Morgunblaðið - 16.07.2002, Blaðsíða 32
UMRÆÐAN
32 ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Í VIÐTALI í Morg-
unblaðinu við Kristin
H. Gunnarsson 14. júlí
sl. er m.a. haft eftir
honum: „Ég bendi á að
forsvarsmenn LÍÚ
hafa ítrekað reynt að
koma á mig höggi sem
stjórnarformann
Byggðastofnunar í
framhaldi af skýrslum
sem stofnunin hefur
látið vinna og ég gat um
áðan.“
Landssamband ís-
lenskra útvegsmanna
hefur sannarlega gert
athugasemdir við
vinnubrögð Kristins H. Gunnarsson-
ar sem stjórnarformanns Byggða-
stofnunar, enda fullt tilefni til. Í því
sambandi má nefna 20.000.000 lán-
veitingu stofnunarinnar vegna
togarans Kristina Logos, þar sem
Kristinn knúði forstjóra stofnunar-
innar til að greiða út lán til útgerðar
togara sem skráður er í Belize og
Rússlandi. Ekkert annað en pólitísk
spilling og óráðsía blasir við þeim
sem skoðar þetta mál auk þess sem
óttast er að fjármunirnir séu stofn-
uninni glataðir. Um þetta mál má
lesa ítarlega samantekt í 2. tbl. Út-
vegsins 2001.
Landssamband íslenskra útvegs-
manna hefur einnig gert athuga-
semdir við illa unnar skýrslur sem
Kristinn hefur látið vinna fyrir
Byggðastofnun eða látið starfsmenn
stofnunarinnar vinna í pólitískum til-
gangi. Kristinn lét t.a.m. stofnunina
vinna skýrslu um „Áhrif kvótasetn-
ingar aukategunda hjá krókabátum
á byggð á Vestfjörðum“ og ákvað að
þar yrði ekki tekið tillit til verulegrar
tilfærslu þeirra fisktegunda sem um
ræddi frá aflamarksskipum til
krókaaflamarksbáta sem fram var
komin í frumvarpi sjávarútvegsráð-
herra, enda þjónaði það ekki tilgangi
hans. Nú hreykir Kristinn sér af því
að vegna skýrslunnar hafi svokallað-
ur byggðakvóti verið aukinn úr 1.500
tonnum í 5.300 tonn. Rétt er að halda
því til haga að hvorki Kristinn H.
Gunnarsson eða aðrir þeir, sem telja
það sitt helsta hlutverk að taka frá
einum og færa öðrum, megna að
koma í veg fyrir að sú tilfærsla á afla-
marki sem hér um ræðir, fyrst og
fremst til Vestfjarða, kom niður á
öðrum sjávarbyggðum.
Til dæmis urðu Vest-
mannaeyjar afar illa úti
vegna þessara „milli-
færslna“. Kristinn H.
Gunnarsson taldi ekki
ástæðu til að láta
Byggðastofnun eða
sérfræðinga utan
stofnunarinnar meta
þau áhrif þrátt fyrir
sérstaka beiðni bæjar-
ráðs Vestmannaeyja
þar um. Til að lesendur
Morgunblaðsins geti
sjálfir metið „höggið“
sem Kristinn H. Gunn-
arsson telur sig hafa orðið fyrir af
hálfu Landssambands íslenskra út-
vegsmanna vegna framangreindrar
skýrslu er hér birt bréf sambandsins
til forstjóra Byggðastofnunar vegna
skýrslunnar.
„Byggðastofnun,
b.t. Theódórs Agnars Bjarnasonar
forstjóra,
Ártorgi 1,
550 Sauðárkróki.
Reykjavík 23.11. 2001.
Vísað er til samtals okkar um
skýrslu Byggðastofnunar um „Áhrif
kvótasetningar aukategunda hjá
krókabátum á byggð á Vestfjörð-
um“.
Eins og fram kom í samtali okkar
þykir mér skýrslan illa unnin og hún
er stofnuninni til vansa.
Í fyrsta lagi er gengið út frá því að
afli vestfirskra krókabáta í ýsu,
steinbít og ufsa minnki um 6.200 tn
af slægðum fiski. Þessu er haldið
fram þó ljóst sé að stjórnvöld hafi
lýst því yfir að aflahlutdeild króka-
aflamarksbáta í þessum tegundum
verði aukin. Í frumvarpi sjávarút-
vegsráðherra sem lagt hefur verið
fram á Alþingi er gert ráð fyrir að
krókaaflamarksbátar fái 1.800 tn við-
bótarúthlutun í ýsu, 1.500 tn í stein-
bít og 300 tn í ufsa. Þá er í frumvarp-
inu gert ráð fyrir heimild til
sjávarútvegsráðherra til að úthluta
til viðbótar allt að 1.000 tn af ýsu,
1.000 lestum af steinbít og 300 tn af
ufsa til sjávarbyggða sem að veru-
legu leyti eru háðar veiðum króka-
aflamarksbáta. Að meta áhrif þessa
ekki í skýrslunni er verulega ámæl-
isvert.
Í öðru lagi er gengið út frá því að
6.200 tn minnkun verði á afla til
vinnslu á Vestfjörðum vegna kvóta-
setningarinnar þó vitað sé að stór
hluti afla krókaaflamarksbátanna sé
ekki unninn á Vestfjörðum.
Í þriðja lagi er þess í engu getið að
minnkun á þeim afla sem krókaafla-
marksbátar veiða leiðir til þess að
meira verður til fyrir aflamarksskip-
in, þ.m.t. þau sem gerð eru út frá
Vestfjörðum.
Ýmislegt fleira má tína til s.s. að
ekki skuli reiknað út hver áhrif mikill
fjöldi útlendinga sem vinnur við fisk-
vinnslu á Vestfjörðum hefur á fjöl-
skyldustuðla. Allt framangreint leið-
ir til þess að niðurstöður og ályktanir
sem dregnar eru í skýrslunni eru
bæði rangar og villandi.
Þess er hér með farið á leit að
Byggðastofnun endurskoði og leið-
rétti skýrsluna og komi þeim leið-
réttingum rækilega á framfæri við
fjölmiðla.
Virðingarfyllst,
f.h. Landssambands íslenskra út-
vegsmanna
Friðrik J. Arngrímsson fram-
kvæmdastjóri.“
Það þarf engan að undra þótt
starfsmönnum Byggðastofnunar
hafi ekki liðið vel undir þeim starfs-
aðferðum sem Kristinn H. Gunnars-
son beitti þegar hann var formaður
stjórnar stofnunarinnar. Lýsing
helstu stjórnenda stofnunarinnar í
bréfi til forstjórans sem birtist í
Morgunblaðinu hinn 15.5. sl. segir
allt sem segja þarf í því sambandi.
Einhverra hluta vegna var ekki á það
minnst í viðtalinu í Morgunblaðinu
við stjórnarformanninn fyrrverandi
sem birtist undir fyrirsögninni „Nýj-
ar aðferðir hjá Byggðastofnun“ sem
nú heyra vonandi sögunni til.
Pólitísk spilling
og óráðsía
Friðrik J.
Arngrímsson
Spilling
Ekkert annað en póli-
tísk spilling og óráðsía,
segir Friðrik J.
Arngrímsson, blasir
við þeim sem skoðar
þetta mál.
Höfundur er framkvæmdastjóri LÍÚ.
ÞEGAR fylgst er
með ESB-umræðunni
þá virðist hún vera
meira og minna um
aukaatriði. Ég get ekki
skilið annað en það beri
að tryggja sjálfstæði
þjóðarinnar og það
verði að vera öruggt
áður en önnur mál eru
rædd.
Lítum til sögunnar
Þjóðveldið leið undir
lok á sínum tíma. Inn-
lend valdabarátta var
háð. Sumir leituðu vin-
fengis, halds og trausts
hjá erlendum aðilum sem renndu
hýru auga til áhrifa hér á landi.
Þessa sögu þarf ekki að rekja, enda-
lokin eru þekkt.
Mér sýnist að sagan sé að endur-
taka sig. Þjóðin er að klofna. Sumir
leita sér halds og trausts erlendis.
Eins og áður er mælikvarðinn völd
og peningalegir hagsmunir.
Aldamótakynslóðin
Aldamótakynslóð 20. aldar leiddi
fullveldið í höfn 1. des. 1918. Það var
stór stund. Þótt fátækt væri enn í
garði þá andaði fólk léttar. Menn
gengu uppréttir og baráttuglaðir
fram til nýrra tíma. Ég var í þessari
fylkingu. Ungt fólk var
ekki í vafa um hvað það
vildi. Þótt pólitískar
línur gætu verið harðar
var sjálfstæðismálið of-
ar öllu öðru og um það
var samstaða. Enginn
lagðist svo lágt að meta
frelsið til fjár. Það var
einfaldlega ekki til sölu.
Fullvalda ríki
Mér er það ljóst að
fólk ætlar ekki að
bregðast landi og þjóð.
Íslendingar fái stjórn-
unarlega aðild að ESB.
Það getur verið að slíkt
sé gyllt fyrir okkur á meðan verið er
að ná okkur inn í ESB. Þótt við séum
fámenn þjóð þá eigum við miklar
auðlindir sem munar um inn í ESB-
kerfið. En þegar búið er að ná stjórn
auðlindanna þá erum við bara smá-
þjóð lítils virði og litlu skiptir hvor-
um megin hryggjar hún liggur.
ESB getur sundrast
Ég sé ekki fyrir mér að ESB sé
bandalag sem geti verið varanlegt.
Ef sömu lög og reglur eiga að gilda á
öllu svæðinu myndast miðstýring og
stöðnun og mikil átök hljóta að koma
upp. Heimssagan kennir okkur að
ríki og bandalög blómstra og leysast
upp. Það er ekki séð fyrir neina endi-
punkta í þeim efnum. Lítum í eigin
barm. Lýðveldi í tæp 60 ár og við er-
um farin að þreytast á því. Jafnvel að
setja það á sölulista.
Frjáls þjóð
Frelsið verður ekki metið til fjár.
Það er of dýrmætt til þess. En það er
og verður mikils virði. Það er snar
þáttur í þjóðarsálinni. Ef við glötum
því missir þjóðin fótfestuna.
Við verðum sjálf að varðveita og
treysta frelsi okkar. Það gerir eng-
inn fyrir okkur. Frjáls og sterk þjóð
sem haslar sér völl á meðal annarra
frjálsra þjóða verður okkar styrkur í
nútíð og framtíð.
Myndun samtaka frelsinu til varð-
veislu er sannarlega verðugt verk-
efni nýrrar aldar.
Fullveldið og ESB
Páll V.
Daníelsson
ESB
Ég sé ekki fyrir mér,
segir Páll V.
Daníelsson, að ESB
sé bandalag sem geti
verið varanlegt.
Höfundur er viðskiptafræðingur.
Þ
að fyrsta sem mér
dettur í hug þegar ég
heyri hugtakið „kits“
eru postulínsstytt-
urnar sem flest
„betri“ heimili söfnuðu í stofu-
skápana af miklum móð fyrir ald-
arfjórðungi eða svo. Þetta voru
fjöldaframleiddar, fíngerðar,
fölgráar, fölbláar styttur af smá-
fættum konum með regnhlífar
eða berum konum með hunda eða
bara hundum og börnum sem
sátu með hönd undir kinn, dreym-
in á svip, gott ef ekki hafmeyjum
líka og kannski gömlum körlum
að dedúa við eitthvað þykkum,
vinnulúnum
höndum (eða
voru það
ófínni styttur
úr leir eða
málmi?) Þetta
voru rándýrir
„listmunir“,
eins og þeir voru kallaðir í hátíð-
legum tón, og menn fengu að
heyra það ef komið var óvarlega
nálægt.
Hugtakið „kits“ kallar líka
fram myndir af reykvískum búð-
argluggum, til dæmis eins og þeir
voru í verslunarsamstæðu KRON
á Laugaveginum forðum daga eða
einhverjum af þessum fjölmörgu
svokölluðu tískufatabúðum með
nöfnum á borð við Stíll sem aldrei
nokkur maður sást fara inn í en
tórðu og tórðu (og tóra kannski
enn) þvert á öll þekkt markaðs-
lögmál svo að undrun vakti – og
ekki má gleyma Guðsteini, Andr-
ési og þeim kumpánum öllum og
líka listmuna- og heimilisbún-
aðarbúðum eins og Kúnst og
Hamborg; útstillingar þessara
búða áttu kannski ekki margt
sameiginlegt nema það að vera
kitsaðar: gamlar sköllóttar plast-
gínur með skakkar hárkollur (ef
ástæða þótti til) og tómt starandi
augnaráð, klæddar tísku síðasta
áratugar, standandi á handmál-
uðum krossvið eða spónaplötu
sem skreytt hefur verið ávöxtum
úr plasti eða gerviblómum sem
gefa til kynna árstíðina sem fötin
tilheyrðu en er liðin fyrir löngu
eða kemur aldrei á þessu ísalagða
landi, eða blússan ein liggjandi á
svörtum fleti með belti um mittið
og handskrifuðum miða við hlið-
ina á þar sem stendur: nýjustu
beltin frá París og „nýjustu“ þá
oft ritað með hástöfum til
áhersluauka, eða uppstilltur
„hand made“ hraunkeramíkur-
vasi á stórum speglalögðum stalli
í enn stærri glugga með mosa og
lyngi í bakgrunni til að undir-
strika náttúruvísunina – og þá
hafa kannski einhverjir áttað sig
á því hvað felst í hugtakinu „kits“.
En það má halda áfram að
nefna dæmi úr íslenskum veru-
leika: „Borgarhliðið“ við austur-
enda Austurstrætis sem var sett
þar undir því yfirskini að það
hefði hlutverk en lýsir fyrst og
fremst vondum smekk eða takt-
lausri fagurfræði eins og reyndar
endalaust hringlið með útlit Aust-
urstrætis og nærliggjandi stræta
hefur gert í gegnum tíðina og
ekki síst nú þegar hellulagna-
meistararnir hafa fengið útrás í
línum og litum og grænu pollarnir
eiga að mynda einhvers konar
heildarsvip í miðborgarmyndinni
með bræðrum sínum á Laugaveg-
inum og ljósastaurarnir, sem eru
eins og sprottnir af engri hefð,
hafa fengið gulllitaða skerma,
sjálfsagt til að gefa til kynna að
hér er maður staddur í Aðalstræti
borgarinnar sem liggur að að-
altorgi borgarinnar, nefnt eftir
landnámsmanni Reykjavíkur, og
státar af öndvegissúlum sem
koma flatt upp á mann með reyk
sem stígur upp af þeim, eins og til
merkis um að við séum í réttri
borg, og tveimur sjoppum, teikn-
uðum og steyptum inn í torg-
myndina, sem selja ísa og skyndi-
bitafæði – hvað annað.
Þetta torg stæði tómt og líf-
laust ef ekki væri fyrir skeitarana
sem renna sér eftir hellunum all-
an liðlangan daginn og megna
jafnvel að lyfta því upp yfir hall-
ærisplanið sem hönnunin er á en
aðrir borgarbúar hafa fundið sér
skjól í Kringlunni eða í sjálfri höll
kitsins, Smáralindinni, sem reist
er hér norður frá á sama tíma og
aðrar þjóðir Evrópu verja borg-
arlandslag sitt fyrir slíkum
skrímslum með öllum tiltækum
ráðum enda vís til að svelgja í sig
lífskraft þeirra og mynda eins
konar sýndarsamfélög, samfélög
sem hafa allt sem samfélög þurfa
að hafa nema tengingu við veru-
leika – nýr áfangastaður, eins og
sagði í auglýsingunni, nýtt land,
Molland þar sem við getum verið
á eilífu randi án þess að þurfa
nokkurn tímann að koma út undir
bert loft eða svo mikið sem horfa
á veruleikann utan dyra nema þá
í gegnum gler sem myndar eins
konar bíótjald í enda bygging-
arinnar svona rétt til þess að
mörk sýndar og reyndar verði
ekki of ljós og skýr.
Í Mollandi birtist kitsið í stærð-
inni sem stangast svo augljóslega
á við smæðina sem umlykur það
og er augljóslega eðli okkar, og í
Mollandi birtist kitsið í tilraun til
þess að upphefja eða pakka
ómerkilegum og jafnvel lágkúru-
legum hlutum inn í fínar umbúðir
í stað þess að leggja áherslu á
innihaldið: nægir að nefna fata-
búðirnar með ódýru vörumerkj-
unum en íburðarmiklu og fallega
hönnuðu innréttingunum og kvik-
myndahúsið sem sýnir Holly-
wood-framleiðsluna í lúxussal
með Leisíboí og leysersjói. Við
þessu gleypa Mollendingar enda
kjósa þeir fjöldaframleiðsluna
innpakkaða frekar en umbúða-
laust inntakið af hinu einstaka.
Kitsið þrífst á hinu sýndar-
verulega, hinu falska, hinu sölu-
vænlega, inntaksleysinu, hug-
myndafæðinni, á einangruninni,
þröngsýninni, á skorti á valmögu-
leikum: Í Mollandi eru allir eins, í
Mollandi hafa allir sama lífsstíl-
inn, í Mollandi eru allir jafnir –
Molland hugsar fyrir öllu, Mol-
land hugsar fyrir alla.
Á Kitslandi
… gamlar sköllóttar plastgínur með
skakkar hárkollur og tómt starandi
augnaráð, klæddar tísku síðasta ára-
tugar, standandi á handmáluðum
krossvið eða spónaplötu sem skreytt
hefur verið ávöxtum úr plasti eða
gerviblómum sem gefa til kynna
árstíðina sem fötin tilheyrðu en er
liðin fyrir löngu eða kemur aldrei
á þessu ísalagða landi …
VIÐHORF
Eftir
Þröst
Helgason
throstur@mbl.is