Morgunblaðið - 16.07.2002, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 16.07.2002, Blaðsíða 40
MINNINGAR 40 ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Um leið og ég þakka Eiríki Guðna- syni, tengdaföður mínum, sam- fylgdina í gegnum árin langar mig að vitna í hans eigin orð sem hann mælti af sérstöku tilefni fyrir 15 árum: „Það er líklega náttúrulög- mál bæði manna og einnig málleys- ingja að leita uppruna síns – leita að einhverju upphafi – og er það eflaust ein af ráðstöfunum náttúr- unnar að halda lífinu við. Atvikin höguðu því þannig að ég naut umönnunar afa míns og ömmu – Eiríks og Hallberu á Votumýri – fyrstur úr systkinahópnum, eða fyrstu þrjú ár ævinnar. Vera má að ég hafi notið nokkurra sérréttinda í hópnum, frá þeirra hendi, af þeim sökum. Þegar ég hugsa til þessara bernskuára finnst mér helst koma upp í hugann það sem var að ger- ast í bænum þegar daglegri önn var lokið, og fólkið allt samankomið í baðstofunni. Ekki var þó þar með setið auðum höndum, tók þá full- orðna fólkið til við ýmsa handa- vinnu – eða eitthvað var sér til gamans gert. Eftir að móðir mín hefur kannski lesið svo sem einn kafla úr ein- hverri spennandi bók fyrir okkur heimilisfólkið er dagur að kveldi kominn. Mér finnst ég enn muna eftir hljóðinu í hurðunum – lömum og klinkum þegar þeim er lokað fyrir nóttina. Afi gengur rólegum EIRÍKUR GUÐNASON ✝ Eiríkur Guðna-son fæddist á bænum Miðbýli í Skeiðahreppi í Ár- nessýslu 14. desem- ber 1915. Hann lést á líknardeild Land- spítala – háskóla- sjúkrahúss á Landa- koti 15. júní síðastliðinn og var útför hans gerð frá Skálholtskirkju 29. júní. skrefum að gömlu klukkunni, sem hangir á veggnum, og trekkir hana upp, svo að hún minni á tímann næsta morgun. Ég sé fyrir mér lítinn drengsnáða, sem liggur í rúminu, fyrir ofan frænda sinn, og er með hug- ann við kvistinn í loft- inu fyrir ofan hann. En eitt á hann eftir áður en hann fer að sofa – og hún amma verður að gera það með honum. Hún verður að koma snöggvast, og lesa með honum bænirnar, sem hún hefur verið að kenna honum. Ann- að gengur ekki.“ Þetta eru hlutar úr erindi sem Eiríkur samdi og flutti á ættarmóti niðja Hallberu og Eiríks á Votumýri sumarið 1987 en þá voru liðin 100 ár frá því að þau tóku við af Magnúsi langafa hans. Ræðan sýnir glöggt vænt- umþykju Eiríks til átthaga sinna – Skeiðanna – en þangað áttu þau Elín kona hans sterkar sameig- inlegar rætur og ættir að rekja, hann frá Votumýri og hún frá Löngumýri á Skeiðum. Eiríkur las erindið fyrir okkur og bað álits en var nokkuð viss um að hann vildi engu breyta. Á með- an á samningu stóð hafði hann far- ið alloft á milli hæða, svolítið við- utan, átti margar ferðir hugsandi um landareignina. Við hlustuðum hugfangin með hálflukt augu og fórum landslagshringinn ásamt hugvekjum um fortíð, nútíð og framtíð. Ég á margt að þakka þeim Elínu og Eiríki á Votumýri. Þau hafa reynst mér einstaklega góðir tengdaforeldrar og átt drjúgan þátt í uppeldi barna okkar Tryggva. Elínu þakka ég einstaka þolinmæði yfir kenjum ungviðisins; spilamennsku og spjall að ógleymdum bænum fyrir svefn. Eins og fyrrum á Votumýri var ekki hægt að sofna fyrr en Ella lagðist, las sögu eða söng nokkrar stökur og fór með bænirnar. Eiríki þakka ég fyrir mikla þolinmæði við stórhuga smáfólk í smíðahúsinu. Endurómur af skríkjum og hlátri ómar um bæinn. Allt á að koma á óvart. Leyndarmálin eru síðan kirfilega falin fram að næsta af- mæli eða jólum. Gleðin og stoltið leynir sér ekki og sameinar okkur við Votumýri enn einu sinni. Óhugsandi var að dvelja lengri eða skemmri tíma á Votumýri án þess að drekka í sig tónlistaráhuga þeirra hjóna. Ella kunni ógrynni af textum og Eiríkur spilaði af mikilli hæversku en gleði. Dagurinn varð ekki heill fyrr en hann hafði tekið í orgelið. Hann hafði lengi dreymt um að eignast píanó og lét hann þann draum rætast fyrir fáeinum árum. Tók það við af orgelinu. Hann Eiríkur lét ekkert stoppa sig enda mikill framkvæmda- og hug- sjónamaður. Já, þær eru óteljandi ánægju- stundirnar við leik og störf á heim- ili þeirra heiðurshjóna. Með þakklæti í huga ætla ég að vitna aftur í grein Eiríks, þ.e. nið- urlagið. „Heyrt hef ég nokkra halda því fram að það eigi ekkert að vera að stunda út í fortíðina – bara hugsa um framtíðina – og horfa beint fram. En getur nokkur framtíð verið án fortíðar? Ég held ekki. Það væri eins og einn hlekkur í mikilvægri keðju slitnaði – eða þá eins og tréð, sem slitið væri burt frá rótinni, það myndi visna og deyja. Mér finnst að við, sem hér erum samankomin, séum meðal annars að huga að þessu samhengi. Að endingu vil ég svo óska þess að ættartré þeirra Eiríks og Hall- beru megi vaxa áfram og blómgast, með nýjum greinum – og hvert það spor, sem niðjar þeirra stíga, í nú- tíð og framtíð, verði gæfuspor í átt til nýrrar framtíðar.“ Eitt af mín- um gæfusporum var að kynnast Eiríki og Elínu á Votumýri, það met ég og þakka þeim samfylgdina. Aðstandendum öllum votta ég mína dýpstu samúð. Ágústa Tómasdóttir. Kæri bróðir, nú ertu farinn frá okkur og sárt er um það að hugsa fyr- ir okkur sem eftir sitj- um. Okkar uppvaxtarár voru enginn dans á rósum, vegna ýmissa aðstæðna, og er faðir okkar dó fyrir aldur fram reyndist þú okkur systkinunum mikil stoð sem og móður okkar. Hvar sem þú komst varst þú hrókur alls fagn- aðar, því alltaf gastu séð spaugilegu hliðina á málunum. Gaman fannst krökkunum okkar að fá þig í heimsókn og eiga með þér skemmtilegar stundir og munu þau ávallt minnast þín með gleði og hlýju í hjarta. Margir nutu góðs af hæfileikum þínum og var fórnfýsi þín í þeim efn- um með eindæmum, því það þekkja þeir sem leitað hafa til þín og þar á meðal ég. Ég mun ávallt minnast þess að hafa getað glaðst, grátið, hlegið og gantast með þér þó að á ýmsu hafi gengið eins og gerist í þessu lífi. Á svona stundum er svo margs að minnast, því minningarnar eru svo margar, en ég finn engin orð nógu góð. Því geymi ég þær í hjarta mínu. Kæra Erna, þú sem ávallt stóðst við hlið hans sem klettur í gegnum líf- ið og í veikindum hans. Ég og mín fjölskylda vottum þér og fjölskyldu þinni dýpstu samúð. Elsku bróðir. Guð geymi þig. Þinn bróðir Sigurður. Það er eitt sem við getum öll verið viss um og það er, að við deyjum. Þetta er ekki djúp eða mikil speki, BJARNI JÚLÍUS KRISTJÁNSSON ✝ Bjarni JúlíusKristjánsson fæddist í Keflavík 6. apríl 1953. Hann lést á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut 6. júlí síðastliðinn og var útför hans gerð frá Keflavíkurkirkju 12. júlí. en verður manni hug- leikin þegar einhver sem okkur er kær deyr. Stundum ber dauðann að þar sem við eigum síst von á honum og ein- hverra hluta vegna kemur hann oftast á óvart. Það var líka raun- in þegar Bjarni dó. Samt sem áður var hann búinn að vera mik- ið veikur, en í tiltölulega stuttan tíma og við sem þekktum hann bæði vonuðum og trúðum að honum myndi batna, þeir eru jú svo ótal margir sem þurfa á honum að halda. Ég kynntist Bjarna og Ernu kon- unni hans fyrir réttum sjö árum þeg- ar ég hóf störf á skrifstofu Sálarrann- sóknarfélags Íslands. Ég var heppin. Það er ekki sjálfgefið að fá að kynnast og vinna með svo góðu fólki sem þeim hjónum. Bjarni átti þá sérstöku og góðu hæfileika að vera skyggn auk þess sem hann var mjög bænheitur. Þeir eru orðnir æði margir sem notið hafa góðs af þessum hæfileikum hans og margir þeir sömu hafa hringt í Garðastrætið til að biðja fyrir kveðju og þakklæti til hans. Þrátt fyrir að vera þessum góðu gáfum gæddur og alltaf tilbúinn að veita þeim, sem áttu erfitt, liðsinni sitt, var Bjarni alltaf jafn lítillátur og hógvær, hann var af- ar viðmótsgóður og það var gott að vera í nærveru hans. Nú þegar hann er farinn úr þessari jarðvist eru þeir margir sem sakna hans sárt, fjöl- skylda hans, Erna, dæturnar og barnabörnin, sem hann var svo stolt- ur af og þótti svo afar vænt um, eru þau sem mest hafa misst og ég votta þeim innilega samúð mína. En ég veit líka að trúin á að lífið haldi áfram eftir dauðann og vissa Bjarna sjálfs um það, hjálpar þeim við að takast á við sorgina og söknuðinn. Með þessum fáu orðum votta ég Bjarna þakklæti mitt og virðingu. Ragnhildur S. Eggertsdóttir. Jón Þorsteinn Jónsson gerði sér lítið fyrir á laugardaginn og veiddi 20,4 punda lax í Leirvogsá og er ekki ólíklegt að það sé stærsti lax sem veiðst hefur í ánni. Leirvogsá er með hreinni smálaxaám og er með ólíkindum að slíkur lax veiðist í ánni þegar þeir sjást varla í þekktari stór- laxaám. „Þetta var rosabolti, 96 senti- metra hængur, en ég hélt samt ekki að hann væri nema kannski 18 pund þar til Skúli veiðivörður vigtaði hann á tölvuvog í veiðihús- inu, þá kom í ljós að hann var ná- kvæmlega 10,2 kg. Það er ummál- ið sem skiptir öllu. Ég fékk þennan lax á maðk í Brúargrjót- unum. Áin var vaxandi og það var hörkuganga fyrir neðan þjóðveg. Þetta var fyrsta alvöru skotið í sumar og þennan dag veiddist 21 lax í ánni, þar af 20 fyrir neðan brú. Sjálfur fékk ég 12 stykki,“ sagði Jón í samtali við Morgun- blaðið. Glæðist víða Kristinn Karl Jónsson leiðsögu- maður við Laxá í Leirársveit sagði 19 laxa hafa veiðst á sunnu- daginn og það væri langbesti dag- urinn í sumar. Áin væri nú í vexti, en góðar göngur komnar í ána og stefndi í fullkomnar aðstæður. Kristján Guðmundsson leið- sögumaður í Grímsá var ekki eins glaður í bragði, hann sagði veiðina enn ganga rólega. Þar væru komnir um 190 laxar á land sem væri talsvert minna en á sama tíma í fyrra. Í gærmorgun veidd- ust þó 11 laxar og 10 birtingar, upp í 5 pund. Þverá/Kjarrá eru komnar sam- an í 359 laxa, síðasta 3 daga holl í Þverá fékk 45 laxa og vikuhollið í Kjarrá 101 lax, að sögn Eggerts Ólafssonar veiðivarðar. Hann sagði veiðina hörmulega framan af, en nú væri hún öll að koma til. Hafsteinn Orri Ingvason leið- sögumaður við Langá sagði „allt það besta“, vikuholl hefði verið að ljúka með 125 laxa og heildartalan væri 260 stykki. „Hér er loksins farið að rigna og áin að lyfta sér. Það er nóg af fiski og hann dreifir sér vel,“ sagði Hafsteinn. Það var aðeins suddi í Dölunum í gærdag og því hafa árnar þar ekki fengið sömu vatnsviðbót og árnar sunnar. „Þetta hefur verið afar slakt, aðeins 41 lax kominn á land og þar af 11 bara í gær. Áin er ofan í grjóti og lítið af laxi í ánni. Það er hins vegar mikil torfa í sjónum fyrir utan. Það er gömul saga og ný með Laxá í Dölum,“ sagði Gylfi Ingason kokkur í veiðihúsinu við Laxá í gær. Fleiri fréttir Það er líka að glæðast aðeins fyrir norðan, holl sem var að hætta í Vatnsdalsá fékk 28 laxa og missti annað eins og í Víðidalsá hafa einnig komið skot. Þar veidd- ist og 20 punda lax um helgina. Laxá í Aðaldal er einnig að hressast, Benedikt bóndi á Hólmavaði sagði á sunnudag að líflegar göngur væru í neðan- verðri ánni nú um stundir. Eru menn bæði að veiða stóra laxa og smáa. Illa gengur þó enn ofar í ánni og fyrir stuttu voru örfáir laxar komnir á land á Nessvæð- unum. Stórlax úr Leir- vogsá Jón Þorsteinn Jónsson með stórlaxinn úr Leirvogsá. ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN? Þegar við erum dá- in hverfa allir titlar og nafnbætur. Við erum ein eftir, með kostum okkar og göllum. All- ur lærdómur, sem við höfum aflað okkur, hverfur með okkur í gröfina. Þann- ig er þetta aðeins. Við fáum því ekki breytt þótt við vildum. Við tökum eftir því er við fáum við út- farir svonefnd útfararblöð í hendur að við nafn hins látna stendur næstum aldrei titill sá sem hinn látni (hin látna) bar í lifanda lífi. Mér finnst þetta góður siður. Við erum að kveðja manneskju, sem var af holdi og blóði gjör, en ekki einhverja nafnbót, er úthlutað var af mönnum. Maður sá, sem mig langar til að minnast með nokkrum orðum, hvarf úr hópi hinna lifandi 7. júní sl., tæplega 77 ára að aldri. Hann hét fullu nafni Sveinn Gunnar Ás- geirsson og bar lærdómstitilinn hagfræðingur, því að hann hafði lokið námi í þeirri fræðigrein í Sví- þjóð kornungur maður. En þrátt fyrir háskólapróf í þessari eðlu fræðigrein er grunur minn að ann- að muni frekar halda nafni hans á loft. Á ég þá við útvarpsþættina sem hann stjórnaði á sjötta áratug liðinnar aldar undir nokkrum heit- SVEINN ÁSGEIRSSON ✝ Sveinn GunnarÁsgeirsson fædd- ist 17. júlí 1925 í Reykjavík. Hann andaðist á líknar- deild Landspítalans 7. júní síðastliðinn og var útför hans gerð frá Áskirkju 19. júní. um. Þeir voru bráð- skemmtilegir og drógu til sín hlustend- ur. Þá var sjónvarpið ekki byrjað útsend- ingar. Að koma fram í þessum eina ljósvaka- miðli þess tíma var stórkostlegt. Þeir, sem tóku þátt í spurn- ingakeppni hjá Sveini á þessum árum, urðu þjóðkunnir menn með sama. Nú drukknar allt í fjölda þessara ljósvakamiðla. Sveinn Ásgeirsson var með afbrigðum vinsæll útvarpsmaður. Ég var hálfundrandi, hversu fáir minntust hans við leiðarlokin. Og víst er orðið langt síðan Sveinn var tíður gestur í útvarpi allra lands- manna (og því eina löglega). Munu útvarpsmenn nútímans gleymast jafn hratt og Sveinn? Sveinn Ágeirsson var minnisstæður mað- ur, beinn í baki og grannvaxinn. En röddin er minnisstæðust, skýr og hrein. Hann var því kjörinn út- varpsmaður. Hann hvarf allt of snemma úr opinberu lífi. Er ég fylgdi Sveini Ásgeirssyni til grafar, gaf að líta marga af skólafélögum hans, er luku stúd- entsprófi lýðveldisárið, en þeir voru 67 að tölu. Sveinn Ásgeirsson varð hvað þjóðkunnastur úr þess- um fríða hópi. Hvers vegna minnist ég Sveins Ásgeirssonar? Jú, það var hann, sem spurði mig spjörunum úr í út- varpinu árið 1964 og kynnti mig allri þjóðinni. Ég minnist hans, og er örugglega ekki einn um það. Auðunn Bragi Sveinsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.