Morgunblaðið - 19.07.2002, Blaðsíða 9
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. JÚLÍ 2002 9
Engjateigi 5, sími 581 2141.
Opið virka daga frá kl. 10.00–18.00, laugardaga frá kl. 10.00–15.00.
15% aukaafsláttur
Bankastræti 14, sími 552 1555
Viltu enn vera með
í fataveislunni?
Vertu velkomin!
V
illta
r &
V
a
n
d
lá
ta
r
L
a
u
g
a
v
e
g
i 4
6
, s
ím
i 5
6
1
4
4
6
5
Lokaspretturinn!
Enn meiri verðlækkun
Masai fatnaður á hálfvirði
TIL SÖLU HÁRGREIÐSLUSTOFA
Til sölu hárgreiðslustofa á góðum stað við Laugavegin.
Bjart og skemmtilegt húsnæði.
Hentar vel 2 samhentum aðilum.
Leiga gæti komið til greina.
Upplýsingar í síma 892-4243 eða 899-6000.
www.oo.is
ÚTSALA
30-50%
afsláttur
Síðumúla 3-5
sími 553 7355
Opið mán.-fös. kl. 11-18,
laugard. kl. 11-15.
ÚTSALA
undirfataverslun
Sendum í
póstkröfu
leiðendur hafi til að nálgast aðföng
sín. Fóðurverðið sé lægra í ná-
grannalöndunum og það sé liður í
allri endurskipulagningu og hagræð-
ingu að ná fram lægra fóðurverði. Í
því sambandi nefnir hann að upp-
skriftir geti haft áhrif. Hér sé maís
hátt hlutfall í fóðrinu, en kjúklinga-
framleiðendur í nágrannalöndunum
noti frekar hveiti sem sé mun ódýr-
ara hráefni. Þetta þurfi að skoða, eins
og annað. Ekki sé verið að glíma við
einhvern óvin heldur sé verið að leita
leiða til að rétta myndina og ná fram
hagræðingu og kostnaðarlækkun,
t.d. með annarri fóðurblöndu en not-
uð hefði verið. Ekki væri ástæða til að
ætla að einhver gróði væri hjá fóð-
urblöndunarstöðvunum og vanda-
málið lægi ekki hjá þeim. Mikilvægt
væri að skoða alla þætti og kanna
hvað aðrir væru að gera, en framleið-
endur erlendis hefðu þróað fram-
leiðsluna í áratugi og næðu fram
FRAMLEIÐENDUR kjúklinga eru
að leita leiða til að lækka kostnað og
breytt fóðurblanda er einn möguleiki
af mörgum, að sögn Jónatans S.
Svavarssonar, framkvæmdastjóra
Reykjagarðs.
Reykjagarður er með um 45% af
kjúklingamarkaðnum og hækkaði af-
urðirnar um allt að 10% í vikubyrjun.
Íslandsfugl hefur verið að hækka sín-
ar afurðir um 4 til 8% og Móakjúk-
lingur hækkaði um 5% að meðaltali í
júní, en Ísfugl hefur ekki boðað nein-
ar hækkanir.
Jónatan S. Svavarsson, fram-
kvæmdastjóri Reykjagarðs, segir að
um 10% hækkun á ýmsum kjúklinga-
afurðum 15. júlí sl. hafi fyrst og
fremst verið vegna hækkunar á fóðri,
en það hefði hækkað um 15% í fyrra.
Haft var eftir Ólafi Friðrikssyni,
deildarstjóra í landbúnaðarráðuneyt-
inu, í Morgunblaðinu í gær, að kjúk-
lingafóður væri undantekningalítið
flutt inn sem hráefni og blandað hér,
en þar sem tollurinn væri aðeins 80
aurar á hvert kg af óblönduðu fóðri
skýrði hann varla hækkanir á afurð-
um kjúklingaframleiðenda. Jónatan
segir að þetta sé alveg rétt. Hins veg-
ar hafi fóðurverðið fylgt genginu og
því hækkað. Krónan hafi aftur
styrkst og því ætti verðið að lækka
eitthvað, en gengisbreytingar að
undanförnu hafi ekki skilað sér enn.
Tollurinn veldur ekki
hækkun á kjúklingum
Tollurinn á blandað fóður er 7,80
kr. á hvert kg og hefur verið óbreytt-
ur síðan 31. júlí 1996, rétt eins og toll-
urinn á óblandað fóður. Jónatan
áréttar að tollurinn valdi ekki verð-
hækkunum á kjúklingum, en hann
hafi áhrif á hvaða möguleika fram-
hagnaði þótt þeir seldu afurðirnar á
mun lægra verði en íslenskir fram-
leiðendur. Fjögur fyrirtæki sinntu ís-
lenska markaðnum og vegna smæðar
næðu þau ekki sambærilegri hag-
ræðingu og erlendir framleiðendur,
en mikið væri hægt að læra af starfs-
bræðrunum erlendis.
Jónatan segir að þegar hann hafi
komið til starfa hjá fyrirtækinu í
fyrra hafi verið búið að tilkynna
hækkun. Hann hafi afturkallað hana
vegna þess að þá hafi ekki verið for-
sendur til að hækka, en nú hefði verð
hækkað til að mæta hækkunarþörf í
lok liðins árs. Hann segir að síðan í
fyrra hafi fastakostnaður verið lækk-
aður um 40%, nýting stofna hafi verið
aukin um 20 til 30% og nýting í
vinnslu hafi farið úr um 73% í um
80%. Með öðrum orðum hafi verið
tekið á hlutum til að ná rekstrinum í
lag og margt sé hægt að gera til við-
bótar í þá veru en allt taki þetta tíma.
Tollur á kjarnfóður veldur ekki hækkun á verði kjúklinga
Breytt fóðurblanda
gæti lækkað fóðurverð
Í GÆR var fyrsta íslenska hesta-
vegabréfið gefið út, en samkvæmt
reglugerð Evrópusambandsins þarf
slíkt vegabréf að fylgja öllum hest-
um á flutningum um og inn í lönd
Evrópusambandsins.
Tilgangur vegabréfsins er meðal
annars að geta þekkt af því viðkom-
andi hest á óyggjandi hátt. Í bréf-
inu er nákvæm lýsing á hestinum,
lit hans, auðkennum og merk-
ingum, m.a. útlínuteikning und-
irrituð af dýralækni. Eigendasaga
fylgir auk upplýsinga um lyfjagjöf,
bólusetningar, lyfjapróf og alla
dýralæknismeðhöndlun. 1. júlí sl.
tóku gildi ný lög um útflutning
hrossa og þar er m.a. kveðið á um
þetta hestavegabréf, en við fram-
vísun bréfsins hætta t.d. Þjóðverjar
að innheimta toll af hryssum og
stóðhestum.
Bændasamtökin gefa út hesta-
vegabréfið fyrir hvern útfluttan
hest og kostar 3.900 kr. fyrir hest
með A-vottun á ætterni en 4.600 kr.
fyrir hest sem hefur ekki þess kon-
ar vottun. Samhliða vegabréfinu
verður gefið út eigendavottorð sem
er í hönnun.
Tunglið ehf. auglýsingastofa sá
um útlitshönnun vegabréfsins en
fyrirmyndir að uppsetningu eru úr
þýskum og dönskum vegabréfum.
Það er prentað á vandaðan pappír
með vatnsmerki og bundið inn í
plastmöppur sem Múlalundur fram-
leiðir sérstaklega en Hulda Gúst-
afsdóttir hafði umsjón með hönn-
uninni og útgáfunni.
Morgunblaðið/Jim Smart
Jón Baldur Lorange, forstöðumaður tölvudeildar Bændasamtaka Ís-
lands, og Hulda Gústafsdóttir, verkefnisstjóri Átaks í hestamennsku,
með fyrsta hestavegabréfið.
Fyrsta íslenska hesta-
vegabréfið gefið út
KÓPAVOGSBÆR sér um að
hreinsa rusl í fjörum á Kársnesinu
og að sögn Jóhannesar Guðmunds-
sonar, hafnarvarðar, er reynt að
fylgjast vel með og hreinsa nýlegt
rusl jafnóðum.
Landfylling á sér stað yst á Kárs-
nesinu, en eins og greint var frá í
Morgunblaðinu í gær virðist sem
einhver eða einhverjir hafi losað þar
rusl í leyfisleysi og hefur það borist
inn með ströndinni. Jóhannes segir
að hann, í samvinnu við starfsmenn
áhaldahúss bæjarins, sjái um að fjar-
lægja rusl í fjörum jafnóðum og um-
rætt rusl verði fjarlægt með hraði.
Bærinn hreinsar fjörur
TÆPLEGA 70 lömb fæddust
dauð á bænum Hólum í Dýra-
firði í vor. Ástæða fjárskaðans er
rakin til smits frá köttum. Nokk-
ur fjöldi katta hafði verið á bæn-
um fram að þessu en þeir fengu
fljótlega að hverfa eftir að smitið
kom upp. Friðbert Jón Krist-
jánsson, bóndi á Hólum, segir að
kattarsmit hafi komið upp víðar í
gegnum árin og valdið fjárskaða.
Ástæðan fyrir lambadauðanum
er sú að þvag frá köttunum berst
í heyið sem ærnar síðan éta.
Ærnar virðast ekki þola þetta
smit skömmu fyrir burð.
„Kettirnir hafa verið á bænum
í nokkurn tíma en þetta hefur
aldrei komið upp áður hjá mér.
Mér skilst að smitið sé í öllum
köttum og það hafi líka fundist í
mannfólki“, segir Friðbert.
Skaði Friðberts er mikill þar
sem tryggingar ná ekki til fjár-
skaða af þessu tagi. Hann
hyggst þó athuga hvort ekki sé
hægt að sækja styrk úr Bjarg-
ráðasjóði.
70 lömb drápust
vegna kattarsmits