Morgunblaðið - 19.07.2002, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 19.07.2002, Qupperneq 25
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. JÚLÍ 2002 25 Sérð þú kex á borði? Glæsilegir vinningar Komdu við í næstu verslun og taktu þátt í skemmtilegum leik MIÐHRAUN 11 535 6600 FAXAFEN 12 588 6600 LÆKJARGATA 4 561 6800 GLERÁRGATA 32 461 3017 Níðsterkir regngallar á alla krakka sem fá hæstu einkunn! Litir: Blár, bleikur, rauður. Verð frá: 4.900 - 7.400 kr. settið. „A“ Útileiktæki H ön nu n: G un na r S te in þ ór ss on / M yn d sk re yt in g: K ár iG un na rs so n / 06 .2 00 1 Frábæ rt verð! Rólur -margar gerðir Rennibrautir Buslulaugar Í ÁGÆTUM fylgitexta í bæklingi segir Árni Heimir Ingólfsson frá hugmyndafræði Jóns Leifs og tilurð eins viðamesta verks hans, Baldrs op. 34, sem nú hefur verið hljóðritað í annað sinn. Árni Heimir telur verkið ef til vill vera þungamiðjuna í tón- sköpun Jóns Leifs og að tónskáldið hafi ekki lagt eins mikla vinnu í gerð nokkurs tónverks síns enda hafi hann áformað gerð tónverks um Baldur hinn góða allt frá árinu 1926. Verkinu var hins vegar ekki lokið fyrr en árið 1947. Upphaflega hafi Jón ætlað að fjalla um ástarsamband Baldurs og Nönnu en í endanlegri gerð var hlutur Loka orðinn miklu meiri og verkið megi þá hæglega túlka sem hina klassísku baráttu góðs og ills þar sem réttlætið og hið góða sigrar að lokum. Tónskáldið lét þau orð falla að Baldr væri samið í þeim tilgangi að mótmæla „misnotk- un hinnar norrænu hefðar á undan- förnum árum“. Vísbendingar Jóns í raddskrá benda einnig til þess að hann hafi litið á Loka (hið illa) sem persónugerving hervæðingar Þýska- lands nazismans. Baldr er ballettverk og prógram- tónlist í þess orðs fyllstu merkingu og eru ábendingar tónskáldsins í raddskrá svo nákvæmar að sérhvert smáatriði á sér hliðstæðu í því sem gerist á sviðinu. Því hefði verið fróð- legt fyrir hlustandann ef tímasetn- ingar (mínútur/sekúndur) hefðu ver- ið settar inn í ítarlegt efniságripið sem birtist í textahefti. Þannig fara menn að á fylgidiskum tónlistartímaritsins BBC Music Magazine og er það afar fróðlegt fyrir hlustandann sem þá getur fylgst betur með því sem er að ger- ast í tónlistinni. Sem endranær er tónlist Jóns Leifs sér- kapítuli. Ósveigjanleg og tyrfin, hranaleg og gróf, en þó svo ágeng að hún lætur varla nokkurn mann ósnort- inn. Þótt Baldr eigi sín ljóðrænu og fíngerðu augnablik, eins og t.d. í kaflanum um Nönnu (nr. 3), verður hins vegar að segjast eins og er, að á stundum er tónlistin svo hávær að illþolanlegt er. Ef hljómtækin eru stillt þannig að hljóðlátir upphafs- tónar verksins heyrast bærilega (lægstu strengir – held ég – og kontrafagott!) þá er maður varla húsum hæfur hlustandi á Baldr þeg- ar mest gengur. Djöfulgangurinn er hreint yfirgengilegur. Jón Leifs neit- ar sér ekki um neitt þegar hann ætl- ar sér að ná þeim stórdramatísku áhrifum sem efni Baldrs reyndar gefur tilefni til. En fyrr má nú vera. Mörgum tónskáldum sögunnar hef- ur tekist að laða fram drama í tón- listinni á hljóðlátari og einfaldari hátt. Enda er að mínu mati mun meira spunnið í kaflana Dauða Baldrs og Bálför Baldrs, sem eru hiklaust áhrifaríkustu kaflar verks- ins og mun einfaldari og hljóðlátari en t. d. Fárviðrið og Eiðtakan þar sem allt ætlar um koll að keyra í djöfullegum hamagangi sem engu eirir. Hljóðritun tæknimanna BIS er í einu orði sagt stórkostleg. Hljómur- inn er mikill og skýr og tíðnisviðið breitt. En til þess að þessir kostir út- gáfunnar njóti sín þarf bestu hljóm- tæki. Ég sæi t.d. ekki fyrir mér að hægt væri að hlusta á Baldr í hljóm- tækjum í bílnum mínum enda held ég að umferðaröryggi væri þá stefnt í voða. Ætli það væri ekki álíka hættulegt og að tala í GSM-síma undir stýri. Frammistaða allra flytjenda hlýtur að telj- ast með miklum ágæt- um. Mest mæðir á Sin- fóníuhljómsveit Íslands sem leikur eins og henni þyki í sannleika vænt um þessa tónlist. Ekki síður hvílir mikil ábyrgð á herðum hins unga finnska stjórn- anda, Kari Kropsu, sem virðist hafa náð veru- lega góðum tökum á hinu ofur- dramatíska tónmáli Jóns Leifs. Gunnar Guðbjörnsson tenórsöngvari á nokkrar stuttar en mikilvægar ein- söngsstrófur í hlutverki Óðins. Rödd hans er kraftmikil og hetjuleg og allt framlag hans einkennist af miklu ör- yggi. Hlutverk kórsins, Schola Cant- orum, er samofnara þéttum tónvefn- um og þjónar frekar því hlutverki að skapa „effekta“ í hljóðmyndinni – en gerir það vel eins og við er að búast úr þeim herbúðum. Áður hefur aðstandendum BIS AB verið þakkað framlag þeirra til varðveislu tónlistar þessa mesta furðufugls íslenskrar tónlistarsögu. Það skal ítrekað hér. Þótt tónlist Jóns Leifs sé óneitanlega með því einkennilegasta sem þekkist og skoðanir séu enn mjög deildar um hana verður ekki fram hjá lífsverki hans litið. Með vandaðri hljóðritun eins og hér er til umfjöllunar hafa menn alltént eitthvað til að ræða um. Sá mótbyr sem tónlist Jóns Leifs varð löngum að búa við var að lang- mestu leyti byggður á fordómun því hljóðritanir voru afar fáar og gáfu enga heildarmynd af tónsköpun hans. Menn þekktu hreinlega ekki tónlist Jóns. Þetta hefur nú breyst til hins betra og er það vel. Barátta góðs og ills TÓNLIST Geislaplötur Jón Leifs: Baldr – tóndrama án orða. Ein- söngur: Gunnar Guðbjörnsson (tenór). Orgelleikur og kórstjórn: Hörður Áskels- son. Hljómsveit: Sinfóníuhljómsveit Ís- lands. Kórsöngur: Schola Cantorum. Hljómsveitarstjóri: Kari Kropsu. Höf- undur texta í bæklingi: Árni Heimir Ing- ólfsson. Útgáfa: BIS Records, BIS- CD-1230/1231. Heildartími: 90’02 (2 diskar). Dreifing: Smekkleysa. BALDR Jón Leifs Valdemar Pálsson Í GRÁNU, bræðsluhúsi Síld- arminjasafns á Siglufirði, verður á morgun, laugardag, kl. 14 opnuð sýning á verkum Guðmundar Krist- jánssonar, vélsmiðs á Siglufirði. Sýningin ber yfirskriftina Vinur lífsins og er í tilefni af því að 18. júlí voru liðin 100 frá fæðingu hans, en hann lést árið 1994. Það eru vinir Guðmundar sem standa að þessari sýningu en þar gefur að líta margs konar smíðisgripi úr tré og málmi auk málverka og ritsmíða Guð- mundar. Guðmundur settist að á Siglufirði um 1930 og rak þar eigin vélsmiðju í 40 ár. Snemma á 4. ára- tugnum hélt hann sína fyrstu mál- verkasýningu, á Akureyri. Hann hætti að mála eftir þetta, en tók upp þráðinn á gamals aldri. „Í myndum sínum birtir Guð- mundur okkur fagrar og bernskar minningar af fiskimiðum ungdóms- áranna eða dulrænar hugsýnir,“ segir Guðný Róbertsdóttir, einn að- standenda sýningarinnar. „Eftir að störfum í vélsmiðjunni lauk hafði hann lítið verkstæði í kjallaranum á heimili sínu þar sem hann renndi muni úr tré og málmi. Þessa skraut- gripi ásamt málverkum og ritverk- um seldi hann í þágu hjálpar- og líknarstarfa á Indlandi. Guðmundur sýndi myndir sínar með nokkrum siglfirskum lista- mönnum í Ráðhúsi Siglufjarðar 1985 og á Siglufirði, í tilefni af 70 ára afmæli Siglufjarðarkaupstaðar árið 1988. Þá tók hann þátt í sýn- ingunni Einfarar í íslenskri mynd- list í Hafnarborg árið 1990 og má segja að með þeirri sýningu hafi augu margra opnast fyrir sérstöðu Guðmundar sem listamanns,“ segir Guðný. „Á þessari sýningu er leitast við að sýna sem fjölbreyttust verk Guð- mundar, en síðast en ekki síst er mikilvægt að minnast þess að Guð- mundur var sannur og hreinn and- ans maður sem allt sitt líf var sér- stakur styrkjandi þeirra sem höllum fæti stóðu og einnig ýmissa góðra málefna sem hann trúði á.“ Sýningin stendur til 20. ágúst og er opin kl. 13-17 alla daga. Guðmundur Kristjánsson við vinnu sína. Minnst með sýningu SÝNING á verkum færeyska lista- mannsins Anker Eli Petersen verður opnuð í Vestnorræna menn- ingarhúsinu í Hafnarfirði (við hlið- ina á Fjörukránni) í dag, föstudag. Anker Eli er fæddur árið 1959 í Þórshöfn en hefur undanfarinn áratug verið búsettur í Danmörku og unnið þar að list sinni. Anker kemur víða við í sköpun sinni; grafíklistamaður og teiknari, vinn- ur með klippimyndir, málar og not- ar einnig tússpenna, gerir silki- prent og vinnur við tölvuhönnun. Myndefnin eru í einföldum stíl sem líkja má við teiknimyndir á táknrænan hátt með aðaláheyrslu á söguna. Einnig hefur hann samið texta fyrir marga færeyska tónlist- armenn og útlitshannað geisla- diska, veggspjöld, bækur og frí- merki. Hannar skartgripi Listamaðurinn hefur sérhæft sig í að túlka goðsögn og lög úr fær- eyskri, finnskri og norrænni menn- ingu. Síðustu árin hefur hann hannað skartgripi með myndefni úr norrænni goðafræði. Á sýningunni í Vestnorræna menningarhúsinu mun Anker Eli sýna hluta af stærra myndasafni með heitinu „Völuspá“, sem mun koma út í febrúar 2003. Á sýning- unni verða einnig veggspjöld með Ljós og Myrkur úr norrænni goða- fræði, ásamt heildarsafni af fær- eyskum frímerkjum frá upphafi og þeim listamönnum færeyskum sem hafa hannað myndefnin. Vestnorræna húsið er opið frá 12–20 alla daga og stendur sýn- ingin til 28. júlí. Völuspá í Vestnor- ræna húsinu

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.