Morgunblaðið - 16.07.2002, Blaðsíða 45
KIRKJUSTARF
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚLÍ 2002 45
Loksins
er útsalan hafin
Laugavegi 40, sími 552 4800
Verslunin
Gjöldin eru: Staðgreiðsla og tryggingagjald sem fallið hafa í eindaga til og með 15. júlí
2002, virðisaukaskattur sem fallið hefur í eindaga til og með 5. júlí 2002 og önnur gjald-
fallin álögð gjöld og ógreiddar hækkanir er fallið hafa í eindaga til og með 15. júlí 2002
á staðgreiðslu, tryggingagjaldi og virðisaukaskatti, virðisaukaskatti í tolli, áfengisgjaldi,
launaskatti, bifreiðagjaldi, slysatryggingagjaldi ökumanna, föstu árgjaldi þungaskatts,
þungaskatti skv. ökumælum, viðbótar- og aukaálagningu söluskatts vegna fyrri tímabila,
skemmtanaskatti og miðagjaldi, virðisaukaskatti af skemmtunum, tryggingagjaldi af
skipshöfnum ásamt skráningargjöldum, búnaðargjaldi, iðgjaldi í Lífeyrissjóð bænda,
vinnueftirlitsgjaldi, vörugjaldi af innlendri framleiðslu, vörugjaldi af ökutækjum, eftir-
litsgjöldum, aðflutningsgjöldum og útflutningsgjöldum, skilagjaldi á umbúðir, verðbót-
um á ógreiddan tekjuskatt og verðbótum á ógreitt útsvar, fasteignagjöldum, skipulags-
gjaldi, skipagjaldi, fisksjúkdómagjaldi, jarðarafgjaldi og álögðum opinberum gjöldum,
sem eru:
Tekjuskattur, útsvar, aðstöðugjald, sérstakur tekjuskattur manna, eignarskattur, sér-
stakur eignarskattur, slysatryggingagjald vegna heimilisstarfa, tryggingagjald, iðn-
lánasjóðs- og iðnaðarmálagjald, þróunarsjóðsgjald, kirkjugarðsgjald, markaðsgjald,
gjald í framkvæmdasjóð aldraðra og skattur af verslunar- og skrifstofuhúsnæði.
Fjárnáms verður krafist án frekari fyrirvara að þeim tíma liðnum fyrir vangoldnum
eftirstöðvum gjaldanna ásamt dráttarvöxtum og öllum kostnaði, sem af innheimtu skuld-
arinnar kann að leiða, á kostnað gjaldenda.
Athygli skal vakin á því að auk óþæginda hefur fjárnám í för með sér verulegan
kostnað fyrir gjaldanda. Fjárnámsgjald í ríkissjóð er allt að 11.500 kr. fyrir hvert fjár-
nám. Þinglýsingargjald er 1.200 kr. og stimpilgjald 1,5% af heildarskuldinni, auk út-
lagðs kostnaðar eftir atvikum. Eru gjaldendur hvattir til að gera full skil sem fyrst til að
forðast óþægindi og kostnað.
Þá mega þeir gjaldendur, sem skulda staðgreiðslu, staðgreiðslu tryggingagjalds, vöru-
gjald, afdreginn fjármagnstekjuskatt og virðisaukaskatt, búast við því að starfsemi þeirra
verði stöðvuð án frekari fyrirvara. Loks mega þeir gjaldendur er skulda bifreiðagjöld og
þungaskatt eiga von á að skráningarnúmer verði tekin af ökutækjum þeirra án frekari
fyrirvara. Fyrrgreindur 15 daga frestur frá dagsetningu áskorunar þessarar gildir ekki í
þessum tilvikum.
Greiðsluáskorun
Innheimtumenn ríkissjóðs skora hér með á gjaldendur eftirtalinna gjalda að gera skil
nú þegar eða í síðasta lagi innan 15 daga frá dagsetningu áskorunar þessarar:
Tollstjórinn í Reykjavík
Sýslumaðurinn í Kópavogi
Sýslumaðurinn í Hafnarfirði
Sýslumaðurinn í Keflavík
Sýslumaðurinn á Keflavíkurflugvelli
Sýslumaðurinn á Akranesi
Sýslumaðurinn í Borgarnesi
Sýslumaðurinn í Stykkishólmi
Sýslumaðurinn í Búðardal
Sýslumaðurinn á Ísafirði
Sýslumaðurinn í Bolungarvík
Sýslumaðurinn á Patreksfirði
Sýslumaðurinn á Hólmavík
Sýslumaðurinn á Siglufirði
Sýslumaðurinn á Sauðárkróki
Sýslumaðurinn á Blönduósi
Sýslumaðurinn á Akureyri
Sýslumaðurinn á Húsavík
Sýslumaðurinn á Ólafsfirði
Sýslumaðurinn á Seyðisfirði
Sýslumaðurinn á Eskifirði
Sýslumaðurinn á Höfn
Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum
Sýslumaðurinn á Selfossi
Sýslumaðurinn í Vík
Sýslumaðurinn á Hvolsvelli
Gjaldheimta Vestfjarða
Gjaldheimta Austurlands
Gjaldheimtan í Vestmannaeyjum
Reykjavík, 16. júlí 2002.
Í DAG, 16. júlí, er
tengdafaðir minn, heið-
ursmaðurinn Lárus
Þ.J. Blöndal frá Siglu-
firði, níutíu ára.
Lárus fæddist á
Siglufirði 16. júlí 1912
og bjó þar mestan
hluta ævi sinnar eða
fram til ársins 1982 er
hann flutti í Garða-
bæinn þar sem hann
býr enn.
Á unglingsárum sín-
um átti Lárus við erfið
veikindi að stríða og lá í
mörg ár á sjúkrahúsi á
Siglufirði en af elju, dugnaði og án
efa einstöku jákvæði sem honum er í
blóð borið, reif hann sig upp og varð
stórtækur athafna- og fjölskyldu-
maður á Siglufirði.
Helst er Lárusar minnst fyrir
störf sín í Aðalbúðinni og Bókaversl-
un Lárusar Þ.J. Blöndal á Siglufirði
sem hann stofnsetti á fjórða áratug
síðustu aldar. Þar voru seldar bæk-
ur, föt, vefnaðarvara og ýmislegt
annað sem íbúa í uppgangsbæ sem
Siglufirði gat vanhagað um. Þar
stóðu þau systkinin Lalli, Anna,
Bryndís og Óli á bak við búðarborðið
og af sögunum að dæma virðist oft
hafa verið glatt á hjalla í Aðalbúðinni
við Aðalgötuna! Þjónustan virðist
líka hafa verið persónuleg og góð því
víða um land og jafnvel úti í heimi er
fólk enn að minnast Lalla í Aðalbúð-
inni þegar Siglufjörð ber á góma.
Á sjöunda áratugnum varð Lárus
fulltrúi hjá skattstjóranum á Siglu-
firði þar sem hann starfaði þar til
hann varð sjötugur og flutti suður.
Eiginkona Lárusar, nú bráðum í
57 ár, er hún Gauja; Guðrún Sigríður
Jóhannesdóttir frá Hrísey. Þau eiga
saman tíu börn: Steingrím (f. 1947, d.
1970), Kristínu (f. 1948, d. 1983), Jó-
hannes (f. 1949), Jósep (f. 1950),
Gunnar (f. 1952), Guðmund (f. 1954),
Guðrúnu (f. 1956), Lárus (f. 1961),
Önnu Bryndísi (f. 1963) og Jón Ás-
geir (f. 1966). Auk þeirra átti Lárus
son; Birgi (f. 1944) og Lárus og
Gauja ólu auk þess upp Lárus Stein-
grím dótturson sinn.
Ég man þegar ég var að kynnast
fjölskyldunni hve mér fannst þetta
rosalega stór hópur og þar að auki
dreifður um allan heiminn! Ég var
sannfærð um að ég myndi aldrei ná
að vita hver væri hver. Auðvitað kom
annað á daginn enda systkinin sam-
hent og mikill vinskapur þar á milli
þrátt fyrir aldursmun.
Það hefur ekki verið neitt íhlaupa-
verk að ala upp öll þessi börn en að
því verki sem öðrum gengu Lalli og
Gauja sem einn maður. Þau hjónin
eru ákaflega samhent og þar sem
annað fer er hitt aldrei langt undan.
Þau eru bæði mjög barngóð og það
er ekki á þeim að sjá þegar barna-
börnin koma í heimsókn að þau hafi
fengið nóg af börnum við að koma
sínum tíu til manns, ó nei! Hjá þeim í
Hlíðabyggðinni er ömmu- og afa-
börnum alltaf tekið með kostum og
kynjum. Það eru frostpinnar í ís-
skápnum og „kúlukaka“ á borðum og
þegar afi og amma litu til með þeim
LÁRUS Þ.J.
BLÖNDAL
minnstu voru barna-
börnin ekki „í pössun“
heldur var þetta „heim-
sókn“ og sagðar voru
sögur og horft á mynd.
Svo uppsker sem sáir,
gæti maður sagt hvað
þetta varðar því barna-
börnin eru nú mörg
hver um tvítugt og þrí-
tugt en halda áfram
heimsóknum sínum!
Lárus er ákaflega
bókhneigður og víð-
fróður maður og nánast
alæta á bækur, allt frá
dönskum rómönum til
fræðibóka. Hann hefur ennfremur
þann hæfileika sem ekki er öllum
gefinn, að þegar hann segir frá þá er
hlustað.
Skemmtilegast er þegar hann seg-
ir frá atburðum úr lífi sínu.
Óteljandi eru þær sögurnar sem
hann hefur sagt okkur og afabörn-
unum frá því hann var ungur á Sigló,
þegar hann var á sjúkrahúsinu, þeg-
ar Gauja gekk upp Heljartröðina af
því vegurinn var svo svakalegur,
hvernig hann leysti upp slagsmál á
milli strákanna sinna með því að láta
þá fara í hryggspennu, þegar hann
fór í ferðir kringum landið með skipi,
þegar það snjóaði almennilega á vet-
urna, þegar mannhafið var þvílíkt á
götum Siglufjarðar að ekki mátti
sleppa hendinni af börnunum, þegar
hann fór suður á Chevrolettinum eða
afgreiddi Færeyingana á sunnudög-
um í Aðalbúðinni. Þetta eru magn-
aðar sögur og persónurnar lifna við
fyrir hugskotsjónum þeirra sem á
hlusta og það er ótrúlegt hvað maður
fer hreinlega að kannast við sig!
Ég er svo lánsöm að hafa fengið að
vera Lárusi samferða síðan við Lár-
us sonur hans fórum að rugla saman
reytum okkar rétt fyrir 1980. Lán-
söm segi ég, því fátt tel ég meira
mannbætandi en að umgangast fólk
sem hefur slíka mannkosti til að bera
sem hann tengdafaðir minn. Hann er
með jákvæðari mönnum sem ég hef
kynnst á lífsleiðinni. Þó að líf hans
hafi ekki verið neinn dans á rósum;
veikindi og barnamissir, þá á hann
alltaf auðvelt með að sjá björtu hlið-
arnar á málunum og er sérlega bros-
mildur og glaðlyndur.
En það sem ég dáist mest að í fari
hans er hve ríka réttlætiskennd
hann hefur. Ef allir hefðu þó ekki
væri nema brot af henni þá væri nú
ekki amalegt í henni Versu! Lárus
þolir ekki misrétti, á hvaða grunni
sem það byggist; efnahag, litarhafti,
kynferði eða aldri og oft hefur hann
vakið mig til umhugsunar um þessi
mál í venjulegu spjalli um daginn og
veginn.
Elsku Lárus, ég veit að einföld
talning segir okkur að þú sért nú
orðinn níutíu ára en ég veit líka að
hugur þinn er enn ungur og þú ert
sko ekki deginum eldri en þú vilt
vera!
Ég sendi þér mínar bestu afmæl-
iskveðjur, kæri vinur, og megir þú
halda áfram að gefa þessari tilveru
okkar lit um ókomin ár.
Soffía Ófeigsdóttir.
AFMÆLI
Hallgrímskirkja. Fyrirbænaguðsþjónusta í
dag kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum.
Fríkirkjan í Reykjavík. Kyrrðar- og bæna-
stund í dag þriðjudag kl. 12 í kapellu safn-
aðarins á 2. hæð í safnaðarheimili kirkj-
unnar, Laufásvegi 13. Allir velkomnir til
þátttöku.
Vídalínskirkja. Opið hús fyrir eldri borgara
í safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli kl. 13-16.
Spilað og spjallað. Blöðin liggja frammi og
heitt á könnunni. Stutt ferð á vegum
starfsins einu sinni í mánuði í sumar. Allir
velkomnir.
Víðistaðakirkja. Kyrrðar- og fyrirbæna-
stund með Taizé-söngvum í dag kl. 18:00.
Hægt er að koma fyrirbænaefnum til sókn-
arprests eða kirkjuvarðar.
Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús fyrir 10-12
ára börn í safnaðarheimilinu Strandbergi,
Vonarhöfn frá kl. 17-18.30.
Grindavíkurkirkja. Foreldramorgnar alla
þriðjudaga kl. 10-12.
Hveragerðiskirkja. Foreldramorgnar
þriðjudagsmorgna kl. 10-11.30.
Borgarneskirkja. TTT tíu - tólf ára starf alla
þriðjudaga kl. 17- 18. Helgistund í kirkj-
unni sömu daga kl. 18.15- 19.
Þorlákskirkja. Fermingarfræðsla í dag kl.
13.40.
Krossinn. Almenn samkoma kl.20.30 í
Hlíðasmára 5. Allir velkomnir.
Kefas. Bænastund kl. 20.30. Allir vel-
komnir.
Akureyrarkirkja. Morgunsöngur kl. 9.
Safnaðarstarf
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Hveragerðiskirkja í Hveragerði.
ÁSKRIFTARDEILD netfang: askrift@mbl.is, sími 569 1122