsir hafa efasemdir um réttmæti
þessarar ákvörðunar SEC og lög-
fræðingurinn Dixie Johnson segir að
SEC hafi ekki vald til að setja reglu af
þessu tagi. SEC hafi einungis vald til
að setja þeim fyrirtækjum sem það er
að rannsaka skilyrði. Þau 947 fyrir-
tæki sem hér um ræði séu alls ekki öll
í skoðun hjá SEC. Johnson segir
mjög ólíklegt að nokkur forstjóri
stórfyrirtækis muni neita að stað-
festa að uppgjör þess séu rétt og ná-
kvæm, þar sem umræða um bók-
haldssvik og heiðarleika forstjóra
hafi verið í hámarki í Bandaríkjunum
undanfarið.
Forstjórar
sverji eið
● STÆRSTI lyfjaframleiðandi
heims, Pfizer Inc., hefur keypt
keppinautinn Pharmacia Corp. fyrir
um 60 milljarða dollara í hlutabréf-
um, segir á fréttavef CNN. Kaup-
verðið var miðað við meðalverð
hluta í Pharmacia síðustu 30
daga. Fyrir hvern hlut sinn í Phar-
macia fá hluthafar þannig greitt
með 1,4 hlutum í Pfizer.
Með kaupunum ætti Pfizer að
geta náð um 11% hlutdeild á al-
þjóðamarkaði fyrir lyfseðilskyld lyf.
Markaðshlutdeild þeirra á Banda-
ríkjamarkaði mun verða um 14%.
Meðal helstu lyfja Pfizer er getu-
leysislyfið Viagra en sala á því
jókst um 10% á fyrstu sex mán-
uðum ársins. Tekjur Pfizer á fyrstu
6 mánuðunum voru 8 milljarðar
dala en voru 7,4 milljarðar í fyrra.
Félagið gerir ráð fyrir frekari tekju-
aukningu í kjölfar kaupanna á
Pharmacia. Þá gerir Pfizer ráð fyrir
að lækka kostnað um 1,4 millj-
arða.
Ekki hefur verið tilkynnt um
fækkun starfsmanna vegna kaup-
anna.
Pfizer kaupir
Pharmacia
ÓÁNÆGJA ríkir meðal æðstu
starfsmanna hjá AOL Time Warner-
fjölmiðlasamsteypunni. Verð á
hlutabréfum í fyrirtækinu hefur
hrunið að undanförnu og hefur lækk-
að alls um 60% frá því að AOL og
Time Warner runnu saman í eitt.
Helst ber á óánægju meðal þeirra
sem starfa hjá fyrrum Time Warner.
Þar hefur hagnaður verið meiri en í
AOL-hlutanum. Frá þessu var sagt í
Herald Tribune í síðustu viku.
Gagnrýnin hefur ekki síst beinst
að framkvæmdastjóra AOL Time
Warner, Robert Pittman. Hann er
fyrrum stjórnarformaður AOL og er
ekki í náðinni hjá æðri starfsmönn-
um Time Warner. Á fréttavef For-
bes kemur fram að fyrirtækið hafi
þegar hafið leit að nýjum fram-
kvæmdastjóra. Richard Parsons,
fyrrum deildarstjóri hjá Time War-
ner, var ráðinn forstjóri samsteyp-
unnar fyrir um mánuði. Hann hefur
að undanförnu farið milli deilda í fyr-
irtækinu og reynt að lægja öldurnar,
með litlum árangri.
Ólafur Jóhann Ólafsson er einn af
stjórnendum hjá Time Warner. Ekki
náðist í Ólaf í gær.
Bónusgreiðslum breytt í hlutabréf
Yfirmenn deilda hjá fyrrum Time
Warner sjá nú eftir bónusgreiðslum
tengdum afkomu deilda sem þeir
fengu greiddar áður. Eftir samrun-
ann var greiðslunum hins vegar
breytt í hlutabréf í hinu nýja samein-
aða félagi, sem nú eru lítils virði.
Ekki bætir úr skák að nokkrir af
lykilmönnum í fyrirtækinu seldu
hlutabréf sín á síðasta ári meðan þau
voru enn há. Til dæmis seldi Robert
Pittman hlutabréf fyrir um 12 millj-
ónir dollara í apríl á síðasta ári. Þá
var verð á hlut um 49 dollarar en er
nú um 33 dollarar á hvern hlut.
Auglýsingatekjur fyrirtækisins
hafa dregist saman um 30% frá síð-
asta ári og munar þar mest um
minnkandi sölu í auglýsingum á Net-
inu. Sá hluti heyrir aðallega undir
AOL. Auglýsingatekjur tengdar
kvikmyndum og útgáfu Time War-
ner hafa hins vegar skilað sér. Til
dæmis rakaði fyrsta myndin um
göldrótta strákinn Harry Potter inn
tekjum fyrir auglýsingar á meðan
lítið fór fyrir auglýsingum á vef Am-
erica Online.
Óánægja hjá AOL
Time Warner