Morgunblaðið - 16.07.2002, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 16.07.2002, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Audi A6 2,4, nýskráður 14.04.2000, ekinn 32 þús km, brúnn, sjálfskiptur, framdrif, leðurinnrétting, 16" álfelgur o.fl. Verð kr. 3.890.000. Nánari upplýsingar hjá Bílaþingi Opnunartímar: Mánud.-föstud. frá kl. 10-18. Laugavegi 170-174 • Sími 590 5000 • Heimasíða: www.bilathing.is Netfang: bilathing@hekla.is HAFNARSTJÓRINN ungi sat á gömlum mosagrónum staur á leif- um Ríkisbryggjunnar á Siglufirði á laugardagsmorguninn var. Hafnar- stjórinn ungi Ljósmynd/SVP Æ ALGENGARA er að börn og unglingar noti debet- og hrað- bankakort eða allt niður í níu ára aldur. Eðlismunur er á þessum kortum: með hraðbankakortum er einungis hægt að taka út fé í hrað- banka eða hjá gjaldkera í banka en debetkortin má nota nánast hvar sem er. Þá er vitaskuld hægt að fara yfir á debetkortum en hættan er mun minni hjá yngri de- betkortahöfum þar sem þeir fá jafnan svokölluð síhringikort, þ.e. hringt er (eða hringja ætti) í hvert sinn til að athuga hvort innistæða er fyrir úttekt. Þetta getur þó brugðist og vill brenna við að í sumum verslunum sé kannski að- eins hringt í lok dags. Ekki er um neinar samræmdar reglur að ræða af hálfu bankanna við hvaða aldursmörk þeir miða útgáfu debet- og hraðbankakorta og í raun getur hver banki fyrir sig ákveðið þetta. Þannig geta ell- efu ára krakkar fengið debetkort, með samþykki forráðamanns, hjá Búnaðarbankanum og í Sport- klúbbi Landsbankans geta níu ára börn fengið hraðbankakort. Hjá Landsbankanum þurfa krakkar að vera á fjórtanda ári til þess að fá debetkort en á tólfta ári hjá Spari- sjóðunum og Landsbankanum. Á talsmönnum bankanna er að heyra að veruleg eftirspurn sé eft- ir kortum til handa bæði börnum og unglingum og þeir séu því ein- faldlega að bregðast við þessari eftirspurn. Engin neðri mörk í lögunum Þórhildur Líndal, umboðsmaður barna, segir að hún hafi á sínum tíma hvatt banka og sparisjóði til þess að setja sér ákveðnar grunn- reglur um viðskipti þeirra við börn. Samkvæmt lögræðislögum séu börn ekki fjárráða fyrr en við átján ára aldur en þau ráði hins vegar yfir sjálfsafla- og gjafafé sínu. „Það eru engin neðri mörk í lögunum varðandi þetta sjálfsafla- eða gjafafé. Börnum er því heimilt að ráðstafa þessu fé með þeim tak- mörkunum þó að ef um háar fjár- hæðir er að ræða getur forsjáraðili gripið inn í.“ Hjá Vaxtalínu Búnaðarbankans geta krakkar nú sótt um debet- og hraðbankakort við ellefu ára aldur en fyrir skemmstu var aldurs- markið tólf ár. Hvort sem sótt er um debet- eða hraðbankakort þarf að fá samþykki foreldra og hjá Búnaðarbankanum er póstur send- ur í nafni foreldranna. Þá geta krakkar fengið aðgang að Heima- banka Búnaðarbankans en aðeins með samþykki foreldranna. Ómar Daníel Kristinsson hjá Búnaðarbankanum segir að kort sem bjóðist unglingum og krökk- um undir átján ára aldri séu svo- kölluð síhringikort en þá eigi að hringja inn í hvert skipti sem þau séu notuð þannig að hættan á að farið sé yfir á debetkorti minnki verulega. Þó sé aldrei hægt að koma alveg í veg fyrir slíkt. Níu ára börn geta fengið hraðbankakort „Við erum bara að bjóða upp á þetta og foreldrar bera auðvitað ábyrgð á fjármálum barna sinna þannig að með því að skrifa upp á og undirrita umsókn eru þeir um leið að taka ábyrgð á reikningnum. Með því að láta foreldra skrifa undir erum við einnig að gera þá meðvitaðri um ábyrgð sína.“ Hjá Landsbanka Íslands fengust þær upplýsingar að þar geti krakkar gengið í svokallaðan Sportklúbb við níu ára aldur og fengið hraðbankakort en við tólf ára aldur geti þau líka notað Sportkortin í verslunum, þ.e. sem debetkort, en þau virki þá sem sí- hringikort. Við fjórtán ára aldur taki svo Námsmannalínan við. Hjá Landsbankanum þarf sam- þykki foreldra, hvort sem um hraðbankakort eða debetkort er að ræða. Hjá sparisjóðunum geta krakkar fengið debet- og hraðbankakort á því ári sem þau verða tólf ára. Þau þurfa að fara heim með umsókn og skilyrði er að forráðamenn skrifi undir, hvort sem um debet- eða hraðbankakort er að ræða. Ekki hafa verið nein teljandi vandræði vegna korta til þessa aldurshóps. Hæstu aldursmörkin hjá Íslandsbanka Hjá Íslandsbanka geta krakkar á fjórtánda aldursári sótt um debetkort en krakkar frá tólf ára aldri geta sótt um hraðbankakort. Farið er fram á undirskrift frá for- eldrum vegna beggja kortanna og þau geta ekki komist í aðra reikn- inga sem stofnaðir hafa verið í þeirra nafni, s.s. sérstaka gjafa- eða sparnaðarreikninga. Talsmenn Íslandsbanka segja að mikil áhersla sé lögð á fræðslu til barnanna þegar þau fá kort og þeim gerð grein fyrir að það kost- ar að vera með debetkort. Það hafi verið meðvituð ákvörðun að fara ekki neðar í aldri vegna útgáfu debetkorta, m.a. vegna álits lög- fræðinga innan bankans og um- boðsmanns barna, og það sé ekki stefna bankans að lækka aldurs- mörkin að svo stöddu. Aðgangur barna að debet- og hraðbankakortum Mörkin sífellt að færast neðarERIC Clapton lauk veiðum í Laxá á Ásum um hádegisbil í gær og land- aði hann ásamt írskum veiðifélaga 81 laxi á sex dögum. Að sögn Jóns Guðmanns Jakobssonar veiðivarðar líkaði Clapton vistin vel í Húnavatns- sýslu. Jón sagði að Clapton væri ein- staklega geðþekkur og skemmti- legur maður og hefði honum þótt birtan í umhverfinu ævintýraleg, töfrum líkust. Hann „fílaði þetta í botn“, sagði Jón veiðivörður. Jón sagði að Clapton og hinn írski veiðimaður hefðu ekkert þekkst áð- ur en þeir deildu veiðihúsinu við Laxá á Ásum í sex daga, en Írinn var þarna að veiðum þriðja sumarið í röð. Jón Guðmann sagði að Clapton hefði áritað gítar litla bróður síns og að áritun lokinni hefði kappinn stillt gítarinn og tekið nokkur gítarsóló. Til gamans má geta þess að þegar Clapton og Georg hinn írski hófu veiðar fyrir sex dögum voru 43 laxar komnir á land en á hádegi í gær er þeir luku veiðum var talan komin í 122 laxa. Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Jóhann með Clapton-gítarinn. Lönduðu 81 laxi Blönduósi. Morgunblaðið. Eric Clapton og írskur veiðifélagi hans hættir veiðum í Laxá á Ásum KAUPHÖLL Íslands hf. og Verð- bréfaskráning Íslands hf., sem eign- arhaldsfélagið Verðbréfaþing hf. var stofnað um í júní, hafa tekið á leigu húsnæði á Laugavegi 180 undir starfsemi sína. Um er að ræða gler- húsið á horni Laugavegs og Kringlumýrarbrautar. Félögin eru núna til húsa á Tryggvagötu 11. Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar, segir nýja hús- næðið, sem er á 5. hæð, henta starf- semi Kauphallarinnar mjög vel. „Þetta er glæsilegt húsnæði og við hlökkum til að flytja. Það hentar okkur mjög vel, stærðin á hæðinni er nákvæmlega sú sem við þurfum. Við viljum leggja mikla áherslu á að vera á einni hæð með alla starfsemi okkar.“ Þórður segir að um skeið hafi ver- ið leitað að hentugu húsnæði. „Það er mikið framboð af húsnæði til skrifstofuhalds en eftir gaumgæfi- lega skoðun á húsnæði fannst okkur þetta vera heppilegasta framtíðar- húsnæðið fyrir starfsemina.“ Þórður segir leiguverð húsnæðisins trúnað- armál milli leigutaka og leigusala. Með flutningunum segir Þórður að sameinist á einum stað Kauphöll Íslands hf. og Verðbréfaskráning Ís- lands hf. sem hingað til hafa verið á sitt hvorri hæðinni á Tryggvagötu 11. „Þannig gefst færi á að samnýta betur stofnkrafta þessara tveggja félaga sem var ætlunin með stofnun eignarhaldfélagsins Verðbréfaþings hf. í júní,“ segir Þórður. Þórður segir að samanlagt starfi um þrjátíu starfsmenn hjá Kaup- höllinni og Verðbréfaskráningu. Áætlað er að félögin flytji inn í nýja húsnæðið í lok september. Kauphöllin og Verðbréfaskráning flytja MIKIL jarðskjálftahrina var í Eyjafirði aðfaranótt laugardags og mældust 45 skjálftar á sjö og hálfum tíma. Bergþóra Þor- bjarnardóttir jarðskjálftafræð- ingur segir að þetta sé ekki óvanalegt og sama eigi við um skjálftana sem hafa verið í Mýr- dalsjökli undanfarna daga. Bergþóra segir að skjálftanna fyrir norðan hafi orðið vart um 20 km norðaustur af Gjögurtá frá kl. hálfþrjú til kl. 10 um morguninn. Nokkrir þeirra hafi verið yfir 2 á Richter og sá öfl- ugasti 2,9. Hún segir að svona smáhrinur séu algengar og þær standi þá yfir í stuttan tíma. Undanfarna daga hafa verið nokkrir skjálftar í Mýrdalsjökli. Á laugardag reyndist sá sterk- asti 2,3 á Richter í vestanverð- um jöklinum en einn skjálftinn mældist 2,2 á sunnudag. „Það er ekkert óvanalegt að gerast,“ segir Bergþóra. Skjálfta- hrina í Eyjafirði LÍÐAN átta ára íslenskrar stúlku, sem liggur á sjúkrahúsi í Árósum, fer smám saman batnandi. Lovísa Jónsdóttir, móðir Sigrúnar litlu, segir að skammtur af svefnlyfi sem dóttur hennar er gefið hafi verið minnkaður örlítið en þó hafi ekki verið tekin ákvörðun um hve- nær hún verði vakin og tekin úr öndunarvél. Enn í öndunarvél Lovísa segir að enn sem komið er sé súrefnisupptaka Sigrúnar ekki nægilega mikil til að unnt sé að taka hana úr öndunarvél. Hún segir að minnstar sveiflur hafi ver- ið á líðan Sigrúnar síðastliðna tvo daga. Hún er nokkurn veginn hita- laus. Annað lunga Sigrúnar féll sam- an eftir áreksturinn 4. júlí sl. Það féll eilítið saman á ný í síðustu viku. Lovísa segir að síðan þá hafi ekki orðið frekara samfall en áverki sé á lunganu sem lagist smám saman. Á hægum batavegi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.