Morgunblaðið - 16.07.2002, Side 13

Morgunblaðið - 16.07.2002, Side 13
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚLÍ 2002 13 Í DAG verður opnaður nýr vegur við Skeiðholt í Mosfellsbæ. Samkvæmt tillögu bæjarstjórnar verður bið- skylda á Langatanga fyrir umferð um Skeiðholt og á Skeiðholti fyrir umferð um Þverholt. Að sögn Þorsteins Sigvaldasonar, deildarstjóra tæknideildar hjá Mos- fellsbæ, missir umferð um Langa- tanga þar með forgang sem hún hafði áður. Að sögn Þorsteins taka breytingarnar gildi strax en akfært verður um veginn frá og með deg- inum í dag. Nýr vegur opnaður við Skeiðholt Mosfellsbær BORGARRÁÐ hefur staðfest til- lögu sviðsstjóra skipulags- og bygg- ingarsviðs um að rafrænt flettiskilti sem fyrirhugað er að reisa á mótum Skógarsels og Breiðholtsbrautar verði fært fjær gatnamótunum. Samkvæmt teikningu er fletti- skiltið 30 m frá miðlínu Skógarsels og 40 m frá miðlínu Breiðholts- brautar. Í samþykktum um skilti í lögsögu Reykjavíkur segir að ekki séu leyfð auglýsingaskilti á stöndum sem snúa að stofn- og tengibrautum og eru nær vegbrún gatnamóta en 100 m eða nær vegbrún götu en 20 m. Skilti mega ekki vera nær umferð- ar- og vegvísum eða öðrum umferð- arbúnaði en 20 m. Ef hámarkshraði á stofn- eða tengibraut er 60 km/ klst. mega auglýsingaskilti á standi ekki vera nær umferðar- og vegvís- um eða öðrum umferðarbúnaði en 30 m og 40 m ef hámarkshraði er 70 km/klst. Bent er á að Breiðholts- braut sé þjóðvegur og stofnbraut með 60 km/klst. hámarkshraða og skilyrðin því ekki uppfyllt. Er mælst til þess að skiltinu verði fundinn staður fjær gatna- mótunum og í samráði við lands- lagsarkitekt. Flettiskilti verði fært fjær gatnamótum Skógarsel ♦ ♦ ♦ BÚIÐ er að skipa stjórn Höfuð- borgarstofu sem áætlað er að opni um næstu áramót. Samkvæmt tillögu borgarstjóra sem lögð var fram á borgarráðs- fundi á föstudag verða aðalmenn í stjórn: Hrönn Greipsdóttir, hótelstjóri Radisson SAS, Guðjón Arngríms- son, upplýsingafulltrúi Flugleiða, og Guðmundur Þóroddsson, for- stjóri Orkuveitu Reykjavíkur. Til vara eru tilnefnd: Andri Snær Magnason rithöfundur, Þórunn Sigurðardóttir, listrænn stjórnandi Listahátíðar í Reykjavík, og Ágúst Ágústsson, markaðsstjóri Reykja- víkurhafnar. Forstöðumaður Höfuðborgar- stofu er Svanhildur Konráðsdóttir en hlutverk stofunnar verður að sinna rekstri upplýsinga- miðstöðvar ferðamála í Reykjavík, almennum ferða- og kynningar- málum auk þess sem stofan ber ábyrgð á skipulagi og framkvæmd ýmissa viðburða á vegum borg- arinnar. Stjórn Höf- uðborgar- stofu skipuð Reykjavík alltaf á þriðjudögumÍÞRÓTTIR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.