Morgunblaðið - 16.07.2002, Side 29

Morgunblaðið - 16.07.2002, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚLÍ 2002 29 ðar um a ári málaráðu- ngar til ári yrðu ir króna. forstjóri harðlega g vísaði í kisendur- milljónir a. ar hugs- æðingar í r til að stofnunin sinni verkefnum sem hún hafi meira hæfi til að sinna en aðrir, en hin verði falin öðrum. Lagt er til að sjómælingadeild LHG verði lögð niður og við hlut- verki hennar taki sá aðili innan ríkisins sem sérhæfður sé í korta- gerð, enda þjóni deildin ekki ann- arri starfsemi LHG. Þá er stungið upp á því að fjár- mögnun þyrlusveitar lækna verði færð undir verkefnasvið heil- brigðisráðuneytisins og skoðaðir verði möguleikar á að bjóða flug- þjónustu LHG út að hluta eða öllu leyti eða gerð samstarfs- samninga vegna flugstarfsemi. Í skýrslunni kemur fram að stærstur hluti núverandi verkefna Gæslunnar falli undir aðra mála- flokka en þá sem lúti yfirstjórn dóms- og kirkjumálaráðuneytis- ins. „Að mati Ríkisendurskoðunar skortir stjórnunarlegar boðleiðir til samhæfingar milli verkefna Landhelgisgæslunnar og annarra aðila sem sinna málaflokkum sem stofnunin kemur að,“ segir m.a. í skýrslunni. Segir að til að leysa þetta mál komi til greina að færa LHG til samgönguráðuneytisins, sem fari með yfirstjórn fyrirferð- armestu verkefna sem stofnunin sinni. Við dómsmálaráðuneyti, sjávarútvegsráðuneyti og um- hverfisráðuneyti væri svo hægt að gera samninga um hvernig samstarfi skyldi háttað. Önnur leið til að tryggja betri samhæf- ingu í störfum Landhelgisgæsl- unnar og annarra aðila væri að setja stofnuninni stjórn. Flutningur Gæslunnar ekki verið skoðaður sérstaklega Sólveig Pétursdóttir, dóms- og kirkjumálaráðherra, segir það ekki hafa verið skoðað sérstak- lega í tilefni af skýrslu Ríkisend- urskoðunar að flytja Landhelgis- gæsluna frá dómsmálaráðu- neytinu eða rætt við samgöngu- eða önnur ráðuneyti vegna þess. „Dómsmálaráðuneytið hefur ein- beitt sér að því að fara yfir skýrslu Ríkisendurskoðunar og sérstök nefnd sem farið hefur yfir fjármál stofnunarinnar hefur haft skýrsluna til hliðsjónar í tillögu- gerð sinni. Það hefur engin af- staða verið mótuð til þess hvort heppilegt sé að flytja Landhelg- isgæsluna undir annað ráðuneyti. Þegar slíkur tilflutningur er skoð- aður er eðlilegt að það sé gert í tengslum við aðrar skipulags- breytingar og tilflutning mála- flokka á milli ráðuneyta en ekki sem einstakt afmarkað verkefni, nema þegar sérstök og brýn rök mæla með slíkum flutningi. Það er ekkert ákveðið að mínu mati sem bendir í þá átt að brýnt sé að flytja Landhelgisgæsluna á milli ráðuneyta,“ segir Sólveig. Gegnir verkefnum sem ekki teljast beint löggæslustörf Sólveig segir að hafa verði í huga að í lögreglulögum sé kveðið á um það með skýrum hætti að áhafnir varðskipa og gæsluflug- véla fari með lögregluvald þegar þær annist eða aðstoði við lög- gæslu. Landhelgisgæslan gegni vissulega mörgum öðrum verk- efnum sem ekki teljist beint til löggæslustarfa á hafinu, en ljóst sé að hlutverk þeirra sem lög- reglu þar sé mjög mikilvægt. Huga þurfi því vel að því hvort breytingar þurfi að gera á hlut- verki Landhelgisgæslunnar í grundvallaratriðum við slíkan til- flutning milli ráðuneyta. „Einnig er spurning hvort ekki sé eðlilegra að þau verkefni sem nefnd eru í skýrslu Ríkisendur- skoðunar og heyra undir önnur ráðuneyti ætti ekki að færa frá þeim til dómsmálaráðuneytisins og stofnanir þess. Sem dæmi má nefna björgunarmál sem heyra að hluta til undir samgönguráðu- neyti. Nefnd ráðuneytisstjóra þriggja ráðuneyta er nú að skoða stjórnskipulag leitar og björgun- ar í landinu og er tillagna frá henni að vænta í haust,“ segir hún. Að sögn Sólveigar er markmið- ið að auka skilvirkni og stytta boðleiðir, því margir mismunandi aðilar komi að þessu málum. „Einnig má huga að því að efla fiskveiðieftirlit í gegnum fjareft- irlit sem Landhelgisgæslan sinnir nú að hluta. Tækninni hefur fleygt fram á þessum sviðum á undanförnum árum sem hefur gert það að verkum að unnt er að nota hana beint við fiskveiðieft- irlit. Landhelgisgæslan er auðvit- að kjörin til að sinna þessu, enda fer hún í dag með löggæslu á haf- inu,“ segir Sólveig. Hún segir að í nágrannalönd- unum sé landhelgis- eða strand- gæsla yfirleitt undir varnarmála- eða innanríkisráðuneytum á grundvelli þess löggæsluhlut- verks sem þær sinna. Tækniframfarir opna fyrir nýjar aðferðir Sólveig segist einnig telja að það styrki ekki stöðu Landhelg- isgæslunnar að gera lítið úr því veigamikla hlutverki hennar að sinna löggæslu á hafinu. Það verði hinsvegar að horfa til þess að tækniframfarir síðustu ára geri henni kleift að sinna verk- efnum sínum með nýjum aðferð- um í bland við hinar eldri og hefðbundnari. Hún segir að hjá Landhelgis- gæslunni sé unnið mikið og gott starf, sérstaklega hvað varði leit og björgun. Að þeim málum komi einnig björgunarsveitir og lög- regla. „Í mínum huga er brýnast að styrkja alla þessa aðila og stuðla að bættri samvinnu á milli þeirra og það verður varla gert með því að skipta verkefnum upp á milli margra ráðuneyta,“ segir Sólveig. Sturla Böðvarsson samgöngu- ráðherra segir að þessi valmögu- leiki hafi ekki verið skoðaður í ráðuneytinu og því geti hann ekki tjáð sig um hann. lítinn hluta úthaldstaps vegna brotthvarfs Óðins Morgunblaðið/Árni Sæberg arðskipin Týr og Ægir. r niður á ustunni herra hefur sett fram hug- iðurskurð hjá Landhelgis- fæli í sér að einu af þremur ennar, Óðni, yrði lagt. Með ð er gert ráð fyrir sparnaði ónir króna. Ljóst er að hin nu ekki geta unnið upp út- egna brotthvarfs Óðins. nna að vera strönduð eða eiga m á sjó við Ísland, ef þess er skekktum stöðum eða byggð- uðsynlega hjálp eða aðstoð, egar samgöngur bregðast af egum orsökum, svo sem vegna alaga, ofviðra eða annarra mfara. sjómælingar og taka þátt í haf- m, fiskirannsóknum, botnrann- o og öðrum vísindastörfum, m ákveðið kann að vera hverju  Að tilkynna, fjarlægja eða gera skaðlaus reköld, tundurdufl, sprengjur eða aðra hluti, sem sjófarendum eða almenningi get- ur stafað hætta af.  Að aðstoða við framkvæmd almannavarna, almennrar löggæslu, lækna-, toll- og vita- þjónustu, eftir því sem aðstæður leyfa eða ákveðið kann að verða sérstaklega.  Að tilkynna tafarlaust Skipaskoðun ríkisins ef vart verður við að brotin eru lög um eft- irlit með skipum eða brotnar reglugerðir, sem settar eru samkvæmt þeim, eða telji hún ástæðu til að ætla að skip sé ekki haf- fært. dhelgisgæslunnar VITNA-VERND hef-ur verið tölu-vert í deiglunni að undan- förnu og var norrænt samstarf á sviði vitna- verndar meðal um- ræðuefna á fundi nor- rænna dómsmála- ráðherra sem haldin var á Svalbarða í lok júní. Í íslenskum réttar- farslögum er gert ráð fyrir að vitni geri grein fyrir nafni sínu, heim- ili, kennitölu og geri að öðru leyti grein fyrir sér, að sögn Eiríks Tómassonar lagaprófessors og bendir hann á að þar sem allir eigi almennt að- gang að réttarhöldum þá geti hver og einn fengið upplýsingar um nafn og heimilisfang vitnis en ekki eingöngu aðilar máls. Sjálfur seg- ist hann ekki hafa neina eindregna skoðun á vitnavernd. „Ef réttarhöld eru hins vegar lokuð að málinu, það er nú eflaust í þeim málum sem menn eru fyrst og fremst að hugsa um þetta, þá eru það eingöngu aðilar málsins sem fá upplýsingar um vitnin,“ segir hann og leggur áherslu á að mál séu lokuð í þeim tilgangi að hlífa vitnunum sjálfum, til dæmis brotaþolanum sjálfum í kynferð- isafbrotamálum. „Þetta er fortaks- laus regla hjá okkur að vitni verða að gera grein fyrir sér, þannig að ákærði í sakamáli á alltaf rétt á því að fá að vita hvert vitni í saka- máli er,“ ítrekar Eiríkur. Hættara við því að hallað sé á réttaröryggi ákærða Hann segir að um það hafi verið rætt víða um lönd, þar á meðal hér á landi, hvort ástæða sé til að víkja frá þessari skyldu vitnis til að gera grein fyrir sér í algerum sértil- vikum. Þessi tilvik séu þegar vitni kunni að stafa hætta af ákærða eða öðrum. Að sögn hans yrðu þetta alger undantekningartilvik, vitnaleynd yrði aldrei almenn regla. Eiríkur segir ástæðuna fyrir því að menn hafi verið mótfallnir vitnaleynd vera þá að það sé hætt við því að hallað sé á réttaröryggi ákærða. „Við sem erum að fjalla um þessi mál erum alltaf upptekin af réttaröryggi þeirra sem eiga að- ild að málinu, til dæmis réttarör- yggi ákærða í dómsmálum. Það er alltaf hættara við því að ef vitni gefa skýrslu undir nafnleynd að þau gefa ranga skýrslu. Ég er ekki að segja að það mundi gerast en hættan er meiri ef um er að ræða vitnaleynd,“ bætir hann við. Danir hurfu frá nafnleyndinni Hann bendir einnig á að fá- mennið á Íslandi geri framkvæmd vitnaleyndar erfiðari. „Það er hætt við því að þeir sem vilja geti haft uppi á vitnum jafnvel þó að þau komi fram nafnlaus í dómsmálum. Þá er til sá kostur að vitni fái að fara til útlanda, það hefur verið rætt í þessu sam- bandi. Það er nátt- úrlega auðveldara að dyljast þar en hér og skapar meira öryggi fyrir vitnið,“ undir- strikar hann. Að sögn Eiríks hefur verið um það deilt hvort sá háttur að veita vitnum nafn- leynd með þessum hætti brjóti í bága við fyrirmæli um réttláta málsmeðferð fyrir dómi, en þau fyrirmæli er að finna í 70. grein stjórnar- skrárinnar og 6. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu. Hann nefnir að Danir hafi tekið þessa heimild upp í lög sín fyrir nokkrum árum en horfið síðan frá því og lögunum verið breytt aftur. Hann segir að fyrri breytingin hafi verið umdeild. Hann þekkir það ekki hver reynslan hafi verið af vitnavernd í Danmörku en bendir á að allavega hafi verið horfið frá þeirri framkvæmd. Réttlætanleg í sér- stökum tilvikum „Mannréttindadómstóll Evrópu hefur hins vegar komist að þeirri niðurstöðu að svona nafnleynd geti verið réttlætanleg í sérstökum til- vikum. Það hefur verið talið að brotaþoli gæti gefið vitnaskýrslu án þess að gefa upp nafn og heim- ilisfang, að minnsta kosti í kyn- ferðisafbrotamáli. Þar var um að ræða mál frá Hollandi ef ég man rétt. Síðan held ég að það hafi einnig reynt á þetta í máli sem snerist um stórfelld fíkniefnamál, þar hafi þetta einnig verið talið heimilt. Við verðum samt að hafa það í huga að þarna er um alger undantekningartilvik að ræða. Þannig að ef þessi heimild verður tekin upp í íslensk lög þá verður hún óhjákvæmilega að vera mjög þröng,“ leggur Eiríkur áherslu á. Hann bendir þó á að hægt sé að færa rök með og á móti vitnavernd og mjög skiptar skoðanir hafi ver- ið um þetta málefni hér á landi. Það fari eftir því hvort menn horfi á hagsmuni sakbornings eða brotaþola. Hann segir þessa hags- munaárekstra sígilt viðfangsefni í sakamálaréttarfari, hagsmuna- árekstrar sem eigi sér stað á milli réttaröryggis sakbornings annars vegar og almannahagsmuna hins vegar af því að upplýsa brot. Aðspurður hvort mikilla breyt- inga á löggjöf sé þörf ef vitna- vernd yrði tekin upp hér á land, segir Eiríkur að út af fyrir sig sé vitnavernd róttæk breyting en hún myndi ekki kosta mikla breytingu á lögunum. „Ég reikna nú með að þetta yrði einskorðað við sakamál en ekki við einkamál. Þá yrði tekin upp heimild til að víkja frá því að vitni gerði grein fyrir sér fyrir aðra en dómara. Því er ekki hægt að breyta að sjálfsögðu, auk þess sem ákæruvaldið og lögregla þurfa einnig að vita hvert vitnið er,“ bætir hann við. Eiríkur Tómasson lagaprófessor Vitnaleynd yrði aldrei almenn regla Það er meginregla íslensks réttarfars að vitni geri grein fyrir sér. Sú umræða hefur átt sér stað hvort ástæða sé til þess að víkja frá þessari skyldu vitnis í algerum sértilvikum. Eiríkur Tómasson, lagaprófessor, telur að verði vitnaleynd komið á aukist hættan á því að hallað verði á réttaröryggi ákærða. Eiríkur Tómasson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.