Morgunblaðið - 16.07.2002, Blaðsíða 26
LISTIR
26 ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
UNG íslensk leikkona, Ugla Egils-
dóttir, var valin besta leikkonan á
einni af virtustu kvikmyndahátíðum
heims síðastliðinn laugardag. Verð-
launin hlaut Ugla fyrir leik sinn í
hlutverki Öggu í kvikmyndinni
Mávahlátur eftir Ágúst Guðmunds-
son, sem keppti til verðlauna á al-
þjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Kar-
lovy Vary í Tékklandi.
Kvikmyndahátíðin, sem í ár fór
fram dagana 4.–13. júlí, var nú
haldin í 37. sinn. Hún er í svo-
nefndum A-flokki og teljast verð-
laun sem þar eru veitt til virtustu
viðurkenninga hins alþjóðlega kvik-
myndaheims. Þykir því mikill heið-
ur að Uglu skuli hafa verið veitt
verðlaunin og hún þar með skotið
sér eldri og reyndari leikkonum ref
fyrir rass, en Ugla er sextán ára.
Veitti hún verðlaununum viðtöku
sjálf, en hún fór utan á hátíðina
ásamt Ágústi Guðmundssyni leik-
stjóra, Margréti Vilhjálmsdóttur
leikkonu og Kristínu Atladóttur,
framleiðanda myndarinnar.
„Ugla tók við stórum verðlauna-
grip. Það er stytta hátíðarinnar,
sem er mynd af konu sem heldur á
kristalshnetti og er væntanlega vís-
un í Tékkland sem land kristals-
ins,“ sagði Ágúst Guðmundsson í
samtali við Morgunblaðið. Hann
segir að Mávahlátri hafi verið vel
tekið á hátíðinni og hlotið lofsam-
lega dóma gagnrýnenda, en hún
var önnur mest sótta mynd kvik-
myndahátíðarinnar. Um þýðingu
verðlauna Uglu fyrir myndina segir
hann erfitt að spá. „Þó er hugsan-
legt að verðlaunin veki athygli á
kvikmyndinni erlendis. Þetta hjálp-
ar auðvitað allt til, bæði dómarnir
og svo verðlaunin.“
Átján kvikmyndir kepptu til
verðlauna í flokki leikinna kvik-
mynda, en á hátíðinni er einnig
keppt í heimildamyndaflokki.
Mávahlátur var eina kvikmynd
Norðurlanda sem keppti í flokki
leikinna kvikmynda í ár, en inn-
tökuskilyrði á hátíðina eru ströng
og vegna þess hve hátíðin er virt
keppast leikstjórar, að sögn
Ágústs, um að koma myndum sín-
um þar á framfæri.
Ágúst sagðist ekki vita hver
næstu skref Uglu í kvikmynda-
heiminum yrðu, en þau luku nýver-
ið gerð stuttmyndar sem byggð er
á Heimsljósi Halldórs Laxness.
„Það eru tíu leikstjórar að gera
fimm mínútna stuttmyndir upp úr
verkum Halldórs Laxness. Þar
fékk ég Uglu til að leika Vegmey
Hansdóttur, sögupersónu úr
Heimsljósi,“ sagði Ágúst að lokum.
Ugla Egilsdóttir valin besta leikkona kvikmyndahátíðarinnar í Karlovy Vary í Tékklandi
Hópurinn sem fór utan á hátíðina í Karlovy Vary. Margrét Vilhjálmsdóttir, Þorfinnur
Ómarsson, Ágúst Guðmundsson og Kristín Atladóttir, ásamt Uglu Egilsdóttur á hvolfi.
Ugla Egilsdóttir var valin besta leikkonan á kvikmyndahátíðinni í Karlovy Vary í Tékklandi
um helgina fyrir túlkun sína á Öggu í Mávahlátri, kvikmynd Ágústs Guðmundssonar.
Mikill heiður að hreppa
þessi virtu verðlaun
KONUNGUR hljóðfæranna sat í
hásæti þegar norski organistinn Hal-
geir Schiager kom fram í Hallgríms-
kirkju á sunnudag í röðinni Sumar-
kvöldi við orgelið. Aðsókn var með
bezta móti miðað við stærsta tón-
leikahús landsins og að venju á þess-
um árstíma var hátt hlutfall áheyr-
enda farbúnir ferðamenn.
Klais-sinfónían skartaði sömuleiðis
sínu fegursta, enda benti organistinn
í lokahyllingu á hljómherinn mikla,
gráan fyrir tinpípudátum, líkt og
stjórnandi á framúrskarandi hljóm-
sveit. Án þess að hafa handbærar
upplýsingar fer mann orðið að gruna,
að með vaxandi sókn hvaðanæva í
þetta eftir flestu að dæma löngu nafn-
togaða orgel gæti kirkjan, ef ekki nú
þegar þá hvað úr hverju, legið á sjálf-
bærri gullkistu. Væri allavega for-
vitnilegt ef fengist einhvern tíma gef-
ið upp hverju hljóðfærið skilar í
„klingjandi mynt“ fyrir upptökur og
hvort hljóti ekki að fara að saxast á
eftirstöðvar smíðaskulda.
Fyrsti og elzti liður dagskrár var
Fantasía og fúga í C-dúr Op. 5 eftir
þýzkan smámeistara, Gustav Adolph
Merkel (1827-85), er starfaði í Dres-
den og var eftirsóttur orgelkennari,
enda arftaki Bach-stílsins á einmitt
sömu árum og nýsameinaðir Þjóð-
verjar tóku stórmeistarann frá
Eisenach í guða tölu. Tónsmíðar
Merkels eru sjaldnar fluttar í dag en
á 19. öld, en stæðileg Fantasía hans –
að virtist tvíþætt og drjúgur meiri-
hluti hins 14 mín. langa verks – var í
mörgu áheyrileg, og einnig fúgan í
ábúðarmiklum ferundastökkum.
Bassafetilslínurnar í punkteruðum
fyrri hluta fantasíunnar voru að vísu
fullveikar og hefði mátt setja á hvass-
ari kant til að hafa í við þykka reg-
istrun efri radda. Organistinn lék öll
atriði kvöldsins nema hið síðasta við
efra hljómborðspúltið í hvarfi frá
áheyrendum og því minni fyrirvari en
ella á hljómabreiðsíðunni sem rauf
skyndilega steinþögn musteris Guð-
jóns húsameistara með ferlegum lát-
um. Hefði sá hvellur leikandi getað
orðið hinzta rask hjartveiks hlust-
anda í þessu lífi og vakti ósjálfrátt
spurningu um hver stæði til ábyrgðar
ef slíkt tilvik kæmi upp í raun og veru
– flytjandinn, Þjóðkirkjan eða Al-
mættið?
Pastorale mun elzta verk norska
Straube-nemandans Leifs Solbergs
(f. 1914) sem Schiager lék af ferskri
náttúruinnlifun í 6/8 takti. Hljóma-
heimur verksins var safaríkur, laglín-
ur þjóðlegar, og í seinni hluta kenndi
m.a.s. enduróms af útitívólíi með
„um-pa-pa“ hljómsetningu líkt og frá
hringekju, á milli þess sem höfundur
gaukaði tvítóna „kúkk-kúkk“ frumi
að hlustendum. Næstur á blaði var
tékkneski meistarinn Petr Eben (f.
1929) með Tvær sálmafantasíur frá
1972. Önnur var byggð á lagi úr 17.
aldar safni Comeniusar, hin á krýn-
ingarsálmi Bæheimskonunga frá
miðöldum. Bæði verkin voru hin fjör-
ugustu og mjög áheyrileg miðað við
nútímalega ómstríða útfærslu. Sýndi
Schiager mikla færni (þ.m.t. fótafimi í
seinni fantasíunni) í þessum
skemmtilegu og orkufreku verkum
við litríka en að vísu anzi þéttskipaða
registrun sem átti til að breytast í
gímaldsendurómi Hallgrímskirkju.
En ekki sízt fyrir fjölda stuttra inn-
skotsþagna, er hleyptu þakksamlegu
lofti í þykkan vefnaðinn, komust hug-
vit höfundar og hrynskerpa flytjand-
ans samt furðuvel til skila.
Visjon (Sýn) hins norska Kjells
Mørk Karlsens (f. 1947) var eitt sex
„lítilla“ [sic – þótt næði nærri 9 mín.
lengd] orgelstykkja höfundar frá ní-
unda áratug. Verkið mótaðist mjög af
dulúðugum tvíradda orgelpunkti
einkum í byrjun og enda (þar í fimm-
undum) ásamt samstígu raddferli og
reis upp í dramatískan hápunkt áður
en fjaraði að lokum út með smám
saman gisnandi rithætti „al niente“,
líkt og dofnandi tíbrár úr fjarska.
Loks var Fantasía og fúga eftir Leif
Solberg um norskt sálmkennt þjóð-
lag, Se solens skjønne lys og prakt frá
miðjum 4. áratug. Verkið, sem var
um 13 mín., hófst á cantus firmus
fantasíu í 12/8 og velti um hábikið
fram stórbrotinni úthleðslu í anda
Regers við hnausþykkt raddaval sem
náði án efa upp í 4 ef ekki 5 á styrk-
leikastiga tónfræðinnar þegar mest
lét.
Hvort verkið hafi einnig tjaldað
pólýfónískum galdrabrögðum eins og
„quodlibet“ skal ósagt látið, þó að
manni heyrðist á kafla reimt af ein-
hverju er minnt gat á Vor guð er borg
á bjargi traust. Hitt fór ekki á milli
mála að organisti Grefsensóknar í
Oslóarstifti var öllum hnútum verks-
ins þaulkunnugur, því þrátt fyrir
ákveðna stórskotafíkn í raddavali
(með greiðvikinni aðstoð flettarans
Láru Bryndísar Eggertsdóttur) var
hvorki hægt að vefengja lipra spila-
gleði Halgeirs Schiager né músík-
alska yfirvegun í þessu glæsilega
verki.
TÓNLIST
Hallgrímskirkja
Verk eftir Merkel, Solberg, Eben og Mørk
Karlsen. Halgeir Schiager, orgel. Sunnu-
daginn 14. júlí kl. 20.
ORGELTÓNLEIKAR
Norsk spilagleði
og stórskotafíkn
Ríkarður Ö. Pálsson
LJÓSMYNDARINN Yousuf
Karsh, sem varð heimsþekktur
árið 1941 fyrir portrett sín af
Winston Churchill og öðrum
frægum mönnum eins og Albert
Einstein og Ernest Hemingway,
lést um helgina. Karsh var 93
ára að aldri og af armenskum
uppruna, en starfaði í Kanada og
Bandaríkjunum frá árinu 1924.
Ljósmyndir hans af frægu
fólki eru heimsþekktar, þar á
meðal fyrrnefnd mynd hans af
Winston Churchill, sem í heims-
styrjöldinni síðari varð einskon-
ar táknmynd fyrir hugrekki og
baráttuvilja Breta gegn Þýska-
landi nasismans. Sagt er að
Karsh hafi beðið Churchill að
taka vindilinn úr munninum fyr-
ir myndatökuna, en vindillinn
var aðalsmerki hans. Þegar
Churchill neitaði, kippti Karsh
vindlinum úr munni hans, og
náði þannig fram einstökum
svipbrigðum í andliti mannsins.
Karsh sagði síðar að myndin
hefði „höfðað til heimsins alls. ...
Hún var tekin án umhugsunar
en af mikilli aðdáun og virð-
ingu.“
Meðal annarra fyrirsætna
Karsh eru Mikhail Gorbatsjov
og Nikita Krústjov, Fidel Castro
á yngri árum og kvikmyndaleik-
konurnar Audrey Hepburn og
Brigitte Bardot. „Hver maður
og kona á sér leyndarmál,“ sagði
Karsh eitt sinn um ljósmynda-
listina. „Sem ljósmyndari er það
mitt hlutverk að afhjúpa það ef
ég get.“
Reuters
Yousuf Karsh, til hægri, öðlaðist heimsfrægð árið 1941 fyrir eitt af
portrettum sínum af Winston Churchill, til vinstri.
Hver maður á
sér leyndarmál
Boston. AFP, AP.
Ljósmyndarinn Yousuf Karsh látinn