Morgunblaðið - 19.07.2002, Page 18

Morgunblaðið - 19.07.2002, Page 18
SUÐURNES 18 FÖSTUDAGUR 19. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ LÍKUR eru á að búið sé að finna brunn Bjarna Hermannssonar, bónda í Vatnshorni í Skorradal, en brunnurinn þótti merkilegt mann- virki. Fyllt var upp í brunninn fyrir um 60 árum og var ekki vitað með vissu hvar hann var. Bjarni Hermannsson var fæddur árið 1774. Hann bjó í Vatnshorni í Skorradal frá 1807 til dánardags 11. desember 1856. Í ævisögu hans, sem skráð var af Ara Gíslasyni, segir: „Innangengt var úr bænum út í fjós, en það stóð vestast í bæjarþyrpingunni. Voru dyr í gang þennan úr eldhúsinu. Í þessum fjósgangi gróf Bjarni brunn, mikið mannvirki, eftir því sem þá gerðist. Brunnurinn var hringlaga, hlaðinn að innan úr hellu- grjóti. Efst var hann 8-10 feta víður, en í botninn álíka víður og tunna, 36 feta (12 metra) djúpur. Á miðjum vegg voru stórar hellur út úr hleðsl- unni. Frá þessum hellum voru 10-12 steinþrep allbratt upp í fjósið, um útskot úr hleðslunni. Síðar var vinda sett í brunninn og þá hætt að nota þrepin.“ Brunnur þessi var fylltur í kring um 1937 eftir að núverandi íbúðar- hús var byggt og hefur því verið týndur í yfir 60 ár. Mikil eftirsjá er að því þegar slík mannvirki falla í gleymskunnar dá og týnast endanlega og því tók framtakssamur maður sig til í síð- ustu viku, eftir viðtal við Sigríði Höskuldsdóttur frá Vatnshorni, og gróf smáskurð í slakka suðvestur af íbúðarhúsinu í Vatnshorni. Ekki var hann búinn að leita lengi þegar hann kom niður á grjóthleðslur, sem myndirnar sýna, og telja má líklegt að þar sé fyrrnefndur brunnur. Fréttaritari vonar að menn ljúki verkinu svo að brunnurinn geti ver- ið minnisvarði um dugnað og verk- lag höfundar síns, Bjarna Her- mannssonar. Er brunnur Bjarna í Vatnshorni fundinn? Skorradalur Morgunblaðið/Pétur Davíðsson ÞANN 10. júlí sl. voru 70 ár liðin frá því að Kvenfélagið Gleym-mér- ei í Grundarfirði var stofnað. Þess- ara tímamóta minntust kvenfélags- konur með því að hittast eina kvöldstund á afmælisdeginum yfir léttum veitingum á Hótel Fram- nesi. Á þessum 70 árum hefur kvenfélagið látið til sín taka með stuðningi við fjölmörg þjóðþrifamál í Grundarfirði. Kirkjan, heilsugæsl- an, grunnskólinn og leikskólinn eru meðal þeirra sem kvenfélagið hefur lagt lið með fjárframlögum. Fjár- öflun kvenfélagsins hefur í gegnum tíðina tengst kaffiveitingum við hin ýmsu tækifæri sem og skemmtana- haldi. Á afmælisfundinum færði kven- félagið Heilsugæslu Grundarfjarð- ar kr. 100.000 og skal fjárhæðinni varið til tækjakaupa vegna ung- barnaeftirlits. Þá voru tvær af eldri félagskonum heiðraðar sérstaklega við þessi tímamót en það voru þær Guðlaug Guðmundsdóttir og Guð- munda Hjartardóttir. Í félaginu eru nú skráðar 55 konur en formaður þess er Hrund Hjartardóttir. Kvenfélagið Gleym-mér-ei 70 ára Morgunblaðið/Gunnar Kristjánsson Heiðursfélagarnir Guðmunda, til vinstri, og Guðlaug. Aftan við þær standa, frá vinstri, Hrund formaður og Dagbjört Lína Kristjánsdóttir gjaldkeri. Grundarfjörður NÝLEGA veitti Vátryggingafélag Ís- lands ungmennafélaginu Geisla á Hólmavík fimmtíu þúsund króna styrk til barna- og unglingastarfs á svæðinu. Það var umdæmisstjóri VÍS á Vest- urlandi, Jón Gunnlaugsson, sem af- henti styrkinn fyrir hönd félagsins. „Við viljum með þessu leggja okkar af mörkum til að styrkja barna- og ung- lingastarfið og teljum að ungmenna- félögin sinni mjög aðkallandi verkefn- um í forvarnarstarfi,“ sagði Jón. Forvarnarfulltrúi VÍS hefur einnig komið í skólana á hjóladögum og kynnt öryggisbúnað hjólreiðafólks. Styrkur til barna- og ung- lingastarfs Hólmavík Morgunblaðið/Arnheiður Guðlaugsdóttir Gunnlaugur Sighvatsson, t.h., formaður ungmennafélagsins Geisla, tekur við styrknum. ÁHUGAMAÐUR í Vogum er að þróa aðferðir til að græða rofsár í móum á Suðurnesjum með lífrænu efni. Hann gerði tilraun í Keflavík fyrir nokkrum árum og stendur nú fyrir nýrri tilraun við Hrafnagjá í nágrenni Voga. Þorvaldur Örn Árnason, líffræð- ingur og kennari í Vogum, vinnur að þessum tilraunum í áhuga- mennsku. Markmið verkefnisins sem nýlega er byrjað við Hrafnagjá er að þróa hentugar og árangurs- ríkar aðferðir til að græða rofsár, einkum rofdíla, með lífrænu, að- gengilegu efni. Einnig er mark- miðið að endurheimta fyrra vist- kerfi með því að breyta tegundasamsetningu sem minnst. Í þessu efni styðst Þorvaldur Örn meðal annars við tilraun sem hann gerði í móa við Aðalgötu í Keflavík 1996 og hefur fylgst með síðan. Frostlyfting erfið Þorvaldur segir að hinn dæmi- gerði mói á Suðurnesjum sé vind- og vatnsgrafinn, með rofabörðum og rofdílum, það er að segja litlum moldarflögum. Á gróðurlausu landi sé mikil frostlyfting í jarðveginum, nokkrir sentímetrar nokkrum sinn- um á hverju hausti, jafnvel allt að 10 sentímetrum í hvert skipti. Vegna þess nái gróður ekki að festa rætur í flögunum. Veldur mold- arfok víða óþægindum fyrir íbúa húsa sem eru nálægt móum og það sé einnig sóun auðlindar þegar jarðvegurinn fjúki burt. Þorvaldur Örn stundaði fram- haldsnám í jarðvegsfræði og vist- fræði gróðurs og vann nokkuð við það að námi loknu. Þótt hann hafi kennt í mörg ár hefur hann áhuga á að halda sér við í fræðunum og ákvað því að gera tilraunina í mó- anum við Aðalgötu. Hann hefur einnig getað notað hana við kennslu. Hann valdi 24 reiti, það er rofdíla og rofabörð, og setti nýslegið gras í fjórðung þeirra, hrossaskít í fjórð- ung, mold í fjórðung og lét fjórðung reitanna vera óhreyfðan nema hvað hann tróð þá með fætinum eins og hina. Þegar árangurinn var metinn síðastliðið haust, fimm árum frá því tilraunin var gerð, kom í ljós að hrossaskíturinn og grasið komu best út og kom það í sjálfu sér ekki á óvart. Sumir minnstu rofdílarnir sem fengu þannig meðhöndlun höfðu því sem næst gróið upp og mestmegnis með sömu tegundum og þar voru fyrir. Þeir rofdílar sem ekkert var gert við höfðu lítið breyst og árangur var heldur ekki mikill af notkun moldarinnar. Vill virkja áhugafólk Þorvaldur Örn segir mjög áhuga- vert að skoða þetta nánar og þróa kerfisbundið aðferðir sem áhuga- fólk geti síðan nýtt við uppgræðslu í stærri stíl. Því réðst hann í það á dögunum að hefja aðra tilraun í svipuðum dúr, með aðstoð áhuga- fólks. Nú varð fyrir valinu lyngmói við Hrafnagjá í nágrenni Voga. Að þessu sinni eru tilraunareitirnir 40 talsins. Notað er nýslegið gras og hrossaskítur og molta úr svínaskít, símaskrá og kurli frá Gróðri fyrir fólk í landnámi Ingólfs. Þá er eins og áður ekkert gert við suma reit- ina, til að hafa samanburð, og aðrir eru aðeins troðnir. Loks var tilbú- inn áburður settur í nokkra reiti. Þorvaldur segist vera spenntur að sjá niðurstöðuna, einkum hvort það reynist rétt, sem vísbendingar eru um, að gróðurinn sem kemur með skít og grasi víki fljótlega fyrir plöntunum sem fyrir eru á svæðinu. Ætlunin er að fylgjast með tilraun- inni í að minnsta kosti fimm ár. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Opin flög og rofabörð sem frumkvöðull tilraunarinnar, Þorvaldur Örn Árnason, hefur tyllt sér hér á eru mjög algeng í móum Suðurnesja. Þróar aðferðir til að græða rofsár í móum Hrossaskítur var borinn á þenn- an blett fyrir fimm árum. Svona lítur sami staður út nú að tilraun lokinni, nær algróinn. Vogar/Keflavík EIGANDA hundanna fimm sem teknir voru í lausagöngu í Höfnum í fyrrakvöld gefst kostur á að skrá og leysa þá út. Að öðrum kosti verða dýrin aflífuð eftir viku. Hundarnir eru af Stóra Dan-kyni og hafa verið geymdir á eyðibýli í Höfnum en eigandi þeirra er bú- settur á höfuðborgarsvæðinu. Hundarnir eru óskráðir. Lögregla og hundaeftirlit hefur þrisvar þurft að hafa afskipti af þessum hundum, samkvæmt upp- lýsingum Valgerðar Sigurvinsdótt- ur, hundaeftirlitsmanns á Suður- nesjum. Fyrst slapp einn úr girðingunni. Eigandinn fékk hann aftur með því loforði að skrá hundana en það ætlaði hann að gera í Reykjavík. Fyrir skömmu sluppu sex hundar og aftur voru þeir afhentir með sömu skilyrðum. Í fyrrakvöld sluppu fimm og eru þeir í vörslu hundaeftirlitsins. Nú verða þeir ekki afhentir eigandan- um nema hann gangi fyrst frá skráningu þeirra og að gert verði við girðinguna sem þeir eru hafðir í, að sögn Valgerðar. Að öðrum kosti verði þeir aflífaðir eftir viku, eins og reglugerð kveður á um. Getur leyst hundana út HafnirVÍKINGASKIPINU Íslendingi verður siglt til Nova Scotia þar sem það fer um borð í skip Eimskips sem flytur það til landsins. Reykjanes- bær hafði sem kunnugt er forgöngu um kaup á skipinu og heimflutning og fær það varanlega heimahöfn þar. Íslendingur hefur verið í geymslu í Westbrook, skammt frá New York, frá því siglingu þess vestur um haf lauk árið 2000. Gunnar Marel Egg- ertsson skipstjóri fer á miðvikudag til Bandaríkjanna til að búa skipið undir siglingu til Nova Scotia og vonast hann til að geta siglt af stað 1. ágúst. Er þetta 500 sjómílna leið, að hans sögn, en hann hefur hug á því að koma við á nokkrum af þeim stöðum sem Íslendingur og áhöfn hans höfðu viðkomu á í siglingunni árið 2000. Segist Gunnar Marel vilja þakka fyrir þær höfðinglegu mót- tökur sem þeir fengu á sínum tíma. Áætlað er að Íslendingur verði hífður um borð í flutningaskip Eim- skips í Nova Scotia 12. ágúst og komi með því til landsins. Vonast Gunnar Marel til að vera kominn þangað nokkrum dögum fyrir brott- för skipsins. Með Gunnari fer Elías Jensson stýrimaður en skipið verður að öðru leyti mannað áhugasömu skútufólki frá Westbrook og nágrenni. Bæjarráð Reykjanesbæjar stað- festi í gær, með atkvæðum allra full- trúa, samkomulag sem Árni Sigfús- son bæjarstjóri hafði staðið að um kaup á Íslendingi. Fram kom að áætlaður kostnaður bæjarins næmi allt að sjö milljónum kr. Siglt til Nova Scotia Reykjanesbær FÉLAGSMÁLARÁÐUNEYTIÐ hefur hafnað ósk Sandgerðisbæjar um undanþágu frá því ákvæði nýrra barnaverndarlaga að 1500 íbúar, hið minnsta, skuli vera að baki hverri barnaverndarnefnd. Bæjarráð Sandgerðis mun fara fram á það við ráðuneytið að það endurskoði þessa afstöðu sína og hyggst rökstyðja undanþágubeiðni sína frekar. Í sam- þykkt ráðsins kemur fram að afstaða ráðuneytisins setji í uppnám starf fé- lagsmálastjóra á sviði forvarnarmála í leikskóla, grunnskóla og á sviði félgsmála almennt, enda séu barna- verndarmál stór hluti þessa starfs. Beiðni um undanþágu hafnað Sandgerði

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.