Morgunblaðið - 19.07.2002, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 19.07.2002, Blaðsíða 1
167. TBL. 90. ÁRG. FÖSTUDAGUR 19. JÚLÍ 2002 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 19. JÚLÍ 2002 GERHARD Schröder, kanslari Þýskalands, vék Rudolf Scharping úr embætti varnarmálaráðherra í gær, tæpum tíu vikum fyrir þingkosningar í landinu, eftir að þýskir fjölmiðlar skýrðu frá því að Scharping hefði þegið greiðslur frá þýsku almanna- tengslafyrirtæki. Scharping var skipaður varnar- málaráðherra í október 1998 þegar þýskir jafnaðarmenn og græningjar komust til valda. Hann hefur staðið höllum fæti síðustu átján mánuði vegna ýmissa axarskafta og hneyksl- ismála í einkalífinu. Scharping viðurkenndi í fyrradag að hann hefði þegið andvirði 6,2 millj- óna króna í greiðslur frá almanna- tengslafyrirtækinu Hunziger á árun- um 1998–99. Annars vegar var um að ræða fyrirframgreiðslu fyr- ir rétt til að birta æviminn- ingar hans í framtíðinni og hins vegar greiðsla fyrir ræður sem hann flutti áður en hann varð ráðherra. Þýskir ráðherrar mega ekki þiggja greiðslur frá einkafyrirtækjum meðan þeir gegna embætti. Scharping kvaðst ekki hafa brotið nein lög en sætta sig við ákvörðun Schröders. „Ég greindi fjármálaráðuneytinu frá greiðslunum eins og reglur kveða á um og greiddi skatta af þeim,“ sagði hann. „Ég ber höfuðið hátt.“ Stjórn Schröders hefur átt undir högg að sækja vegna efnahagssam- dráttar og mikils atvinnuleysis og tal- ið er að kanslarinn hafi ótt- ast að mál Scharpings myndi skaða hana frekar fyrir kosningarnar 22. sept- ember. Skoðanakannanir benda til þess að Schröder eigi fyrir höndum mjög erf- iða baráttu við Edmund Stoiber, kanslaraefni kristi- legu flokkanna. „Þetta er mikilvægur dagur fyrir Þýskaland og hann verður vonandi til þess að Þjóð- verjar sjái hversu veik stjórnin er og þeir dragi réttar ályktanir,“ sagði Stoiber eftir að skýrt var frá brott- vikningu varnarmálaráðherrans. Nokkrir þýskir stjórnmálaskýr- endur sögðu að Schröder hefði átt einskis annars úrkosti en að losa sig við Scharping sem er jafnvel óvinsæll meðal margra jafnaðarmanna. „Þetta var betri lausn en að þetta mál yf- irgnæfði allt annað í fjölmiðlunum næstu vikurnar,“ sagði Matthias Jung, hjá fyrirtæki sem sérhæfir sig í skoðanakönnunum. „Scharping hafði fallið í áliti fyrir löngu og fylgi hans var mjög lítið.“ Fast var lagt að Schröder að víkja varnarmálaráðherranum úr embætti í fyrra þegar glanstímarit birti mynd- ir af honum og unnustu hans spóka sig í sundlaug á Mallorca þegar verið var að senda þýska hermenn til frið- argæslu í Makedóníu. Hann notaði einnig flugvél þýska hersins á kostn- að skattgreiðenda til að geta gist yfir nótt á Mallorca með unnustu sinni milli tveggja opinberra funda. Schröder víkur varnar- málaráðherranum frá Berlín. AP, AFP. Rudolf Scharping BANDARÍSKI kylfingurinn Tiger Woods býr sig undir pútt í fyrstu umferð Opna breska meistaramóts- ins í golfi sem hófst á Muirfield- golfvellinum í Skotlandi í gær. Woods, sem er efstur á listanum yf- ir bestu kylfinga heims, var hvergi á meðal fremstu manna á mótinu eftir fyrsta daginn, en þrír voru efstir og jafnir á 67 höggum, fjór- um undir pari, Svíinn Carl Petters- son og Bandaríkjamennirnir Duffy Waldorf og David Toms. Woods lauk leik á einu höggi undir pari. Reuters Tiger púttar COLIN Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, lagði í gær blessun Bandaríkjamanna yfir nýskipaða fjármála- og innanríkisráðherra Pal- estínumanna. Hann gaf í skyn að þeir tveir kæmu til greina sem arf- takar Yassers Arafats, leiðtoga Pal- estínumanna. Sagði Powell að ráð- herrarnir tveir, Salam Fayad fjármálaráðherra og Abdel Razaq al-Yahiya innanríkisráðherra, væru þeir palestínsku embættismenn sem Bandaríkjamenn og Ísraelar gætu rætt við í stað Arafats. „Við erum reiðubúnir til sam- starfs við þá, og Ísraelar eru það einnig,“ sagði Powell, en vék sér undan því að segja hvort Banda- ríkjamenn myndu styðja annan hvorn ráðherranna ef þeir byðu sig fram gegn Arafat í væntanlegum forsetakosningum Palestínumanna sem halda á í janúar. Powell sagði í viðtali við banda- rísku útvarpsstöðina National Publ- ic Radio í gær að hann vildi í raun- inni ekki nefna beint hvaða palestínsku leiðtoga Bandaríkja- menn vildu eiga samstarf við. „En ég myndi vilja benda á það að Shim- on Peres, utanríkisráðherra Ísraels, hefur verið að ræða við nýja fjár- málaráðherrann og ætlar að eiga fund með nýja innan- ríkisráðherranum.“ Virðast vera áhrifamenn Powell sagði enn fremur að þessir tveir ráðherrar virtust ekki aðeins vera að hasla sér völl sem leiðtogar og reyna að koma á breytingum heldur virtust þeir einnig vera áhrifamenn. „Þetta eru menn sem gætu ef til vill tekið að sér hlutverk sem ég tel nauðsynlegt að skipað verði í,“ sagði Powell. George W. Bush Bandaríkjafor- seti hefur krafist þess að Arafat láti af völdum og umbætur verði gerðar á palestínska stjórnkerfinu, ef Bandaríkjamenn eigi að halda áfram stuðningi við stofnun sjálf- stæðs ríkis Palestínumanna. Þótt Bandaríkjamenn séu svo að segja einir um að gera þessa kröfu hafa Arafat og fleiri palestínskir leiðtog- ar tekið að koma á umbótum sem Bandaríkjastjórn hefur hrósað. Ara- fat skipaði Fayad og al-Yahiya í ráð- herraembætti níunda júní sl. og var það þáttur í uppstokkun á palest- ínsku heimastjórninni. Powell sagðist enn opinn fyrir þeirri hugmynd að Arafat fengi táknrænt leiðtogaembætti en stjórnunarhlutverkið yrði sett í hendur forsætisráðherra. Þetta væri þó ekki hugmynd sem Banda- ríkjamenn hefðu sett fram. „Það hefur verið rætt svolítið um hug- myndina um forsætisráðherraemb- ætti,“ sagði Powell. „Við sjáum til hvað verður úr þessu.“ Powell nefnir mögulega arf- taka Arafats Washington. AFP.  Þrír deila/C4 ♦ ♦ ♦ ÍRANSKI klerkurinn Ayatollah Jalaledin Taheri, sem hefur með harðri gagnrýni sinni á íslömsk yf- irvöld landsins valdið mikilli póli- tískri spennu í landinu, hvatti í gær til þess að Íranar efndu til mót- mælaaðgerða gegn Bandaríkjunum í dag, að því er íranskir fjölmiðlar greindu frá. „Allir Íranar ættu að taka þátt í mótmælaaðgerðum gegn Banda- ríkjunum,“ sagði Taheri, sem er náinn samstarfsmaður miðju- mannsins Mohammads Khatamis forseta, í bréfi sem birt var í gær í dagblöðum sem fylgja umbótaöfl- unum í landinu að málum. Í bréfinu lýsti Taheri ennfremur stuðningi sínum við umbætur í Íran. Taheri sagði af sér sem bæna- leiðtogi í borginni Isafahan í síð- ustu viku með þeim orðum að harð- línumenn meðal ráðandi afla í landinu hefðu „lamað“ opinberar stofnanir í landinu í nafni trúarinn- ar til þess að geta sjálfir haldið völdum. Í kjölfar afsagnarbréfs Taheris kom upp mikil spenna í landinu og var efnt til götumót- mæla gegn yfirvöldum. En í bréfinu sem Taheri birti í gær hafði hann dregið nokkuð úr gagnrýni sinni og var greinilega að reyna að friða Ayatollah Ali Khamenei, æðsta leiðtoga landsins, sem sl. föstudag sendi frá sér lítt dulbúna hótun gegn Taheri. Þar minnti hann á hver urðu örlög hæst setta klerksins í Íran sem hefur viðrað andmæli gegn yfirvöldum, Ayatollah Hossein Ali Montazeri, sem hefur setið í stofufangelsi síð- an 1997 þegar hann lét í ljósi efa- semdir um lögmæti stjórnar klerk- anna, þ.á m. Khameneis. Taheri dregur í land Teheran. AFP, AP.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.