Morgunblaðið - 16.07.2002, Blaðsíða 37
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚLÍ 2002 37
✝ Jóna Björg Guð-mundsdóttir
fæddist í Sjólist í Fá-
skrúðsfirði 4. desem-
ber 1920. Hún lést á
hjúkrunarheimilinu
á Fáskrúðsfirði 8. júlí
síðastliðinn. Foreldr-
ar hennar voru Guð-
mundur Jónsson, f.
28. jan. 1881, d. 28.
okt. 1951, og kona
hans Þuríður Kristín
Indriðadóttir, f. 14.
jan. 1884, d. 10. maí
1949. Systkini Jónu
voru: Borgþór, f. 24.
febr. 1907, dó ungur; Guðný Borg-
þóra, f. 27. febr. 1909, d. 2. maí
1978; Jón Björgvin, f. 26. des.
1911, dó ungur; Elín, f. 27. maí
1916, d. 28. febr. 2002; Garðar, f.
25. nóv. 1921, d. 10. febr. 1974;
Sigurbjörg, f. 28. nóv. 1923; Þor-
gils, f. 18. febr. 1926, d. 19. des.
1962.
Eftirlifandi maki Jónu Guð-
bjargar er Guðjón Daníelsson
bóndi á Kolmúla við Reyðarfjörð,
f. 18. mars 1913. Foreldrar hans
voru Daníel Sigurðsson, f. 11.
febr. 1882, d. 13. mars 1960, og
Guðný Jónsdóttir, f. 8. júní 1886,
d. 27. maí 1964.
Börn Jónu og Guðjóns eru: 1)
Guðmundur Kristinn, f. 6. okt.
1940, maki hans Stefanía Óskars-
dóttir, f. 6. sept. 1949. Börn
þeirra: a) Jóna Björg, f. 16. júlí
1966, b) Bjarki, f. 19. nóv. 1968, c)
Óskar Þór, f. 19. okt. 1969, d)
Helga Snædal, f. 1. maí 1974. 2)
Halla, f. 11. júlí 1943. Dætur henn-
ar: a) Aðalheiður Sigurbjörnsdótt-
ir, f. 28. apríl 1961.
b) Valdís Arnardótt-
ir, f. 17. mars 1974.
3) Borgþór, f. 29.
apríl 1948, maki
hans Kristín Gréta
Óskarsdóttir, f. 30.
júní 1949. Börn
þeirra: a) Andrea, f.
14. nóv. 1968, b)
Daníel, f. 8. mars
1975. Þá á Borgþór
tvær aðrar dætur, a)
Hrefnu Lind, f. 24.
apríl 1969, og Örnu,
f. 18. sept. 1969. 4)
Dagný, f. 27. jan.
1950, maki hennar Sigurður Jak-
ob Jónsson, f. 4. jan. 1949. Börn
þeirra: a) Rakel, f. 13. maí 1973, b)
Andri, f. 30. sept. 1980, c) Signý, f.
27. júlí 1985. 5) Elísa, f. 30. maí
1951, maki Stefán Þór Jónsson, f.
13. nóv. 1948. Dætur þeirra: a)
Brynhildur Björg, f. 25. apríl
1969, b) Borghildur Hlíf, f. 14. júní
1971, c) Þórhildur Elfa, f. 6. ágúst
1977. 6) Bryndís, f. 5. febr. 1953,
maki hennar Gunnar Jósep Jóns-
son, f. 6. maí 1951. Börn þeirra: a)
Guðjón, f. 9. maí 1975, d. 10. apríl
1993. b) Jósep Freyr, f. 14. jan.
1977. c) Selma Ósk, f. 5. ágúst
1986. 7) Guðjón, f. 5. des. 1956.
maki hans Hafdís Bára Bjarna-
dóttir, f. 26. ágúst 1962. Börn
þeirra: a) Guðbjörg Rós, f. 30. okt.
1981, b) Birkir Snær, f. 27. jan.
1986.
Útför Jónu Bjargar fer fram frá
Fáskrúðsfjarðarkirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 14. Jarð-
sett verður í Kolfreyjustaðar-
kirkjugarði.
Elsku mamma. Nú er komið að
kveðjustund. Ekki datt okkur í hug
þegar ég náði í þig á Neskaupstað
19. júní að það væri síðasta ferðin.
Við vorum lengi á leiðinni heim,
komum við í öllum búðum og hitt-
um alltaf einhverja til að spjalla við
og síðast í sveitinni þinni Kolmúla
þar sem þú áttir heima mestan
hluta ævi þinnar. Þar kunnir þú vel
við þig og þar eignuðust þið pabbi
sjö börn og óluð upp eitt barna-
barn, þar var alltaf margt um
manninn því þið hjónin voruð gest-
risin. Síðasta verk þitt á Kolmúla
var að stoppa í sokka af pabba og
sagðir þú við hann að hann gæti
ekki safnað plöggunum svona á
bekkinn. Svo kvöddum við pabba og
héldum áfram inn á Búðir eins og
þú kallaðir kauptúnið. Ég fór með
þig inn á dvalarheimilið þar sem þú
varst búin að ákveða að dvelja. En
vegir guðs eru órannsakanlegir.
Elsku mamma, við pössum pabba
fyrir þig og við skulum hugsa um
blómin þín og friðarliljurnar sem
þér fannst svo vænt um. Elsku
mamma við þökkum þér fyrir allar
góðu stundirnar sem við áttum
saman, guð geymi þig.
Þín börn
Elísa og Guðjón.
Elsku mamma, mig langar til að
þakka þér fyrir öll árin og allar
yndislegu stundirnar sem við áttum
saman. Þú varst mér mamma,
amma og mín besta vinkona. Ég er
mjög þakklát fyrir að hafa átt þig í
öll þessi ár og átt kost á að um-
gangast þig svona oft. Þegar ég
horfi til baka er margs að minnast
og allar minningarnar eru góðar.
Ég kveð þig með ást og þökk með
fyrsta versinu sem þú kenndir mér.
Ó Jesú bróðir besti
og barnavinur mesti.
Æ, breið þú blessun þína.
á barnæskuna mína.
(P. Jónsson)
Þín
Aðalheiður.
Þegar ég sest niður til að skrifa
nokkur minningarorð um hana
ömmu mína á Kolmúla, standa ljós-
lifandi fyrir mér minningar frá
þeim tíma þegar ég var lítil stelpu-
skotta úr borginni og fékk að koma
í sveitina til ykkar afa.
Upphaf þess má rekja aftur til
ársins 1970. Þá ég er rétt eins árs
gömul. Í bréfi sem ég á frá þeim
tíma bjóðið þið afi okkur mömmu í
heimsókn að Kolmúla. Fyrstu minn-
ingarnar sem ég á frá Kolmúla eru
líklega frá því ég er sex til sjö ára
gömul. Þetta var sem ævintýri lík-
ast. Það voru dýrin, heyskapurinn
og þetta sérstaka andrúmsloft sem
þeir einir þekkja sem hafa verið í
sveit. Þú varst mér alltaf einstak-
lega góð þó svo ég hafi stundum
reynt á þolinmæðina, því ég var
pjöttuð og vildi helst alltaf vera að
skipta um föt, en þú tókst því öllu
með stakri ró og skiptir aldrei skapi
við mig.
Þegar árin liðu og ég fór að
kanna heiminn kom vel fram í þeim
bréfum sem þú skrifaðir mér rækt-
arsemi og einlægur áhugi á mínum
högum. Ég dáðist að þér, amma,
hvað þú varst minnug á afmæl-
isdaga og fleira sem snerti mig og
mína.
Nú þegar komið er að leiðarlok-
um vil ég þakka þér, amma mín,
fyrir allt gott í gegnum árin. Ég
vildi óska að ég hefði sagt þér oftar
hvað mér þykir vænt um þig og afa
og hvað það er mér mikils virði að
hafa átt ykkur að í gegnum árin.
Ég er þakklát, amma mín, fyrir
þær stundir sem við áttum saman
hér fyrir sunnan stuttu fyrir andlát
þitt.
Þér, afi minn, sendi ég mínar ein-
lægustu samúðarkveðjur og ég bið
þess að góður Guð gefi þér styrk til
að takast á við sorgina og sökn-
uðinn sem þú nú upplifir.
Er fegurst fölna blómin
og frostið bítur svörð.
Þá verða tár að daggardropum
er drjúpa á visna jörð.
Nú sorgin hjartað hrellir
og hvarminn vætir minn
en trú og traust á Drottin
þerra tár af kinn.
Hönd þína ljáðu ljúfi Faðir,
léttu erfiðan gang
er vonir bregðast þrautir þyngja
þjáning sest í fang,
þá brýtur bænin hlekki
byrðin þunga fer
það flýtur engin að feigðarósi
er finnur skjól hjá þér.
(Þ. B. B.)
Þín
Hrefna Lind.
JÓNA BJÖRG
GUÐMUNDSDÓTTIR
Sími 562 0200
Erfisdrykkjur
$
$
/4@
1==6
'( + $
&& 32
,$&)A7
%*B #-$
&
3
.+
8*&" &) -&
" &&&& 8*& -& %. )*
4 $& & 8*& -& && )*
-$+ & +&.
/
$
%6= ="1
1
1==6 %,2#$
%' #,
3 '
$
4
!
"
*-
!
'
'
'
!'
!'
% &=*)* &&&&
"'5*&&% &5*-$=*)*%( +&.
5
6
-
"
"
&
!
$
$
!
<4
1== &$2 !C
3,2 #,.
6
$
7( 28 (
)
(
''
(
)
3
'
3
-
9
''
3
3
6$
- '
!&
$$ -&
< && -& 4 $D/." '& )*
8*& -& $ &) )*
" '&) )* 5-$9+$
6&$+2$ )* " ) -&
-$+ & +&.
/
E6 64E= 6 &+ F,G>
H>7;??")), #
#02*
- !
.
" )* "$ 1 , )* 4 E &$
-$'2 ,3) .
9
1=6
1==6 ,* # $>!
3,2 #,
2
*- !
" )*.8 ,-+ -&.
$ $
$
I"6 + ,&&
* $>?
4
!
"
4 $DF#&$
" B " )* && 8* && )*
3&2 F#&$ #&+2&<&& -&
)) #&+2& )*.
Handrit afmælis- og minningargreina
skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða
tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt,
að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveld-
ust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa,
öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslu-
kerfin Word og Wordperfect eru einnig
auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til
blaðsins í bréfasíma 569 1115, eða á net-
fang þess (minning@mbl.is) — vinsamleg-
ast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem
viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á
heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að
lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4
miðað við meðallínubil og hæfilega línu-
lengd – eða 2.200 slög. Höfundar eru beðn-
ir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stutt-
nefni undir greinunum.