Morgunblaðið - 19.07.2002, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 19.07.2002, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. JÚLÍ 2002 43 DAGBÓK Í SAGNBARÁTTU er mik- ilvægt að láta andstæðing- unum eftir síðustu ákvörð- unina. Stundum er það erfitt þegar skiptingin er mikil, en Steinar Jónsson stóðst próf- ið prýðilega í spili dagsins. Steinar var með láglitina í austur: Vestur gefur; AV á hættu. Norður ♠ 8754 ♥ ÁK10653 ♦ G ♣G2 Vestur Austur ♠ D1062 ♠ 3 ♥ G874 ♥ -- ♦ 8763 ♦ Á10954 ♣6 ♣KD109853 Suður ♠ ÁKG9 ♥ D92 ♦ KD2 ♣Á74 Spilið kom upp í sýning- arleik Íslands og Ísraels á EM í Salsomaggiore. Í lok- aða salnum vakti Ísraelinn í austur á fimm laufum eftir tvö pöss og var doblaður þar, tvo niður – 500 til Ís- lands. Sagnir fóru rólegar af stað í opna salnum: Vestur Norður Austur Suður Stefán Kalish Steinar Podgur Pass 2 hjörtu 2 spaðar * Dobl 3 tíglar Pass Pass 4 spaðar Pass Pass Pass Opnun Kalish á tveimur hjörtum var veikur Flan- nery, sem lofaði a.m.k. fimm hjörtum, fjórum spöðum og 5-10 punktum. Steinar átti svar við því – með tveimur spöðum sýndi hann láglitina og Stefán valdi tígulinn. Podgur í suður var með bestu spilin við borðið og stökk í fjóra spaða. Stefán lét réttilega á móti sér að dobla og Steinar stóð frammi fyrir þeim mögu- leika að segja fimm lauf. Vissulega hafði hann þegar sýnt láglitina, en ekki skipt- inguna 7-5! Eftir nokkra yf- irlegu sagði Steinar þó pass. Steinar vildi ekki skipta um hest í miðri á. Hann hafði kosið að sýna láglitina strax frekar en að stökkva í fimm lauf og ákvað að standa við þá ákvörðun. Það blasir við að NS eru í vitlausu geimi, því fjögur hjörtu eru mun betri. En lánið lék við Ísraelsmenn í þessum leik. Stefán kom út með einspilið í laufi, sem Podgur tók með ás. Hann lagði niður ÁK í spaða og fékk slæmar fréttir af leg- unni þar. En hjartalegan var eins og best varð á kosið fyr- ir sagnhafa. Vestur átti gos- ann fjórða og varð að fylgja lit fjórum sinnum, svo sagn- hafi gat hent niður tveimur laufum heima áður en vörn- in komst að. Tíu slagir, 420 í NS, en þó tveir IMPar til Ís- lands. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson STJÖRNUSPÁ eft ir Frances Drake KRABBI Afmælisbörn dagsins: Þú hugsar stöðugt um það hvernig þú kemur öðrum fyrir sjónir. Þú veist hvernig þú átt að koma fyrir og hámarka útlit þitt. Þú er viðkvæm manneskja tilfinningalega. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þú ert stórhuga í dag þegar kemur að eignum, heimili og samskiptum við fjölskylduna. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þú ert bjartsýn(n) á lífið og tilveruna í dag. Ígrundaðu þennan eiginleika þinn, svo þú getir kallað hann fram á dög- um þegar útlitið virðist svart- ara. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þú finnur fyrir göfuglyndi og örlæti gagnvart öllum í dag. Hafðu það hugfast, þegar þú hjálpar fólki, að sá sem er í sanni örlátur, gefur fólki það sem það þarfnast. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þér líður dásamlega í dag, bæði andlega og líkamlega. Þú ert reiðubúin(n) að henda þér út í hringiðuna með ákefð og þrótti, því þú ert skyndi- lega full(ur) sjálfstrausts. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þú býrð yfir heimspekilegri og andlegri hugmyndaauðgi í dag. Þú átt gott með að glöggva þig á gangi tilverunn- ar og hvert þitt hlutverk er á leiksviði lífsins. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Gættu þín á að fyllast ekki of mikilli ákefð og lofa vinum þínum einhverju sem þú munt síðar sjá eftir. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Allt varðandi frama þinn og orðstír í þjóðfélaginu lofar góðu í dag. Fólk lítur til þín með aðdáun og virðingu og þú átt það skilið. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Þú skalt leggja stund á hvað- eina í dag sem er heillandi og mikilvægt. Þú þráir að auka þekkingu þína á mörgum mál- efnum sem þú myndir oftast nær telja skilningi þínum of- vaxin. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Hugsaðu jákvætt því að þú munt fá góða hluti upp í hend- urnar í dag. Þú munt á ein- hvern máta njóta góðs af auð- legð annarra, þar á meðal maka þíns. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Dagurinn er kjörinn til að njóta samvista við nána vini og maka. Fólk samgleðst þér í dag. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Leggðu hart að þér í vinnunni í dag, því þér getur orðið vel ágengt. Lykillinn að vel- gengni er að hafa trú á henni. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Það er viðbúið að eitthvert daður verði í gangi í dag. Taktu á móti deginum með bjartsýni, því þú getur átt einkar skemmtilegan dag. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. Hlutavelta LJÓÐABROT ARNLJÓTUR GELLINI Lausa mjöll á skógi skefur. Skyggnist tunglið yfir hlið. Eru á ferli úlfur og refur. Örn í furu toppi sefur. Nístir kuldi um nætur tíð. Fer í gegnum skóg á skíðum skörulegur halur einn skarlats kyrtli sveiptur síðum, sára gyrður þorni fríðum. Geislinn hans er gambanteinn. Eftir honum úlfar þjóta ilbleikir með strengdan kvið. Gríðar stóðið gráa og fljóta greitt má taka og hart til fóta, ef að hafa á það við. – – – Grímur Thomsen 1. e4 e6 2. d4 d5 3. Rc3 Bb4 4. e5 c5 5. a3 Bxc3+ 6. bxc3 Da5 7. Bd2 Da4 8. Bd3 c4 9. Be2 Rc6 10. Rh3 Bd7 11. Rf4 O-O-O 12. Rh5 g6 13. Rf6 Rxf6 14. exf6 e5 15. dxe5 Rxe5 16. Bf4 Hhe8 17. O-O Bf5 18. He1 Rc6 19. Bf3 Hxe1+ 20. Dxe1 Dxc2 21. Hd1 Be6 22. h3 Df5 23. De3 Hd7 24. Bg5 b6 25. g4 De5 26. Dc1 Ra5 27. He1 Dc7 28. Bh4 Dc5 29. Bg3 Rc6 30. Dh6 Dxa3 31. He3 a5 32. Dxh7 Rd8 33. Dh6 Dc1+ 34. Kg2 Kb7 35. Df8 Rc6 Staðan kom upp á öðru bikarmóti FIDE sem lauk fyrir skömmu í Moskvu. Hin knáa ungverska skákdrottning Judit Polgar (2677) hafði hvítt gegn Predrag Nikolic (2653). 36. Hxe6! fxe6 37. De8 Hd8 38. Df7+ Ka6 39. Dxe6 Ra7 40. Bc7 og svart- ur gafst upp. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. Morgunblaðið/Sverrir Þessar duglegu stúlkur héldu tombólu og söfnuðu kr. 5.035 til styrktar Rauða krossi Íslands. Þær heita Halldóra Snorradóttir og Rán Ólafsdóttir. Morgunblaðið/Jim Smart Þessar duglegu stúlkur söfnuðu kr. 3.965 til styrktar Um- hyggju, félagi til stuðnings langveikum börnum. Þeir eru Linda, Jenný og Magnea. Með morgunkaffinu Ég á að vinna heima í nokkra daga! MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira les- endum sínum að kostnaðarlausu. Til- kynningar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnu- dagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmælistilkynn- ingum og/eða nafn ábyrgðarmanns og símanúmer. Fólk get- ur hringt í síma 569- 1100, sent í bréfsíma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa : Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.