Morgunblaðið - 19.07.2002, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 19.07.2002, Blaðsíða 36
MINNINGAR 36 FÖSTUDAGUR 19. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Gamli vinur, nú ert þú kominn á þær slóðir sem vekja hvað mesta forvitni þeirra, sem eft- ir lifa. En ekki efast ég um að þar muni þér líða vel. Það eru 25 ár síðan við kynntumst og hefur þú verið minn endurskoð- ÞÓRHALLUR LÁRUS STÍGSSON ✝ Þórhallur LárusStígsson fæddist á Eiði í Grindavík 10. júní 1938. Hann lést á líknardeild Land- spítala í Kópavogi 30. júní síðastliðinn og var útför hans gerð frá Fossvogs- kirkju 9. júlí. andi, ráðgjafi og vinur, ávallt síðan. Við höfum ferðast saman um víðan völl, hérlendis og er- lendis. Alltaf var heims- borgarabragur á þér. Ég hef verið þeirrar skoðunar, eftir að við kynntumst betur í gegnum árin, að þér hafi leiðst, endurskoð- unar/bókhalds puðið. Þegar við ræddum um áhugamál okkar, komst ég að því að þú saknaðir tímans þegar þú varst þjálfari og starfaðir að íþróttamálum, á árum áður, með glæsilegum árangri. Það sýndi sig best eftir að þú veikt- ist af þeim sjúkdómi, sem leiddi þig til dauða, að aldrei brást baráttu- þrekið og bjartsýnin, þú varst með stórar áætlanir eftir að þú myndir hressast. Við vorum mikið saman síðustu mánuðina, þar sem við vorum að ljúka ákveðnu máli saman, eins og svo oft áður. Ekki lést þú veikindi aftra þér í því að ljúka því, svo sem kraftar þínir leyfðu. Ég er staddur hinumegin á hnett- inum. Ekki kom andlátsfregn þín mér á óvart vinur, en ég veit að þú vildir fara með reisn. Þú sagðir æv- inlega, að það væri bara eitt öruggt, sem við fengjum í vöggugjöf, það væri að við myndum deyja, það vant- aði bara dagsetninguna. Elsku Jóna og börnin, ég sam- hryggist ykkur innilega og vona að góður guð styrki ykkur, í minningu um góðan og sérstakan dreng. Jóhannes Arason og fjölskylda, Nýja Sjálandi. Elsku frænka. Það er svo erfitt að trúa þessu, að þú sért tek- in frá þessum ljúfa góða manni, yndisleg- um börnum og okkur öllum. Þótt samband okkar hafi ekki verið neitt síðastliðin ár gleymi ég aldrei stundunum hjá ykkur í Sörlaskjólinu, ömmu, Guð- jóni og þér. Þú varst svo dugleg og hress, NANNA BJÖRK FILIPPUSDÓTTIR ✝ Nanna Björk Fil-ippusdóttir fæddist á Norðfirði 4. mars 1959. Hún lést á Landspítalan- um í Fossvogi 28. júní síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Hafnar- fjarðarkirkju 5. júlí. alltaf svo góð við mig. Stundirnar er þú rúntaðir með mig og við hlustuðum á lögin með Gylfa Ægissyni og ég þá u.þ.b. átta ára gamall, – það var svo gaman. Og hvern- ig þú kenndir páfa- gauknum þínum, hon- um Kobba, að tala. Þessu gleymi ég aldr- ei. Hvað ég sé eftir að hafa ekki verið í kringum þig síðastlið- in ár, – var reyndar alltaf á leiðinni til þín eftir ferm- ingu Láru Höllu, en gaf mér aldrei tíma. Svona getur maður lifað í þoku lífsgæðakapphlaupsins. Þakka þér allar góðu stundirnar sem við áttum. Þú varst besta frænka mín og ég mun ætíð minn- ast þín. Hvíl í friði. Elsku Sigurður, Lára Halla, Guðjón Teitur, Hjalti Hrafn, Jó- hanna Margrét og amma, ég votta ykkur mína dýpstu samúð. Grétar Aðils Bjarkason. ✝ Hildegard Þór-hallsson Sievert fæddist í Kiel í Þýskalandi 11. febr- úar 1926. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi 25. júní síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Jakob Sievert skipstjóri og Dora Sievert. Systk- ini Hildegard eru: Horst Sievert, Rolf Sievert, Gunter Sie- vert og Ingrid Sie- vert, en hún er látin. Hinn 19. maí 1951 giftist Hildegard Jóhannesi Kol- beinssyni, f. 3. júlí 1917, deild- arfulltrúa, en þau slitu samvistir. Foreldrar hans voru Kolbeinn Jóhannesson, f. 20. júní 1894, d. 24. sept. 1952, og Steinunn Magnúsdóttir, f. 15. feb. 1885, d. 8. ágúst 1982. Fyrsta barn þeirra hjóna lést í fæðingu árið 1951. 2) Kolbrún Edda, f. 25. jan. 1955, d. 2. júní 1974 í flugslysi. 3) Ari Þórólfur, f. 10. júlí 1959, kvæntur Vilborgu Jónsdótt- ur, f. 12. apríl 1961, börn þeirra eru: a) Kolbrún Edda, f. 1. maí 1982, sambýlis- maður hennar er Davíð Einarsson, f. 30. sept. 1981, b)Jón Trausti, f. 8. mars 1985, c) Kristín Tinna, f. 18. okt. 1988. Seinni eiginmaður Hildegard var Leifur Þórhallsson, f. 14. apríl 1912, d. 25. júlí 1975, deild- arstjóri. Leifur átti tvo syni með fyrri eiginkonu sinni, þá Stein- grím, f. 28. apríl 1943, og Þór- hall, f. 16. mars 1948. Útför Hildegard fór fram frá Fossvogskirkju 9. júlí. Elsku amma, aldrei datt mér í hug að þú færir svona fljótt frá mér. Mér finnst svo stutt síðan ég sat í stofunni hjá þér að horfa á teikni- myndir í sjónvarpinu, en þú í eld- húsinu að elda handa mér soðnar og steiktar kartöflur sem mér þótti svo einstaklega góðar og aðeins þú amma gast gert þær svo góðar. Þegar þú bjóst í Asparfelli fékk ég oft að gista hjá þér þar sem við bjuggum svo nálægt hvor annarri og þar söngst þú fyrir mig þýsk barnalög eða hjólaðir með mig í sund. Eins gleymi ég aldrei þeim sam- verustundum sem við áttum í Seljahlíð í litla garðinum þínum þar sem þú ræktaðir kartöflur og annað grænmeti og blómin þín ilm- uðu allt í kringum okkur. Svo fluttir þú, amma mín, í Ár- skóga og árin liðu svo fljótt. Áður en ég vissi var ég komin með kær- asta og samverustundirnar okkar urðu ekki eins margar og áður fyrr. Aldrei, amma mín, mun ég gleyma öllum þeim skemmtilegu árum sem við áttum saman. Ég veit að þér líður vel núna og ég veit að við eigum eftir að hittast aftur. Ég sakna þín svo sárt. Mér himneskt ljós í hjarta skín í hvert sinn, er ég græt, því Drottinn telur tárin mín ég trúi, og huggast læt. (Kristján Jónsson.) Kolbrún Edda Aradóttir. HILDEGARD ÞÓRHALLSSON MIKIL áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vél- rituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk- lingur fylgi útprentuninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minn- ing@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höfundar/send- anda fylgi. Um hvern látinn einstakling birtist formáli, ein uppistöðu- grein af hæfilegri lengd, en aðr- ar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfi- lega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir grein- unum. Frágangur afmælis- og minning- argreina , -         '    #!"  ,8#  <       () (    (       .    (      #&  %$&&  (6  6 6 $6 6 6 / '         ,0 =52,    / )-  0   "          0  "     #&  %1&& " ( #("     3 &/    0 " & ##$ #  0 " ##$ 0& 0 " ##$/ 2           )                          )90.01 1**- %6 / & 80 ("  ) ( >8###$ >8#' ) (##$ 3 "#("  )  ) (##$ " ?" #("  . #) (##$ 0 3 .  ("        ''6 $''6 / , -                @ = 2&+-1- 2& A & ( B: +$# #6   )      %3  4  5   )     , %7  #(" / 6        5    ) 5)                0 .0) 0@ +C  #' : ,"< $/ 3># #("  >#  ##$   #(" / @"  ( 5 &'(#("  @$ ( ( + 06 #("  @" '( (/ '        @ =&./7> 1**2 .  #.     3'#  ((6 B @$  #3       /   /              6  6 )     #&  %1&& "%&'(#("  > "3##$ &'( &'(##$ &D53!'#("  &  &'(##$ 5  )6 #("   &'(#("  >#   ##$ > &'(##$ @" (%#&'(#("  ! ( ##$ 3( &'(#("  ) !"  "##$  ! .' &'(##$   ># #("   $6 6 /

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.