Morgunblaðið - 19.07.2002, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 19.07.2002, Blaðsíða 12
FRÉTTIR 12 FÖSTUDAGUR 19. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Kársnesbraut Vel staðsett 202 fm tveggja íbúða hús með tveimur samþykktum íbúðum og 63 fm bílskúr, sem hefur verið innr. að hluta sem íbúðaraðstaða. Mjög fallegur og skjólgóður garður í mikilli rækt fylgir eigninni með sólpöllum og vandaðri girðingu allan hringinn. Áhv. 12 millj. í góðum lánum. Verð 28 millj. 2530 SCHAFER OG BRICK hafa stefnt Bonus Stores, sem eru í meirihluta- eigu Baugs, og stjórn þeirra og krefjast skaðabóta upp á tíu millj- ónir dala eða jafnvirði hátt í 840 milljóna íslenskra króna. Stefnan var lögð fram í Marion-sýslu í Miss- issippi-fylki fyrir nokkrum dögum. Á stjórnarfundi Bonus Stores á miðvikudaginn samþykkti stjórn fé- lagsins að víkja Jim Schafer úr starfi vegna trúnaðarbrota auk þess sem stjórnin telur hann hafa misnotað aðstöðu sína sem forstjóri félagsins. Er þar væntanlega verið að vísa til þess að félag í eigu Bricks og Schaf- er keypti innréttingar og búnað af Wal-Mart og seldi síðan áfram til Bonus Florida og síðar Bonus Stores. Í stefnunni kemur fram að Schaf- er og Brick hafi verið sagt upp störf- um með bréfi hinn 10. júlí en að rúm- um mánuði áður eða 4. júní hafi þeim verið vísað úr höfuðstöðvum Bonus Stores í viðurvist starfsmanna auk þess sem leitað hafi verið í eigum þeirra. Þá er greint frá því að endur- skoðunarfyrirtæki hafi farið yfir við- skipti félags Bricks og Schafers við Bonus og ekki fundið neitt ólögmætt við þau. Ráðningarsamningur gerður við Schafer og Brick Í stefnunni kemur fram að bót- anna er m.a. annars krafist vegna tapaðra launa og annars tekjumissis í fortíð og framtíð, vegna samnings- brota, mannorðsmissis og alvarlegs andlegs álags sem Schafer og Brick telja sig hafa mátt þola af hálfu Bonus Stores og stjórnar félagsins. Jimmy A. Schafer var áður svæð- isstjóri Wal-Mart í Bandaríkjunum en leiðir hans og Baugs lágu saman árið 1998 og starfaði hann m.a. sem ráðgjafi Baugs hf. á árunum 1998 til 1999. Upphaf málsins má rekja til þess er Bonus Florida yfirtók rekstur Bills Dollar Stores í fyrravor og til varð félagið Bonus Stores Inc., sem er í meirihlutaeigu Baugs. Jim Schafer var einn hluthafanna í Bon- us Florida og samkvæmt hluthafa- samkomulagi skyldi hann eignast 7,5% hlutafjár í hinu sameinaða fé- lagi. En auk þess var hann ráðinn sem aðalforstjóri Bonus Stores og við hann gerður ráðningarsamning- ur, að því er kemur fram í stefnunni, þar sem kveðið var á um laun, ágóða- hlut, fríðindi og fleira. Samningur svipaðs eðlis var gerður við Brick. Í stefnunni segir að Bonus Stores hafi ekki uppfyllt gerða samninga og að stjórn fyrirtækisins hafi augljós- lega stefnt að því að bola þeim Schaf- er og Brick burt. Þá hafi Bonus Stor- es fengið öryggisverði fyrirtækisins til þess að rannsaka persónulega hagi Bricks og Schafers til þess að finna eitthvað það sem nota mætti gegn þeim, þeir verið rægðir og mannorð þeirra svert. Morgunblaðið hefur þýtt megin- mál stefnunnar nær orðrétt og fer hún hér á eftir. Millifyrirsagnir eru blaðsins. Schafer með 7,5% í sameinuðu félagi „Hinn 19. apríl 2001, eða þar um bil, gerðu hluthafar Bonus Florida, en Schafer var einn þeirra, sam- komulag um að stofna nýtt félag, Bonus Stores Inc., sem skráð er í Delaware-fylki. Bonus Stores Inc. varð til við samruna Bonus Florida og hluta af eignum Bills Dollar Stor- es Inc. sem keyptar vor úr þrotabúi þess. Í samkomulaginu var kveðið á um að Schafer myndi eiga 7,5% af þá út- gefnum hlutabréfum, þ.e. þau hluta- bréf eða önnur almenn bréf í eigu fé- laganna eftir samruna þeirra undir nafni í Bonus Stores Inc. Auk þess var í samkomulaginu að finna kaup- réttarákvæði til handa Schafer og skyldu báðir aðilar samþykkja skil- mála vegna kaupréttarákvæðanna. Hinn 29. mars 2001, eða þar um bil, gerðu báðir aðilar síðan hluthafa- samkomulag en samkvæmt því skyldi Schafer eiga 430.035 almenn hlutabréf og 24.510 B-hlutabréf. Fluttu tvisvar sinnum búferlum Í apríl árið 2001 keypti Bonus eignir Bills Dollar Stores og hin sameinuðu félög hófu starfsemi und- ir nafni Bonus Stores Inc. Schafer og Brick voru ráðnir sem aðal- og varaforstjórar fyrirtækisins. Brick var fyrst ráðinn sem svæðisstjóri en var síðan hækkaður í tign og gerður að varaforstjóra Bonus. Schafer og Brick fluttu búferlum frá Flórída til Mississippi-fylkis til þess að stjórna rekstri hins sameinaða félags. Til að byrja með var fyrirtækið með aðset- ur í Jackson í Mississippi en í júlí ár- ið 2001 voru höfuðstöðvar félagsins fluttar til Columbia í sama fylki. Schafer og Brick fluttu þá búferlum til Columbia-svæðisins. Stjórn Bonus lofaði bæði Schafer og Brick að gengið yrði frá skrif- legum ráðningarsamningi við þá þar sem kveðið væri á um fríðindi og kauprétt þeim til handa. Frá því í apríl 2001 og fram í febrúar á þessu ári lögðu bæði Schafer og Brick nótt við dag til þess að tryggja arðbæran rekstur fyrirtækisins. Fulltrúi stjórnar Bonus (Judith Sullivan) hóf samningaviðræður við lögfræðing Schafers í því skyni að ganga frá skriflegum ráðningarsamningi sem lofað hafði verið. Hinn 20. febrúar 2002 sendi Sullivan Schafer ráðning- arsamning fyrir milligöngu lög- manns Schafers. Ráðningarsamn- ingur Schafers var til fjögurra ára og skyldu árslaun hans nema 200 þúsund dölum. Þá var í samningnum og kveðið á um ágóðahlut og almenn fríðindi sem báðir aðilar skyldu fall- ast á. Í endanlegri útgáfu samnings- ins var kveðið á um kaupvilnun til handa Schafer, eða 7,5% af útgefnu og útistandandi hlutafé, og skyldi þetta hlutafé afhent Schafer í sam- ræmi við hluthafasamkomulagið og frá og með dagsetningu þess. Staðið hefði verið við þennan samning ef ekki hefði komið til ólögmætt fram- ferði af hálfu hinna stefndu. Hinn 17. apríl eða þar um bil, var gengið frá ráðningarsamningi á milli Bricks og Bonus. Samningurinn var til tveggja ára og skyldu árslaun Bricks vera 100 þúsund dalir á ári. Líkt og hjá Schafer voru ákvæði um kauprétt í samningi þessum. Keyptu og seldu innréttingar frá Wal-Mart Hinn 27. mars 2000, eða þar um bil, stofnuðu Brick og Schafer, sem þá störfuðu fyrir Bonus Florida, fé- lagið Retail Stores Services en til- gangur þess félags var að kaupa inn- réttingar úr Wal-Mart-verslunum sem lokað hafði verið. Á þessum tíma keypti Retial Stores Services verslunarinnréttingar og seldi síðan aftur til Bonus Florida en Schafer átti þá helmingshlut í fyrirtækinu. Niðurstaðan af þessum viðskiptum varð sú Bonus Florida var útvegaður og tryggður aðgangur að verslunar- innréttingum á mun hagstæðara verði en ella. Þessi viðskipti héldu áfram eftir samruna félaganna undir nafni Bonus Stores Inc. Almenn vitneskja var um þessi viðskipti og viðskiptatengsl á meðal allra yfir- manna og stjórnenda Bonus en auk þess vissu margir starfsmenn af þeim. Tekið skal fram að fjármála- stjórinn, Guy Heyl, vissi af viðskipt- um þessum. Hvorki Schafer né Brick bar lagaleg skylda til þess að greina stjórn Bonus frá þessum við- skiptum og öll voru þau á milli óskyldra aðila og höfðu í för með sér sparnað fyrir Bonus. Gengið úr skugga um lögmæti viðskiptanna Hinn 21. maí 2001, eða þar um bil, á mánaðarlegum fundi stjórnar Bonus, var Schafer beðinn um að skýra frá viðskiptum Retail Stores Services og Bonus. Schafer greindi opinskátt frá þessum viðskiptum og og þeirri hugsun sem bjó að baki þeim. Hinn 23. maí 2001 fór stjórn Bonus Stores þess á leit við endur- skoðunarfyrirtækið Ernst & Young að það færi yfir viðskipti milli fyr- irtækjanna tveggja til þess að ganga úr skugga um að þar væri um að ræða lögleg viðskipti á milli óskyldra aðila. Schafer og Brick létu endur- skoðendunum í té öll fjárhagsleg gögn, sem máli skiptu, og fóru með þeim yfir málin. Fulltrúar Ernst & Young greindu síðan Schafer og Brick frá því að viðskiptin væru lög- leg og í þeim væri ekkert sem bryti í bága við góða reikningsskilavenju. Hinn 31. maí, eða þar um bil, var stefnendum gert að mæta á fund með stjórn Bonus. Á þeim fundi yf- irheyrðu stjórnarmenn Bonus Brick og Schafer. Stjórnarmaðurinn og lögmaðurinn, Judith Sullivan, hótaði stefnendum með því að greina þeim ranglega frá því að þeir hefðu brotið lög og að þeir yrðu sóttir til saka fyr- ir þau brot. Fylgt burt úr höfuðstöðvunum Hinn 4. júní, 2002, eða þar um bil, fengu stefnendur bréf frá Sullivan, lögmanni, þar sem þeim var gert að taka sér frí frá störfum. Stefnendum var greint frá því að þeir mættu ekki hafa samband við nokkurn af starfs- mönnum Bonus, söluaðila, birgja, umboðsmenn eða aðra slíka á meðan á leyfi þeirra stæði. Þá var þeim og sagt að afhenda alla lykla, aðgangs- kort og aðra muni fyrirtækisins. Síð- an fylgdi Scott Koch, yfirmaður munaumsýslu Bonus, stefnendum á brott úr höfuðstöðvum fyrirtækisins í augsýn allra starfsmanna þess. Þá framkvæmdi Koch, að beiðni stjórn- arinnar, einnig leit í munum stefn- enda í viðurvist starfsmanna fyrir- tækisins. Stefnendum var gegn vilja sínum gert að taka sér frí frá störfum svo fyrirtækinu gæfist kostur á að fram- kvæma frekari rannsóknir í þeirri viðleitni að finna ástæður til þess að víkja þeim endanlega frá störfum. Stjórnin fékk síðan, með milligöngu stjórnarmannanna William Fields og Judith Sullivan, starfsmenn og aðra á snærum fyrirtækisins til þess að rannsaka viðskipti og persónulegt líf stefnenda. Starfsmenn í öryggis- gæslu Bonus og aðrir á snærum fyr- irtækisins greindu fjölmörgum starfsmönnum ranglega frá því að stefnendur hefðu dregið sér fé, ber- sýnilega til þess að niðurlægja og koma höggi stefnendu. Starfsmenn öryggissviðs Bonus fylgdu stefnend- um eftir í því skyni að komast að ein- hverju því sem hugsanlega mætti nota til þess að hræða stefnendur til þess að gera einhvers konar sam- komulag við fyrirtækið. Hinir stefndu og menn á þeirra snærum rægðu stefnendu í því skyni að sverta þá og eyðileggja orðspor þeirra sem stjórnenda í þessari at- vinnugrein. Persónulegir munir fjarlægðir Enda þótt stefnendum hafi verið greint frá því að þeir væru einfald- lega í leyfi frá störfum skipaði stjórnin, með milligöngu Sullivan og Fields, starfsmönnum fyrirtækisins að fjarlægja alla persónulega muni úr skrifstofum Bricks og Schafers, sem sýnir að hún hugðist segja stefnendum upp störfum. En þar sem stefndu höfðu ekki nægilega ástæðu til þess hinn 4. júní, leituðu þeir í það skálkaskjól að setja þá í or- lof og hófu að rægja og framkvæma ólögmæta rannsókn á högum stefn- enda. Hinn 10. júlí, eftir að stefndu höfðu í tvo mánuði reynt að draga fram í dagsljósið eitthvað sem rétt- lætt gæti ranglega brottvikningu, var stefnendum greint frá því að þeim hefði verið vikið frá störfum fyrir fullt og fast. Í uppsagnarbréf- inu var hins vegar ekki tilgreind nein sérstök ástæða fyrir uppsögninni.“ Stefna vegna samningsbrota, tekju- og mannorðsmissis auk andlegs og tilfinningalegs álags Krefja Bonus Stores um tæpan milljarð í bætur Jimmy A. Schafer, fyrrverandi aðalfram- kvæmdastjóri Bonus Stores, og Courtney M. Brick, varaforstjóri Bonus Florida, hafa stefnt Bonus Stores. Arnór Gísli Ólafsson komst að því að þeir hafa krafið félagið um skaðabætur upp á jafn- virði hátt í 840 milljóna íslenskra króna. arnorg@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.