Morgunblaðið - 19.07.2002, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 19.07.2002, Blaðsíða 4
Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Íbúar og lögregluyfirvöld á Blönduósi vissu ekki almennilega hvernig ætti að bregðast við háttalagi álftarinnar. ÞAÐ var ástin sem bar álftina Ragn- heiði norður í land, þar sem hún dvaldi síðustu dagana. Álftin um- rædda, sem varð þekkt manna á meðal á Blönduósi og Skagaströnd og hefur orðið tilefni frétta í Morg- unblaðinu í vikunni, var ættuð frá Krýsuvík. Þegar Lovísa Christiansen, fram- kvæmdastjóri Krýsuvíkurskóla, heyrði af álftinni á Blönduósi vissi hún strax að þarna var Ragnheiður á ferð. Að sögn Lovísu fundu vist- menn yfirgefið egg fyrir fjórum ár- um og unguðu því út. Þar með var álftin Ragnheiður komin í heiminn og dvaldist hún í nágrenni Krýsu- víkurskóla á sumrin en flaug með öðrum álftum suður á bóginn þegar haustaði. „Hún var ofsalega skemmtileg og hegðaði sér eins og varðhundur hér,“ sagði Lovísa. Hún benti jafn- framt á að aldrei hefði Ragnheiður komið inn í hús eða verið haldið í Krýsuvík, heldur hefði hún komið þangað sjálfviljug og dvalist á sumr- in. Lovísa sagði að hún hefði gólað og hljóðað og passað húsið og ef menn væru að vinna þar við þá hefði Ragnheiður setið og gólað, hún hefði einfaldlega verið að spjalla við þá. „Þegar staðarhaldari fór í bæinn til að kaupa vörur þá fylgdi hún bílnum og hegðaði sér nákvæmlega eins og sagt er frá í fréttinni,“ lýsti Lovísa og sagði það forvitnilegt að vita hvort fólkið hefði verið á svip- uðum bíl og staðarhaldarinn. Hún bætti við að þegar Ragnheiður var ungi hefði hún búið við nálægt hús og yfirleitt viljað láta skutla sér þangað. Að sögn hennar var Ragnheiði gefið úti við, brauð, bleytt í vatni, og stundum epli. „Hún var vinur okkar. Hún átti það reyndar til að hvæsa á fólk ef það virkaði hrætt,“ benti Lovísa á. Ragnheiður hafði ekki sést í nokkurn tíma núna í Krýsuvík, að sögn Lovísu, og taldi hún að hún hefði fylgt eftir annarri álft. „Við áttum von á því að hún færi. Hún hefur orðið ástfangin,“ undirstrik- aði Lovísa. Lovísa bætti við að þau hefðu ætl- að að hafa samband við lögregluna á Blönduósi og koma og sækja Ragn- heiði þegar þau heyrðu af henni. Því miður hefði það verið of seint því að búið var að lóga álftinni. Hún sagði ástæðuna fyrir uppköstum Ragn- heiðar væntanlega vera þá að henni hefði einfaldlega verið gefið of mik- ið að éta. Þeir sem lóguðu henni töldu að álftin hefði verið veik en það telur Lovísa ekki vera rétt. Búið er að rekja uppruna álftarinnar Álftin ættuð úr Krýsuvík FRÉTTIR 4 FÖSTUDAGUR 19. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ VÍSINDAMENN við Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði á Keldum stunda nú rannsóknir sem kunna að nýtast í baráttunni við HIV-veiruna. Verkefnið, sem Val- gerður Andrésdóttir líffræðingur stjórnar, er framhald verkefnis stöðvarinnar sem sneri að vexti mæði-visnuveiru í hnattkjarna át- frumum og greint hefur verið frá á erlendum vettvangi. Vel er fylgst með rannsóknunum erlendis. Beinast að vif-prótíni Í Morgunblaðinu var fyrir skemmstu greint frá því að erlendir vísindamenn hefðu komist að því að HIV-veiran truflaði eðlilega starf- semi gensins CEM15 með því að framleiða prótín eða gen sem kallað er vif (virion infectivity factor). Gen þetta hindrar HIV-veiruna í að fjölga sér. Rannsóknirnar á Keldum hafa einnig beinst að þessu vif-prótíni, nánar tiltekið hvernig það virkar í mæði-visnuveiru og gerir henni kleift að fjölga sér í hnattkjarna át- frumum. Valgerður segir að prótínið virki eins í mæði-visnuveirunni og HIV-veirunni. „En enginn veit hins vegar hvernig þetta prótín virkar. Það hefur verið viðfangsefni okkar og í rannsóknum okkar hérlendis höfum við meðal annars klónað mæði-visnuveiruna, sem hefur gert okkur kleift að rannsaka hvernig þessi gen virka,“ segir hún. Valgerður segir að vísindamenn- irnir á Keldum hafi fundið stökk- brigði sem gefi upplýsingar um það hvernig vif vinni. „Núna er búið að finna þetta gen sem vinnur á HIV- veirunni, en ef hægt væri að hindra virkni vif-prótínsins, sem okkar rannsóknir lúta meðal annars að, myndi vera hægt að hanna lyf til þess,“ segir hún. Að sögn Valgerðar hefur verið talað um þessa aðferð sem eina vænlegustu leiðina til að finna lækn- ingu við HIV-sýkingu og þar með alnæmi. „Ég held að allir séu þó sammála um að þetta verkefni þarf að nálgast úr öllum mögulegum átt- um, vegna þess hve veiran er fljót að stökkbreyta sér. Hún breytir þessu geni alveg eins og öðrum,“ segir hún. Núverandi lyf virka þannig að þau hindra ensím sem myndar veiruna inni í frumum. Nú eru einnig í gangi tilraunir með að hindra að veiran komist inn í frum- una. „Það er áhugi á rannsóknum okk- ar hjá þeim sem rannsaka HIV-veir- una erlendis,“ segir Valgerður, „því HIV-veiran og mæði-visnuveiran eru mjög skyldar. Allar upplýsingar um mæði-visnuveiruna eru þýðing- armiklar varðandi HIV-veiruna líka.“ Kunna að nýtast í barátt- unni við HIV-veiruna Rannsóknir Tilraunastöðvarinnar á Keldum GENGI Bandaríkjadals gagnvart íslensku krónunni var fyrir sléttu ári tæpar 103 krónur en er nú um 83,5 krónur og er þetta um 19% lækkun á einu ári. Áhrif þessara gengisbreytinga á verðlag í versl- unum hér á Íslandi eru þó vænt- anlega ekki mjög mikil þar sem hlutfall vöruinnflutnings frá Banda- ríkjunum af heildarinnflutningi er ekki nema um 11%. Nær allir bílar, raf- og heimilistæki sem fást hér í búðum eru flutt inn frá Evrópu eða keypt í evrum þannig að ekki er víst að almenningur verði áþreif- anlega var við gengisbreytingarnar. Nema þá kannski stórneytendur á morgunkorni og svo auðvitað þeir sem bregða sér í frí til Bandaríkj- anna og fá nú hátt í fimmtungi meira fyrir hverja krónu vestra nú en í fyrra. Áhrif gengisbreytinganna á mat- vöruverð í heild eru einnig hverf- andi lítil. Aðeins um tíundi hluti þess tíunda hluta sem við flytjum inn frá Bandaríkjunum er matvara en meira en helmingur eru vélar, tæki og búnaður af ýmsum toga, sem er væntanlega í flestum til- vikum keyptur af fyrirtækjum en ekki einstaklingum. Lægra inn- kaupsverð til fyrirtækja ætti þó auðvitað að stuðla að lækkandi verðlagi almennt þegar til lengdar lætur. Verð á íslenskum vörum í Banda- ríkjunum hækkar og þeir sem flytja út vörur fá færri krónur þegar þeir skipta dollurunum sínum í krónur. Og bandaríski ferðamaðurinn sem kaupir glas af öli hér þarf að borga meira en einum dollora meira fyrir það en í fyrra. Hlutfall útflutnings til Bandaríkj- anna af heildarútflutningi er ekki ýkja hátt og hefur farið lækkandi undanfarin ár, það var tæp 15% ár- ið 1999 en var komið niður í 10,3% í fyrra. Meira en sjö af hverjum tíu krónum koma vegna útflutnings á fiskafurðum til Bandaríkjanna. Að því er Morgunblaðið kemst næst koma þessar breytingar ekki mikið við stærstu útflutningsfyrirtækin í sjávarútvegi, evran er þeirra mik- ilvægasta mynt en auk þess hafa þau komið sér upp ýmsum vörnum gegn gengisbreytingum. Þá má og nefna að SÍF gerir nú til að mynda upp í evrum. Bæði SÍF og SH kaupa hráefni af íslenskum útgerð- um í erlendri mynt þannig að geng- issveiflurnar lenda á útgerðarfélög- unum, sem sum hver reyna síðan að verja sig gegn breytingum. Í fyrra nutu útgerðarfyrirtækin þess að ís- lenska krónan var fallandi en nú hefur dæmið snúist við. Líklegt er þó að mörg ef ekki flest stærstu sjávarútvegsfyrirtækin séu farin að verja sig gagnvart gengisbreyting- um. Engu að síður hefur þessi þró- un komið illa við útgerðina, hver svo sem þróunin á síðari helmingi ársins verður. Dollar hefur lækkað um tæp 20% á milli ára Gengisbreytingin hefur lítil áhrif á verðlag                                 SUMARHÁTÍÐ Vinnuskóla Reykja- víkur fór fram í Laugardalnum í gær. Mikið var um dýrðir og fjöl- breytilegar uppákomur. Nemendur Vinnuskólans komu þar saman til að spreyta sig í ýmsum íþrótta- leikjum, m.a. risaboxi, og að sjálf- sögðu voru grillaðar pylsur með til- heyrandi meðlæti. Boðið var upp á tónlistarflutning þekktra og óþekktra hljómsveita sem féll ung- viðinu vel í geð. Hátíðin hófst klukkan níu um morguninn og stóð fram eftir degi. Morgunblaðið/Arnaldur Sumarhátíð Vinnuskólans

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.