Morgunblaðið - 16.07.2002, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 16.07.2002, Blaðsíða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. HLUTVERK Landhelg-isgæslunnar, eins ogkemur fram hér tilhliðar, lýtur aðallega að löggæslustörfum, björgunar- málum og siglingamálum. Undir gæslu- og öryggissvið stofnunar- innar heyrir annars vegar stjórn- stöð Landhelgisgæslunnar og hins vegar skip- og flugkostur stofnunarinnar. Flug- og skipafloti LHG eru langstærstu þættir í rekstrar- kostnaði Gæslunnar. Árin 1998 og 1999 nam kostnaður vegna varð- skipanna þriggja, Óðins, Ægis og Týs, um 43% af heildarrekstr- arkostnaði. Rekstrarkostnaður vegna flugs nam sömu ár 29 og 25 prósentum af heildarkostnaði. Með tilliti til þessa virðist eðli- legt að reyna niðurskurð á skipa- flotanum. Með því að leggja Óðni, sem er elsta skip LHG, reiknast dómsmálaráðherra til að um 40 milljónir króna sparist. Rekstur skipsins kostar um 80 milljónir á hverju ári, en á næsta ári hafði verið ráðgert að setja það í klöss- un, sem myndi kosta 60–80 millj- ónir. Kostnaður myndi þó aukast við að auka úthald hinna varðskip- anna tveggja og því næmi árlegur sparnaður um 40 milljónum króna. Úthald hvers skips 285 dagar á ári Þegar meta ber hvort þessi fyr- irhugaða sparnaðaraðgerð komi niður á þjónustu LHG ber að spyrja hvort hægt sé að auka út- hald hinna skipanna tveggja og vinna þannig upp það úthald sem tapast með Óðni. Undanfarin ár hafa varðskipin hvert um sig verið á sjó að með- altali um 285 daga á ári. Hvert úthald er að jafnaði um 21 dagur. Hvert skip hefur síðan verið bundið í höfn tvisvar sinnum á ári, að meðaltali í samtals 40 daga í hvort skipti, til að mæta lög- bundnu orlofi áhafnar og áunnum frídögum. Í skýrslu Ríkisendur- skoðunar um stjórnsýslu LHG frá 2001 segir að ef auka eigi úthald skipanna þurfi að fjölga skipverj- um. Í fyrra hafði LHG í sinni þjón- ustu 66 manns sem á grundvelli menntunar og reynslu gátu sinnt störfum skipverja á varðskipum. Af þessum fjölda eru 54 í fastri áhöfn (átján á hverju skipi), fimm bundnir við önnur störf hjá LHG og því geta sjö sinnt afleysingum. Allir eru þeir vélstjórar eða stýri- menn. Oft vandamál með mönnun Í skýrslu Ríkisendurskoðunar segir að mönnun varðskipanna með þessum fjölda starfsmanna krefjist ítarlegrar skipulagningar og að oft hafi skapast vandamál við að fullmanna skipin. Ef einu skipanna verður lagt skapast svigrúm til að auka út- hald hinna tveggja, enda verður þá 61 skipverji (að því gefnu að engum verði sagt upp) til að vinna starf 36 manna (18 á hvoru skipi sem eftir verða). Þeir 25 menn sem út af standa ættu að geta unnið þessa 80 daga sem hvort skip liggur í landi vegna lögboðins orlofs, samtals 160 daga. En ef skipin tvö eiga að vinna upp þessa 160 daga þurfa þau að vera í úthaldi allan ársins hring. Það er langsóttur kostur, þótt ekki væri nema vegna þess að þau eru komin til ára sinna. Jafn- vel þótt þeim tækist það yrði það ekki nema rúmur helmingur út- halds Óðins síðustu ár. Hafsteinn Hafsteinsson, forstjóri Landhelg- isgæslunnar, segir að samanlagt úthald skipanna tveggja geti mest verið 19 mánuðir, eða 570 dagar, á ári. Halli á rekstri undanfarin ár Fjárhagsvandi Landhelgisgæsl- unnar hefur verið töluverður und- anfarin ár. Í fyrrnefndri skýrslu Ríkisendurskoðunar kemur fram að grunnfjárveitingar til LHG hrökkvi ekki fyrir kostnaði miðað við rekstrarumfang síðustu ára og lítið svigrúm sé til sparnaðar miðað við núverandi umfang rekstrar. Þar segir að frá árinu 1995 hafi rekstrarhalli LHG að meðaltali numið 18,1 milljón króna, en að auki hafi stofnunin þurft að jafnaði um 21 milljón af fjáraukalögum til að halda rekstri innan heimilda. Að mati Ríkis- endurskoðunar er að meðaltali þörf á 46–80 milljónum króna til að fjárveitingar hrökkvi til að mæta útgjöldum miðað við svipað rekstrarumfang og síðustu ár. Forsvarsmenn LHG hafa til- tekið nokkur atriði sem valdið hafi því að fjárveitingar hafi ekki vaxið í samræmi við kostnaðar- auka vegna tiltekinna verkefna. Þar nefna þeir í fyrsta lagi að launahækkanir samkvæmt kjara- samningum hafi verið meiri en viðurkennt hafi verið við fjárveit- ingar. Í öðru lagi hafi samningur við þyrlulækna ekki verið bættur nema að hluta. Í þriðja lagi hafi þáttur launa í launagrunni vegna fjárveitinga verið lægri en greidd laun. Þetta hafi valdið því að fjár- veitingar hafi ekki hækkað eins og annars hefði orðið. Fjárveitingar hækkað 8 milljónir á síðasta Í janúar lagði dómsm neytið til að fjárveitin Gæslunnar á síðasta á hækkaðar um 8 milljóni Hafsteinn Hafsteinsson, LHG, gagnrýndi þá tölu í fréttabréfi Gæslunnar og áðurnefnda áætlun Rík skoðunar, um að 46–80 skorti í reksturinn árlega Í skýrslunni eru rakta anlegar leiðir til hagræ rekstri LHG. Lagt er áhersla verði lögð á að s Ægir og Týr geta ekki unnið upp nema Va Kemur þjónu Dómsmálaráðh myndir um ni gæslunni sem f varðskipum he þessari aðgerð upp á 40 milljó tvö skipin mun haldstap ve UM LANDHELGISGÆSLUNA gilda lög nr. 25 frá 25. apríl 167. Samkvæmt þeim skiptist markmið LHG í átta liði:  Að hafa með höndum almenna löggæslu á hafinu umhverfis Ísland, jafnt innan sem utan landhelgi.  Að veita hjálp við björgun manna úr sjávarháska eða á landi, svo og að ann- ast aðkallandi sjúkraflutninga, ýmist á eigin spýtur eða í samvinnu við Slysa- varnafélag Íslands eða aðra aðila, sem að björgunarstörfum vinna.  Að aðstoða eða bjarga bátum eða skip- um, sem kun í erfiðleikum óskað.  Að veita afs arlögum nau þegar eðlile ófyrirsjáanl hafíss, snjóa náttúruham  Að sjá um s rannsóknum sóknum, svo eftir því sem sinni. Hlutverk Land ÖFLUGT TÆKI TIL TJÁSKIPTA Umræður um það hvort íslenskritungu stafi ógn af erlendumáhrifum koma ætíð upp á yf- irborðið af og til og ekki að ástæðu- lausu. Íslenskt málsamfélag er að sönnu smátt og þó einangrun hafi lík- lega varið tunguna best fram á síðustu tíma hefur alþjóðavæðing fyrir löngu rofið þann varnarmúr. Það er því full ástæða til að halda vöku sinni á sviði málræktar jafnframt því að greina þá þætti sem hafa áhrif á stöðu tungunnar þegar til lengri tíma er litið. Í grein sem birtist hér í blaðinu á sunnudag er staða íslensku gagnvart ensku til umræðu, en margir hræðast undanhald íslenskunnar gagnvart yfir- burðastöðu enskunnar. Ari Páll Krist- insson, forstöðumaður Íslenskrar mál- stöðvar, sem unnið hefur skýrslu um notkunarsvið íslensks máls, sér þó ekki tilefni til svartsýni. Hann segir að ennþá hafi ekki orðið alvarlegt tap á notkunarsviðum íslensku til ensku, en hins vegar megi finna mörg dæmi um að Íslendingar hafi verið að vinna ný umdæmi fyrir móðurmálið allt frá því lýðveldið var stofnað. Hann óttast því ekki ásælni ensku í íslensku samfélagi, og frekar en að leggja hömlur á notkun ensku telur hann að við eigum að gæta þess að íslenska verði áfram nothæft tæki til tjáskipta. Það jákvæða viðhorf sem Ari Páll lýsir hér er mjög einkennandi fyrir þá stefnu sem málvernd hefur tekið á síð- ustu árum, þar sem horfið hefur verið frá hugmyndum fyrri tíma sem mörk- uðust nokkuð af varnarstöðu eða „þjóð- ernisrómantík“ eins og hann orðar það. Í þeirri þjóðernisrómantík bar nokkuð á ótta við áhrif erlendra tungumála. Jafnvel svo að margir töldu ekki æski- legt að hefja kennslu í erlendum tungu- málum fyrr en seint og um síðir í skóla- kerfinu og töldu sig þar með vera að tryggja íslenskuna þannig í sessi að hún yrði börnum óhjákvæmilega töm- ust. Þessi viðhorf eiga nú sem betur fer undir högg að sækja, enda benda rann- sóknir eindregið til þess að kunnátta í erlendum tungumálum örvi málvitund barna þegar á heildina er litið sem og tilfinningu þeirra fyrir möguleikum tjáskipta almennt. Í síðasta mánuði birtist hér í blaðinu samtal við Birnu Arnbjörnsdóttur, málfræðing og aðjúnkt við Háskóla Ís- lands, en hún hefur m.a. rannsakað hvernig tungumál lærast. Þar kemur fram að hæfileikinn til að tala önnur mál ógnar að öllu jöfnu ekki þjóðerni okkar eða sjálfsmynd; þvert á móti snýst þýðing þess að kenna erlend tungumál ekki einungis um málin sjálf, heldur einnig um hugmyndir okkar um umheiminn. „Rannsóknir sýna að börn sem læra mörg tungumál verða víð- sýnni en önnur og eiga betra með að skilja samhengi hlutanna. Þau tengja ekki orð og hluti jafn beint og fólk sem kann bara eitt tungumál. Þau eru meira skapandi í hugsun en eintyngdir. Þannig er tvítyngi jákvætt frá mörgum sjónarmiðum; börn sem tala mörg tungumál búa að því að það hefur mjög jákvæð áhrif á vitsmunaþroska þeirra og sérstaklega jákvæð áhrif á hug- myndaþroska þeirra,“ segir Birna. Sýnt hefur verið fram á að hæfileik- inn til að læra tungumál minnkar mjög hratt eftir því sem börn komast á legg og því ríður á að vanmeta ekki kosti þess að kynna börnum þá tjáningar- möguleika sem í ólíkum tungumálum felast eins fljótt og kostur er. Þrótt- mikil móðurmálskennsla er þó afar mikilvæg samhliða frekara tungumála- námi, enda hefur t.d. reynsla við kennslu erlendra barna hér á landi leitt ótvírætt í ljós að þau börn sem kunna móðurmál sitt vel eru mun betur í stakk búin til þess að læra íslensku en þau sem ekki hafa góð tök á eigin máli. Svo virðist því sem kunnátta á sviði ólíkra tungumál styðji málþroska barnanna heildstætt og lítil ástæða sé til að óttast neikvæð áhrif, óæskilega skörun eða „úrkynjun“ móðurmálsins í huga þeirra. Góð tungumálakunnátta, sem er styrkur hvers einstaklings í fjölmenn- ingarlegu og alþjóðavæddu samfélagi nútímans, hlýtur því jafnframt að vera styrkur samfélagsins í heild. En það eitt og sér kemur þó ekki í veg fyrir þá staðreynd að þjóðin verður að leggja sig alla fram til þess að íslenska haldi áfram stöðu sinni sem ríkjandi mál á öllum sviðum samfélagsins. Það er því vissulega áhyggjuefni að kennsla á há- skólastigi skuli í sívaxandi mæli vera að færast yfir á ensku. Það segir sig sjálft að óvinnandi vegur er að þýða allt kennsluefni yfir á íslensku, enda er það sífelldum breytingum háð í framfara- sinnuðum skólum. En kennsla í tímum ætti alltaf að fara fram á íslensku þeg- ar þess er nokkur kostur, svo nemend- ur verði örugglega jafnvígir á hugtök og heiti námsefnisins á íslensku og ensku og beri þá þekkingu með sér út í atvinnulífið. Mikilvægi þýðinga er líkast til stór- lega vanmetið hér á landi þótt augljóst sé að ef íslensk tunga á að standast tím- ans tönn verður hún, rétt eins og öflug tungumál á borð við ensku, að búa yfir þeim víðtæka orðaforða er þjónar allri hugsun, hvaða sviði svo sem hún til- heyrir. Í starfi þýðandans er fólgið ákaflega skapandi ferli, þar sem hugs- unum og hugtökum sem hafa jafnvel aldrei verið tjáð á íslenska tungu er fundinn farvegur. Ef vel tekst til myndar hann síðan undirstöðu ís- lenskrar orðræðu um viðkomandi mál- efni. Í þessu sambandi má vel velta því fyrir sér hvort nokkur einstakur við- burður hafi haft álíka víðtæk áhrif í þá átt að varðveita íslenska tungu til framtíðar og þýðing Bíblíunnar á mið- öldum. Umræða um íslenskt mál er oft á þeim nótum að engu er líkara en allir hafi glatað máltilfinningu sinni og orðaforða – og þá sérstaklega unga fólkið. Staðreyndin er hins vegar sú að slanguryrði og ambögur hafa ætíð ver- ið til rétt eins og orðsnilli einstakra manna. Umræða um íslenska tungu er þó eitt vísasta merki þess að hún er lif- andi og skipar stóran sess í þjóðarvit- undinni. Sagan hefur sýnt okkur að samhliða því að tryggja sjálfstæði þjóð- arinnar tókst ágætlega að stemma stigu við víðtækum áhrifum dönsku á íslenskt mál. Í samtali sem birtist við Ara Pál í Morgunblaðinu í ágúst 2000 leggur hann áherslu á að íslenska sé ekki föst og óbreytanleg stærð: „Það hefur hún aldrei verið og ef þróunin verður í þá átt ber það feigðina með sér. Íslenska verður alltaf eins og öll önnur menningarmál, að vera nothæf við allar mögulegar aðstæður, fyrir alla.“ Það er hlutverk okkar allra að sjá til þess að íslenska þróist í takt við þjóðlífið og þjóni þörfum barna okkar svo vel að hún lúti ekki í lægra haldi fyrir öðrum málum, heldur verði þeim fremur kjölfesta í frekara tungumála- námi. Þannig mun hún halda velli sem öflugt tæki til tjáskipta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.